24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 11

24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 11
24stundir LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 11 Tökum við umsóknum núna www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 3 3 7 Stjórnarskrárréttur Þýska- lands hefur staðfest lög sem banna kynferðislegt samneyti náinna ættingja. Rétturinn féllst því ekki á málaflutning manns sem á fjögur börn með systur sinni. Systkinin Patrick og Susan ól- ust ekki upp saman. Þau kynntust fyrst árið 2000, þeg- ar hann var 23 ára og hún 16 ára. Hélt lögfræðingur þeirra því fram að lög sem banna sifja- spell væru barn síns tíma og parið væri ekki að gera nein- um mein. Dómstóllinn sagði að sambandið hefði bæði áhrif á samfélagið og börnin. aij Þingið í Kanada samþykkti í gær að framlengja þátttöku landsins í aðgerðum NATO í Afganistan til ársins 2011. Stephen Harper forsætisráð- herra mun kynna ráðherrum NATO áformin á fundi í Búk- arest í næsta mánuði. Þá mun hann ítreka að aukinn stuðn- ingur Kanada er skilyrtur því að aðrar þjóðir sem aðstoða herlið NATO auki stuðning sinn á sama tíma. Peter MacKay varnarmálaráð- herra sagði að ákvörðun þingsins „sendi mjög skýr merki um einhug frá landinu til hermanna okkar“. aij Medhat Kattab, fulltrúi Nye Alliance í bæjarráði Svend- borgar í Danmörku, vill að stúlkum undir 18 ára aldri verði bannað að ganga með höfuðklút í skólum. Telur hann að slæður valdi fé- lagslegri einangrun stúlkn- anna og auki líkurnar á því að þær verði lagðar í einelti. „Þetta er slæmt fyrir aðlögun innflytjenda, því stúlkurnar sýna að þær séu öðruvísi. Ég held að það sé slæmt fyrir þær og því er ég ánægður með það hversu vel bæjarráðið tók í hugmyndina,“ segir hann. aij Dæmt í Þýskalandi Bann við blóð- skömm heldur Kanadískir hermenn Áfram í Afganistan Svendborg í Danmörku Slæðurnar burt úr skólum Tveimur skotum var skotið inn um glugga íbúðar í eigu sænsks saksóknara í Malmö að- faranótt gærdagsins. Saksóknarinn, Mats Matts- son, hefur beitt sér sérstaklega í málum tengd- um skipulagðri glæpastarfsemi og stendur meðal annars á bak við fjölda rassía gegn glæpa- samtökunum og mótorhjólagenginu Banditos á Skáni og í Gautaborg. Lögregla leitar enn byssu- mannsins, en hefur ýmsar vísbendingar í hönd- unum sem verið er að skoða. Einn maður sem tengist Mattsson var staddur í íbúðinni, sem er á fjórðu hæð húss við Köpen- hamnvägen í miðborg Malmö. Sá slapp ómeiddur, en Mattsson var sjálfur ekki í íbúð- inni og nýtur nú verndar lögreglu. Mattsson er einn helsti sérfræðingur Sví- þjóðar í skipulagðri glæpastarfsemi og hefur fyrirskipað fjölda rassía gegn glæpagengjum í vetur. Ríkissaksóknarinn Fredrik Wersäll lítur árás- ina mjög alvarlegum augum. „Við verðum æ oftar vitni að hótunum og árásum á fulltrúa réttvísinnar,“ segir hann í samtali við Svenska dagbladet. Útihurð á heimili saksóknarans Barbro Jönsson sprengd í Trollhättan í fyrra. Svartklæddur og krúnurakaður Mikael Persson, talsmaður lögreglunnar í Malmö, segir málið vera í rannsókn. „Maður um 190 sentimetrar á hæð, svartklæddur og krúnurakaður sást hlaupa í burtu frá vettvangi árásarinnar með langa tösku í hendinni um klukkan eitt. Við komum til með að ræða við alla íbúana í nágrenninu.“ Lögreglan leitaði með fjölda hunda í hverfinu og athugaði alla bíla í grenndinni eftir að tilkynning barst um árásina. atlii@24stundir.is Ráðist að íbúð saksóknara sem hefur fyrirskipað aðgerðir gegn mótorhjólagenginu Banditos Skotið á heimili saksóknara í Malmö Rannsókn Stórt svæði í miðborg Malmö var lokað af vegna árásarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.