24 stundir - 14.06.2008, Síða 8

24 stundir - 14.06.2008, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Íbúarnir eiga kröfu til þess að bæj- arfélagið og Vegagerðin fari eftir deiliskipulagi. Ef þau ætla ekki að fara ekki eftir því þá verð ég að fá lögbann á framkvæmdirnar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmað- ur íbúa í Lundi 1 í Kópavogi. Íbúar hússins hafa staðið í deilum við bæjaryfirvöld vegna lagningar nýs Nýbýlavegar sem er mun nær hús- inu en deiliskipulag gerir ráð fyrir. Sex metrum of nálægt Sigurður segir að íbúum hafi borist bréf fá bæjaryfirvöldum. „Þar segir að bærinn og Vegagerðin hafi framkvæmdarleyfi. En það breytir engu um það að vegafram- kvæmdir eru ekki í samkvæmi við deiliskipulagið,“ segir hann. „Ég lét taka út verkið eins og það stendur í dag af landslagsarkitekum og þeir komust að því að hringtorgið er næstum sex metrum nær húsinu en það á að vera samkvæmt deili- skipulagi og vegurinn líka,“ útskýr- ir Sigurður. Ósáttir íbúar „Við erum engan veginn sátt við það sem Gunnar Birgisson bæjar- stjóri hefur sagt,“ segir Guðrún Hrönn Einarsdóttir, íbúi hússins sem einnig situr bráðbirgðastjórn húsfélags þess. „Þetta er algjörlega á móti öllum lögum og reglum.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Nýlagning Nýbýlavegar í Kópavogi er enn umdeild þrátt fyrir sáttatillögur bæjarráðs Íbúar íhuga alvarlega að fara fram á lögbann ➤ Kópavogsbær og Veg-argerðin eru nú að leggja nýj- an veg við Nýbýlaveg í Kópa- vogi. ➤ Framkvæmdin er á forræðiVegagerðarinnar en unnin innan bæjarmarka Kópavogs. LAGNING NÝ́BÝLAVEGAR Lundur 1 Vegurinn er nær húsinu en deili- skipulag leyfir. Eftir Ásu Baldursdóttur asab@24stundir.is „Það liggur fyrir að það er mjög mikill skortur á þjónustuúrræðum fyrir fötluð börn,“ segir Gerður Aagot Árnadóttir, formaður lands- samtakanna Þroskahjálpar. „Það eru langir biðlistar eftir skamm- tímavistun fyrir fötluð börn mjög víða, verst er ástandið í Reykjavík og á Reykjanesi,“ segir hún og bæt- ir við að það þurfi aukið fjármagn í málaflokkinn en það sé á ábyrgð ráðuneyta og Alþingis. Segja þörfina töluverða Sólveig Steinsson, sviðsstjóri barnasviðs hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, stað- festir að þörfin á þjónustu við fötl- uð börn sé umtalsverð. „SSR rekur tvö heimili fyrir börn og var annað þeirra opnað fyrir mánuði. Á þessum heimilum dvelja nú 10 börn,“ segir hún. „Á næstu tveimur árum er stefn- an að veita fimm til sjö fötluðum börnum til viðbótar þjónustu á heimilum fyrir börn sem mun mæta brýnustu þörfinni,“ segir Sólveig. „Við leggjum áherslu á stoð- þjónustuna sem felst í stuðnings- fjölskyldum og skammtímavistun. Með opnun nýja heimilisins fjölg- aði rýmum í skammtímavistun,“ segir Sólveig og bætir við að í því samhengi sé ekki raunhæft að setja fram tölur um þá sem bíða eftir þjónustu. Engin úrræði á Reykjanesi Sigríður Kristjánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, segir búsetuúrræði fyrir fötluð börn engin. „En ákvörðun um staðsetn- ingu vistheimilisins sem er á svæð- isáætlun okkar verður ekki tekin strax,“ segir hún. Um 20 fötluð börn eru á biðlista Svæðisskrifstof- unnar á Reykjanesi vegna umsókn- ar um vistheimili, en einnig eru börn á biðlista fyrir skammtíma- vistun, en aukið verður við hana á næsta ári á Reykjanesi, samkvæmt skipulagi. Fötluð börn bíða eftir þjónustu  Um 20 fötluð börn bíða eftir búsetuúrræðum á Reykjanesi  Óljóst er hversu mörg börn bíða í Reykjavík  Skortur á fjármagni til málaflokksins að mati Þroskahjálpar Heimili fyrir börn Nýtt heimili fyrir börn var opnað í síðasta mánuði í Reykjavík. ➤ Skammtímavistun fatlaðrabarna er hugsuð sem hvíld fyrir fjölskyldur þeirra, svo að börn geti búið sem lengst í heimahúsum. ➤ Stuðningsfjölskyldur fatlaðrabarna eru einnig hugsaðar sem hvíldarúrræði. ÞJÓNUSTUÚRRÆÐI BARNA Hluti gagna utanríkisráðuneyt- isins frá árunum 1945 til 1991 er kominn til Ísafjarðar. Að sögn Halldórs Halldórssonar, bæjar- stjóra Ísafjarðarbæjar, hefur um nokkurt skeið verið beðið eftir þessum gögnum fyrir vestan, en þau verða flokkuð á Ísafirði. Halldór segir að um sé að ræða hluta mótvægisaðgerða ríkisstjórn- arinnar vegna samdráttar í þorsk- kvóta. Á vestfirsku fréttasíðunni Bæj- arins besta kemur fram að 26 bretti hafi komið vestur með flutningabíl í gærmorgun „sem er þó aðeins lít- ill hluti þeirra gagna sem unnið verður með, en heildarmagnið frá utanríkisráðuneytinu er um 130 bretti“. hos Ísfirðingar flokka gögn úr kalda stríðinu Gögn send vestur „Það hefur aukist að fólk komi með gömul hjól sem hafa staðið lengi óhreyfð inni í bílskúr eða úti,“ segir Daði Rúnar Pétursson á reiðhjólaverkstæði Arnarins en hann segir að það hafi verið brjálað að gera hjá þeim að undanförnu. Davíð Þór Sigurðsson í Markinu tekur undir með Daða og segir mikið vera að gera á reiðhjólaverk- stæðinu hjá þeim. „Þeir sem kaupa hjól tala líka meira um að nýta hjólin sem farartæki en áður,“ segir hann og bætir við: „Fólk er að átta sig á því hvað bensínlítrinn er dýr. Það er að verða smá vitundarvakn- ing, en fólk á Íslandi hefur notað bílinn eins og inniskó,“ segir hann. Pétur Þór Ragnarsson, formaður Íslenska fjallahjólaklúbbsins, hvet- ur fólk til að taka hjólin fram. „Ég held að nánast hvert mannsbarn hérna eigi reiðhjól, en þau eru oft rykfallandi inni í geymslu,“ segir hann. „Það er bara að pumpa að pumpa í dekkin og byrja að hjóla, það er sparnaður frá fyrsta degi.“ elias@24stundir.is Bensínverðið hvetur fólk til þess að gera upp gamla reiðhjólið Hjólin vakin aftur til lífsins Nýtt líf Starfsmenn Arnarins dytta að gömlu hjóli. Í þjónustumiðstöðinni verður öll þjónusta bæjarfélagsins við eldri borgara auk þjónustu einkaaðila. Meðal annars verða hár- greiðslustofur, sjúkraþjálfun, apótek, snyrtistofa og líkams- ræktarstöð starfrækt þar. Þjónustumiðstöðin verður kjarni í heilu hverfi sem byggt hefur verið í hjarta Reykjanes- bæjar með fjölbreyttar íbúðir fyrir 55 ára og eldri. Mið- stöðin verður opnuð í dag við hátíðlega athöfn. áb Aldraðir í Reykjanesbæ Ný þjónustu- miðstöð opnuð Umboðsmaður Alþingis telur ekki ástæðu til að gera at- hugasemd við auglýsingu utanríkisráðuneytisins vegna skipunar í fjögur embætti sendifulltrúa sem birt var í Lögbirtingablaðinu í maí í fyrra. Umboðsmaður ritaði þó ráðherranum bréf þar sem hann er minntur á að rök- styðja ráðningar og að rök- stuðningur samræmist ástæð- um ráðningar. aak Umboðsmaður Alþingis Gerir ekki at- hugasemdir

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.