24 stundir - 04.04.2008, Síða 6

24 stundir - 04.04.2008, Síða 6
Börnin veikjast vegna myglusvepps Eftir Hlyn Orra Stefánsson og Frey Rögnvaldsson „Stelpan mín er ekki orðin tveggja ára en er komin með astma- einkenni,“ segir Íris Ösp Sigur- björnsdóttir sem býr í náms- mannaíbúðum Keilis á gamla varnarsvæðinu á Miðnesheiði. Þar hefur fundist myglusveppur í þó- nokkrum íbúðum. „Læknirinn sagði að það væri vel þekkt að myglusveppir gætu valdið astmaeinkennum. Á svæð- inu er mikið af börnum og þau virðast öll vera meira eða minna veik,“ segir Íris. Hún segist hafa tilkynnt um- sjónarmönnum fasteigna hjá Keili að myglusveppur væri í íbúð sinni fyrir þremur vikum. Henni var sagt að hún yrði sett á biðlista eftir viðgerð, en síðan hefur hvorki ver- ið talað við hana vegna málsins, né hefur nokkur komið til að taka út skemmdirnar. Hún segir íbúa á svæðinu engar upplýsingar fá um hversu alvarlegt málið sé eða hvort sveppurinn geti verið heilsuspillandi. „Vinkona mín sem býr þarna og á barn sem fékk lungnabólgu, hringdi í fyrir- tækið sem er að rannsaka myglu- sveppinn, en var sagt að ekki mætti segja henni hversu alvarlegt málið væri þar sem fyrirtækið væri bundið þagnarskyldu. Mér finnst hrikalegt að fá engar upplýsingar, sérstaklega þar sem mikið er um börn á svæðinu.“ Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líf- fræðingur hjá Húsi og heilsu, stað- festir að hún hafi verið kölluð til að rannsaka mögulegan myglu- svepp í húsnæði Keilis. „Rann- sókninni er ekki lokið og ég get ekki sagt neitt um hana á þessu stigi vegna trúnaðar við viðskipta- vini mína.“ Sylgja segir að myglusveppur geti verið til mikilla vandræða og hugsanlega valdið heilsutjóni ef um alvarleg tilfelli er að ræða. Hún tekur fram að Keilir bregðist vel við öllum kvörtunum sem berist. Fleiri íbúar á Miðnesheiði sem 24 stundir náðu tali af hafa áhyggj- ur af myglusveppnum og íhuga brottflutning. Þá sögðust þeir hafa heyrt af fleiri börnum sem talið er að hafi veikst af völdum myglu- sveppsins; sem dæmi hafi ungt barn verið flutt á spítala í gær með sár á lunga.  Telur að veikindi barna í námsmannabústöðum Keilis á Miðnesheiði megi rekja til myglu- svepps sem þar hefur fundist  Segir íbúa engar upplýsingar fá um alvarleika málsins Gamla varnarsvæðið Fund- ist hefur myglusveppur í nokkrum íbúðum Keilis. ➤ Myglusveppur herjar á nokkr-ar námsmannaíbúðir Keilis á gamla varnarsvæðinu. ➤ Myglusveppir geta veriðheilsuspillandi; t.d. valdið sjóntruflunum og skertu jafn- vægi. SKAÐRÆÐISSKEPNA 6 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 24stundir Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Dómur hefur ekki fallið í mansals- máli á Íslandi, þó víst sé að slík mál hafi komið til kasta dómstóla. Stígamót taka þátt í víðtæku samstarfstarfsverkefni Norður- landanna og Eystrasaltsríkjanna gegn mansali. „Okkur finnst hafa verið mun markvissari aðgerðir í nágrannalöndunum og þau hafi haldið þar vöku sinni. En nú erum við heldur betur að taka við okk- ur,“ segir Guðrún Jónsdóttir. Gloppur hafa verið í lögum Mansal er og hefur verið refsi- vert hér á landi, en ekki hefur reynt á það fyrir dómi. Í málum þar sem mansal hefur þótt ljóst hefur ákæruvaldið valið að kæra fyrir önnur brot. Hefur meðal annars þótt skorta á að til kæmi augljós nauðung fórnarlambanna. „Samkvæmt alþjóðasamþykkt- um þá skiptir samþykki einstak- lingsins ekki máli,“ segir Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur hjá Al- þjóðahúsi. „Oft veit fólk ekki hvað það er að samþykkja, til hvers er ætlast af því og hvaða áhrif þetta hefur á það.“ Réttarbætur á leiðinni Allsherjarnefnd hefur um þessar mundir til umsagnar frumvarp til breytinga á hegningarlögum. Þar er meðal annars skerpt á refsiákvæði. „Við verðum betur í stakk búin til að taka á þessum brotum,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varafor- maður nefndarinnar. „Þetta er einn alvarlegasti glæpur sem hægt er að ímynda sér. Þetta er nútíma þræla- hald. Okkur ber skylda til að beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir mansal og megum ekki láta barátt- una stranda á ónákvæmum lög- um.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Til stendur að breyta hegningarlögum svo auðveldara sé að sækja rétt fórnarlamba mansals Lagaúrræði gegn mansali hafa ekki dugað Hæstiréttur Fann glögg merki um mansal í máli árið 2003, en dæmdi ekki fyrir það. Nú bíða 799 manns eftir fé- lagslegri íbúð í Reykjavík. Í Kópa- vogi eru 169 umsóknir um fé- lagslegar íbúðir óafgreiddar en í Hafnarfirði eru 154 á biðlista. Í Garðabæ eru 6 á biðlista. Samtals bíða 1128 manns eftir félagslegri íbúð í þessum sveitarfélögum. Í janúar síðastliðnum beið 761 eftir félagslegri íbúð í Reykjavík en 746 um mitt síðasta ár. Það hefur því fjölgað um rúmlega 50 á bið- listanum þótt íbúðum í eigu Fé- lagsbústaða hafi fjölgað. Þær voru tæplega 2000 í fyrrasumar en eru nú 2087, að sögn Sigurðar Kr. Frið- rikssonar, framkvæmdastjóra Fé- lagsbústaða. „Það er stefnan að fjölga félagslegum íbúðum um 100 á ári á kjörtímabilinu. Félagslegar íbúðir verða um 2500 í lok árs 2010,“ segir Sigurður. Hafnarfjörður á nú 230 leigu- íbúðir en átti 217 um mitt síðasta ár. Um 10 íbúðir eru í framleigu hjá Hafnarfjarðarbæ þar sem að- eins hefur fækkað á biðlistanum frá því síðastliðið sumar. Kópavogur á nú 336 leiguíbúðir en átti um 210 síðastliðið sumar. Þar hefur fjölgað um nokkra tugi á biðlistanum frá því í fyrrasumar. Garðabær á 25 leiguíbúðir. Lengri biðlistar eftir félagslegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu Yfir 1100 bíða eftir félagsíbúð Biðlistar Þörfin fyrir fé- lagslegt húsnæði vex. Aðalfundur Landssambands kúabænda sem hefst á morg- un verður í beinni útsendingu á netinu á síðunni naut.is. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri sambands- ins, segir þetta í fimmta sinn sem sá háttur er hafður á. Baldur segist búast við að mest verði rætt um verðlags- mál á fundinum. „Það er held- ur bjartara yfir mönnum eftir ákvörðun verðlagsnefndar um mjólkurhækkun. Hún nægir vonandi til að menn geti hald- ið sjó í rekstrinum.“ fr Aðalfundur kúabænda Í beinni á net- síðu félagsins Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, átelur vinnu- brögð Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði, vegna brota gegn höfundarrétti Halldórs Laxness. Rektor lýkur nú mál- inu innan Háskólans með bréfi til prófessorsins þar sem hún gerir kröfu um að vinnu- brögðin endurtaki sig ekki. Segir rektor að málið hafi rýrt traust á skólanum. be Endurtaki sig ekki Rektor átelur dr. Hannes www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafknúnir hæginda- stólar • Auðvelda þér að standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval Verð frá 98.000 krónum

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.