24 stundir - 31.05.2008, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 24stundir
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Hjartað sækir alltaf heim þrátt fyrir
allt og þó hér sé allt sem hugurinn
girnist þá útiloka ég ekkert. Fyrst vil ég þó
hjálpa Blikum að komast í hæstu hæðir.
Forseti Alþjóðaknatt-spyrnusambandins, SeppBlatter,
átti ekki í
vandræðum
með að fá
kjörna fulltrúa
á ársþingi FIFA
til að fallast á
svokallaðar
sex-plús-fimm-tillögur sínar
sem fela í sér að fjöldi erlendra
leikmanna í hverju liði megi
aðeins vera fimm talsins í hvert
skipti. Virðist engu skipta fyrir
Blatter að Evrópusambands-
reglur meina FIFA að setja slík
takmörk enda stríða þau gegn
ákvæðum um frjálsa för ferða-
fólks milli landa innan sam-
bandsins.
Í kjölfar áhuga Chelsea áFernando Torres í vikunnibrugðust
forráðamenn
Liverpool
skjótt við og nú
er ljóst að
Spánverjinn
fær nýjan og
betri samning
til undirskriftar á næstu dög-
um. Segja enskir miðlar að laun
hans fari í tæpar fjórtán millj-
ónir króna á viku auk bónusa.
Nýr vinkill í framhalds-söguna um framtíðCris-
tiano Ronaldo
er kominn í
ljós. Guðfaðir
kappans segist
þess fullviss að
Ronaldo ætli til
Real Madrid en
vilji ekki tjá sig um það fyrr en
að Evrópumótinu í knatt-
spyrnu loknu. Er karlinn
kynntur til sögunnar sem mik-
ilvæg persóna í lífi stórstjörn-
unnar og sé það rétt hafa orð
hans talsvert vægi.
Ein heitasta stjarnan íspænska boltanum,David
Villa, ætlar
einnig að bíða
með allar til-
kynningar um
framtíð sína
fram yfir EM
en hann er
sterklega orðaður við Real Ma-
drid og sögusagnir herma að
samningur sé þegar undirrit-
aður þó ekki sé það opinbert
ennþá.
Fimm ný andlit prýða liðPortsmouth næsta tíma-bil ef
Harry Red-
knapp fær sínu
framgengt. Eru
Peter Crouch
og Emile He-
skey þráfald-
lega orðaðir við
liðið og vitað er að karlinn var á
ferð um Frakkland í vikunni og
er búist við tíðindum úr þeirri
ferð fljótlega.
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
Sóknarmanninn hollenska Prince
Rajcomar þekkja allir unnendur ís-
lenska fótboltans enda hefur hann
staðið sig vel í framlínu Breiðabliks
síðan hann gekk til liðs við þá
grænu veturinn 2007. Hann hefur
verið nokkuð iðinn fyrir framan
mörk andstæðinga og vakið athygli
og aðdáun fyrir frábæra boltameð-
ferð. Enda kemur á daginn þegar
hús er tekið á honum að hann þolir
fátt verr en varnarbolta og hristir
hausinn þegar á hann er minnst.
Upp og niður
Aðspurður hvernig nokkuð skær
hollensk unglingastjarna endar í
búningi Breiðabliks norður í ball-
arhafi brosir hann og segir það
hljóma mun verr en það sé.
„Sannleikurinn er sá að ég var í
þeirri stöðu heima að boðið um að
koma hingað kom á frábærum
tíma og mér líður mjög vel bæði
hér á Íslandi og eins hjá Breiða-
bliki. Í stuttu máli þá gerðist það
að eftir að hafa vakið athygli stærri
liða í Hollandi meðan ég lék með
Fortuna Sittard sem unglingur
vildi umboðsmaður minn þá að ég
tæki tilboði FC Utrecht sem þá var
að gera ágæta hluti í efstu deild og
það væri klárlega næsta skref á ferli
mínum. Fyrir lá einnig tilboð frá
Feyenoord og ég var mun spennt-
ari fyrir því þótt ég sé aðdáandi
Ajax og sá sem spilar fyrir Ajax
mun aldrei spila fyrir Feyenoord
og öfugt. En umboðsmaðurinn var
harður á að Utrecht væri vænlegri
kostur og aðeins löngu seinna
komst ég að því að umboðsmað-
urinn minn og þjálfari þess liðs
voru afar góðir vinir. Þar átti ég 19
ára gamall að nota fyrsta árið til að
læra og koma inn sem varamaður í
leikjum liðsins og annað árið var
svo talað um að ég yrði í aðallið-
inu.
Ég lét slag standa og lítið var lið-
ið á tímabilið þegar ég fór að spila
reglulega án þess þó að skora. En
gengi liðsins það árið var dapurt og
ekki leið á löngu áður en þjálfarinn
gerðist örvæntingarfullur og
breytti liðinu og áherslum reglu-
lega og ég lenti meira og meira á
bekknum aftur og endaði á að fara
til Den Bosch, deild neðar, í láni
árið eftir. Þar var ég aðeins að finna
mig á ný þegar afi minn lést en við
vorum afar nánir og ég náði mér
einfaldlega ekki á strik eftir það.“
Til Íslands
Eftir að hafa verið án liðs í sex
mánuði haustið og veturinn 2006
kom Rajcomar hingað í febrúar
2007 og viðurkennir að hafa verið
á báðum áttum um það enda enga
hugmynd haft um Ísland eða Ís-
lendinga.
„Kuldinn var nú ekkert að gera
sig en mér var tekið frábærlega af
þjálfaranum og leikmönnum
Breiðabliks og þar hef ég eignast
marga mjög góða vini og það er
meginástæða þess að ég ákvað að
framlengja samninginn hversu vel
mér líður hér.“
Fordómalausir Íslendingar
Ekki aðeins ber Rajcomar Ís-
lendingum vel söguna heldur segist
hann aldrei hafa orðið fyrir for-
dómum hér á landi.
„Það er kannski ótrúlegt en satt
því það er eitt það leiðinlegasta við
að spila í Hollandi eða í Þýskalandi
að þar eru bullandi fordómar hvort
sem er á fótboltavellinum eða úti í
matvöruverslun og þar getur eng-
inn með minn hörundslit átt pen-
inga án þess að hann sé dópsali eða
þaðan af verra. Hér er allt annað og
betra að vera.“
Fara eða vera
En Ísland verður seint vettvang-
ur fyrir stórstjörnur í fótboltanum
og Rajcomar viðurkennir að þrátt
fyrir að hafa gert tveggja ára samn-
ing geti hugsast að hann fari eftir
leiktíðina nú.
„Hjartað sækir alltaf heim þrátt
fyrir allt og þó hér sé allt sem hug-
ur girnist þá útiloka ég ekkert. Ég
vil hjálpa Blikum að komast í
hæstu hæðir og vonandi tekst það
og ef skemmtileg erlend lið sýna
mér áhuga eftir leiktíðina skoða ég
það með opnum huga.“
Unir hag sínum vel Sóknarmaður Blika, Prince
Rajcomar, er afar sáttur á Íslandi og land og þjóð
hefur komið honum þægilega á óvart.
Stórkostlegt
á Íslandi
Einn frískasti erlendi knattspyrnumaðurinn í íslenska boltanum
er Prince Rajcomar hjá Breiðabliki Hann gefur Íslendingum
toppeinkunn og hefur ekki fundið vott af fordómum
➤ 2007Átján mörk í deild og bikar í
alls 30 leikjum.
➤ 2008Tvö mörk í fjórum leikjum
hingað til.
MARK Á LEIKINN
Engir fordómar Rajcomar hefur aldrei
orðið fyrir fordómum af neinu tagi.
„Já, það er kominn tími til að
kenna Íslendingum hvernig á
að kasta bolta af alvöru,“ segir
Raj Bonifacius í gam-
ansömum tón en Raj er einna
þekktastur fyrir tenniskennslu
og hefur þjálfað Íslendinga í
þeirri grein um áraraðir. Nú
blæs hann til sóknar hvað
hafnabolta varðar og hefur
fengið hingað til lands tvo
fulltrúa frá evrópska hafna-
boltasambandinu í því augna-
miði að breiða út þá íþrótt
hérlendis. Verða þeir með út-
breiðslunámskeið nú í dag og
vonast til að í framtíðinni sjá-
ist Íslendingar spila hafna-
boltann sem víðast.
Að kasta eða
ekki að kasta
Þjálfari Detroit Red Wings fer
óhefðbundnar leiðir með leik-
menn sína í miðri úr-
slitakeppninni um Stanley-
bikarinn í íshokkí. Er staðan
2-1 fyrir Rauðvængjum og
næsti leikur í kvöld en enginn
leikmanna hefur snert kylfu
né komið nálægt ís síðan leik-
ur þrjú fór fram. Þvert á móti
spila leikmenn liðsins gam-
aldags evrópskan fótbolta og
skiptast á að fara í sánaböð og
nudd á virtu heilsuhóteli.
Slakandi
Aðdáendur Tiger Woods geta
farið að taka gleði sína á ný en
kappinn stefnir fullum fetum
að því að keppa á Opna
bandaríska meistaramótinu
þann 12. júní næstkomandi
sem yrði hans fyrsta mót um
tæplega þriggja mánaða skeið.
Fór Woods undir hnífinn
vegna langvinnra hnévanda-
mála í apríl síðastliðnum en
endurhæfingin gengur eftir
áætlun. Kappinn er þrátt fyrir
þetta hlé langefstur á peninga-
listanum í golfinu á þessu ári
með 362 milljónir króna í
verðlaunafé úr sex mótum
meðan Phil Mickelson í öðru
sæti hefur náð sér í 284 millj-
ónir á helmingi fleiri mótum.
Segir sitt um styrk kappans
andlega og líkamlega að hafa
náð þeim árangri með meiðsl í
hné um margra mánaða skeið.
Tvær vikur
í Tiger
SKEYTIN INN