24 stundir - 14.06.2008, Page 16

24 stundir - 14.06.2008, Page 16
16 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. „Ég er örmagna,“ sagði ung móðir sex ára fatlaðs drengs á Suðurnesjum í samtali við 24 stundir í gær. Drengurinn er einhverfur, þroskaheftur, of- virkur með athyglisbrest og áráttuhegðun. Það segir sig sjálft að svo fatl- aður einstaklingur þarf mikla faglega aðstoð og umönnun allan sólar- hringinn. Hann þarfnast úrræða tafarlaust. Úrræðaleysi kerfisins í málum drengsins er hins vegar algert. Þar gildir einu hvort um er að ræða ríki eða sveitarfélag. Svörin eru fátækleg ef nokkur af hálfu kerfisins og áhrifin eru skelfileg. Drengurinn fær ekki þá sjálfsögðu þjónustu sem bundin er í lögum um málefni fatlaðra. Móðirin hefur þurft að hætta að vinna vegna veikinda drengsins og aðstæðna sem skapast hafa. Og fjölskyldan líður öll fyrir. „Það eru engin búsetuúrræði fyrir fötluð börn á Suðurnesjum,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra á Reykjanesi, í 24 stundum í dag. Og það sem verra er, það liggur ekki einu sinni fyrir hvar slíkt heimili rís eða hvenær. Það þarf hugrekki til að koma fram líkt og móðirin gerði og segja sögu sína með þessum hætti. Fyrst og fremst ber þó að líta á frásögnina sem neyðarkall móður sem hefur verið kramin andlega af kerfinu. Því miður er sú saga sem birtist í blaðinu í gær ekkert einsdæmi. Biðlistarnir eru langir en vita þeir sem um véla hversu langir listarnir eru í raun? Er vandinn ef til vill svo stór í þeirra augum að verkkvíði víkur þessu brýna máli til hliðar? Eða hvað veldur að ekki er tekið myndarlega á í þess- um málaflokki? Hreyfir frásögn líkt og birtist í 24 stundum í gær ekki hæt- is hót við ráðamönnum? Eitt er að byggja viðeigandi stofnun eða heimili, annað að ráða fólk og reka. Það er ein sorgarhliðin á þessu máli að umönnunarstörfin eru svo snautlega launuð að illa gengur að ráða starfsfólk. Það er eðlilegt að hið opinbera haldi vel utan um málaflokkinn og standi straum af kostnaðinum. For- gangsröðunin er hins vegar skökk meðan við þurfum að lesa frásögn líkt og birtist í 24 stundum í gær. Ráðherra málaflokksins, sem áður hefur sýnt vilja til að höggva á hnúta sem upp koma í hennar ráðu- neyti, þarf nú að sannfæra aðra ráðamenn um að taka þurfi verulega til í málefnum fatlaðra. Það þolir enga bið. Jóhanna, þau þola enga bið Ég hef alltaf haft sérstaka óbeit á geldkerlingunum í Sex & the City og öllu sem þær standa fyrir. Handtöskum, skóm og kaffi í götumáli. Og þessari hrollvekj- andi yfirborðs- mennsku. Ég er líka alveg sammála könn- uninni sem var gerð um víða ver- öld og sýndi að körlum finnst að- alleikkonan vera ókynþokka- fyllsti kvenmaður í heimi. Þess vegna gladdist ég þegar ég sá í blaði dóm um kvikmyndina af Sex & the City þar sem stóð að hún væri svo léleg að hún væri ekki einungis á botninum, heldur bryti hún undan sér botninn … Egill Helgason eyjan.is/silfuregils BLOGGARINN Ekki gott Sex Ég trúi ekki öðru en að í Jónínu- málinu svokallaða verði Kastljós sýknað. Að í dómsmálinu sem Jónína Bjartmarz höfðar, með nöfnum sonar og tengdadóttur, þá verði réttmæti umfjöllunar Kastljóss staðfest. Ég trúi þessu vegna þess að ég fylgdist vel með vinnslu þessarar umfjöllunar, þótt ég hafi ekki komið með bein- um hætti að henni. Ég er sann- færður um að í þessari umfjöllun hafi fjölmiðillinn gætt faglegra sjónarmiða og byggt á eins vand- aðri upplýsingaöflun og tök voru á, og að fjölmiðillinn hafi gegnt skyldum sínum … Friðrik Þór Guðmundsson lillo.blog.is Trúi á sýknun Austfirðingar gera sér grein fyrir því að þótt þeir séu ánægðir með álið þá þarf að halda áfram að hugsa stórt. Það þarf að stórbæta samgöngur, bæta menntakerfið og þróa nýjungar í atvinnumálum. Um þetta snerist umræðan m.a. á ráðstefnunni. Áþekk uppbygg- ing getur átt sér stað á Norður- landi ef tekin verður ákvörðun um að byggja álver á Bakka við Húsavík. Í þessum mánuði renna út viljayfirlýsingar sem fyrirtækið Alcoa hefur undirritað við íslensk stjórnvöld og heimamenn á Húsavík, auk Landsvirkjunar. Ég gef mér það að vel gangi … Valgerður Sverrisdóttir valgerdur.is Hugsa stórt Þröstur Emilsson the@24stundir.is „Fólk treystir Geir Haarde til að fara með stjórn efnahagsmála,“ segir Ásta Möller, nefndarmaður í fjárlaganefnd Al- þingis, og er ósammála þeim sem segja að ríkisstjórnin sé úrræðalaus í efnahagsmálum. Forsætisráðherra bendir á að í fjárlögum hafi verið gert ráð fyrir auknu fé til framkvæmda sem nú sýni sig að hafa verið skyn- samlegt, en það sé erfitt að bæta við mannaflafrekum framkvæmdum með stuttum fyrirvara. Ráðherrann lýsir þó áhyggjum af haustinu, bæði vegna atvinnu- leysis og ástandsins á fasteignamarkaði. „Fylgst með“ og „unnið að“ en fáu lokið Forsætis- og fjármálaráðherra hafa síðustu vikurnar heldur forðast fjölmiðlaviðtöl og þegar náðst hefur í þá er viðkvæðið að þeir séu að „fylgjast með þróun mála“, en hvað kemur út úr því veit enginn. Margir óttast að hægt gangi með stóru málin rétt eins og með hið „smávægilega“ ímyndarmál sem kennt er við eft- irlaunaósómann. Þar eru þau skilaboð send almenn- ingi að ekki sé hægt að ljúka máli þótt því hafi verið lofað fyrir löngu. Staksteinar Morgunblaðsins rekja hins vegar fræði um að stjórnmálamenn sem taki ákvarðanir séu góðir, – betri en hinir sem geri það ekki, jafnvel þótt sumar ákvarðanirnar reynist rangar, þegar upp er staðið. Öll spjót standa nú á ríkisstjórninni dag eftir dag. Hún á að tryggja aðgang að lánsfé, afnema stimp- ilgjöld, lækka skatta á eldsneyti, auka gjaldeyrisforð- ann, efla Íbúðalánasjóð, ákveða opinberar fram- kvæmdir og treysta stöðu landsbyggðarinnar með mótvægisaðgerðum sem duga. Óljóst er um framhald margra mála sem lengi hafa staðið á loforðalista rík- isstjórnar sem þó telur sig hafa efnt 80% kosningalof- orða sinna. Á meðan lamast bensínfætur og ekki síður dísilfætur bíleigenda sem tóku áskorun ríkisstjórn- arinnar fyrir nokkrum árum, þegar skattlagningu á eldsneyti var breytt til að hvetja almenning til að nota frekar dísilolíu. Ásta Möller telur ólíklegt að rík- isstjórnin hafi gleymt þessu. Beðið eftir réttu tímasetningunni „Ég held að það hljóti að vera til skoðunar að jafna skattheimtu á eldsneyti, í samræmi við fyrri áherslur, Að gera eða gera ekki SKÝRING

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.