24 stundir - 31.05.2008, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 24stundir
„Já, Óperukórinn hefur reyndar
oft sungið þetta og kann verkið
utan að frá því í gamla daga þegar
við settum verkið upp í sviði Óp-
erunnar. Um síðustu helgi æfðum
við í tæpa sautján klukkutíma
samtals. Þetta er að verða tilbúið!“
Hefur sama fólkið þá verið í
kórnum síðustu áratugina?
„Hluti kórsins hefur verið með
mér í mörg, mörg ár. Svo bætist
alltaf ungt fólk við í hópinn.
Nemar í Söngskólanum fara í Óp-
erukórinn á meðan þeir eru í
námi og flestir starfandi atvinnu-
söngvarar eru gamlir söngfélagar
úr kórnum.“
Óperukórinn í Reykjavík er ekki
það sama og Kór Íslensku óperunn-
ar, eða hvað?
„Nei, hann var það á sínum
tíma en þegar ég hætti sem óp-
erustjóri þá slitnuðu tengslin. Um
tíma var enginn fastur kór við
Óperuna, heldur var auglýst eftir
fólki til að syngja í hverri upp-
færslu fyrir sig. Nýverið var stofn-
aður Kór Íslensku óperunnar sem
á að starfa lengur en til eins verk-
efnis í senn.“
Þú hefur sem sagt tekið kórinn
með þér þegar þú hættir?
„Já, hann fylgdi mér í raun-
inni,“ segir Garðar.
Hann stofnaði Íslensku óp-
eruna undir lok áttunda áratugar
síðustu aldar og var óperustjóri í
tuttugu ár.
Var það léttir að hætta?
„Bæði og. Þetta var góður tími
en það var kominn tími á annað,“
segir Garðar. „Maður má ekki
vera of lengi. Ég hef verið í Söng-
skólanum í þrjátíu og fimm ár. Ég
verð hérna þangað til yfir lýkur –
kallar sig Carmina-hópinn.
Stjórnendur þeirra eru Keith
Reed, Björgvin Þ. Valdimarsson,
Margrét Pálmadóttir og Kristján
Valgarðsson. Amerískir háskóla-
kórar bætast í hópinn þegar út er
komið, svo og þarlend sinfón-
íuhljómsveit. Einsöng syngja
Bergþór Pálsson, Diddú og amer-
ískur tenór. „Ég hefði nú helst
viljað sjá Þorgeir Andrésson, sem
oft hefur sungið Svaninn, með
okkur en hann verður upptek-
inn.“
Það eru væntanlega stífar æfing-
ar í gangi?
taka þátt í New York-ævintýrinu;
Landsvirkjunarkórinn, Skagfirska
söngsveitin, konur úr Domus Vox
og skagfirskur sönghópur sem
Garðar heillaði landsmennmeð sinni hrífandi ten-órrödd um áratugaskeið
en er nú kominn í hlutverk tón-
listarstjórnandans, auk þess sem
hann rekur Söngskólann í Reykja-
vík. Í sumar býðst honum að
munda tónsprotann í hinu víð-
fræga tónleikahúsi Carnegie Hall í
annað skiptið, en hann var og er
fyrsti Íslendingurinn til að hljóta
þann heiður. Kórinn sem kemur
fram í Carnegie Hall 14. júní
samanstendur af fimm íslenskum
kórum og sönghópum og mun
flytja eitt þekktasta verk kórsög-
unnar, Carmina Burana eftir Carl
Orff. Þess má geta að verkið státar
af einu mest leikna stefi tónlistar-
og kvikmyndasögunnar, hinum
dramatíska O Fortuna-kór, sem er
notaður jöfnum höndum í Nesk-
affi-auglýsingar og kvikmynda-
„trailera“.
„Upphafið má rekja til ársins
2004 þegar mér var boðið að
stjórna Elía eftir Mendelssohn í
Carnegie Hall, í flutningi 300
manna kórs. Þar komu saman
kórar hvaðanæva úr heiminum,
þar á meðal Óperukórinn í
Reykjavík. Í framhaldi af því var
mér boðið að koma aftur, í þetta
skipti til að stjórna Carmina
Burana og Óperukórinn vildi
endilega fá að koma með,“ upp-
lýsir Garðar. Fleiri íslenskir kórar
Hvað væri íslenskt tónlistarlíf án Söngskólans í Reykjavík og Íslensku óp-
erunnar? Án Garðars Cortes væri þessi uppeldisstöð og athvarf íslenskra óp-
erusöngvara ekki til. Í sumar hyggst Garðar bregða sér til New York og
stjórna 175 manna íslenskum kór í Carnegie Hall. Hér ræðir hann um börnin,
trúna og mótorhjólagæjann sem endaði sem músíkant.
Menn
þurfa skap
til að skapa
Garðar Cortes ásamt sonum sínum, Garðari
Thór og Aroni Axel. Söngvarinn Garðar Thór hef-
ur notið mikillar velgengni erlendis á síðustu
misserum og Aron Axel tók nýverið hæsta söng-
próf sem tekið hefur verið frá Söngskólanum.