24 stundir - 14.06.2008, Side 2
2 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 24stundir
VÍÐA UM HEIM
Algarve 24
Amsterdam 14
Alicante 26
Barcelona 23
Berlín 14
Las Palmas 24
Dublin 15
Frankfurt 13
Glasgow 15
Brussel 13
Hamborg 16
Helsinki 15
Kaupmannahöfn 15
London 17
Madrid 27
Mílanó 23
Montreal 20
Lúxemborg 13
New York 21
Nuuk 9
Orlando 24
Osló 13
Genf 17
París 15
Mallorca 23
Stokkhólmur 18
Þórshöfn 10
Fremur hæg vestlæg átt.
Skýjað vestanlands, en annars léttskýjað að
mestu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum.
VEÐRIÐ Í DAG
10
10
10
7 10
Allt að 20 stiga hiti
Suðvestlæg átt 5-10 m/s og rigning eða skúr-
ir vestantil á landinu, en yfirleitt þurrt norðan-
og austanlands.
Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á NA- og A-landi.
VEÐRIÐ Á MORGUN
10
9
10
7 11
Rigning eða skúrir vestantil
Formleg vinna fjárlaganefndar
vegna fjárlaga næsta árs er ekki haf-
in ennþá. „Ráðuneytin eru að gera
áætlanir og tölur um tap ríkissjóðs
vegna samdráttar eru ekki komnar
til nefndarinnar,“ segir Ásta Möll-
er, sem situr í nefndinni. Hún býst
við því að hverri krónu verði velt.
„Litlu verkefnin á landsbyggðinni
verða í sérstakri hættu í fjárlaga-
gerðinni. Nú er ekki fé á lausu í set-
ur og söfn, eins og síðustu ár,“ segir
Ásta. Hún segir misskilnings hafa
gætt um yfirlýsingar fjárlaganefnd-
armanna um Landspítala og
Sundabraut. Ef hægi á verkefnum
sé það vegna tæknilegra atriða og
skipulagsmála, en ekki af því að
forgangsröðun verði breytt. Jón
Bjarnason, fulltrúi VG í nefndinni,
telur sárlega skorta upplýsingar til
fjárlaganefndar og telur liggja á því
að nefndin fái yfirsýn yfir stöðuna.
beva@24stundir.is
Fjárlagavinna enn í ráðuneytunum
Áætlanir í vinnslu
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
„Það er búið að boða mig í yfir-
heyrslur hjá lögreglunni á mánu-
daginn klukkan eitt. Þá fæ ég von-
andi að vita stöðuna á þessu,“ segir
Sindri Lúðvíksson, forsvarsmaður
pókermóts sem haldið var á vegum
vefverslunarinnar Gismo.is 16. júní
2007, eða fyrir tæpu ári. Lögreglan
stöðvaði mótið, gerði ýmsa muni
upptæka og lokaði salnum þar sem
mótið fór fram þar sem grunur var
um að mótið varðaði við ákvæði
hegningarlaga.
Sindri segir að búið hafi verið að
lofa þeim að málinu yrði lokið í
síðasta lagi innan árs. Á mánudag
er liðið ár frá aðgerðum lögreglu og
rannsókn á málinu er enn ekki lok-
ið. Sindri segist ekki hafa fengið
neinar aðrar nýjar upplýsingar um
málið en vonast til að það fari að
klárast. „Málið fyrir mér er búið að
vera dautt lengi þannig að ég hef
verið að bíða eftir þessu. Það hafa
fjölmargir lögfræðingar gefið álit
sitt á því og það virðast allir á einu
máli um að þetta var ekki brot sem
þarna átti sér stað.“
Mögulega breytingar á lögum
Um 150 manns tóku þátt í
mótinu og greiddi hver þeirra um
fjögur þúsund krónur í þátttöku-
gjald. Verðlaunaféð var því um 600
þúsund krónur alls. Mótshaldarar
hafa ætíð haldið því fram að þeir
hafi sjálfir lagt út fyrir öllum kostn-
aði vegna mótsins. Því hafi fram-
kvæmd þess ekki á nokkurn hátt
verið af öðrum toga en golf- eða
briddsmót þar sem hægt er að
vinna til peningaverðlauna. Sam-
kvæmt laganna hljóðan er það talið
lögbrot að stunda fjárhættuspil
sjálfum sér til framfærslu eða að
hafa atvinnu af því. Ellert B.
Schram, þingmaður Samfylkingar,
bar upp fyrirspurn um pókerspilun
til Björns Bjarnasonar dómsmála-
ráðherra á Alþingi í febrúar. Björn
upplýsti þá að hann hefði óskað
eftir því að nefnd sem á að gera til-
lögur um breytingar á happdrætt-
islöggjöfinni myndi tryggja að ís-
lensk lög kæmu til móts við mikinn
og alþjóðlegan áhuga á póker.
Nefndin lét nýverið vinna athugun
á spilahegðun þjóðarinnar en hefur
ekki skilað tillögum sínum.
Pókermót eitt
ár í rannsókn
Forsvarsmaður mótsins boðaður í yfirheyrslu á mánudag
Fjárhættuspil? Ólöglegt
er að hafa atvinnu af fjár-
hættuspilum eða stunda
þau til framfærslu.
➤ Pókermót á vegum vefversl-unarinnar Gismo.is var haldið
16. júní 2007.
➤ Lögreglan stöðvaði mótiðvegna þess að hana grunaði
að framkvæmdin stæðist ekki
lög.
➤ Rannsókn hennar er enn ekkilokið.
PÓKERMÓT 16. JÚNÍ 2007
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Í maí voru ný íbúðalán inn-
lánsstofnana um 670 milljónir
króna sem er um 30% sam-
dráttur frá apríl.
Fjöldi lánana dróst saman en
það voru aðeins 76 ný íbúða-
lán veitt af innlánsstofnunum
í maí. Minni umsvif eru á fast-
eignamarkaði því að kaup-
samningar á höfuðborg-
arsvæðinu voru aðeins um 260
í maí miðað við 969 á sama
tíma í fyrra samkvæmt grein-
ingardeild Kaupþings. áb
30% sam-
dráttur lána
Íbúðalán minnkuðu
Greiddar tjónabætur Viðlaga-
tryggingar eftir Suðurlandsskjálft-
ana árið 2000 námu 2,5 milljörð-
um. Á ferð fjárlaganefndar
Alþingis um Suðurland í vikunni
upplýstu sunnlenskir sveitarstjórn-
armenn að tjónið af jarðskjálftan-
um nú sé mun meira og nemi trú-
lega 3 til 3,5 milljörðum. Ásgeir
Ásgeirsson, forstjóri Viðlagatrygg-
ingar, segir þetta ekki fráleitt þótt
hann viti það ekki. „Ég myndi ætla
að það væri að minnsta kosti mán-
uður í að hægt verði að gefa upp
eitthvað sem hægt er að standa við.
Endanleg tala mun ráðast mjög af
fjölda smærri tjóna á húseignum.
Þær skemmdir hafa menn jafnvel
ekki uppgötvað, hvað þá tilkynnt,“
segir Ásgeir. Mikilvægast sé þó að
Viðlagatrygging geti örugglega
bætt tjónið. Tugir starfsfólks vinna
nú tjónamat á húsum.
beva@24stundir.is
Mun meira tjón í jarðskjálftanum en árið 2000
3,5 milljarðar minnst
Þýskur dómstóll hefur dæmt
bílaframleiðandann Volvo til
að greiða Michael Herzog
bætur vegna þrengsla. Fær
Herzog um 200 þúsund króna
greiðslu til að koma til móts
við kostnað við að sérsmíða
skó í stærðinni 48 sem komast
þægilega að bensíngjöfinni. aij
Fótstór og kæruglaður
Dæmdar bæt-
ur fyrir býfur
SKONDIÐ
www.IKEA.is
©
In
te
r I
KE
A
Sy
st
em
s B
.V
. 2
00
8
250,-/stk.
BLOMSTER blómavasar,
ýmsir litir. Ø12, H8 cm.
Lifðu í lit
WWW.EBK.DK
Danskir gæðasumarbústaðir
(heilsársbústaðir)
Hafðu samband við okkur fyrir frekari
upplýsingar: Anders Ingemann Jensen
farsími nr. +45 40 20 32 38
netfang: aj@ebk.dk
Ert þú í byggingarhugleiðingum?
Velta á fasteignamarkaði var tæp-
lega 1,3 milljarðar í síðustu viku
sem er það minnsta síðan um
áramótin 2003/2004 en þá fór
veltan niður í 580 milljónir. Þetta
kemur fram í vikulegri samantekt
Fasteignamats ríksins sem birt
var á vef þess í gær. Það var í vik-
unni milli jóla og nýárs en á þeim
tíma ársins er lítið um fasteigna-
viðskipti. Samtals var 47 kaup-
samningum þinglýst á höfuð-
borgarsvæðinu en í vikunni á
undan var 57 samningum þing-
lýst og veltan samtals tæplega 1,9
milljarðar.
Á Akureyri var sjö samningum
þinglýst í síðustu viku, 25 í
Reykjavík, tíu í Hafnarfirði, fimm
í Garðabæ, fjórum í Kópavogi,
tveimur í Mosfellsbæ og einum á
Álftanesi.
Á Árborgarsvæðinu var nítján
samningum þinglýst. mh
Minnsta velta í fjögur og hálft ár
Landslög lögfræðistofa vinnur nú
að undirbúningi málsóknar gegn
kortafyrirtækjunum Borgun og
Valitor, umsjónaraðilum VISA og
Mastercard, vegna samráðs
þeirra. Viðar Lúðvíksson, lög-
maður hjá Landslögum og einn
eigenda stofunnar, staðfesti við
24 stundir í gær að málið væri í
undirbúningi en sagðist ekki geta
sagt til um fyrir hvaða fyrirtæki
málið væri vinnslu. Kortafyr-
irtækjunum Valitor og Borgun
var gert að greiða 735 milljónir
króna í stjórnvaldssektir vegna
samráðs en bæði félögin féllust á
að greiða sektina og viðurkenndu
brot sín. Málið hófst með húsleit
í höfuðstöðvum Valitor, sem þá
hét Greiðslumiðlun, 13. júní
2006.
Samráð kortafyrirtækjanna
beindist gegn PBS kortaþjónust-
unni, keppinauti þeirra á sviði
færsluhirslu en bitnaði auk þess á
viðskiptavinum kortafyrirtækj-
anna. mh
Undirbúa mál
vegna samráðs