24 stundir - 14.06.2008, Side 23
31.12.02 31.12.03 31.12.04 30.12.05 29.12.06 31.12.07 12.06.08
Frumvarp til laga um ríkisábyrgð
vegna fjármögnunar á starfsemi Ís-
lenskrar erfðagreiningar (ÍE), dótt-
urfyrirtækis Decode, að fjárhæð allt
að 200 milljónir dala, um 16 millj-
arðar króna á núvirði, var lagt fram
í apríl 2002 af Geir H. Haarde, þá-
verandi fjármálaráðherra. Um var
að ræða sérstaka ríkisábyrgð til að
hægt væri að fjármagna rannsóknir
og verkefni til að hefja lyfjaþróun á
grundvelli erfðafræði. Gífurlegar
deilur urðu um þessa ríkisábyrgð og
þótti mörgum það skjóta skökku
við að veita einu fyrirtæki sem ynni
að lyfjaþróun slíkt forskot á sam-
keppnisaðila sína. Fyrirtækið
Lyfjaþróun fór meðal annars fram á
hliðstæða ábrygð þar sem það taldi
hana skapa óeðlilega samkeppnis-
stöðu ÍE um starfsfólk, aðstöðu til
rannsókna, verkefni á sviði lyfjaþró-
unar og fleira. Þá voru einnig þing-
menn á því að ríkið ætti ekkert með
að veita einkafyrirtækjum ríkis-
ábyrgðir yfirhöfuð. Ríkisstjórnin
stóð þó á sínu og Geir H. Haarde
sagði meðal annars að mjög réttlæt-
anlegt væri að veita ábyrgðina. Þessa
aðstoð ætti að veita ÍE til þess að
stuðla að því að fyrirtækið og þau
störf sem því fylgdu yrðu hérlendis
en myndu ekki flytjast til Bandaríkj-
anna. Almenningur virtist þó ósam-
mála því að í könnun sem Talna-
könnun hf. gerði í apríl 2002 kom
fram að 75 prósent landsmanna
voru andvíg ríkisábyrgðinni.
Ábyrgðin var þó fest í lög 23. maí
2002 með 27 atkvæðum gegn 13.
Einn stjórnarþingmaður, Pétur
Blöndal, greiddi atkvæði gegn
henni. 23 þingmenn voru fjarver-
andi eða greiddu ekki atkvæði.
Enn í gildi?
Til að ábyrgðin öðlaðist gildi
þurfti að tilkynna hana til Eftirlits-
stofnunar EFTA (ESA) til að fá úr
því skorið hvort hún bryti í bága við
EES-samninginn. Formleg athugun
ESA dróst mjög á langinn og það
varð til þess að ÍE dró umsókn sína
um ábyrgðina til baka vorið 2004.
Þá höfðu um tvö ár liðið frá því að
veiting hennar var samþykkt á Al-
þingi. Íslensk stjórnvöld drógu í
kjölfarið tilkynningu sína til ESA til
baka og ábyrgðin var því aldrei
veitt.
Heimild til veitingar ríkisábyrgð-
arinnar er þó enn til í lögum. 24
stundir sögðu frá því 19. mars síð-
astliðinn og við vinnslu þeirrar
fréttar var leitað til kjörinna fulltrúa
um álit þeirra á málinu. Þeir fengu
lögmenn á nefndasviði Alþingis og
sérfræðing í fjármálaráðuneytinu til
að athuga hvort hún væri enn í
gildi. Í svari þeirra, sem 24 stundir
hafa undir höndum, stendur orð-
rétt að „eftir standa hins vegar lögin
og verður að telja að ráðherra hafi
enn þá heimild til að veita ríkis-
ábyrgð komi ný beiðni um slíkt frá
ÍE“. Kári Stefánsson, forstjóri De-
code, sagði í kjölfarið að hann liti
svo á að ábyrgðin væri ekki í gildi
þar sem fyritækið hefði aldrei feng-
ið hana.
Ríkisábyrgð Íslenskrar erfðagreiningar
16 milljarða ábyrgð
● Tap 2008: 26,7 milljónir
dala/2,1 milljarðar króna (fyrsti
ársfjórðungur)
● Tap 2007: 95,5 milljónir
dala/7,6 milljarðar króna
● Tap 2006: 85,5 milljónir
dala/6,8 milljarðar króna
● Tap 2005: tæpar 63 milljónir
dala/ 5 milljarðar króna
● Tap 2004: tapið 57,3 millj-
ónir dala/4,6 milljarðar króna
● Tap 2003: 35 milljónir
dala/2,8 milljarðar króna
● Tap 2002: 130 milljónir
dala/10,4 milljarðar króna
● Tap 2001: 47,8 milljónir
dala/3,8 milljarðar króna
● Tap 2000: 31 milljón
dala/2,5 milljarðar króna
● Tap1999: 6,6 milljónir
dala/529 milljónir króna
* Upphæðir í íslenskum krónum
eru á núgildandi gengi.
24stundir LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 23
Haustið 2006 bárust fregnir af
því að Íslensk erfðagreining (ÍE)
hefði stefnt fimm fyrrverandi
starfsmönnum sínum og Child-
rens’ Hospital of Philadelphia
(CHOP) fyrir stórfelldar iðnaðar-
njósnir og margvísleg brot á
ráðningarsamningum sínum.
Aldrei áður hafði komið upp við-
líka mál af þessari stærðargráðu
hjá íslensku fyrirtæki.
Mennirnir fimm voru sagðir
hafa afritað og stolið mikilvæg-
ustu vísinda- og viðskiptaleynd-
armálum ÍE til að nýta hjá ný-
stofnaðri miðstöð CHOP fyrir
hagnýtar erfðamengjarannsóknir,
en fjórir mannanna starfa hjá
henni í dag. Sá fimmti, Jesus Sa-
inz, var dæmdur hérlendis, fyrir
að hafa afritað gögn frá ÍE án
samþykkis.
ÍE fór fram á að lögbann yrði
sett á störf mannanna og starf-
semi miðstöðvarinnar sjálfrar. Þá
var einnig farið fram á lögbann á
eyðingu gagna sem tengjast mál-
inu. ÍE fór fram á háar skaðabæt-
ur, greiðslu lögfræðikostnaðar og
sérstakar refisbætur sem tíðkast í
bandarísku dómskerfi.
Flest sönnunargögnin sem ÍE
tefldi fram voru í formi tölvu-
pósta sem fimmmenningarnir
sendu sín á milli og til starfs-
manna CHOP. Þeir voru sendir
frá einkapóstföngum sem höfðu
verið stofnuð hjá fyrirtækjum
eins og Hotmail, Yahoo og Hi-
ve.is auk starfsmannapóstfanga
þeirra hjá CHOP. ÍE hélt því fram
að þeim væri heimilt að skoða
slíkan tölvupóst á þeim grund-
velli að sterkar vísbendingar
hefðu verið um að mennirnir
hefðu verið að stela gögnum. Hjá
ÍE gilda þær innanhússreglur að
fyrirtækið áskilur sér rétt til að
skoða allan tölvupóst starfs-
manna. Persónuvernd ákvað að
taka ekki upp að eigin frumkvæði
skoðun á þessu atferli ÍE.
Í júní 2007 var síðan tilkynnt
um það að sátt hefði náðst í mál-
inu fyrir alríkisdómstóli Fíladel-
fíu. Samkvæmt tilkynningu frá ÍE
var sáttin gerð með samningi sem
lagði ákveðnar skyldur á hendur
CHOP og þeim fyrrverandi
starfsmönnum ÍE sem um ræðir.
Fyrrverandi starfsmönnum Decode stefnt 2006
Sakaðir um
iðnaðarnjósnir
Frumvarp um miðlægan gagna-
grunn á heilbrigðissviði var lagt
fram á Alþingi vorið 1998. Í
gagnagrunninum átti að geyma
mjög víðtækar en ópersónugrein-
arlegar heilsufarsupplýsingar um
íslensku þjóðina sem yrðu skráð-
ar á kerfisbundinn hátt í einn
miðlægan gagnagrunn sem var
ætlaður til úrvinnslu og upplýs-
ingamiðlunar. Einn rekstraraðili
átti síðan að veljast til að gera og
starfrækja gagnagrunninn og átti
hann að fá rekstrarleyfi til tólf ára
í senn. Afar heitar umræður urðu
um málið fram eftir sumri 1998
þar sem margir voru ósáttir við
að mjög víðtækar upplýsingar um
þá myndu fara í grunninn, yrði
hann að veruleika. Breytt frum-
varp var þó lagt fram í lok árs og
málið samþykkt í desember 1998.
Íslensk erfðagreining (ÍE), dótt-
urfélag Decode, hlaut síðan
rekstrarleyfi fyrir grunninum í
janúar 2000, nokkrum mánuðum
áður en félagið var skráð í Nas-
daq-kauphöllina. Gagnagrunn-
urinn hefur þó aldrei orðið til og
því aldrei reynt á lögin. Dómur
Hæstaréttar í nóvember 2003 við-
urkenndi rétt dóttur til að synja
því að upplýsingar um látinn föð-
ur hennar yrðu færðar í gagna-
grunninn og í kjölfarið var ráðist
í endurskoðun á ákveðnum þátt-
um laganna. Heilbrigðisráðu-
neytið lét vinna frumvarp sem
lagði til ákveðnar breytingar á
lögunum en það var aldrei lagt
fyrir Alþingi. Í nýlegum svörum
Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heil-
brigðisráðherra vegna fyr-
irspurnar um málið kom fram að
ekkert benti til þess að svo yrði á
næstunni þar sem „segja má að
lögin séu í reynd dauður bók-
stafur og því er ekki talin ástæða
til að ráðast í endurskoðun
þeirra. Að óbreyttu er því gert ráð
fyrir að lögin verði felld úr gildi
eigi síðar en þegar rekstrarleyfi
Íslenskrar erfðagreiningar til
starfsrækslu gagnagrunnsins
rennur út í janúar 2012.“
Miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði
ÍE hlaut rekstrarleyfi til tólf ára
Grái markaðurinn var markaður með hlutabréf sem voru ekki
skráð á skipulegan verðbréfamarkað. Nokkrir íslenskir bankar
tók sig saman og settu af stað vefsíðu þar sem haldið var skipu-
lega utan um tilboð og viðskipti á þessum markaði, enda var mik-
ill áhugi á honum á þessum tíma. Þegar netbólan svokallaða
sprakk um aldamótin hafði það í för með sér að mörg félaganna á
gráa markaðinum féllu mikið í verði á skömmum tíma. Þegar De-
code var síðan skráð á markað á mun lægra verði en í viðskiptum
sem höfðu verið með bréfin hérlendis hafði það einnig afar slæm
áhrif á hann. Bankar og verðbréfafyrirtæki settu strangari reglu-
gerðir um viðskipti með óskráð verðbréf í upphafi árs 2001. Við
það fækkaði aðilum á hinum gráa markaði mikið og þau lögðust
að lokum af.
Heimild: MP fjárfestingarbanki.
Grái markaðurinn
TAP DECODE 1999-2008