24 stundir - 31.05.2008, Page 2
2 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 24stundir
www.IKEA.is/sumar
©
In
te
r I
KE
A
Sy
st
em
s B
.V
. 2
00
8
úti á túni
4.995,-
BROMMÖ sólstóll,
gegnheill akasíuviður,
B48xH89 cm.
WWW.EBK.DK
Danskir gæðasumarbústaðir
(heilsársbústaðir)
Hafðu samband við okkur fyrir frekari
upplýsingar: Anders Ingemann Jensen
farsími nr. +45 40 20 32 38
netfang: aj@ebk.dk
Ert þú í byggingarhugleiðingum?
VÍÐA UM HEIM
Algarve 18
Amsterdam 18
Alicante 19
Barcelona 21
Berlín 29
Las Palmas 24
Dublin 19
Frankfurt 27
Glasgow 20
Brussel 16
Hamborg 29
Helsinki 21
Kaupmannahöfn 22
London 18
Madrid 15
Mílanó 21
Montreal 13
Lúxemborg 22
New York 19
Nuuk 0
Orlando 23
Osló 20
Genf 18
París 22
Mallorca 23
Stokkhólmur 24
Þórshöfn 13
Vestlæg átt, 3-8 m/s. Skýjað en úrkomulítið
um vestanvert landið. Rigning norðaustantil
fram eftir degi, en léttir síðan til. Bjartviðri
suðaustanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast í inn-
sveitum.
VEÐRIÐ Í DAG
8
9
8
8 10
Allt að 17 stiga hiti
Þykknar upp með vaxandi suðaustanátt suð-
vestanlands, 10-15 m/s og fer að rigna síð-
degis. Fremur hæg suðlæg átt norðan- og
austanlands og bjart lengst af. Hiti 10 til 20
stig, hlýjast norðanlands.
VEÐRIÐ Á MORGUN
8
9
10
9 9
Þykknar upp
„Því miður held ég að margir
heyrnarlausir mikli fyrir sér að fara í
framhaldsnám. Margir sem hafa
flosnað upp úr menntaskóla sjá ekki
fyrir sér að háskólanám sé mögu-
leiki.
Það er mikil synd því það eina
sem stendur í veginum fyrir aukinni
menntun er hræðsla við að nálgast
hana,“ segir Þórður Örn Kristjáns-
son. Hann varði meistararitgerð
sína um áhrif dúntekju á hitastig í
hreiðri, atferli og varpárangur æð-
arkollna við Háskóla Íslands nú í
vor. Hann missti heyrn á öðru eyra
15 ára og hinu 18 ára vegna sjald-
gæfs erfðasjúkdóms.
Hann segir þjónustu við heyrn-
arlausa í Háskólanum mjög góða.
„Eftir að heyrnarlaust fólk fór að
sækja sér aukna menntun hefur ver-
ið ráðinn sérstakur námsráðgjafi
sem kemur til móts við þá,“ segir
hann og bætir við að aukin tölvu-
tækni, sms og msn hafi rofið ein-
angrun heyrnarlausa að miklu leyti.
Þórður Örn var með frjálsa mæt-
ingu í tíma og segir kennarana mjög
sveigjanlega.
„Í fyrirlestrum var ég alltaf með
rittúlk þar sem inntakið átti það til
að ruglast við þýðingu frá íslensk-
unni yfir á táknmál en það er allt
öðruvísi mállýska. Ég notaði hins-
vegar táknmálstúlk alltaf í verkleg-
um tímum og stundum úti þar sem
rittúlkurinn hentaði verr. Þetta fyr-
irkomulag gekk rosalega vel,“ segir
Þórður Örn sem ætlar að slappa af í
sumar en stefnir á doktorsnám.
fifa@24stundir.is
Með rittúlka og táknmálstúlka til skiptis
Þögnin stöðvar ekki námið
Meistari Þórður stefnir á
doktorspróf þrátt fyrir
heyrnarleysi.
Guðmundur Þóroddsson hefur
látið af starfi sem forstjóri Orku-
veitu Reykjavíkur og REI, sam-
kvæmt samkomulagi sem undirrit-
að var af Guðmundi og Kjartani
Magnússyni, stjórnarformanni
Orkuveitunnar. Guðmundur segist
ekki hafa átt frumkvæðið að starfs-
lokum sínum.
„Ég var nú ekki beinlínis viðbú-
inn þessu. Ég er þó ánægður með
að bera ekki ábyrgð á þróun Orku-
veitunnar undanfarna daga.“ Guð-
mundur sagði engan trúnaðarbrest
hafa komið upp á milli sín og
stjórnarinnar og útilokaði ekki að
einhver verkefni fylgdu honum á
útleið sinni. „Það er aldrei að vita
hvað gerist í framtíðinni.“ Guð-
mundur fær greiddan uppsagnar-
frest sem nemur 12 mánuðum.
Breytingar hjá Orkuveitunni og REI
Forstjórinn látinn
taka pokann sinn
Sjötíu og sjö kaupsamningum var
þinglýst á höfuðborgarsvæðinu vik-
una 23. til 29. maí, sem er 28 samn-
ingum meira en vikuna á undan. Þar
af voru 58 samningar um eignir í
fjölbýli, ellefu samningar um sérbýli
og átta um annars konar fasteignir
en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var
2,2 milljarðar og meðalupphæð á
samning rúmar 29 milljónir, sam-
kvæmt tölum frá Fasteignamati rík-
isins. Í sömu viku var fjórum kaupsamningum þinglýst á Akureyri og
vörðuðu þeir allir eignir í fjölbýli. Veltan í heild var 65 milljónir og
meðalupphæð á samning ríflega sextán milljónir. Á Árborgarsvæðinu
var sjö samningum þinglýst á sama tíma, þar af þremur um eignir í
fjölbýli og fjórum um eignir í sérbýli. Var heildarvelta fasteigna-
viðskipta á svæðinu 134 milljónir og meðalupphæð á samning rúmar
nítján milljónir. þkþ
Meira selt af fasteignum
Á morgun verður ár liðið síðan
reykingabann tók gildi á öllum
veitingahúsum og börum.
„Þetta er bara búið að vera æð-
islegt, vinnuloftið er allt annað
og lyktin líka,“ segir Sunnefa
Burgess, vaktstjóri á veit-
ingastaðnum Sólon. Sunnefa seg-
ir breytingarnar hafa verið auð-
veldar og viðskiptavinir tekið
þeim með jafnaðargeði. „Fólk
stekkur bara út að reykja.“ Hún
segir að þótt viðskiptavinum hafi
fækkað lítillega til að byrja með
hafi þeir allir komið aftur. aak
366 reyklausir
bardagar
Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur
thorakristin@24stundir.is
Atvinnulaust foreldri sem ekki hef-
ur daggæslu fyrir barn sitt, er ekki
„vinnufært“ og fær því ekki at-
vinnuleysisbætur, samkvæmt upp-
lýsingum frá Vinnumálastofnun.
Engar greiðslur eru greiddar
heimavinnandi foreldrum séu allir
fullfrískir, samkvæmt upplýsingum
frá Félagsmálaráðuneytinu.
Kvennagildran til fyrir
„Þetta er vítahringur. Án dag-
gæslu er ekki hægt að fá vinnu á
daginn en án bóta er erfitt að
greiða fyrir gæsluna,“ segir Sveind-
ís Ýr Sveinsdóttir, móðir í miðbæn-
um sem er að ljúka fæðingarorlofi
og að leita sér að vinnu.
„Maður hefur heyrt heim-
greiðslur gagnrýndar fyrir að vera
kvennagildra og halda konum
heima en þessi kvennagildra var til
fyrir,“ segir hún.
Ekki sérkjör fyrir atvinnulausa
Reykjavíkurborg niðurgreiðir
daggæslu fyrir börn hjóna við níu
mánaða aldur. Fá öryrkjar og
námsmenn slíka niðurgreiðslu
þegar barnið nær sex mánaða aldri
en slík kjör bjóðast ekki atvinnu-
lausum, samkvæmt upplýsingum
frá leikskólasviði borgarinnar.
Þar sem Sveindís er gift og dóttir
hennar hefur ekki náð tilskildum
aldri, þyrfti Sveindís því að greiða
fullt verð ef hún fengi pláss hjá
dagforeldri. Er algengt verð um 80
þúsund fyrir heilsdagspláss hjá
dagforeldri í Reykjavík, samkvæmt
óformlegri könnun blaðamanns.
Þriggja mánaða tekjuleysi
Samkvæmt lögum um fæðing-
arorlof er hvoru foreldri fyrir sig
tryggðir óskiptanlegir þrír mánuðir
auk þriggja mánaða sem þau deila í
sameiningu.
„Þetta þýðir að auðveldlega get-
ur myndast þriggja mánaða gat þar
sem annar aðilinn er tekjulaus
heima. Ef fólk hefur ekki efni á því
að báðir fara í fæðingarorlof hefur
það væntanlega ekki heldur efni á
að greiða fullt verð fyrir daggæslu í
þrjá mánuði,“ segir hún.
Ekki náðist í félagsmálaráðherra
vegna málsins í gær.
Engar bætur
án daggæslu
Foreldrar hafa engan rétt á atvinnuleysisbótum ef börnin eru
ekki í gæslu Þetta er vítahringur, segir Sveindís Ýr Sveinsdóttir
Daggæsla Ekki hafa allir
efni á daggæslu.
➤ Samkvæmt lögum um at-vinnuleysisbætur þarf við-
komandi að vera reiðubúinn
til að ráða sig til allra al-
mennra starfa til að eiga rétt
á bótum.
➤ Þá þarf hann að vera fullfærtil vinnu og tilbúinn til að
taka tilboði um vinnu þegar
það býðst.
ATVINNULEYSISBÆTUR
STUTT
● Leiðrétt Ranghermt var í frétt
blaðsins í gær af dómi Hæsta-
réttar yfir nauðgara, að dómi
Héraðsdóms Suðurlands hefði
verið hnekkt og hinum dæmda
gert að greiða tvær milljóni r í
bætur. Hið rétta er að Héraðs-
dómur Suðurlands hafði dæmt
manninn í fjögurra ára fangelsi
og staðfesti Hæstiréttur þá nið-
urstöðu héraðsdóms en lækk-
aði bætur niður í eina og hálfa
milljón. þe
● Leiðrétt Sagt var í 24 stund-
um í gær að Smáralind væri í
meirihlutaeigu Baugs. Það er
ekki rétt. FL Group á þriðjung í
eignarhaldsfélagi Smáralindar,
en Saxbygg tvo þriðjuhluta.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.