24 stundir - 31.05.2008, Page 24

24 stundir - 31.05.2008, Page 24
Árni Mathiesen sagði í Morg- unblaðinu að rík- ið hefði engar áætlanir um að taka þátt í rekstri strætisvagnakerf- is á höfuðborg- arsvæðinu. Þór- unn Sveinbjarnardóttir var á annarri skoðun og sagði það eðli- legt að skoða þátt ríkis í eflingu almenningssamgangna á svæð- inu. Hún sagði að þetta yrði eitt af „þeim atriðum sem verða til gaumgæfilegrar skoðunar“. Aðkoma ríkis að rekstri Strætó FRÉTTASKÝRING Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lauk í vikunni sínu fyrsta ári sínu við stjórnvölinn. Samstarf flokkanna er sögulegt þar sem þeir hafa á undanförnum árum verið duglegri við að vera ósammála um þær megináherslur sem þeir vilja að ríki við stjórn landsins en við að ná saman. Annað sem gerir samstarfið merkilegt er sá gífurlega sterki þingmeirihluti sem stjórn þeirra hefur, en samtals eiga flokk- arnir tveir 43 af 63 þingmönnum þjóðarinnar. Það gerir þeim meðal annars kleift að beita afbrigðum við afgreiðslu mála. Tvær stjórnir, eitt land Á síðustu dögum liðins þings myndaðist mikill samhljómur milli stjórnarandstöðunnar um að stjórnarflokkarnir virtust haga sér eins og tvær ríkisstjórnir væru í landinu; annars vegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks sem vildi veiða hvali, byggja álver og virkja neðri hluta Þjórsár, og hins vegar ríkis- stjórn Samfylkingar sem vildi koma í veg fyrir þetta allt saman. 24 stundir ákváðu í kjölfarið að fara yf- ir helstu átakamál milli flokkanna, og jafnvel innan þeirra, sem komið hafa fram á því tæpa ári sem þeir hafa starfað saman. Ríkisstjórnirnar tvær  Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar búin að sitja fjórðung kjörtímabils  Stjórnarandstæðingar segja tvær ríkisstjórnir í landinu  Farið yfir helstu átakamálin Ríkisstjórnin Sam- staða um stóru málin? 24stundir/Brynjar Gauti Þórður Snær Júlíusson thordur@24stundir.is 24 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 24stundir Þórunn Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra sagðist vera and- víg hvalveiðum í atvinnuskyni í viðtali við Morgunblaðið. Orð- rétt sagði hún að hvalveiðar „snúist um ímynd Íslands á al- þjóðavettvangi. Ef við lítum á þær út frá efnahagslegu hliðinni, þá hefur engum tekist að sannfæra mig um það ennþá að hvalveiðar í atvinnuskyni borgi sig.“ Einar K. Guðfinnsson, landbún- aðar- og sjávarútvegsráðherra, var ekki sammála samstarfs- ráðherra sínum og sagði að fyrir sér væru hvalveiðar einfaldlega hluti af auðlindanýtingu Íslend- inga. Ekki væri fyrirsjáanleg nein stefnubreyting hjá ríkisstjórninni varðandi hvalveiðar. Hvalveiðar í atvinnuskyni Sturla Böðvarsson gagnrýndi kvótakerfið harkalega í þjóðhá- tíðarræðu. Einar Oddur Krist- jánsson tók undir gagnrýni hans og lét hafa eftir sér að það hlyti hver einasti maður „sem er ekki blindur og heyrnarlaus að sjá að þetta hefur mistekist“. Forsætis- ráðherra minnti flokksbræður sína á að ekki mætti gleyma kost- um kvótakerfisins og Árni Mat- hiesen sagði Einar Odd hafa „alla tíð unnið að því að bora göt á kvótakerfið“. Kvótakerfið Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efnahags- brota, gagnrýndi síðastliðið sumar þau úrræði sem hann gæti beitt við störf sín sem og feril efnahags- brota hjá eftirlitsstofnunum rík- isins. Björn Bjarnason tók undir þá gagnrýni og sagðist hafa lýst þeirri skoðun sinni oftar en einu sinni að „ekki eigi að ljúka mál- um eftirlitsstofnana á vegum rík- isins á bak við luktar dyr.“ Við- skiptaráðherra og æðsti yfirmaður Fjármála- og Sam- keppniseftirlitsins var ósammála Birni og sagði að það væri ekkert sem kallaði á að slíkar heimildir yrðu teknar af eftirlitunum. Efnahagsbrot Össur Skarphéð- insson bloggaði um að hann vildi að Hafrann- sóknastofnun færðist frá sjáv- arútvegsráðu- neytinu þar sem það sé „rakinn hagsmunaárekstur“ að sama ráðuneyti fari með mat á fiski- stofnum og ákveði hversu mikið má veiða. Össur bætti við að of- veiði mætti rekja beint til stjórn- málamanna og að þeir hefðu byggt upp „sovéskt kerfi í kring- um Hafró, þar sem dæmalausri þöggun hefur verið beitt á and- ófsraddir“. Einar K. Guðfinnsson sagði þetta vera einkaskoðun Össurar og alls ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Deilur um Hafró Baldur Guðlaugsson, ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu og formaður einkavæðingarnefndar, sagði í viðtali að það hefði verið ákvörðun af hálfu ríkisins að setja skilmála í söluyfirlýsingu á hlut þess í Hitaveitu Suðurnesja, þannig að fram kæmi að orkufyr- irtæki í opinberri eigu gætu ekki boðið í hlutinn. Árni Mathiesen var (og er enn) fjármálaráðherra þegar hluturinn var seldur og fór því með eignarhlut ríkisins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra var honum ekki sammála og sagði við fréttastofu Útvarps að orkufyrirtæki á al- mennum markaði ættu að vera í opinberri eigu. Björgvin G. Sig- urðsson viðskiptaráðherra sagði að það væri „ekki ákjósanlegt að fyrirtæki séu einkavædd án póli- tískrar umræðu“. Einkavæðing ríkisfyrirtækja Geir Haarde sagði á Alþingi að hann væri þeirrar skoðunar að Ís- lendingar ættu að sækjast eftir því að fá svokallað ís- lenskt ákvæði samþykkt að nýju í næstu samningalotu í loftslags- málum, en slíkt ákvæði var inni í Kyoto-bókuninni og veitti Íslandi rýmri losunarheimildir en ella. Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði í samtali við Morgunblaðið vegna þessa að það yrði að segjast eins og væri að „flokkarnir tveir í rík- isstjórn hafa ekki haft sömu skoðun nákvæmlega á þessu ákvæði“. Íslenskt ákvæði Björn Bjarnason skrifaði á blogg- síðu sína að: „Hlutafélagavæð- ing RÚV hafði ekki að markmiði að auðvelda RÚV að kaupa starfs- menn annarra stöðva og veita þeim ríkisskjól. Væri ekki best, að selja batteríið allt (fyrir utan gömlu gufuna), svo að snillingarnir gætu keppt við Baugsmiðlana á jafnrétt- isgrundvelli, án þess að fá nef- skatt?“ Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingar, sagðist ósammála Birni í samtali við Fréttablaðið og að flokkurinn hefði „alltaf staðið vörð um Rík- isútvarpið sem ríkisfjölmiðil og það er ekkert í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar sem gerir ráð fyrir sölu þess“. Sala á RÚV                                      Fréttablaðið skýrir frá því að ágreiningur sé innan Sjálfstæð- isflokks um framtíð varnarmála og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir efasemdir vera innan beggja stjórnarflokk- anna um þá stefnu sem þá var í mótun í varnarmálum og átti þar meðal annars við reglubundnar loftvarnarheimsóknir erlendra orrustuþotna. Á opnum fundi um varnarmál sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að ef það ætti ekki að starfrækja loftvarnarkerfi hérlendis, ekki stunda heræfingar og ekki taka þátt í starfi NATO í Afganistan þá myndi vakna spurningar um hvort Ísland ætti raunverulega að vera áfram í NATO. Hún tilkynnti í skýrslu til Alþingis í nóvember að Frakkar myndu vera með flugsveitir á Ís- landi vorið 2008 og að aðrar þjóðir væru í startholunum. Þingflokkur Samfylkingar virtist fylgja forsætisráðherra að máli. Varnarmál Jóhanna Sigurð- ardóttir lagði fram þingsálykt- unartillögu um áætlunina í sam- ræmi við stefnu- skrá ríkisstjórn- arinnar. Einar Oddur Krist- jánsson, sem þá var þingmaður Sjálfstæðisflokksins, neitaði að styðja hana og sagði áætlunina tilraun til að binda hendur rík- isvaldsins við fjárlagagerð. Orð- rétt sagði Einar Oddur að „á þessum tímapunkti á rík- isstjórnin að sýna að hún ætli sér að sýna aðhald í ríkisrekstri á erf- iðum tímum í efnahagslífinu, í stað þess að senda samfélaginu röng skilaboð með því að sam- þykkja aðgerðaáætlunina.“ Af- staða Einars Odds kom Jóhönnu á óvart. Börn og ungmenni Einar K Guð- finnsson heimilar veiðar á 40 hrefn- um á þessu ári. Í kjölfarið sendi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylk- ingar og utanrík- isráðherra, út yfirlýsingu um að ráðherrar Samfylkingar styddu ekki ákvörðunina. Í yfirlýsingu hennar sagði að Ingibjörg teldi að „verið sé að fórna meiri hags- munum fyrir minni … Ég mun á erlendum vettvangi og þar sem þess gerist þörf útskýra þau rök um sjálfbæra nýtingu hrefnu- stofnsins sem að baki liggja.“ Hvalveiðar á ný Björn Bjarnason tilkynnti í mars að til stæði að skipta embættinu upp þannig „að starfsemi emb- ættisins verði löguð að verka- skiptingu innan stjórnarráðsins“. Lúðvík Bergvinsson lýsti sig and- vígan frumvarpi þess efnis og sömu sögu var að segja af mörg- um samflokksmönnum hans. Lúðvík spurði meðal annars að því af hverju ætti að gera við eitt- hvað sem ekki væri bilað. Rík- isendurskoðun skilaði síðan út- tekt á embættinu í maí þar sem að nokkru leyti var tekið undir sjónarmið dómsmálaráðherrans. Í framhaldinu skrifaði Björn á bloggsíðu sína að hann „vænti þess, að þess sjáist skjót merki í afstöðu hans [Lúðvíks] til ein- stakra þátta málsins“. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.