24 stundir - 31.05.2008, Síða 15

24 stundir - 31.05.2008, Síða 15
vel. Ég greini mikla fyrirmynd í aðgerðum,“ segir Guðni, sem telur menn hafa lært af reynslunni. Við- búnaður hafi ekki verið eins góður fyrir átta árum og Guðni er ekki viss um að öllum samfélagslegum verk- efnum frá því í síðustu skjálftunum þá sé enn lokið. Guðni telur einboðið að setjast þurfi yfir allar áætl- anir um skipulag og framkvæmdir á Suðurlandi og endurmeta þær. „Ölfusárbrúin var skuggaleg, menn horfðu á hana dingla, en sem betur fer er mannvirkið gott. Við höfum líka verið heppin að varnargarðar, virkjanir, brýr og fleiri stórmannvirki hafa staðist álag- ið, en allar framkvæmdir hljóta nú að skoðast í nýju ljósi,“ segir Guðni. Kröfurnar meiri nú og tjónið í þéttbýli Flestum ber saman um að fyrstu viðbrögð stjórn- valda við þessum skjálfta séu faglegri en fyrir átta árum. Dæmi voru þá um að ekki væri vitjað um fólk sem bjó eitt fyrr en löngu eftir skjálftann. En áhrifin núna eru líka allt öðruvísi. Þeir sem áttu um sárt að binda síðast voru færri og sumt af því var fullorðið sveitafólk sem gerði litlar kröfur. Suðurlandsskjálftinn í sveitinni var kannski ágæt æfing fyrir stjórnvöld, en nógu erfiður þeim sem harðast urðu úti. Þeir voru bara færri en núna. Lilja Logadóttir frá Hellu bendir á að mörg hús skemmdust þar og fólk bjó í tjöldum heilt sumar af því að rífa þurfti hús og byggja ný. Sveitarstjórnir á Suður- landi vinna nú nær allan sólarhringinn að því að styrkja grunnstoðir samfélagsins. Þær fá um nóg að hugsa, því enn er spenna í jörð á Suðurlandi og Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur reiknar með fleiri skjálftum og jafnvel stærri á næstu 10-20 árum. Þeir verði austar. beva@24stundir.is UMRÆÐAN aBjörg Eva Erlendsdóttir Stjórnvöld hljóta nú að taka með í reikninginn lífsgæðin á svæðinu. Hvort fólk er öruggt eða óttaslegið og hvort því finnist tekið mark á ábendingum þess og til- finningum þegar stórframkvæmdir blasa við. 24stundir LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 15 Bakgrunnsmynd: Roger Hiorns / Object - a manipulated growth. © 2007 Serpentine Gallery. Ljósmynd: Alastair Fyfe. Miðasala á listahatid.is & midi.is Miðasala við innganginn hefst klukkustund fyrir tónleika. Á vef Listahátíðar færðu nánari upplýsingar um alla viðburði, þar með talið þær fjölmörgu myndlistarsýningar sem eru á hátíðinni. Litið um öxl á ferli eins virtasta tónskálds Íslands Afmælistónleikar tileinkaðir Þorkeli Sigurbjörnssyni Fram koma þau Sigurbjörn Bernharðsson, fiðluleikari sem er frændi tónskáldsins og meðlimur Pacifica-kvartettsins og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari. Íslenska óperan mið. 4. júní kl. 20.00 | Miðaverð: 3.000 Laugarborg, Hrafnagili 5. júní. Miðasala í Laugarborg. Bang Gang, Keren Ann, Lady & Bird og Sinfóníuhljómsveit Íslands Hin fjölhæfu og snjöllu Barði Jóhannsson og Keren Ann Zeidel flytja tónlist sína í splunkunýjum hljómsveitarbúningi Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Miðasala á www.sinfonia.is. Háskólabíó fim. 5. júní kl. 19.30 | Miðaverð: 3.200 / 2.800 Ein glæsilegasta söngdíva heims! Einsöngstónleikar Denyce Graves messósópran - MÖGNUÐ efnisskrá „Hún er næstum of góð til að það geti verið satt; einstakur listamaður, fögur kona, konungleg framkoma.“ - Washington Post Háskólabíó sun. 1. júní kl. 20.00 | Miðaverð: 6.800 / 6.200 Annað kvöld 20.00 „Víííltu hnífapör,“ segir reffilegur ungur maður, dökkeygur, dökk- hærður og dökkleitur í yfirbragði. Ég er staddur í kaffihúsi í borginni og framburður þessa unga manns leynir því ekki að hann er hvorki uppalningur af Vatnsleysuströnd né Hornafirði. Fyrra orðið í þessari stuttu setningu er svolítið afkáralegt en svo kemur hitt lengra eins og fullskapað úr íslenskum munni. Það fer ekki hjá því að mikil fjölgun borgara af erlendu bergi veki umhugsun. Menn sem ekki áttu bernsku sína, ættir og óðul hér á Fróni. Vekur raunar bæði hugsun og tilfinningar. Í fiskvinnslustöðv- um og verslunum víðsvegar um landið er talaður mikill málagraut- ur og sumar kassadömurnar kunna ekki annað en takk fyrir og viltu poka. Til þess að bregða upp aðeins skýrari mynd af viðfangsefninu langar mig að nefna árshátíð hjá miklu kallafyrirtæki sem ég lenti óvart inn á í vetur. Þar tróð upp fær söngvari, málaður í framan og klæddur því sem helst yrði kallað sloppur eða kjóll en var þó hefð- arkarlaþjóðbúningur frá hans heimalandi, – forn. Sömuleiðis var mjóróma söngurinn karlasöngur hans ættarmenningar. Til þess að gera aðstæður þessar síðan enn óvanalegri var sú staðreynd að karl- maður þessi átti sér karl annan fyrir maka úti í sal. Hefði ég sagt afa mínum þessa sögu fyrir 30 árum hefði sá sami talið hana meira skrök en öll galdraævintýri Grimms- bræðra til samans. En um þetta allt ber okkur að tala. Látum aldrei reka okkur í það skúmaskot hræðslunnar að ekki megi tala um mismunandi menn- ingarheima. Að umburðarlyndið liggi í þögninni. En því er ég að tala um þessa hluti að margir telja þögnina allra meina bót og setja í samhengi við það að ömmur okkur kenndu okk- ur að benda ekki á fólk. Með því ku mega sýna öllu óvanalegu og fram- andlega þá tillitssemi að ganga að öllu sem gefnu. Rétt eins og hægt sé að stöðva kvarnir hugans. Stað- reyndin er hinsvegar að þögnin elur aðeins á ótta og hatri. Með því að tala um veröldina og allan hennar margbreytileik gerist tvennt. Við lærum að skilja samborgara okkar að því marki sem vit okkar og víð- sýni leyfa og rekum þar með for- dómana burt. Í öðru lagi léttum við af spennunni sem fylgir samskipt- um hópa með mismunandi lífsvið- horf: Ég veit hvernig þú ert, – þú veist hvernig ég er – þó við séum ekki endilega sammála í lífsviðhorf- um. Með umræðunni verða smám saman ráðandi þau sjónarmið og þær tilfinningar flestra okkar að verða stolt af tungumálinu okkar þegar við heyrum mann af fram- andlegum ættum stauta við að læra það. Þó svo hann segi „víííltu“ fyrir viltu. Og við gleðjumst yfir fjöl- breytileika mannlífsins þegar við heyrum um lífsform sem afar okkar hefðu talið bæði óhugsandi og jafn- vel ókristileg. Þögninni og bælingunni fylgir gagnvirk spenna þeirra sem hugsa hver um annan, – þú ert skrímsli og lífi þínu fylgir margt óþolandi þó ég viti ekki fyllilega hvað það er. Nei- kvæðu ímyndunarafli er gefinn laus taumur og af sprettur vaxandi hatur og óþol milli þjóðfélagshópa. Það sem hér er sagt kann að vera svo sjálfsagður hlutur að mörgum þyki ekki umræðu vert. Engu að síður eru aðstæður á Íslandi líkar því sem verið hafa í Evrópu þar sem sambúð þjóða og þjóðarbrota er víða orðin að alvarlegu vandamáli. Tvennt veldur þar mestu, – þögnin sem hér hefur verið rætt um og öfgafullt umburðarlyndi sem segir að í sérkennum frumbyggja land- anna, til dæmis kristninni og siðum hennar, felist ögrun og árás á aðra. Tilhneiging sem best verður lýst með hugtakinu umburðarlyndisfas- ismi. Hvorttveggja er nú orðið áberandi í hinu nýkviknaða fjöl- menningarsamfélagi á Íslandi. Höfundur er alþingismaður Víííltu hnífapör VIÐHORF aBjarni Harðarson Og við gleðj- umst yfir fjöl- breytileika mannlífsins þegar við heyrum um lífsform sem afar okkar hefðu talið bæði óhugsandi og jafn- vel ókristileg.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.