Eintak

Útgáva

Eintak - 03.03.1994, Síða 16

Eintak - 03.03.1994, Síða 16
Ef til vill er það sökum þess hversu Islendingar eru fáir, að þeir eiga engar almennilegar fjandþjóð- ir. Þrátt fyrir að við værum ný- lenduþjóð í tæpar sjö aldir voru herrar okkar svo góðir við okkur að við erum fyrir löngu búin að fyrir- gefa þeim allar þeirra syndir. Þegar Bretar réðust inn í landið og her- námu það tóku Islendingar þeim fagnandi sem kærkominni tilbreyt- ingu í þjóðlífmu. En þótt við höfum ekki staðið í illdeilum, erjum og stríði við heilu þjóðirnar þá höfum við komið okkur upp safni óvina, alveg á sama hátt og við eigum okkur safn 5s- landsvina. Þetta er fólk sem hefur móðgað okkur, niðurlægt, talað illa um okkur, ráðist á einhvern ein- stakan okkar með ásökunum eða einfaldlega unnið okkur í kappleik. Við skulum kanna nokkra af þessum kvistum. Og heyra hvað þeim finnst um andúð okkar og fyrirlitningu á þeim. Bonny skipstjórí Eina skiptið sem erlend þjóð hef- ur nennt að standa í almennilegum illdeilum við Islendinga var þegar sjómenn frá Grimsby og Hull fengu breska sjóherinn til gæta sín svo Is- lendingar hentu þeim ekki af mið- unum sem þeir höfðu fundið við Island. Þá var íslendingum illa við Breta og sérstaklega suma Breta. Til dæmis kaftein Plummer á Falmont sem var allra kapteina slyngastur við að keyra á litlu varðskipin. Og Mick Patterson, skipstjóra á tog- aranum Brusella, sem gleymdi öll- um fiskveiðum og eyddi orkunni og olíunni í að elta uppi varðskipin til að stíma á þau. Þekktastur þessara þorskastríðs- fjanda varð þó Bonny Taylor. Hann var ítrekað tekinn í landhelgi og árið 1975 var hann færður til hafnar við Ingólfsgarð. Tveimur lögregluþjónum, þeim Hilmari Þorbjörnssyni, núverandi yfirlög- regluþjóni og Þorkatli Pálssyni var plantað um borð til að gæta togarans. Um kvöldið pegar áhöfnin var að drekkja sorgum sínum nljóp mikið kapp í skipstjórann og skipaoi hann monnum sínum að yfirbuga lögreglu- þionana og stinga peim inn í skap. Hóf hann síðan flóttann til Englands. Til að blekkja gæsluna fór hann öf- uga leið eða norður fyrir land. Það dugði ekki til því flugvél kom auga á togarann djúpt út af Snæfellsnesi. Varðskipinu Oðni tókst síðan að elta hann uppi og var skipstjórinn VlKTOR KORTSJNOJ „Það er langt síðan ég var síð- ast á íslandi og íslendingar eru hættir að bjóða mér heim. “ Efraim Zuroff „Það eina sem ég gerði var að reyna að hjálpa íslendingum við að hreinsa sig af Ijótum sökum. Mig langar mikið til að heim- sækja aftur land og þjóð og þá vonandi undir öðrum kringum- stæðum en síðast." dæmdur til nokkurra mánaða fang- elsisvistar. Bonny Taylor hætti að sigla eftir þetta. Hann opnaði spilavíti, varð nokkuð efnaður en var skotinn til bana af syni sínum í fyrra. Kali íslendinga til bresku kap- teinanna og skipstjóranna hefur ekki orðið langlífur. Ef til vill vegna þess að við unnum þá. Hvalahryðju- verkamaðurínn Paul Watson Paul Watson kom fyrst til Is- lands 1973 til þess að fylgjast með gosinu í Heimaey. Það var allt í góðu. Næsta heimsókn var ekki eins pen. Þá kom hann á einu af skipum Sea Shepard-samtakanna og hafði uppi stór orð og lítt dul- búnar hótanir vegna hvalveiða Is- Iendinga. Fáir tóku þó mark á hon- um og hann var gerður að skemmtilegri fígúru í fimmtu frétt í kvöldfréttatímunum. Ári síðar lét hann verða af þess- um hótunum þegar félagar úr sam- tökum hans skrúfuðu botnlokurn- ar úr tveimur hvalbátum við Reykjavíkurhöfn og sökktu þeim. Paul Watson lýsti, fyrir hönd Sea Shephard, þróðugur tilræðinu á hendursér. Islendingar urðu æfir. Bæði var á þá ráðist með spell- virkjum og eins fannst þeim einhver niðurlæging í því að botnlokurnar skyldu vera skrúfaðar úr. Hryðjuverkamenn syndu öðrum þjóð um þann sóma ao sprengja þó eitt- hvað. Það var eins og verið væri að gera grín að sofandahætti og varnarleysi Islendinga. Watson stráði síðan salti í sárin með því að koma hingað í þriðja sinn tveimur árum síðar, að sögn gagngert til að láta íslendinga standa við hótanir um að handtaka hann og kæra. Þegar til kom fundu þeir enga lagastoð fyrir öðru en vísa honum úr landi. Og Watson glotti á leiðinni upp landganginn. I samtali við EINTAK sagði Wat- son að hann hefði kunnað ákaflega vel við sig á íslandi. „Reykjavík er ein hreinasta borg í heimi og ég var mjög hrifinn af borginni. Eftir kynni mín af Islandi og fólkinu sem þar býr, get ég ekki sagt annað en að ísland sé einn af betri stöðum heimsins til að búa á. Þannig að mér er alls ekki illa við íslendinga. Mér er hins vegar mein- illa við þá sem veiða hvali og þá skiptir ekki máli hvort þeir eru ís- lenskir, norskir, rússneskir eða jap- anskir.“ Sea Shepard-samtökin hafa keypt sér kafbát og að sögn Watson verður hann sjóklár með vorinu. Hann sagði Norðmenn vera efsta á blaði samtakanna um þessar mundir og Færeyinga þar á eftir. Watson ítrekaði hins vegar að um leið og Islendingar færu að hafa til- burði í frammi sem bentu til þess að þeir ætluðu að hefja hvalveiðar að nýju, myndu aðilar Sea Shepard mæta og gera allt semu' þeirra valdi stendur til að koma í veg fýrir að hvalir yrðu drepnir. „Ég veit að hvalbátarnir eru enn- þá til staðar og þeim er vel haldið við. Þannig að ísland er enn ofar- lega á lista Sea Shepard." Hann bað að lokum fyrir þessi skilaboð til íslensku þjóðarinnar: „Ég tek ekki óvild íslendinga vegna baráttu minnar persónulega." Barnaræninginn Donald Feeney Uppgjafahermaðurinn og fyrr- um leyniþjónustumaðurinn Don- ald Feeney, er maður af svipuðu sauðahúsi og Paul Watson; eins konar alþjóðlegur illvirki sem við eigum ekki að venjast. Hann var ráðinn af Brian Grayson til að tæla til sín dætur Ernu Eyjólfsdóttur og hafa þær með sér úr landi en var gripinn glóðvolgur á Keflavíkur- flugvelli. Þótt verknaðurinn væri ljótur lagði þjóðin ekki hatur á Grayson. Það mátti skilja hans stöðu. Feeney stóð hins vegar bara í þessu fyrir peningana, hafði sérhæft sig _ í barnsránum víða um heim og lélt auk þess út fyrir að vera samviskulaus. Það sannaði hann þegar hann labbaði út af Litla Hrauni og gerði þannig gys að fangavörðunum sem áttu að passa hann. Síðan klykkti hann út með því að kvarta yfir matnum í fangelsinu þegar hann kom til Bandaríkjanna og sagðist hafa verið orðinn leiður á geitarkjötinu. Það var móðgun við sjálfa sauðkindina. eintak náði tali af þessum óvini þjóðarinnar. Hvaðfinnst þér um ísland? „Ég fékk ekki tækifæri til að skoða landið og það var lítið að sjá innan fangelsismúranna svo ég get lítið sagt um landið. Ég er hins veg- ar mjög ánægður með að vera kominn heim til Bandaríkjanna og sjá fjölskyldu mína aftur. Það fólk sem ég kynntist á íslandi reyndist mér flest ágætlega og engin vand- ræði með það. Það á við um sam- fanga mína sem aðra. Mér finnst aftur á móti einkenni- legt að dómskerfið er ekki samstíga löggjafanum. Erna hafði ekki sótt um forræði yftr börnunum á Is- landi og bar því engan rétt til þeirra. Grayson var úrskurðað for- ræðisrétturinn fyrir bandarískum dómsstólum en hún hafði engan slíkan úrskurð á bak við sig.“ Hvernig fannst þér maturinn á íslandi? „Hann var að flestu leyti í lagi, nema hrossakjötið sem oft var á borðum í fangelsinu, en ég er ekki vanur að borða hesta.“ íslenskur almenningur var þér mjög andsnúinn og jjölmiðlar tóku málstað Ernu. Hvað finnst þér utn það? „Ég held að það sé ekki rétt og jafn margir voru hliðhollir mínum málstað og á móti. Fólk setti mál mitt i samband við mál Sophiu Hansen og margir voru á þeirri skoðun að við höfðum verið beittir misrétti. Það voru nokkrir Islend- ingar sem skrifuðu mér bréf eða hringdu til að veita mér stuðning sinn og ég held ennþá sambandinu við Jtetta fólk.“ Atf þú von á að sœkja ísland aftur heim? „Það er mögulegt, hvort sem það verður í viðskiptaerindum eða til að fara í frí.“ Sem kunnugt er var Feeney handtekinn í viðskiptaerindum sínum síðast þegar hann kom og af þessu tilsvari má ráða að hann hef- ur lítið lært. Barnaræninginn Halim Al Halim Al þarf vart að kynna. Forræðismálið yfir dætrum hans og Sophiu Hansen stendur enn yfir. Halim nam dætur sínar á brott og hafa þær búið hjá honum í Tyrk- landi undanfarin ár. Sophia hefur staðið í erfiðum og flóknum mála- ferlum þar ytra til að freista þess að fá dætur sínar heim. Halim hefur beitt öllum brögðum til að tefja þessi málaferli, skemma málstað móðurinnar og tryggja sér forræði yfir börnunum. Þrátt fyrir að íslendingar hafi stutt Sophiu í baráttu hennar fyrir börnunum og talað hafi verið um annað Tyrkjarán í Islandssögunni hefur Halim ekki fengið nóg af landi og þjóð. . „Eg sakna bæði Islands og Islend- inga oa langar mikið til að.koma í heim- sókn. Eg bara get það ekki eins og stendur vegna for- ræðismálsins," segir Halim. „Ég bjó á íslandi í ellefu ár og það hafði mikil og góð áhrif á mig. íslendingar voru rnjög góðir í minn garð.“ Hvað finnst þér utn það að sutnir Islendingar skuli nú líta á þig sem óvin íslands? „Forræðismálið er aðeins milli mín og Sophiu. Það er ekki á milli tyrknesku þjóðarinnar og þeirrar íslensku. Það er rangt af íslending- um að hugsa þannig,“ segir Halim. Mannaveiðarínn Efraim Zuroff íslendingar urðu orðlausir þegar Davíð Oddssyni forsætisráðherra var afhent bréf í opinberri heim- sókn sinni til Israels snemma árs 1992, sem innihélt ásakanir um stríðsglæpi Eðvalds Miksonar. Maðurinn á bak við þessar ásakanir var Efraim Zuroff frá Simon Wi- senthal-stofnuninni í Jerúsalem. Fyrstu viðbrögð Islendinga voru móðgun vegna dónaskaps ísraels- manna að brydda upp á þessu máli í opinberri heimsókn forsætisráð- herra og andúð á manninum á bak við þessar ásakanir. Þetta mál varð síðan fyrirferðarmikið í fjölmiðlum og breytti sú umræða ekki miklu um afstöðu Islendinga til Zuroffs. Hann kom hingað til lands í janúar á síðasta ári og ræddi við ýmsa ráðamenn þjóðarinnar í því skyni að reka rriálið eegn Eðvaldi Mikson áfram. „Eg héillaðist mjog af landinu. Því miður var veðrið mjög slæmt.meðan ég var þar. Eg kynnt- ist mjög athyglis- verðu fólki. Eðvald Mikson var ekki einn af þeim,“ segir Zuroff. „I litlu landi eins og Islandi, þar sem allir þekkja alla er skiljanlegt að fólk neiti því að einn þeirra skuli hafa gerst sekur um slíka stríðs- glæpi og Mikson gerðist sekur um. Til allrar hamingju var þó fólk inn- an um sem vildi bjarga heiðri ís- lensku þjóðarinnar og sjá réttlæt- inu fullnægt. Þar á meðal voru Hrafn Jökulsson blaðamaður á Alþýðublaðinu, Karl Th. Birgis- son á Pressunni, Þór Jónsson á STÖÐ 2 og Hallvarður Einarsson ríkissaksóknari. íslendingar eru heppnir að eiga menn eins og þá að. Mér finnst fáránlegt að vera tal- inn einn af óvinum íslands. Það eina sem ég gerði var að reyna að hjálpa Islendingum við að hreinsa sig af ljótum sökum. Mig langar mikið til að heimsækja aftur land og þjóð og þá vonandi undir öðr- um kringumstæðum en síðast.“ Skák- og reykingamaðurinn Viktor Kortsjnoj Á meðan Friðrik Ólafsson var forseti alþjóðaskáksambandsins FI- DE fór fram einvígi Viktors Kort- sjnoj og Anatolíj Karpov um heimsmeistaratitilinn. Kortsjnoj hafði þá nýverið flúið frá Sovétríkj- ununt en fjölskyldu hans var haldið nauðugri í landinu. Friðrik gerði allt hvað hann gat til að Sovétmenn leyfðu fjölskyldunni að fara úr landi og íslenska þjóðin stóð hon- um heilshugar að baki. Fólki fannst ekki sanngjarnt að Kortsjnoj tefldi við þessar kringumstæður og mál- staður hans átti sér mikinn hljóm- grunn hérlendis. Kortsjnoj varð upp úr þessu einri af Islandsvinun- um margumræddu en skemmst er að segja frá því að um leið og eigin- kona hans og börn komust í frelsið skildi skákhetjan við hana og fékk sér nýja. Sovétmenn fóru í fýlu út í Friðrik vegna þessa máls og það er talin ein af helstu ástæðunum fýrir að stórmeistarinn okkar féll af for- setastóli hjá FIDE. TÍI að bæta gráu ofan á svart fannst þjóðinni Kortsjnoi syna Jóhanni Hjartarsyni fádæma dónaskap þegar hann reykti eins og strompur 16 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.