24 stundir - 31.05.2008, Side 25

24 stundir - 31.05.2008, Side 25
24stundir LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 25 www.tækni.is atvinnumöguleikar Umsóknarfrestur er til 11. júní Frábærir Bóklegt og verklegt nám til skipstjórnarréttinda á: • minni atvinnubátum • skemmtibátum • öllum fiskiskipum • öllum flutningaskipum • öllum farþegaskipum • varðskipum Lanhelgisgæslunar Skipstjórnarskólinn er hluti af Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins. Tækniskólinn er nýr framsækinn framhaldsskóli, sem byggir á traustum grunni Fjöltækniskóla Íslands og Iðnskólans í Reykjavík. Björgvin G. Sigurðsson sagði við 24 stundir að hann hefði skipað nefnd í því skyni að rýmka reglur um fjárfestingu erlendra aðila hérlendis, meðal annars í sjávar- útvegi. Einar K. Guðfinnsson sagði skoðun sína og Sjálfstæð- isflokksins óbreytta í þessum efn- um og að hann væri „mjög íhaldssamur varðandi allar breyt- ingar sem snúa að möguleika á eignarhaldi útlendinga í íslensk- um sjávarútvegi“. Fjárfestingar í sjávarútvegi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði kennara hafa dregist aftur úr í launum og ef gott fólk ætti að fást í skólana þyrfti að hækka laun þar. Árni Mathiesen sagði nokkrum dögum síðar á þingi að hann liti ekki svo á að sjónarmið menntamálaráðherrans væru sjónarmið ríkisstjórnarinnar. Þá benti hann á að það væri hlutverk fjármálaráðherra að gera samn- inga við ríkisstarfsmenn. Hærri laun kennara Lúðvík Bergvinsson segist vilja skoða það að leggja niður emb- ætti ríkislögreglustjóra og að það sé hans mat að „við höfum misst embætti ríkislögreglustjóra langt umfram það sem hefði átt að ger- ast“. Árni Páll Árnason tók undir þessi orð og taldi að frekar ætti að „flytja verkþætti frá ríkislög- reglustjóraembættinu til hinna kröftugu embætta lögreglustjór- ans í Reykjavík og á Suð- urnesjum“. Björn Bjarnason lýsti yfir undrun sinni á málatilbúnaði Lúðvíks og bætti við á bloggsíðu sinni að hann hefði ekki enn átt- að sig „á því, hvað Lúðvík var að fara“. Ríkislögreglan Steinunn Valdís Óskarsdóttir lagði fram þings- ályktunartillögu um málið og vildi starfsheiti sem bæði kynin gætu borið. Árni John- sen var þessu ósammála og sagði meðal annars í andsvari sínu að „þar sem hefð orðsins væri orðin svo rík þá væri fólk ekki að kyngreina orðið ráð- herra“. Því væri ekki ástæða til að breyta því. Nýtt starfsheiti ráðherra Árni Mathiesen undirritaði í lok síðasta kjörtímabils samkomulag við Landsvirkjun til að tryggja að „Landsvirkjun hafi fullnægjandi heimildir til að halda áfram und- irbúningi að virkjunum í neðri hluta Þjórsár“. Langflestir land- eigendur á svæðinu hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekki semja við Landsvirkjun og því þyrfti að koma til þess að reyna á eign- arnámsákvæði í lögum. Össur Skarphéðinsson er sá ráðherra sem myndi taka slíka ákvörðun en hann hefur ekki viljað segja af eða á. Það gerði hins vegar Þór- unn Sveinbjarnardóttir í maí þeg- ar hún svaraði fyrirspurn á þingi á þann veg að Landsvirkjun hefði enga heimild frá ríkisstjórninni til eignarnáms á landi vegna virkjanaframkvæmda í neðri hluta Þjórsár. Virkjun neðri hluta Þjórsár Valgerður Bjarnadóttir lagði fram frum- varp um breyt- ingar á lögunum á síðasta ári en það frumvarp komst aldrei út úr allsherj- arnefnd. Í maí dró síðan til tíð- inda þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að lögin yrðu felld úr gildi og að lögin eins og þau væru samþykkt væru „auð- vitað meingölluð“. Þá væri í al- varlegri skoðun að afnema áunn- in réttindi þeirra sem þegar hefðu fengið þau. Geir Haarde sagði í fréttum Ríkisútvarpsins nokkr- um dögum síðar að hann „myndi ekki gera neitt sem brýtur rétt á fólki ef það fer í bága við eign- arréttarákvæði stjórnarskrár- innar“ og átti þar við hvort hægt væri að afnema réttindi sem þeg- ar væru áunnin. Eftirlaunalögin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagði í fjölmiðlum að til greina kæmi að efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu um hugs- anlegar aðildarviðræður að Evr- ópusambandinu á næsta kjörtímabili. Geir Haarde tók ekki undir sjónarmið varafor- mannsins, Björn Bjarnason taldi umræðuna ótímabæra og Árni Mathiesen sagði stefnubreytingu þurfa til hjá Sjálfstæðisflokknum ef hann ætti að hafa forystu um slíka atkvæðagreiðslu. Þjóðaratkvæði um viðræður Fjölmargir þing- menn Samfylk- ingar hafa lýst því yfir allt kjör- tímabilið að hagsmunum Ís- lands sé betur borgið inni í Evr- ópusambandinu þótt ekkert sé minnst á slíkt í stjórnarsáttmála flokkanna. Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði í febrúar að „stanslaust tal Sam- fylkingarinnar um að aðild væri betri kostur er farið að skjóta rót- um í Brussel þar sem menn spyrja stöðugt hvort stefnubreyt- ingar sé að vænta. Það finnst mér ekki sniðugt.“ Árni Páll Árnason, varaformaður nefndarinnar, sagðist ekki deila þessum áhyggj- um með Bjarna. Geir Haarde minnti einnig ítrekað á það á kjörtímabilinu að aðild að ESB sé ekki á dagskrá og að það séu eng- in áform um það að breyta stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum málum. Á móti kemur að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir sagði hins vegar í fréttum Stöðvar 2 í apríl síðastliðnum að ekki væri útilokað að hefja undirbúning að aðildarviðræðum á þessu kjör- tímabili ef meirihluti væri fyrir því á Alþingi. Aðild að ESB Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði strax í júlí 2007 að hún væri andsnúin því að reisa álver í Helguvík, sem og á Bakka og við Þorlákshöfn. Í mars síðastliðnum gagnrýndi hún síðan úthlutun byggingarleyfis í Helguvík. Össur Skarphéðinsson tók undir þá gagnrýni og sagði í fréttum Út- varps að heppilegra hefði verið fyrir efnahag þjóðarinnar að bíða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýsti yfir sömu skoðun. Árni Mat- hiesen var þeim hins vegar ekki sammála og sagði við Fréttablað- ið að „það besta sem við getum gert núna er að taka vel á móti þeim sem fjárfesta og vilja koma með peninga inn í landið, eins og til dæmis vegna álvers í Helguvík. Það myndi passa vel ef þær fram- kvæmdir kæmust á skrið.“ Álver í Helguvík Árni Mathiesen sagði á morg- unverðarfundi Samtaka iðnaðar- ins að það væri eðlilegt að „farið verði út í að skipta sjóðnum upp í tvo hluta. Annars vegar þann hluta sem lýtur að félagslegu hús- næði og skyldum málum og hins vegar hinn almenna hluta sem rekinn verður að fullu á markaðs- grundvelli.“ Jóhanna Sigurðardóttir sagði hins vegar á Alþingi nokkrum dögum síðar að á meðan hún væri ráðherra yrði Íbúðalána- sjóður hvorki einkavæddur né starfsemi hans bundin einungis við félagslegar aðgerðir. Íbúðalánasjóður Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist ekki geta tekið undir það að „hér sé allt í ólestri í jafnrétt- ismálum“ í umræðum á Alþingi um jafnréttisfrumvarpið. Hún sagðist ennfremur hafa efasemdir um þá hugmynd að beita sektum til að ná árangri, líkt og heimilt var samkvæmt frumvarpinu, og vildi fremur verðlauna fyrirtæki sem standa sig vel með vott- unum. Pétur Blöndal, flokks- bróðir hennar, tók undir þessi orð og sagðist síður vilja „lyfta refsivendinum“. Árni Johnsen sagði það liggja í loftinu að „þetta frumvarp gangi svolítið langt miðað við það sem menn gætu sæst á“. Frumvarpið var lagt fram af Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra og Katrín Júl- íusdóttir, þingmaður Samfylk- ingar, sagðist líta svo á að Jóhanna hefði með frumvarpinu stigið „gríðarlega stórt skref í átt að raunverulegu jafnrétti kynjanna á Íslandi“. Frumvarpið væri því mikið fagnaðarefni. Frumvarp um jafnrétti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kallar heim eina frið- argæsluliða Ís- lendinga í Írak og gaf þá skýringu að verkefnið hefði ekki hentað Íslendingum. Geir Haarde var ósammála ákvörðuninni og sagði að hann hefði ekki séð ástæðu til þess að kalla hann heim þegar hann var utanríkisráðherra og „það lýsir afstöðu minni í málinu“. Friðargæslulið- inn kölluð heim

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.