24 stundir - 04.04.2008, Side 1

24 stundir - 04.04.2008, Side 1
„Þetta erum við búnir að vera að gera í allan vetur. Um leið og snjó tekur upp þurfum við að sinna þessum hlut- um. Það er stöðugt verkefni,“ segir Jóhann Diego, rekstrarstjóri hverfastöðvar Reykjavíkurborgar á Stórhöfða, um hreinsun meðfram götum bæjarins. „Það fýkur rusl af byggingarsvæðunum í Grafarholti og Norðlingaholti og alls staðar þar sem myndast hlé sest þetta niður,“ segir hann en tekur undir að ruslatínslan sé vorboði í borginni. Vorboðinn ljúfi 24stundir/Valdís „Þetta erum við búnir að gera í allan vetur, stöðugt verkefni“ 24stundirföstudagur4. apríl 200864. tölublað 4. árgangur Nú styttist í að útigrillið verði tekið fram en margir kjósa að grilla frekar fisk og grænmeti en kjöt. Sveinn Kjartansson, matreiðslumaður hjá Fylgifiskum, gefur les- endum góð grillráð. Fiskur á útigrillið MATUR»18 Soffía Karlsdóttir, kynningarfulltrúi Kjarvalsstaða, boðar til færeyskrar menningarhátíðar um helgina. Fjöldi færeyskra listamanna kemur fram á hátíðinni og búin verður til færeysk stemning. Færeysk stemning KOLLA»25 Tæplega 20% munur á Nezeril NEYTENDAVAKTIN »4 Sex afrískum stríðsmönnum hefur verið sagt að veiða ekki kýr, svín eða sauðfé á nálæg- um bóndabæjum er þeir leggja í Lundúnamaraþonið um miðjan mánuðinn. Stríðs- mennirnir koma frá afskekktu þorpi í Tansaníu og ætla með hlaupinu að safna fé fyrir fólk heima fyrir. Breska blaðið Sun segir að þeim hafi einnig verið sagt að bregða sér í lendaskýlu og hylja djásnin örugglega með- an á hlaupinu stendur. aí Hlauparar í veiðibanni GENGI GJALDMIÐLA SALA % USD 75,03 -0,23  GBP 149,80 0,46  DKK 15,76 -0,03  JPY 0,73 0,19  EUR 117,54 -0,06  GENGISVÍSITALA 151,34 0,03  ÚRVALSVÍSITALA 5.255,82 1,37  »12 0 -1 -2 -2 0 VEÐRIÐ Í DAG »2 Íbúar á Miðnesheiði segja börn sín veikjast vegna myglusvepps sem fundist hefur í námsmanna- íbúðum Keilis. Þeir segjast engar upplýsingar fá um al- varleika málsins. Myglað á Miðnesheiði »6 37 hús standa auð í miðborginni samkvæmt samantekt skipulags- og byggingarsviðs. Sextán húsanna eru við Laugaveginn. Rekstur var í mörgum þeirra um síðustu jól. Laugavegur er draugavegur »8-9 innfluttu vinnuafli sé boðið upp á lág kjör og slæmar vinnuaðstæður. „Við þekkjum allmörg dæmi um óheyrilegan vinnutíma og laun langt undir lágmarkskjörum,“ segir Grétar Þorsteins- son, forstjóri ASÍ. „Sem betur fer hefur tekist að greiða úr því með viðunandi hætti og þetta hafa verið und- antekningartilvik, þó þau hafi verið alltof mörg.“ Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Ljóst þykir að mansal hafi skotið rótum á Ís- landi, en lítið er vitað um umfang þess eða eðli. Mest hefur verið fjallað um mansal í kynlífsiðn- aði. Minna hefur borið á þrælavinnu í öðrum starfsgreinum, þótt flest bendi til þess að hún tíðkist. Dæmi hafa víða komið upp Í síðasta mánuði greip Matvís inn í mál fé- lagsmanna sinna sem grunur er um að hafi starfað á veitingahúsi án þess að fá fyrir það greiðslu. „Á yfirborðinu leit þetta allt saman vel út, þannig að það var ekki ástæða til að gruna neitt. Fyrirtækið borgaði félagsgjöld og annað til okk- ar,“ segir Níels Olgeirsson, formaður Matvís. „Það borgaði sín gjöld til skattsins og allan pakkann. Það borgaði bara ekki launin.“ Það er vel þekkt hjá verkalýðshreyfingunni að Vinna löggjafans rétt að hefjast „Það kemur oft fólk til okkar sem verið er að brjóta á,“ segir Margrét Steinarsdóttir, lögfræð- ingur hjá Alþjóðahúsi. „Fólk fær oft ekki rétt laun og jafnvel ekki launaseðla. Það er ekki borg- að fyrir það í stéttarfélög eða neitt þvíumlíkt. Oft er fólk látið vinna myrkranna á milli án þess að fá borgaða yfirvinnu. Þetta heitir auðvitað allt mansal. Þótt þeir fái eitthvað greitt fyrir sína vinnu, þá er verið að misnota einstaklingana.“ Yfirsýn yfir íslensk mansalsmál er enn af skornum skammti. „Umfang mansals hefur ekki verið rannsakað með markvissum hætti á Ís- landi, þannig að það er ómögulegt að gera sér grein fyrir því. Á meðan við höfum engin önnur gögn verðum við að gera ráð fyrir því að mansal þrífist hér í sama mæli og á nágrannalöndun- um,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður starfshóps sem undirbýr aðgerðaáætlun ríkis- stjórnarinnar gegn mansali. Allt nema launin  Óheiðarlegir atvinnurekendur reyna að slá ryki í augu stéttarfélaga og stjórnvalda  Greiða öll gjöld vegna starfsmanna, en þeir fá ekki laun  Lítið vitað um umfang mansals LAGAÚRRÆÐI Á LEIÐINNI»6 ➤ Oft er mansal hluti af skuggahliðum þjóð-félagsins, svo sem kynlífsiðnaði. ➤ Lúmskari gerðir mansals fyrirfinnast í ýms-um öðrum geirum. ➤ Áætlað er að fyrir hvern einstakling semstarfar nauðugur í kynlífsiðnaðinum séu allt að 15 menn, konur og börn neydd til starfa á öðrum sviðum, til dæmis sem verkamenn eða heimilishjálp. MANSAL Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500, opið: 10-18 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504, opið virka daga: 10-18 og laugard. 11-16 Enginn er betri Violino hágæða leðursófar

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.