24 stundir - 04.04.2008, Page 40

24 stundir - 04.04.2008, Page 40
24stundir ? Fyrir skömmu hitti ég kínverskankennara í unglingaskóla sem staddur varhér á landi til að kynna sér starfsemiframhaldsskóla. Honum blöskraði holda-far margra Íslendinga og spurði hvað viðgerðum til að koma í veg fyrir að þjóðinþyngdist. Kínverjar hefðu skynjað að þeirværu að þyngjast og ákveðið að grípa til aðgerða. Nú eru nemendur hættir að mæta með nesti í skólann og allir borða næringarríkan, hefðbundinn mat í mötu- neyti skólans. Þannig sagði hann minni hættu á að ungmenni ánetjuðust óholl- ustu og skyndibita. Þá eru nemendur skyldaðir til að stunda líkamsrækt í skól- anum utan hefðbundins skólatíma. Hóp- leikfimi er á skólalóð í hálftíma á hverjum morgni og leikfimi og sund eru óbreytt á stundaskrá. Til viðbótar þurfa nemendur að sinna líkamsrækt í klukkustund áður en skóladegi telst lokið. Hann sagði ekki flókið að koma því við og ekki þyrfti dýra aðstöðu. Margir nemendur stundi hefð- bundnar keppnisíþróttir sem þeir fái metnar og lítill vandi væri að skipuleggja hreyfingu fyrir hina. Stór hluti nemenda fari í klukkustundar gönguferð, sumir hjóli um hverfið, aðrir æfi dans og enn aðrir stundi hefðbundna kínverska leik- fimi úti. Ákveðinn hópur nemenda hefur umsjón með líkamsræktinni og fylgist með að samnemendur mæti og taki þátt. Kannski er þetta þjóðráð. Gefa nem- endum hollan og góðan mat og auka íþróttaiðkun og líkamsrækt í skólunum og venja þannig einstaklingana á góða siði strax frá bernsku. Er það ekki þess virði að prófa? Hvað ungur nemur gamall temur Þóra Þórarinsdóttir Styður aukna atferlis- mótun í skóla. YFIR STRIKIÐ Eiga skólar að móta lífsvenjur? 24 LÍFIÐ Sala á Oroblu-sokkabuxum hefur aukist eftir að stúlknasveitin Nylon hóf að sitja fyrir í auglýs- ingum fyrir fyrirtækið. Nylon eykur sölu á sokkabuxum »34 Leikkonan Þórdís Elva Þorvalds- dóttir leikur ólétta fegurðardrottn- ingu í nýjum saka- málaþáttum. Þórdís leikur ólétta fegurðardrottningu »38 Hjalti Úrsus hefur stefnt Frétta- blaðinu vegna fréttar sem hann tel- ur ranga og vill 10 milljónir í skaðabætur. Vill 10 milljónir í skaðabætur »38 ● Vinn með gleði „Mér finnst það alveg stórkostlega skemmtilegt, ég er orðin svo póst- módernísk að ég vinn með gleði með hverjum þeim sem deilir hugsjónum með mér,“ segir Mar- grét Pála Ólafsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Hjallastefn- unnar aðspurð um hvernig vinstri- konu frá gamalli tíð þætti að hljóta frelsisverðlaun SUS en Margrét Pála veitti þeim viðtöku í gær. „Það er mikið frelsi að vera ekki bundin einum né neinum flokki,“ segir hún. ● Rokkstjóri eða upplýsinga- fulltrúi „Ég er áhugamað- ur um jákvæða ímyndarbyggingu, og hef það kannski frá rokk- stjóraembættinu,“ segir Hálfdán Bjarki Hálfdán- arson, sem hingað til hefur verið þekktur fyrir að vera rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, en sækir nú um stöðu upp- lýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar. „Ég hef unnið hinum megin við borðið í nokkur ár, þar sem ég hef verið blaðamaður á BB, og er því vel kunnugur öllum hnútum hér í bænum.“ ● Konur í stjórnir „Ég held að karlar í þessum stjórn- um hafi ekkert endilega þessa þekkingu,“ segir Stefanía G. Krist- insdóttir en hún sá um námskeið á vegum Tengslanets austfirskra kvenna í lok mars fyrir konur sem vilja komast í stjórnir fyrirtækja. „Aðalatriðið í þessu er að koma þeim konum á framfæri sem eru reiðubúnar og tilbúnar og hafa þekkingu,“ segir hún en bætir við: „Auðvitað viljum við auka þekk- ingu karla í stjórnunum líka.“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við www.hi.is *M.v. niðurstöðu í könnun Gallup. Umsóknir um nám á haustmisseri 2008 » Tekið er við umsóknum um grunnnám til 5. júní nk. Sótt er um rafrænt á www.hi.is » Umsóknarfrestur um framhaldsnám er breytilegur milli deilda. Sótt er um á vefsíðum deilda. Sjánar nánar á www.hi.is » Umsóknareyðublöð liggja einnig frammi á Þjónustuborði Háskólatorgs alla virka daga. Háskóli Íslands varð langefstur á prófinu! Valið er auðvelt – Tökum við umsóknum núna Háskóli Íslands nýtur trausts 90% þjóðarinnar*, en það er mesta traust sem nokkur stofnun nýtur á Íslandi. Svo afdráttarlaust traust til öflugasta háskóla Íslendinga er hvatning öllum þeim sem hyggja á háskólanám. ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 4 17 60 0 3/ 08

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.