24 stundir


24 stundir - 31.05.2008, Qupperneq 51

24 stundir - 31.05.2008, Qupperneq 51
24stundir LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 51 Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Hjá okkur fáið þið mikið úrval af barnabílstólum Mikki Mús Dýragarðurinn ÉG GET ÞVÍ MIÐUR EKKI FARIÐ Í TENNIS Í DAG... ÉG VERÐ ÚTI Í ALLT KVÖLD MIKKI VAR EKKI AÐ GRÍNAST! HANN ER ALVEG ÚT ÚR HEIMINUM! Dagur barnsins þarf að eiga sitt sérstaka merki og hljóma á sinn einstaka hátt. Að öllu jöfnu eru verkefni sem þessi sett í hendur fullorðna fólksins, en félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, ákvað að börn og ungmenni gætu merkt sér daginn á sinn eigin hátt. Því var efnt til samkeppni um merki og stef fyrir dag barnsins, sem stóð frá 9. til 22. maí. Ungir sigurvegarar Hátt á annað hundrað tillögur að merki og tugur stefja barst dómnefndum, sem skipaðar voru fagfólki. Dómnefnd fyrir merki skipuðu: Halldór Baldursson, teiknari, Ámundi Sigurðsson, teiknari og lógómeistari Íslands, og Guðbjörg Jakobsdóttir hönn- uður. Dómnefnd fyrir stef skip- uðu: Felix Bergsson, leikari, söngv- ari og dagskrárgerðarmaður, Hansa, leikari og söngkona, og Jónsi, söngvari og tónlistarmaður. Verðlaun fyrir besta merkið eru 50.000 kr. og þau hlýtur Bryndís Jóna Hilmarsdóttir og er hún fædd árið 1999. Bryndís Jóna stundar nám í Grundaskóla á Akranesi. Myndin hennar heitir „Samvera“. Verðlaun fyrir stef, sem einnig eru kr. 50.000, hlýtur Kristín Hrönn, en hún er fædd árið 1991. Stef Kristínar Hrannar heitir ein- faldlega Dagur barnsins – með broskalli. 24 stundir óska sigurvegurun- um að sjálfsögðu til hamingju enda ekki slæmt að vera orðin verðlaunaður listamaður og tón- skáld á þessum aldri. Nánari upplýsingar um keppn- ina og vinningsverkin er að finna á vefsíðunni www.dagurbarnsins.is. iris@24stundir.is Börn bjuggu til merki og tón dags barnsins Bryndís og Kristín sigruðu Samvera Vinnings- myndin hennar Bryndísar. LEIKUR KRAKKAKROSSGÁTA Öxar við ána, árdags í ljóma, upp rísi þjóðlið og skipist í sveit. Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma, skundum á Þingvöll og treystum vor heit. Fram, fram, aldrei að víkja. Fram, fram, bæði menn og fljóð. Tengjumst tryggðaböndum, tökum saman höndum, stríðum, vinnum vorri þjóð. Höf: Helgi Helgason / Stein- grímur Thorsteinsson Öxar við ána Þetta er boltaleikur. Þátttakendur stilla sér upp fram- an við gluggalausan vegg (bolta- vegg). Einn byrjar og hendir bolt- anum í vegginn og segir: „Upp fyrir Stínu“ (nefnir nafn þess sem á að grípa boltann). Þá á Stína að grípa boltann og ef hún gerir það kastar hún aftur í vegginn og segir: „Upp fyrir Lalla“ (eða eins og áður segir). En ef Stína grípur ekki boltann hlaupa allir frá veggnum á meðan hún nær í boltann. Þegar hún hefur náð honum kallar hún: „Stoð“ og þá eiga allir að stoppa. Nú á Stína að reyna að hitta einhvern krakk- ann og ef henni tekst það fær sá krakki „strik“ en annars fær Stína það. Þegar einhver hefur fengið þrjú strik er hann úr leik. Hitti Stína krakkann á sá að kasta í vegginn næst en annars ger- ir Stína það. iris@24stundir.is Boltaleikur Eitt strik og stoð KRAKKAGAMAN lifsstill@24stundir.is a Af hverju taka Hafnfirðingar alltaf bílhurð með sér í eyðimörkina? Til að opna glugga þegar það verður of heitt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.