24 stundir - 31.05.2008, Page 33

24 stundir - 31.05.2008, Page 33
LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 33ATVINNAstundir www.alcoa.is Framtíðartækifæri í áliðnaði ÍS L E N S K A S IA .I S A L C 42 43 9 05 .2 00 8 Ef þú hefur áhuga á starfi hjá Fjarðaáli hafðu þá samband við Sigurlaugu Þorsteinsdóttur eða Tómas Odd Hrafnsson hjá Capacent, í síma 540 1000 eða á netföngin sigurlaug.thorsteinsdottir@capacent.is / tomas.hrafnsson@capacent.is eða skráðu umsókn þína á www.capacent.is og haft verður samband við þig.Kynntu þér kosti þess að búa og starfa á Austurlandi: www.austurat.is Starfsöryggi Atvinna er óvíða tryggari en í álverum. Framleiðslan er jöfn allt árið um kring. Fjarðaál leggur einnig mjög mikið upp úr öryggi og vinnu- vernd í álverinu. Vinnutími Unnið er á 12 tíma vöktum, að meðaltali 15,2 vaktir í mánuði. Vaktafyrirkomulagið gefur möguleika á bæði góðum frítíma og aukavöktum. Launakjör Föst heildarlaun nýrra framleiðslustarfsmanna á vöktum eru um 310.000 kr. á mánuði að meðaltali. Inn í þá tölu reiknast desemberuppbót, orlofsuppbót og 15% frammistöðuávinningur. Fríðindi Fjarðaál býður starfsmönnum akstur til og frá vinnu. Starfsmenn fá máltíð á hverri vakt. Starfsþróun Stöðug þjálfun og fræðsla skipa veigamikinn sess hjá Fjarðaáli. Gert er ráð fyrir að hluta vinnutímans verji starfsmenn utan hefðbundinna starfsstöðva sinna. Fjölbreytni Framleiðslustörfin eru afar fjölbreytt og til lengri tíma er lögð áhersla á fjölhæfni og hreyfanleika starfsmanna í framleiðsluteymum. Velferðarþjónusta Starfsmenn hafa aðgang að fjölþættri velferðarþjónustu Heilsu- verndarstöðvarinnar. Í fyrirtækinu eru starfandi hjúkrunarfræðingar og læknir er á staðnum tvisvar í viku. Fjarðaál styrkir einnig líkams- rækt starfsmanna. Verðmætasköpun Fjarðaál er stærsta útflutningsfyrirtæki landsins. Fyrirtækið framleiðir meðal annars álvíra sem notaðir eru í háspennustrengi. Austurland Austurland er ört vaxandi þjónustusvæði sem býður upp á margvíslega búsetukosti í öflugum sveitarfélögum. Möguleikar á útivist eru einstakir í fallegri náttúru. Flutningsaðstoð Fjarðaál aðstoðar þá sem flytjast inn á skilgreint atvinnusóknarsvæði úr meira en 100 kílómetra fjarlægð. Flutningur og fasteignaskipti eiga að vera starfsmönnum kostnaðarlaus. Raf- og véliðnaðarmenn Við leitum að faglærðum raf- og véliðnaðarmönnum til að sinna margvíslegu viðhaldi í hátæknivæddu umhverfi. Allir starfsmenn fyrirtækisins taka þátt í að tryggja áreiðanleika tækja og viðhaldi er stýrt í samræmi við raunverulegt ástand þeirra. Unnið er í teymum og verkefni hvers iðnaðarmanns eru fjölbreytt. Á vinnusvæðinu eru meðal annars afkastamesta rafveita á landinu, hátæknivædd skaut- smiðja, sjálfvirkt flutningskerfi fyrir hráefni, tölvustýrð rafgreining- arker, öflug loft- og vatnshreinsivirki, fullkomin álvírasteypa og farartæki af ýmsum stærðum og gerðum. Mikið er lagt upp úr starfsþróun og símenntun iðnaðarmanna. Verkefnastjóri í mannauðsteymi Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi í starf verkefnastjóra i mannauðsteymi Alcoa Fjarðaáls. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni á sviði mannauðsmála. Það kallar á mikil samskipti við starfsmenn fyrirtækisins og krefst hæfni til að leiða vinnuhópa. Viðkomandi þarf að hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu á sviði mannauðsmála. Um eins árs ráðningu er að ræða með möguleika á framtíðarstarfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Við ætlum að ráða fleiri framleiðslustarfsmenn á vaktir í kerskála, skautsmiðju og steypuskála. Framleiðslustörf í álveri Fjarðaáls við Reyðarfjörð eru tækifæri til að tryggja góða framtíð. Umsóknarfrestur fyrir öll störfin er til og með 2. júní

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.