24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Atvinnubílstjórar berjast þessa dagana fyrir lægra eldsneytisverði í land- inu og skora á stjórnvöld að lækka skatta á benzíni og dísilolíu. Það fer ekki á milli mála að langflestir neytendur styðja þessa baráttu, þ.e. fyrir lægra benzínverði. Það er hins vegar vafamál hvort hinir sömu neytendur styðja aðrar kröfur bílstjóranna, um rýmri reglur um hvíldartíma og lægra kílómetragjald fyrir vörubíla. Fólk vill ekki hafa syfjaða bílstjóra undir stýri á risastórum bílum og sennilega vilja notendur þjóðveganna líka að eigendur þeirra ökutækja, sem slíta vegunum mest, borgi fyrir viðhald þeirra í samræmi við það. En krafan um lækkun skatta á eldsneyti er sjálfsögð og sanngjörn. Bíl- stjórarnir hafa notið mikils stuðnings almennings í þeirri kröfugerð. Nú er hins vegar byrjað að örla á því að fólk sé búið að fá nóg. Bílstjórar hafa geng- ið of langt í aðgerðum sínum með því að teppa algerlega umferð á mik- ilvægum stofnbrautum eins og Reykjanesbrautinni, í Ártúnsbrekku, á Hafnarfjarðarvegi og víðar. Auðvitað er það lögbrot að trufla almenna umferð. Það er ástæða fyrir því; sérhver truflun á umferð getur valdið slysum, jafnvel alvarlegum slys- um. Og ábendingar lögreglu og slökkviliðs um að aðgerðir bílstjóra geti taf- ið ferðir sjúkra- og slökkviliðsbíla eru fullkomlega réttmætar. Hvað yrði um stuðninginn við málstað bílstjóra ef slys yrði, til dæmis við það að ökumaður reyndi að komast framhjá tálmum þeirra eða snúa við? Hvað ef fólk örkumlaðist vegna þess að sjúkrabíll eða slökkvilið tefðist, þeg- ar lífið liggur við? Auðvitað geta atvinnubílstjórar sagt að þeir gæti ýtr- ustu varúðar, en er það að öllu leyti trúverðugt þegar í þeirra hópi er fólk, sem missir farminn af pallinum hjá sér á miðjum umferðargötum og keyrir á brýrnar í bænum? Það er ákveðin tilhneiging til þess hjá þeim, sem trúa sterkt á málstað sinn, að halda að beygja megi og sveigja almennar leikreglur í þágu hans. Atvinnubíl- stjórar verða að gæta sín á því að ganga ekki of langt; þá gæti stuðningur almennings við þá gufað upp á svip- stundu og stjórnvöld fengju afsökun fyrir því að gera ekki neitt til að lækka eldsneytisverðið. Málstaður og aðferðir SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Það er þekkt að stofnunum eru oft áætlaðar of litlar tekjur og það er fyrirfram vitað að rekstur við- komandi stofn- unar muni ekki ganga upp. Þetta ættu stjórn- málamenn svo sem að skilja því mörg af þeim verkefnum sem standa þeim nærri koma út víðsfjarri því sem þeir sjálfir áætl- uðu. Oft virðist áætlanagerð þing- manna mikið frekar einkennast af óskhyggju en raunveruleika. […] Það er einkennilegt að horfa á stjórnmálamenn hakka í sig vandaða stjórnendur eins og frá- farandi forstjóra Landspít- alans … Guðmundur Gunnarsson gudmundur.eyjan.is BLOGGARINN Óskhyggja Forstjórinn minn er hættur. Hætti í gær skilst mér. Ég veit ekki hvort ég á að vera sæl eða súr. Hafði voða lítið af mann- inum að segja. Sá hann ekki „live“ fyrr en ég var bú- in að vinna á spít- alanum í tæp þrjú ár. Það var fyrir tveimur mán- uðum. Tilefnið var starfsmannafundur á geð- sviðinu. Svo sá ég hann aftur á föstudaginn. Fattaði ekki strax að þetta var hann. Ég sá bara aftan á mann í síðum frakka sem bank- aði fast á skrifstofudyr eftir skrif- stofudyr. Enginn kom til dyra. Veit ekki hvar allir voru. Ég sá aumur á manninum … Hafrún Kristjánsdóttir habbakriss.eyjan.is Forstjórinn Vonandi una Austfirðingar vel við sitt álver, mér dettur ekki í hug að óska þeim neins annars. Hins vegar hrýs mér hugur við þeim áformum sem uppi eru um stjóriðjur á Suð- urnesjum og Húsavík svo ekki sé nú talað um ol- íuhreinsunarstöð fyrir vestan. Vona ég heitt og innilega að stjórnvöld taki af skarið og stöðvi fyrirhug- aðar framkvæmdir, helst um alla ókomna framtíð og beini kröft- um sínum í aðrar áttir. Við þurf- um síst af öllu á álbræðslum og olíuhreinsunarstöðvum að halda til að tryggja framtíð okkar og þeirra sem taka við af okkur. Pálmi Gunnarsson palmig.blog.is/ Enga stóriðju Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Í frétt 24 stunda er því haldið fram að ís- lenskar konur séu með lægri laun en kyn- systur þeirra annars staðar í Evrópu í samanburði við karla. Þessi fullyrðing er rakin til kannana sem gerðar voru á vegum ETUC og VR. Kannanir sem gerðar hafa verið meðal opinberra starfsmanna sýna að launamunur kynjanna er enn meiri. Könnun á vegum Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar sýnir að karlar eru 19,2% hærri, samkvæmt skýrslu Félagsvísindastofnunar HÍ. Þessi mikli munur á launum karla og kvenna hjá Reykjavíkurborg er staðreynd þrátt fyrir að ráðist hafi verið í kostnaðarsamt starfsmat sem leiðrétta átti kynbundinn launamun hjá borginni. Einnig kemur fram að skýringin kunni að vera sú að kon- ur hafi verið lítt sýnilegar í forystusveit verkalýðsfélaganna í Evrópu. Það er ekki skýring sem á við. Konur hafa alltaf verið áberandi í forystu verkalýðshreyfingarinnar. Sem dæmi má nefna Jóhönnu Egilsdóttur, Framsókn, Að- alheiði Bjarnfreðsdóttur, Sókn, Guðríði Elíasdóttur, Framtíðinni, Hafnarfirði, Þórunni Sveinbjörnsdóttur, Sókn, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, sem er varaforseti ASÍ og formaður Landssambands verslunarmanna, Ragnheiði Guðmundsdóttur, formann Símamanna, Sjöfn Ingólfsdóttur, formann Starfsmannafélags Reykjavík- urborgar, Sigríði Kristinsdóttur, formann Starfsmanna- félags ríkisstofnana, auk undirritaðrar í forystu fyrir SLFÍ. Skýringuna er mun frekar að leita í karllægum viðhorfum til verðmæta starfa kvenna í samfélagsþjónustunni. Konur geta horft til bjartrar framtíðar m.t.t. til yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar. Þar segir: ,,Ríkisstjórnin vill koma á samvinnu aðila vinnumark- aðarins og hins opinbera um að leita leiða til að eyða þessum launamun á almennum vinnumarkaði. End- urmeta ber sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta. Stefnt skal að því að jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og stjórnunarstöðum á vegum ríkisins.“ Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Launamunur er staðreynd ÁLIT Kristín Á. Guðmundsdóttir kristin@slfi.is Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 ÐIÐALBUNNIVTA atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.