Eintak

Tölublað

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 2

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 2
-4 Varstu að heilsa Gísla að sjó- manna- sið? „Nei, nei, ég hijóp aðeins á mig íhita leiksins og stjakaði við honum. “ Ertu skyldur Árna Johnsen? „Nei.“ Hefðirðu ekki átt á hættu að vera dæmdur fyrir líkams- meiðingar hefði árásin verið gerð utan vallar? „Nei, það tel ég ekki. Það staf- aði engin hætta afþessari uppákomu minni. “ Hvað ætlarðu að gera í frí- inu? „Ætli ég slappi ekki bara af. “ Hver tekur við af þér sem þjálfari ÍBV? „Það er óráðið. “ Hverju spáirðu um úrslit i leiknum á móti KR? „ Við vinnum. Það er engin spurning. “ Aganefnd HSÍ hefur bannað Sig- birni Óskarssyni, handboltaþjálfara og leikmanni 1. deildar ÍBV, að leika og stjórna liði þar til hinn 15. október. Ástæðan er sú að hann hrinti Gísla Jó- hannssyni dómara þegar ÍBV lék við Víking fyrir nokkru síðan. Bannið tekur gildi í dag. Leikur ÍBV við KR fór fram í gærkvöldi. © Guðmundur Ártii rœðurenn einn vininn © Hvíta húsið og Grafít fú fœrri tilnefningar til „lúðursins(< © Stríð í Litlu-Ítalíu lalað er nú um það innan Ríkis- spítalanna að rétt einu sinni hafi Guð- mundi Arna Stefánssyni tekist að koma einum „sinna manna“ inn í stofnunina. Að þessu sinni er það Gils Stefánsson en hann lék handbolta með Guðmundi Árna í FH. Gils var þekktur varnarjaxl og lék sjaldan leik án þess að vera rekin út af í það minnsta þrisvar sinnum. Gils er jafnframt faðir handboltakappans frækna Héðins Gilssonar... w Idag verða birtar tilnefningar í samkeppni fmarks, Islenska markaðsklúbbsins, um bestu auglýsingar síðasta árs. Slegist er um fjölda „lúðra“ eins og verð- launagripirnir eru kallaðir. Auglýs- ingastofan Gott fólk fær langflestar tilnefningar eða 12 talsins og þar 3 af 4 í flokki óvenjulegustu auglýs- inganna. Hvíta húsið fær hins vegar ekki nema 4 tilnefningar en þær voru 16 í fyrra. Þetta þykja nokkur tíðindi og til að núa salti í sár Gunnars Steins Pálssonar og félaga, fékk Jakob Jóhanns- SON, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins 2 tilnefningar í nafni stofu sinnar, Sjöundi himinn. Grafít, sem talin hefur verið helsta spútnikstof- an í auglýsingageiranum undanfarin ár og hefur sópað að sér verðlaun- um, virðist vera að missa flugið því hún fékk aðeins tilnefningu fyrir út- varpsauglýsingu... Heyrst hefur að veitingastað- urinn Litla-ltalía á Laugaveg- inum sé í vondum málum. Samkvæmt samningum er staður- inn með sameiginlegt vínveitinga- leyfi ásamt Barokk og hafa þeir jafnframt deilt eldhúsi. Vínveitinga- leyfið þurfti að endurnýja í febrúar en svo vildi til að aðstandendur Litlu-ltalíu sóttu aðeins um leyfi fyrir staðinn sinn þrátt fyrir ákvæði um sameiginlegt leyfi í samningum. Forsvarsmenn Barokks létu reisa vegg í eldhúsinu og hyggjast setja upp eigið eldhús á sínum helmingi. Litla-ltalía missti þar með hreinlæt- isaðstöðu fyrir starfsfólk sitt. Því er nú talið ólíklegt að Litla-ltalía geti haft opið þessa helgi... OQEÐSLEQ- ASTA FRÉTT VIKUNNAR 500 milljónir til að bæta skaðann af bændum Ógeðfelldasta frétt vikunnar var í DV á þriðjudaginn: „Kvikmyndafyrirtækið Lifandi myndir hefur gert Búnaðarfélaginu tiiboð um að gera heimildarkvik- mynd um íslenskan landbúnað fyr- ir 75-90 milljónir króna og er farið fram á 500 milljónir í undirbún- ingsvinnu. Tilboðinu var vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar. „Það er áhugavert að láta gera fróðleiksmynd um íslenskan land- búnað þó upphæðin sé talsvert há og ljóst að ýmsir fleiri verða að koma til,“ segir Jón Helgason, for- maður Búnaðarfélagsins." Þessi frétt er ógeðfelld á margan hátt. í fyrsta lagi er það ógeðfellt að kvikmyndafyrirtæki skuli leggja snörur sínar fyrir fátæka bændur um leið og það áttar sig á að þeim fmnst Þeir standa halloka í áróð- ursstríðinu við Hrafn og Baldur. í öðru lagi er ógeðfellt að fyrirtækið telji sig þurfa 500 milljónir til að undirbúa mynd sem á að kosta 75 til 90 milljónir. Það ógeðfellda er að líkast til er fyrirtækið að semja af sér. Til að hægt sé að búa til já- kvæða mynd um bændur þyrfti að rækta upp heiðarnar, fylla upp í Flóaáveitu til að endurlífga mýr- arnar og svo framvegis og framveg- is. í þriðja lagi er það ógeðfellt að Jón Helgason skuli telja tilboðið áhugavert. Óg í fjórða lagi er það ógeðfellt að hann gefi í skyn að í raun ætlist hann til að ríkið borgi þegar hann minnist á „aðra“. STELLINQ VIKUNNAR Faðir Kólumbíufangans handtekinn með tvö kíló af hassi Frétt EINTAKS frá þvífyrir fjórum g-' vikum af smygli sonarins. " ^^ttnbíu •** *«»» '2ÞUlP fíkniefnasmygli Karl Vernharðsson, faðir Kól- umbíufangans svokallaða, var handtekinn í Leifsstöð við komuna til Iandsins fyrir nokkrum vikum með tvö kíló af hassi. Talið er að Karl hafi tekið að sér hlutverk „burðardýrs“ en ekki skipulagt eða fjármagnað fíkniefnakaupin. EINTAK greindi frá því fyrir skömmu að sonur hans, Þór Karls- son, hefði verið handtekinn á flug- vellinum í Bogotá, höfúðborg Kól- umbíu, hinn 12. janúar síðastliðinn með 450 grömm af kókaíni. Þór á yfir höfði sér fjögurra til átta ára fangelsi en Karl, faðir hans, getur hins vegar búist við mun vægari refsingu.O Steingrímur kærður til RLR? Hópur hluthafa í hinu gjaldþrota og skammlifa útgáfufélagi Tímans, Mótvægi hf., íhugar nú að kæra Steingrím Hermannsson og aðra stjórnarmenn til lögreglunnar. Áð- ur hefúr komið fram í fréttum að ýmsir hluthafar telja sig hafa verið blekkta til að leggja fram hlutafé á röngum forsendum. Hópurinn sem um ræðir hyggst hins vegar ekki sitja við orðin tóm og hefur fengið lögfræðinga til að kanna ...fær Vilhjálmur Egils- son fyrir að vilja breyta íslenska sumrinu. Hvort það skáni eitthvað við að færa sumardaginn fyrsta og stilla klukkuna eitthvað öðruvísi er næsta ólíklegt. En Villi fær alla vega lof fyrir fal- lega hugsun. LAST ...fær Egill Jónsson. Ekki fyrir að vera vondur við neytendur eða ekki nógu góður við bændur. Ekki heldur fyrir að slys- ast alltaf inn á þing vegna galla á kosninga- lögunum né fyrir að hafa spilað málum svo úr höndum sér að loks sat hann einn uppi með greinargerðina. Nei. Lastið fær hann fyrír að hafa troðið sér í nánast hvern einasta fréttatíma undanfarnar tvær vikur og eyðileggja með því flotta yfirbragðið sem fréttastofurnar hafa haft svo mikið fyrir að búa til. PAÐ VÆRI TILQANQSLAUST... Nú er það endanlega búið. Löggan búin að taka keðju- bréfin og búin að loka hjá bruggaranum á horninu sem nær ábyggilega ekki að opna aftur fyrir helgi. Því til viðbót■ ar er eitthvert fólk með kjaft út mann og óskar manni sex fet niður. Hugsanlegt að láta það eftir þeim. Standa gleiður, horfa þungbrýnn niður og miða að gagnauganu. Vís- indalegar rannsóknir sýna að flestir þeir sem reyna að skjóta sig í gagnaugað lifa það af en missa fremsta hluta heilans, þar sem fram- kvæmdasemin býr. 2 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 “f

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.