Eintak


Eintak - 01.11.1993, Qupperneq 80

Eintak - 01.11.1993, Qupperneq 80
Þegar Adam haföi bitiö af eplinu settist hann og hallaði sér upp aö trénu. Hann fór að hugsa um það í fyrsta sinn hvað hann hefði eiginlega verið að gera fram að þessu. Og með eplið í maganum fannst honum að það hefði ekki allt verið gott. Sumt hefði meira að segja verið verulega vont. Hann sá eftir því og ákvað að gera það aldrei aftur. Og hann vissi að hann gæti ekki staðið við það. Síðan þá hefur mannskepnan verið upp- tekin af syndinni. Á milli þess sem hún fellur í freistni veltir hún sér upp úr samviskubiti, iðrast, lofar bót og betrun. Og syndgar á ný. Þetta er arfurinn frá Adam og afleiðingin af eplaáti hans. Maðurinn hegðar sér eins og áður. Eini munurinn er að hann dauðsér eftir helmingnum sem hann gerir. Seinni tíma menn hafa reynt að betrum- bæta uppgötvun Adams. Þær tilraunir hafa aðalega snúist um að smíða í kringum hana kerfi. Þersneskir spekingar skiptu heiminum og öllu því sem í honum er í tvennt; svart og hvítt, synd og dyggð. Sýrlenskir kollegar þeirra persónugerðu þessi fræði og fundu púka handa hverri synd og hver dyggð fékk sinn engil. Og þeir sendu englana til himna og púkana til helvítis. Grikkjum þóttu þetta þunn fræði og vildu frekar hafa níu himna en einn og þá níu helvíti líka. Þá voru syndirnar orðnar níu og dyggðirnar líka. Og eins og í helvíti Dante bjó einn skratti í hverri íbúð í hel- víti og pyntaði þar sína syndabelgi. Þessi fræði öll hittu síðan kristnina fyrir í Þáli postula sem átti ekki í vandræðum með að herma þau upp á æskilegt hegðun- armynstur kristinna manna. Og þar sem Þáll var andríkur maður gat hann ekki haldið sig við níu syndir í bréfi sínu til Galatamanna, heldur varaði hann þá við einum fimmtán og gaf til kynna að hann gæti svo sem þulið upp fleiri. Andríki Þáls var ekki jafngjöfult þegar kom að dyggðunum og hann hélt sér við þær níu sem hann hafði lært ungur. í bréfi sínu til Korintumanna kemur Páll síðan með tillegg kristinna manna til höfuð- dyggðanna: trú, von og kærleik. Þær bættust við eldri dyggðir: forsjálni, hugprýði, hófsemi og réttsýni. Þá voru dyggðirnar orðnar sjö eins og pláneturnar á himni þeirra manna sem töldu sól og tungl vera eins og hverjar aðrar reikistjörnur. Og þar með urðu syndirnar líka sjö: losti, leti, ágirnd, dramb, öfund, reiði og hórdómur. Þannig hefur það verið síðustu nokkur hundruð árin. Menn eins og Ólafur Jónsson á Söndum hafa þó viljað hafa þær með / / / / / gamla laginu, en hann orti á sínum tíma um níu höfuðóvini hins kristna manns. En nú eru allir hættir að yrkja um syndirn- ar. Prestarnir minnast ekki lengur á þær og ein þeirra -^agirndin - er nú dásömuð sem grundvöllur hins frjálsa hagkerfis sem sigrað hefur heiminn. En þótt syndir dugi vel í hagfræðinni, þá eru þær enn friðarspillar í sálum einstakl- inganna. Og þótt enginn þykist lengur sjá djöflana sem freista mannanna, þá hljóta þeir að vera einhvers staðar á stjái. Altént halda mennirnir áfram að syndga. odeus Losti eftir Matthías Viðar Sæmundsson Lostinn hefur í seinni tíð tengst ljótleika, því sem er saurugt, jafnvel glæpsamlegt, því sem til- heyrir frumstæðu mannlífi, spilltri náttúru, sjúk- legum öfgum. Lostinn er að sögn það sem meiðir, nauðgar og myrðir, það sem afmennskar manneskjuna (eða á ég að segja karlmanninn), hann cr allt það sem okkur ber með réttu að forðast. Samt er lostinn einkar mannlcgt fyrir- bæri, rétt eins og klámið. Menn hafa þrumað á þráreipum frá ómunatíð hverjar sem aðstæður þeirra voru. Þeir hafa ævinlega skilgreint sjálfa sig í ljósi lostans, ýmist á jákvæðan eða neikvæðan hátt; fysnin hefur verið mælistika þeirra á sjálfa sig og tilveruna. Afstaða manna til eigin ástríðna hcfur þó oftar en ekki einkennst af skinhelgi og tvískinnungi, þeir hafa reynt að bcisla þær með valdi eða fortölum, rekið þær inn í rökkur og myrkur eða þá afncitað þeim með öllu. Á timabili kristninnar sem brátt slítur tvöþús- und ár hefur okkur til að mynda verið innrætt sú undarlega skoðun að maðurinn sé því aðcins manneskja að hann mótmæli sjálfum sér, sínum holdlcga likama, að hann kveði niður vonargandinn og gefi sig fjarlægðinni á vald. Naglstungið mannslíki varð að fyrirmynd allra manna, hugsjón mennsku og sögu, mannkynið setti sér það markmið að festa sjálft sig upp á krosstré, eyða þrám sínum og löngunum fyrir drauin um annað líf, hinum megin við dauðann. Þessi furðulega ímynd kom í stað annarrar ímyndar sem rist var á hellisvegg tugþúsundum ára áður, í Lascaux í Frakklandi. Á mynd þessari Iiggur maður með fuglsandlit fyrir framan hel- særðan vísund sem lagður hefur verið spjóti. Báð- ir virðast þeir vera í dauðateygjum, maðurinn liggur flatur með útrétta arrna og innyfli skepn- unnar flæða út úr kviði hennar. Fyrir neðan manninn má greina fugl scm kannski er að búa sig til flugs, en til hliðar er nashyrningur (?) á stjái. Það er eitthvað afar cinkennilegt við þetta hell- ismálverk, enda er ósamrýmanlegum hlutum blandað sanian frá sjónarhóli nútímamannsins. Stelling mannsins minnir á krosshangann fræga, en eitt er þó gjörólíkt með þeirn; maður þessi hef- ur reistan getnaðarlim á meðan kynfæri Krists eru ósýnileg (hafi hann þá nokkur). Myndin lýsir því í senn nautn og sársauka, sársaukanautn er nær yfir Iosta og dauða. Mannfuglinn samsamast helsködduðu dýrinu á stundu sem fæstum þykir kynferðisleg nú á dögum, stundu líkamlegrar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.