24 stundir - 31.05.2008, Page 14
14 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Björg Eva Erlendsdóttir
Magnús Halldórsson
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Áfall. Fólkið sem lenti í skjálftanum á Suðurlandi er margt í sjokki, eðli-
lega. Eigur margra ónýtar og hús skemmd. Sem betur fer ekkert mann-
tjón. Það er guðs mildi og einnig sterkbyggðum mannvirkjum að þakka.
Mikilvægt er að fólk bregðist nú rétt við. Taki til dæmis myndir af
skemmdunum sem orðið hafa á eigum þess. Viðlagatrygging Íslands bætir
að mestu tjón á mannvirkjum af völdum jarðskjálfta, en eins og stendur í
fréttatilkynningu viðskiptaráðuneytisins fæst tjón á lausafjármunum að-
eins bætt sé tjónþoli tryggður fyrir slíku. Ríkisstjórnin hefur því lofað að
koma til móts við þá ótryggðu þegar nánari upplýsingar um tjón liggur
fyrir.
Veðurstofa Íslands mældi stöðuga eftirskjálfta í fyrrinótt, að jafnaði
einn á mínútu. Stærstu skjálftarnir mældust um þrír til þrír og hálfur á
Richter. Svo stórir skjálftar voru þó fáir.
Margir kusu að sofa í tjöldum. Þótti það öruggara og jafnvel nauðsyn-
legt enda allt á öðrum endanum heima fyrir. Næstu dagar fara í að hreinsa
til og átta sig á tjóninu sem varð við skjálftann.
„Veðurstofan hefur gefið út að harðir eftirskjálftar séu ólíklegir. Það er
gott. Þetta eru vonandi lokin á Suðurlandsskjálftum í bili,“ sagði Ingi
Bjarnason jarðskjálftafræðingur í viðtali við Kristján Má Unnarsson á
Stöð 2 í hádeginu í gær. „Næstu Suðurlandsskjálftar verða eftir 130 ár.“
Það væri í það minnsta vonandi, bætti hann við. 24 stundir taka undir
það. Fumlaust samstarf almannavarna, hjálparsveita, lögreglu, sjúkra-
flutningamanna, heilbrigðisstarfsmanna og annarra
sem hlut eiga að máli hefur skilað sínu. Einu hnökr-
arnir komu fram í símakerfinu. Ríkisstjórnin bregst
við með því að tryggja notkun tetra-kerfisins, sem
reyndist svo vel í fyrradag. Ríkisstjórnin hefur einnig
gefið út að ekki verði rifist um kostnað vegna meira
álags á sunnlenskar stofnanir. Fé verði til reiðu.
Þrátt fyrir skjálftann gengur lífið annars staðar á
landinu sinn vanagang. Á endanum verður skjálftinn
minning í hugum landsmanna. Misjöfn eftir atvik-
um. Mikilvægt er að þeir sem hafa misst sitt gleymist
ekki þegar kastljós fjölmiðlanna beinist frá skjálfta-
svæðum Suðurlands.
Ótryggðir beri
ekki tjónið einir
SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST
Þeir í Hagkaup voru að reyna að
plata inn á mig kartöflum á 1250
krónur kílóið! Mér fannst það að-
eins of dýrt og
skilaði kart-
öflubakkanum á
kassanum. Varð
að dröslast með
kartöflurnar
þangað því þær
voru ekki merkt-
ar í hillunni.
Reyndar var um
að ræða niðurbrytjaðar kartöflur
í álbakka með einstaka bút af
sætum kartöflum – svona 5% af
heildinni – sem ætlaðar voru
beint á grillið. Þeir kölluðu þetta
líka kartöflusalat – en innihaldið
var þó bara brytjaðar kartöflur
hefðbundnar og sætar með smá
jurtaolíu.
Hallur Magnússon
hallurmagg.blog.is
BLOGGARINN
1250 kr. kílóið
Af stakri tilviljun var ég staddur
með almannavarnaráðherranum
á þriðju hæð í dómsmálaráðu-
neytinu þegar
skjálftinn reið yf-
ir svo að segja á
sömu mínútu og
hann sleit fundi í
heimsminja-
nefndinni. Við
fundum strax að
þetta var verulega
öflugur skjálfti.
Þrettán mínútur liðu áður en Rás
1 greindi frá tíðindum, sem mér
fannst ekki góð frammistaða.
Maður hélt að eftir skjálftana árið
2000 hefðu þeir vinnureglur um
hvernig ætti að bregðast við ef
stórskjálfti riði yfir. Á þeim tíma
höfðu okkur borist helstu stað-
reyndir um stærð skjálftans …
Össur Skarphéðinsson
eyjan.is/goto/ossur
Ekki gott
Miklu sterkari hér en skjálftinn
um aldamótin. Ég steig ölduna á
stofugólfinu að því er virtist í ei-
lífðartíma, senni-
lega 6-8 sek-
úndur.
Hvinurinn fór
vaxandi þann
tíma og datt svo
niður. Húsið fór
beinlínis af stað.
Það sem mér datt
í hug var að nú
hefði einhvers staðar hrunið. Nú-
hefði einhver slasast. Ég hljóp út
og á leikskólann – öll börn óhult
– þau sem voru inni höfðu skrið-
ið undir borð með leikskólakenn-
urunum, stöku barn grét. Allir í
nettu sjokki. Alls staðar sást fólk
flýta sér að vitja barna sinna.
Baldur Kristjánsson
baldurkr.blog.is
Nett sjokk
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@24stundir.is
Skjálftarnir á Suðurlandi færa
nú bæði sveitarstjórnum og rík-
isstjórn verkefni af erfiðustu gerð. Efnahagsþrengingar
og eftirlaunaósóminn blikna og gleymast við hliðina á
náttúruhamförum á Suðurlandi. Að missa vinnuna,
eiga ekki fyrir skuldum eða þurfa að láta á móti sér al-
menn gæði hversdagsins er nógu slæmt. En að óttast
um líf og limi, finna jörðina opnast, fjöllin hrynja og
hús rústast er tilfinning sem fólk skilur ekki einu sinni
þótt það hafi sjálft lent í því.
Áhrifa frá 2000 gætir enn
Nú reynir á samfélagið allt, en ef til vill mest á þá
sem taka pólitískar ákvarðanir um hvernig samfélag Ís-
land er og hvernig brugðist er við áföllum. „Suður-
landsskjálftarnir í júní árið 2000 ollu stórslysi á meg-
ináhrifasvæði þeirra.“ Þetta er fullyrt í lokaorðum
bókarinnar Þá varð landskjálpti mikill um sam-
félagsleg áhrif Suðurlandsskjálftanna fyrir átta árum.
„Mælt er með að rannsóknum á þrálátum og viðvar-
andi ótta margra þolenda Suðurlandsskjálftanna verði
haldið áfram. Sérstök áhersla verði lögð á börn, aldraða
og fleiri samfélagshópa.“ Höfundar bókarinnar, Jón
Börkur Ákason, Stefán Ólafsson og Ragnar Sigbjörns-
son telja langt frá því að áhrifin hafi verið metin eða séu
öll komin fram, fimm árum seinna þegar bókin kom
út.
Margir taka undir þá skoðun. Óttast er um fólk sem
upplifði fyrri skjálftana og líka skjálftann í gær þar sem
þeir voru harðastir. Stjórnvöld öll og skipulagsyfirvöld
hljóta nú að taka með í reikninginn lífsgæði og líðan
fólks á svæðinu, hvort það er öruggt eða óttaslegið og
hvort því finnst að tekið sé mark á tilfinningum þess,
reynslu og ábendingum þegar stórframkvæmdir blasa
við.
Guðni greinir mikla fyrirmynd
„Það er mikill sársauki í þessu, menn horfa á eftir
ævistarfi sínu og stórum verkefnum sem átti að hefja í
sumar. Nú þarf að hugsa margt upp á nýtt,“ segir
Guðni Ágústsson, Flóamaður, þingmaður og fyrrver-
andi ráðherra, en skjálftarnir bæði nú og fyrir átta ár-
um riðu yfir á hans heimaslóðum. „Mér sýnist bæj-
arstjórn og almannavarnir og í raun allir hafa vaknað
Eftirskjálftar í mannlífinu
SKÝRING
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Ferðaskrifstofa
Sjóðheittsólarlottó!
Spilaðu með og láttu sólina leika við þig.
Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Nánari upplýsingar og bókanir
á www.plusferdir.is
Í boði eru 200 sæti til Krítar, Marmaris, Mallorca og Costa Del Sol.