24 stundir - 14.06.2008, Síða 45

24 stundir - 14.06.2008, Síða 45
24stundir LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 45 Grillaður skötuselur á tómatkar- töflumús borinn fram með grill- uðu grænmeti, sítrónu og góðri ólífuolíu fyrir fjóra: Hráefni 600 g skötuselur, snyrtur og skor- inn í 4 steikur salt og pipar 1 sítróna extra virgin-ólífuolía Aðferð Veltið skötuselnum upp úr ólífu- olíunni og grillið á hvorri hlið í sirka 3-5 mínútur. Takið af grillinu og kreistið hálfa sítrónu yfir og kryddið með salti og pipar. Grillað grænmeti: Hráefni 1 kúrbítur 1 eggaldin 1 rauðlaukur 1 fennel ½ búnt basil 1 pressað hvítlauksrif ólífuolía salt og pipar Aðferð Grænmetið er skorið í þunnar sneiðar. Olían er sett í bakka ásamt smátt söxuðu basil, salti og pipar. Setjið eitthvað undir bakkann öðr- um megin svo að hann hallist vel og olían og kryddið renni að ann- arri brúninni. Þetta er nauðsynlegt til að olían renni úr grænmetinu. Byrjið að grilla eina tegund í einu á vel heitu grillinu. Um leið og grænmetið er tekið af grillinu er það sett beint út í olíuna og vætt vel, tekið upp úr og olían látin renna af. Þá situr hæfilegt magn af olíu og kryddi eftir á grænmetinu. Þannig er hver tegund grilluð á fætur annarri. Grænmetið þarf ekki að vera sjóðandi heitt þegar það er borið fram. Best er að það sé volgt. Kartöflustappa: 4 stk bökunarkartöflur 1 tsk tómatpúrre maldon-salt smjörklípa skvetta af ólífuolíu Aðferð Kartöflur flysjaðar og skornar í litla bita og soðnar í saltvatni. Þegar þær eru soðnar er vatnið sigtað frá og kartöflurnar maukaðar með gaffli, settar í pott ásamt tómat- púrre, smjöri, ólífuolíu og mal- don-salti. Hitað á mjög lágum hita. Allt sett á disk ásamt sítrónubát og skvettu af ólífuolíu. AÐALRÉTTUR Grillaður skötuselur á tómatkartöflumús Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Laugardagur 14. júní 2008  Hópur stelpna kynntist í gegnum hamstra. » Meira í Morgunblaðinu Hamstrahittingur  Björk svarar Árna Johnsen fullum hálsi » Meira í Morgunblaðinu Fullorðinslegt?  Hanna Birna segist ekki tjalda til einnar nætur » Meira í Morgunblaðinu Komin til að vera  „Ég græt við bensíndæl- una,“ segir Skagamaður » Meira í Morgunblaðinu Dýrt að dæla á  Kántrí, rapp, dauðarokk og balltónlist í Álafosskvos » Meira í Morgunblaðinu MÚSMOS í dag Helgið ykkur land! Nánari upplýsingar í síma 893 5046 og á www.fjallaland.is og www.leirubakki.is Allir velkomnir að koma og skoða! Til sölu mjög fallegar lóðir í Fjallalandi við Leiru- bakka. Kjarri- og mosavaxið hraun. Sögufrægt hérað, mikil fjallasýn, veðursæld og hlý sumur. Endalausir útivistarmöguleikar. Allt eignarlóðir. Lóðirnar seljast með vegi að lóðamörkum, kalt vatn og rafmagn komið í götur. Hitaveita verður í boði. Golfvöllur í undirbúningi. Kaup á landi er örugg fjárfesting. Aðeins 100 km frá Reykjavík. Fjölbreytileg þjónusta við lóðareigendur heima á Leirubakka: Verslun, bensínstöð, veitingahús, hótel, Heklusetur með Heklusýningu, hestaleiga, reiðskóli, skipulegar sögu- og menningargöngur og margt fleira.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.