24 stundir - 14.06.2008, Síða 28

24 stundir - 14.06.2008, Síða 28
Móðir flýði um nótt með átta börn sín Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Það tók Carolyn Jessops þrjú ár að undirbúa flótta sinn frá sértrúar- söfnuðinum FLDS, Fundament- alist Church of Jesus Christ of Lat- ter Day Saints, í Bandaríkjunum með aðstoð systkina sinna sem þegar höfðu flúið. Hún flýði um miðja nótt fyrir um fimm árum með öll börnin sín átta á bíl sem var næstum því bensínlaus, að því er hún hefur greint frá í viðtölum við erlenda fjölmiðla. Saumaði undirfötin í Big Love Carolyn, sem nú er um fertugt, fékk skjól í Salt Lake City og sá fjölskyldunni farborða með ýms- um tilfallandi störfum. Hún saum- aði meðal annars hin sérstöku undirföt sem notuð eru í vinsæl- um sjónvarpsmyndaflokki, Big Love, sem fjallar um mormóna- fjölskyldu. „Ég vil ekki hafa neitt með skipulagða trúarstarfsemi að gera eftir skelfilega reynslu mína. En ég trúi á Guð og Jesú og æðri mátt- arvöld,“ sagði Carolyn sem skrifaði bókina Escape um reynslu sína. Til himna gegnum fjölkvæni „Ég óx ekki upp í Bandaríkj- unum, helur í trúarlegu samfélagi án nokkurra réttinda. Í þessu sam- félagi eru orð leiðtogans lög og fjölkvæni er skilyrði þess að kom- ast til himna, það er að segja hvað varðar karlana í söfnuðinum. Staða kvennanna er metin eftir því hversu mörgum nóttum þær verja með eiginmanninum og hversu mörg börn þær eignast.“ Þegar Carolyn var 18 ára dreymdi hana um að verða læknir. Þær framtíðarvonir hennar urðu hins vegar að engu þegar leiðtogi sértrúarsafnaðarins, Warren Jeffs, sem nú situr í fangelsi, ákvað með samþykki föður hennar að gifta hana fimmtugum manni, Merril Jessop. Hún varð fjórða eiginkon- an hans og fæddi átta börn á næstu 15 árum. Merril Jessop varð sífellt valdameiri innan safnaðarins og eignaðist alls 13 eiginkonur og yfir 100 börn. Kvæntist eiginkonum föðurins Warren Jeffs tók við stjórn sér- trúarsafnaðarins í kjölfar andláts föður síns, Rulon Jeffs, árið 2002, að því er erlendir fjölmiðlar greina frá. Eftir að Warren Jeffs hafði sjálfur kvænst flestum hinna mörgu eiginkvenna föður síns varð stjórn hans sífellt undarlegri. Hann náði öllum völdum í félagi sem átti jarðir og fasteignir sem metnar voru á um 100 milljónir dollara. Fyrir tæpum tveimur árum hrundi spilaborgin. Warren Jeffs hafði þá verið í rúmt ár á lista bandarísku alríkislögreglunnar yfir menn sem mest var leitað að fyrir að hafa komið í kring hjónabönd- um miðaldra manna og barnungra stúlkna. Hann var gripinn í ágúst 2006 og var síðastliðið haust dæmdur í 10 ára fangelsi, meðal annars fyrir að hafa þvingað 14 ára stúlku, El- issu Wall, í hjónaband með 19 ára frænda hennar. Bænunum svarað Elissu, sem nú er 21 árs, tókst að flýja þegar hún var 17 ára. Hún sagði í sjónvarpsviðtali í vor að undir lok hjónabandsins hefði hún eitt vetrarkvöld fengið aðstoð manns við að skipta um dekk á bíl sínum. „Hann fór að kanna að- stæður mínar og við urðum góðir vinir. Þarna voru æðri máttarvöld að verki. Bænum mínum hafði verið svarað.“ Maðurinn hjálpaði Elissu að flýja og nú eru þau gift og eiga tvö börn. Hjónarúmið skreytt smákökum Þegar dómur hafði verið kveð- inn upp yfir Warren Jeffs síðast- liðið haust sagðist Elissa í viðtölum við fjölmiðla ætla að halda áfram að berjast fyrir móður sína og þær systra sinna sem enn væru í söfn- uðinum. Hún hvatti þær einnig til að rísa sjálfar upp og berjast. Í kjölfar réttarhaldanna voru birtar myndir af rúminu sem Elissa og frændi hennar sváfu í á brúð- kaupsnóttinni. Rúmið var skreytt smákökum sem fjölskylda Elissu hafði bakað. „Ég læsti mig inni á baðherberg- inu. Ég hnipraði mig saman á gólf- inu. Ég var yfirbuguð af sorg og fór að gráta. Ég trúði því ekki að ég hefði verið að gifta mig,“ sagði El- issa þegar hún bar vitni gegn manninum sem þvingaði hana í hjónaband, 14 ára gamla. Rannsókn vegna símtals Í apríl síðastliðnum báðu lög- regluyfirvöld Elissu um aðstoð til að hafa samband við óttaslegnar konur og börn úr sértrúarsöfnuð- inum. Lögreglan kvaðst hafa farið að rannsaka aðstæður þar í kjölfar símhringingar um að 16 ára stúlka hefði verið beitt líkamlegu ofbeldi af fimmtugum eiginmanni sínum.  Undirbjó flótta frá sértrúarsöfnuði í þrjú ár  Leiðtoginn á lista bandarísku alríkislög- reglunnar  Ungar stúlkur þvingaðar í hjónaband á táningsaldri Börnin farin Þessi mynd var tekin í apríl þegar yfirvöld höfðu flutt börnin burt frá sér- trúarsöfnuðinum. ➤ Um 8 þúsund manns eru í sér-trúarsöfnuðinum FLDS í Bandaríkjunum sem talinn er stærsta fjölkvænissamfélagið þar. ➤ Lögreglan fjarlægði rúmlega400 börn frá búgarði safn- aðarins í apríl vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. SÖFNUÐURINN 28 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 24stundir Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, segir það mikilvægt fyrir Íslendinga að velta því fyrir sér hvernig bregðast skuli við ef upp kemst um fjölkvæni hér. „Ég velti mikið fyrir mér fjölmenn- ingar- og innflytjendamálum og við verðum að hugsa um hvað gera eigi flytji hingað fólk sem á fleiri en einn maka en gefur það ekki upp vegna þess að það er lögbrot. Tengsl okkar við heiminn eru alltaf að verða meiri.“ Unnur Dís, sem hefur kennt um sifjatengsl og fjölskyldugerðir, segir ekki hafa verið fjallað um það á nám- skeiðum hvers vegna samfélög eins og sértrúarsöfnuðurinn FLDS þróist í allt aðra átt en það sem gengur og gerist í kringum þau. ,,Ég fjallaði um fjöl- kvæni en ekki í vestrænu umhverfi.“ Unnur Skaptadóttir, prófessor í mannfræði Þarf að ræða hér Hinn 7. maí 2005 hét bandaríska alríkislögreglan 100 þúsund dollara verðlaunafé fyrir ábendingar sem gætu leitt til handtöku Warrens Jeffs, leiðtoga sértrúarsafnaðarins FLDS. Það var hins vegar við venju- legt umferðareftirlit norðan við Las Vegas 28. ágúst 2006 sem Jeffs, sem kveðst eiga 70 til 80 eiginkonur, var handtekinn. Hann var þá á lista yfir þá 10 einstaklinga sem lögreglan vildi helst ná í. Í bíl Jeffs, sem fæddist árið 1955, fann lögreglan tölvur, farsíma og nokkrar hárkollur sem talið er að hann hafi notað til að dulbúast. Þar að auki fundust 54 þúsund dollarar í reiðufé. Í nóvember í fyrra var Jeffs dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að hafa skipulagt hjónaband 14 ára stúlku og 19 ára frænda hennar auk annarra sakargifta. Söfnuður Jeffs, sem klofnaði frá Mormónakirkjunni fyrir rúmri öld, er sagður eiga eignir fyrir um 100 milljónir dollara, meðal annars bæ- inn Colorado City í Arizona, að því er erlendir fjölmiðlar greina frá. Í janúar 2004 sýndi Jeffs völd sín með því að vísa tuttugu körlum burt úr bænum, þar á meðal borgarstjóran- um. Hann gaf síðan öðrum körlum konur og börn hinna brottreknu. Leiðtogi sértrúarsafnaðarins handtekinn með tugi þúsunda dollara Kveðst eiga 70 til 80 konur Dæmdur Warren Jeffs var í september síðastliðnum dæmdur í 10 ára fangelsi. Þrátt fyrir fjölda hneyksl- ismála vegna fjölkvænis í Bandaríkjunum fjölgar áhangendum þess. Mary Batchelor, leiðtogi bandarísku borgarasamtak- anna Principle Voices, sagði nýlega í viðtali á bandarískri sjónvarpsstöð að árið 2000 hefðu um 30 þúsund manns, þar á meðal börn, lifað í fjöl- kvænissamfélögum í vest- urhluta Bandaríkjanna og í Bresku-Kólumbíu í Kanada. Nú væri fjöldinn 37 þúsund. Linda C. McClain, lagapró- fessor við Háskólann í Boston, sagði í viðtali við abcNEWS að það væri misjafnt eftir ríkj- unum hvernig brugðist væri við fjölkvæni. Í flestum til- fellum væri það látið viðgang- ast, einkum í Utah. Sumir telja yfirvöld óttast fjölda- sjálfsmorð trúarhópa sé ekki farið að þeim með gát. Fjölkvænissamfélög Fylgismönnum fer fjölgandi Öll börnin sem yfirvöld fjar- lægðu af búgarði sértrúarsafn- aðarins í Texas eru nú komin til foreldra sinna, að því er barnaverndaryfirvöld til- kynntu síðastliðinn miðviku- dag. Foreldrarnir þurftu að ferðast í nokkra daga til hinna ýmsu fósturheimila til að ná í börn sín. Dómari úrskurðaði að barnaverndaryfirvöld hefðu farið offari þegar þau fjar- lægðu börnin fyrir tveimur mánuðum. Sálfræðingar ótt- ast að aðskilnaður barnanna við foreldra sína og skyndileg kynni þeirra af nýjum menn- ingarheimi kunni að hafa nei- kvæð áhrif á þau lengi. Gripnu börnin Öll komin til foreldranna RÝNIR frettir@24stundir.is a Ég vil ekki hafa neitt með skipulagða trúar- starfsemi að gera eftir skelfilega reynslu mína. En ég trúi á Guð og Jesú og æðri máttarvöld.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.