24 stundir - 31.05.2008, Qupperneq 7
Dagskrá VígsLUhátíðar:
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leikur.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, vígir hið nýja torg við Þverholt.
Karlakórinn Stefnir syngur undir stjórn Gunnars Ben.
Guðmundur Davíðsson, formaður afmælisnefndar Samorku, og Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar,
vígja hið nýja útilistaverk sem ber heitið: „Hundraðþúsundmiljón tonn af sjóðheitu vatni“. Verkið er eftir Kristin E.
Hrafnsson.
Kjartan Magnússon, stjórnarformaður OR, flytur ávarp og vígir nýtt fræðsluskilti við hitaveitustokk sem enn stendur
við enda torgsins, en gerð skiltisins var samstarfsverkefni OR og Mosfellsbæjar.
Loks leikur Orkusveitin – kvintett Reynis Sigurðssonar.
kynnir er helgi Pétursson, fulltrúi Or.
göngUferð er í boði að vígslu lokinni fyrir þá sem það vilja á vegum Sögufélags Kjalarnesþings og Umhverfis- og
náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar (UNM) í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur. Um er að ræða fræðslugöngu með leið-
sögn sem ber heitið „Sveitin og heita vatnið“. Gengið verður frá Kjarna, upp með Varmá og að Reykjum og meðal annars
áð í Dælustöðinni á Reykjum þar sem boðið verður upp á hressingu. Gestur Gíslason, jarðfræðingur, mun taka á móti
gestum þar. Bjarki Bjarnason er leiðsögumaður í ferðinni.
tiLefni hátíðarhaldanna er 100 ára afmæli hitaveitu á Íslandi árið 2008, en þar er miðað við frumkvöðulsstarf Stef-
áns B. Jónssonar á Suður-Reykjum í Mosfellssveit árið 1908. Ennfremur fagnaði Mosfellsbær 20 ára afmæli árið 2007 og
ákvað bæjarstjórn af því tilefni að standa að gerð útilistaverks í bænum.
ÚtiListaVerkið er hringur, sex metrar að þvermáli. Undir verkinu er rennandi heitt vatn sem myndar gufu upp úr 22
áletruðum grindum með ártölum úr sögu hitaveitu og Mosfellsbæjar. Í miðju verksins er ljósastaur sem lýsir upp hring-
inn, gufuna og gróðurinn í kring. Í ályktun dómnefndar segir m.a.: „Hugmyndafræðilegur bakgrunnur nær á skemmti-
legan hátt að samtvinna sögu Mosfellsbæjar og sögu hitaveitunnar. Góð tenging er því bæði við söguna, umhverfið og
heita vatnið.“ Gerð verksins var samstarfsverkefni SAMORKU og Mosfellsbæjar.
www.mOs . i s
mOsfeLLsbær er framsækið bæjarféLag þar sem ríkir ábyrgðarkennD gagnVart náttÚrU
Og UmhVerfi. mOsfeLLsbær er eftirsótt bæjarféLag tiL bÚsetU þar sem fjöLskyLDan er í
fyrirrÚmi. mOsfeLLsbær hefUr að LeiðarLjósi að sýna hagkVæmni í rekstri Og samféLagsLega
ábyrgð. þar er stjórnsýsLa skiLVirk, ábyrg Og VönDUð Og í fremstU röð á ísLanDi.
giLDi mOsfeLLsbæjar erU Virðing, jákVæðni, framsækni Og Umhyggja.
Ú
TG
ER
Ð
IN
·
A
3
/
H
G
M
Sveitin og heita vatnið
VígsLUhátíð í mOsfeLLsbæ LaUgarDaginn 31. maí kL. 13.00
VígsLa á nýjU miðbæjartOrgi, ÚtiListaVerki Og fræðsLUskiLti
·
·
·
·
·
·