24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 24stundir Framtíðarreikningum stofnuðum með gjafabréfi SPRON fylgir 2.000 kr. mótframlag frá SPRON*. Sími 550 1200 - Þjónustuver 550 1400 - www.spron.is Le g g ja þ ar f in n a ð lá g m ar ki 2 .0 00 k r. v ið s to fn u n r ei kn in g s. Gefðu bjarta framtíð í fermingargjöf Fermingargjafabréf SPRON er gjöf sem vex og vex. Heitir pottar frá Beachcomber Allar nánari uppl í síma 8972902 eða á netfangið mvehf@hive.is MV heildsala ehf Mest seldu pottar í Kanada í 30 ár 13 ár á íslandi ALLIR OKKAR POTTAR ERU MEÐ CLEAR TECH TÆKNI 50%-70% MINNI KLÓRNOTKUNN Full einagraðir á öllum hliðum og botninn líka 24 tíma hreinsikerfi Taktu ekki áhættu veldu vandaðan pott sem er að öllu leiti framleiddur í Kanada Hafðu samband og við sendum bækling og verðlista samdægurs allir pottarnir okkar á sérstöku afmælistilboði Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) undir 1 þaki Allt fyrir ferminguna Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is Stúlkur sem verða fyrir kynferðis- ofbeldi sem börn glíma við afleið- ingar þess alla ævi. Þetta eru niðurstöður meistara- ritgerðar Sigrúnar Sigurðardóttur hjúkrunarfræðings frá Háskólan- um á Akureyri, Tíminn læknar ekki öll sár. Ritgerðin byggir á djúpviðtölum sem Sigrún tók við sjö konur sem allar höfðu orðið fyrir kynferðis- legu ofbeldi í æsku. Allar sömu sögu að segja „Fimm af þessum sjö konum eru með vefjagigt, þær eru með vöðvabólgu, verki og svefnörðu- leika, átröskun, ofnota áfengi og glíma við ýmis líkamleg vanda- mál,“ segir Sigrún. Skýringa má leita í því að ofbeldið verður til þess að þær eru alltaf með varann á og hætta þess vegna að geta sofið á nóttunni. Þegar fólk hættir að sofa hrannast upp fleiri vandamál. Lík- aminn verður stífur og við bætast verkir og kvíði. Þegar konurnar fara til læknis orðnar fullorðnar eru þær búnar að þróa með sér vefjagigt og vöðvabólgu. „Fimm af þessum konum eru öryrkjar,“ segir hún. Þá segir Sigrún konurnar allar hafa sömu sögu að segja um vandamál tengd móðurlífinu. „Það eru blöðrur á eggjastokkunum, samgróningar, hnútar, miklir blæðingaverkir, fósturmissir og fleira.“ Hún segir ekki ljóst hvers vegna þetta verður en oft komi ein- kennin í ljós eftir einhvern atburð, sálrænt áfall, kynlíf eða annað. Brengluð mörk Helmingur kvennanna sem Sig- rún talaði við varð fyrir endur- teknu ofbeldi seinna á lífsleiðinni. „Þegar búið er að brjóta niður varnarvegg þeirra og þær fá ekki aðstoð til að byggja hann aftur verða þær berskjadaðar fyrir áframhaldandi ofbeldi.“ Hún segir fólk með reynslu af ofbeldi oft hafa brengluð mörk, bæði gagnvart sjálfum sér og öðr- um. Þetta getur lýst sér í miklum öfgum, annað hvort er fólk alveg inni í sér, fælið og á flótta eða alveg öfugt. Þá segir hún öfgar tengdar mat, kynlífi og áfengi algengar. „Ein stundar kynlíf, mikið af því og með sem flestum á meðan aðrar geta ekki stundað kynlíf. Sumar borða og borða á meðan aðrar þjást af lystarstoli,“ segir Sigrún. Skortir heildarlausn Sigrún segir skorta á heildar- lausn í heilbrigðiskerfið fyrir kon- ur með þessa reynslu. „Konur leita allar í heilbrigðiskerfið með þessi einkenni en það vantar upplýs- ingaflæði og fræðslu til að vinna úr því,“ segir hún en bætir við að unnið sé að því á Akureyri að þróa þverfaglegt tenglsanet og frekari úrræði fyrir þessa einstaklinga. „Það skiptir öllu máli að þetta fólk fái aðstoð, auk þess sem það sparar þjóðfélaginu mikla peninga.“ Brotnar konur berskjaldaðar  Kynferðisofbeldi gagnvart börnum hefur áhrif á heilsu þeirra á fullorðinsárum  Heilbrigðiskerfið skortir úrræði ➤ Stígamót bjóða upp á aðstoðvið þá sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. ➤ Systursamtök Stígamóta eruAflið á Akureyri og Sólstafir á Ísafirði. ÚRRÆÐI Í BOÐI Tíminn læknar ekki öll sár Stúlkur sem verða fyrir kyn- ferðisofbeldi sem börn glíma við afleiðingarnar alla ævi, segir Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur frá HA. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Samkvæmt upplýsingum frá sýkladeild Landspítala greindust 93 einstaklingar á Íslandi með salmonellusýkingu í fyrra og er það svipaður fjöldi og greinst hefur síðastliðin ár. Ekki varð vart við hópsýkingar af völdum salmonellu á árinu sem leið. Ein- ungis 16 þessara 93 salmon- ellutilfella eru talin vera af inn- lendum uppruna, í 64 tilfellum er uppruni smits í öðrum löndum og í 16 tilfellum er óvíst um upp- runa smitsins. mbl.is 93 salmonellu- tilfelli í fyrra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, segir vanta stjórntæki til að takast á við umdeildar álversframkvæmdir. „Það er ákveðið vandamál að inni í lögum um úthlutun útblást- ursheimilda skuli ekki vera hægt að setja neinar aðrar forsendur en bara þær að fyrstur kemur, fyrstur fær,“ segir Ingibjörg. „Það er langt síðan flokkurinn ályktaði að álver á Bakka ætti að koma á undan álveri í Helguvík, því suðvesturhornið á svo margra annarra kosta völ.“ Framkvæmdir vegna álversins hófust í gær. Í fyrstu verður lagður veg- ur að lóðinni, öryggisgirðing og skrifstofa reist. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra efast um réttmæti ákvörðunar sveitarstjórna Reykjanesbæjar og Garðs um framkvæmda- og byggingarleyfi áður en öll skilyrði eru uppfyllt. Þá gagnrýni taka ungir jafnðarmenn undir og hvetja stjórnvöld til að taka í taumana. aij Álver í Helguvík hefði mátt bíða Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Kannað var hvað símtal kostar þegar hringt er með frelsi í heimasíma. Í töflunni eru upplýsingar um verð á símtölum sem tekur hálfa mínútu og tvær mínútur. Verðmunurinn er næstum þrefaldur í styttra símtal- inu og skýrist það helst á því að Síminn og Vodafone rukka alltaf fyrir upphafsgjald og einnig er gjaldfærð fyrsta mínútan og eftir það í 10 sek. þrepum. Nova og Sko, sem er með lægsta verð, gjaldfæra símtöl í 20 sek. þrepum. Ekki er heimilt að vitna í þessa könnun í auglýsingum. Frelsi Símans dýrast Þuríður Hjartardóttir NEYTENDAVAKTIN Hringt úr frelsi í heimasíma Símafyrirtæki 1/2 mínúta 2 mínútur Verðmunur Sko 9,90 29,8 Nova 10,0 30,0 1,01% / 0,67% Vodafone 26,8 49,7 170,70% / 66,77% Síminn 27,0 50,0 172,72% / 67,78%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.