Eintak

Tölublað

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 18

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 18
Bíó er ekki bíómyndirnar sem þar eru sýndar. Bíó er myrkvaður salur, popp, kók og næði til að stroka út eril dagsins. Því heldur Gunnar Smári Egilsson alla vega fram, og segir hér frá ómerkilegum örlögum persóna í f bíómyndum og þess merkilegri bíósýningum. Og um leið og myndin þeyttist af stað upp Ár- túnsbrekkuna á 800 kílómetra hraða trylltust Sniglarnir og fóru allan hringveginn með hrópum þeirra sem fæðast tilað vetða villtir. menn drepna. Fjórir voru skotnir, einum var hent af hús- þaki, öðrum var drekkt, þriðji var stunginn til bana og sá fjórði var laminn í klessu og því næst varpað niður stiga. Aðrir sem komu við sögu voru barðir duglega og eitthvað skotið í þá en þeir sluppu með skrámur. Það voru ýmist góðir menn eða sak- lausir vegfarendur. Hinir látnu voru annað hvort illmenni eða sérlega ógeðfelldir félagar góðu mannanna og máttu því missa sín. Undir þessu borðaði ég popp og drakk kók. f hléinu fékk ég mér íspinna, í fyrsta sinn sunnan heiða. Reykvísk bíó hafa nefnilega tekið upp þann akur- eyrska sið að selja ís í bíó. En hvað um það. Þessi mynd hafði það góð áhrif á mig að ég var búinn að gleyma henni og leiðin- lega deginum sem ég hafði flúið þegar ég kveikti mér í sígarettu á leiðinni út. Ég fór aftur niður í vinnu og settist við að reikna. Ég komst að því að líkast til hef ég farið einu sinni til tvisvar viku- lega í bíó síðan ég var sextán ára. Ég hef því séð um 1.326 bíómyndir á þessum árum. Og ef reiknað er með að hver mynd taki tvo tíma með hléi þá hef ég eytt í þessa iðju um 2.652 klukkustundum. Ef þess- um tímum er deilt niður á 40 Fjórir voru skotnir, einum var hent af húsþaki, öðrum var drekkt, þriðji var stunginn til bana og sá fjórði var laminn í klessu og því næst varpað niður stiga. stungna, brennda og hálshöggna, spfengda og hengda, kæfða og étna af óskyldum kvikindum í bíó. Ekki heldur þá sem hefur verið eitrað fyrir eða hent fyrir björg, þá sem illir andar hafa sogað til heljar eða þá sem hafa verið sendir veglausir eitthvert úti í geim. Um þetta fólk segi ég eins og Bjartur. Sannlega mega þeir súpa hel / ég syrgi þá ekki, fari þeir vel. Örlög vísinda- manns Það er helst að ég syrgi ör- lög eins vísinda- manns sem kom við sögu í mynd þar sem Patrick Wayne, sonur Johns, lék aðalhlut- verkið. Sá hafði eytt ævinni í að leita að Atlant- is sem hann var fullviss um að væri á Suðurskauts- landinu miðju. Fyrir þessar kenningar hlaut hann háð og spott samferðamanna sinna en hélt samt fast við sinn keip. Og hafði á réttu að standa. Hann fann ekki bara Atlantis á Suður- skautslandinu heldur risaeðlur og næstum öll þau dýr sem hingað til höfðu verið talin útdauð, horfín menningarsamfélög og löngu gleymda guði. Þetta var eins og Scott hefði komist á pólinn, O JÓN ÓSKAR Ég fer í bíó í sama tilgangi og ég fæ mér kríu. Bíómyndir virka eins og strokleður á heilann. Þú getur farið pirraður inn í bíóið, tvístrað- ur eftir erilsaman dag án þess að vera almennilega þreyttur eða bara tómur og annars hugar, og ef þér tekst að gleyma þér örlitla stund yfir myndinni færðu eins konar ferska byrjun á deginum. Krían er betri, því þér nægir að dotta í tíu mínútur til að vakna upp með hreinan heila. Bíómyndir eru hins vegar ekki styttri en tveir tímar með hléi. Þess vegna fer ég ekki bíó nema ég geti hvergi fleygt mér. Þannig var ástatt fyrir mér á mánudagskvöldið og ég fór í ellefu bíó eftir frekar leiðinlegan dag. Ég sá mynd í Laugarásbíói með Em- ilio Estevez, manni sem mér hef- ur aldrei líkað við. Ég horfði á átta fundið Ameríku, Galapagos-eyjar, sjóleiðina til Indlands og allt heila klabbið í einu. Gallinn var hins vegar sá að ekkert af því sem vís- indamaðurinn fann, vildi láta fmna sig, og brást því illa við. Dýrin reyndu að éta hann, mennirnir að stinga hann og guðirnir vildu að honum yrði kastað í eldgíga, þeim til blessunar. Honum tókst að snúa sig frá þessu öllu, en þegar hann var að hlauþa að flugvélinni hans Patricks, með alla dýrmætu minn- ispunktana sína í töskunni, varð Atlantis sjálft ært og byrjaði að gjósa smágosum undir fótum hans. Eg sé enn fýrir þegar hann hljóp sikk sakk í átt að flugvélinni — al- veg eins og Vic Morrow á flótta undan vélbyssuskothríð Þjóðverj- anna — og Atlantis á eftir með eld- gosum á hæla hans. Þar til loks það náði honum og drap. Leður, smurolía og 800 kílómetra hraði En ég sækist ekki eftir svona ör- lagasögum í bíó. Yfirleitt nægir mér myrkrið, poppið og einhver ómerkilegri saga á tjaldinu. Og þar sem ég er að hvíla mig, frekar en skemmta mér, vil ég helst fara einn í bíó. Og ef bíóeigendur timdu að kynda upp salina hjá sér og maður þyrfti ekki um tvö hundruð manns til að forða sér frá kvefi, væri mér sama þótt ég væri einn í salnum. f raun man ég ekki eftir skemmtilegum bíógestum nema á einni sýningu. Það var þegar ég fór að sjá Ffringveginn í Háskólabíói. Það voru fáir í bíó og ég sat rétt fyrir neðan miðju. Um það leyti sem myndin var að byrja struns- uðu Sniglarnir, bifhjólasamtök lýð- veldisins, í salinn og settust beint fyrir framan mig. Það lagði frá þeim þunga lykt af leðri, smurolíu og jafnvel dálitlum svita. Og um leið og myndin þeyttist af stað upp Ártúnsbrekkuna á 800 kílómetra hraða trylltust Sniglarnir og fóru allan hringveginn með hrópum þeirra sem fæðast til að verða villtir. Og ég sem kann ekki einu sinni alltaf fundist þetta ein margbrotn- asta og mest spennandi mynd sem ég hef séð. Kannski fýrir utan Bresson-mynd sem ég sá myrkv- ast hægt og bítandi í Tjarnarbíó þegar lampinn í sýningarvélinni fjaraði út. Ég hef ekki látið svona smá frá- vik trufla mig í bíó. Svo lengi sem ég fæ að hafa myrkrið og vissuna fýrir að fólk truflar mig ekki mikið. Ég hef horft á slíka dauðans þvælu í bíó sem ég myndi aldrei sitja undir ef einhver ætlaði að ryðja henni út úr sér í samtali við mig. En ég geng afdrei út í bíó. Á hverfanda hveli Ég man bara eff- ir einni mynd sem ég sá ekki til enda. Það var Á hverf- andahveliíVala- skjálf á Egilsstöðum. Ég var eitt- hvað um tólf ára gamall og fór með pabba í bíó. Þetta er fjári löng mynd og það var tiltekið að það væru tvö hlé á henni. Allt gekk vel í fyrstu. En á milli fyrsta og annars hlés var sýningarvélin orðin svo heit að lampinn brenndi filmuna. Sýningarstjórinn tilkynnti stutt aukahlé á meðan hann splæsti hana saman aftur. Það liðu hins vegar ekki nema fimm mínútur eftir að við vorum kallaðir inn aft- ur, að filman brann öðru sinni. Sýningarstjórinn tilkynnti þá nýtt hlé og vildi auðsjáanlega hafa það lengra en það síðasta til að kæla vélina því hann hafði stilit upp tafl- borðum fram á gang svo bíógestir gætu haft ofan af fýrir sér. En þótt vélin fengi korter til að jafna sig brenndi hún gat á filmuna stuttu eftir að við komum inn aftur. Þannig leið kvöldið. Við tefldum dálítið og horfðum dálítið á Á hverfanda hveli. Loks fannst pabba ekki stætt á því að halda mér leng- ur á fótum og við fórum heim ein- hvern tímann eftir miðnætti. Þá var enn mikið eftir af myndinni sem ég hef ekki enn séð. Mér skilst að í seinni hlutanum brenni bú- garðurinn en finnst ekki mikið til koma. Hjá mér brann myndin sjálf. O stunda vinnuvikur þá gerir það rúmlega 66 vikur. Samkvæmt þessu hef ég varið einu mannári í bíói og rúmum þremur mánuðum betur. Sannlega mega þeir súpa hei Samt man ég nánast ekkert eftir þessu rúma ári mínu í bíó. Alla vega get ég ekki rifjað upp allar þær tæplega ellefu þúsund mann- eskjur sem hafa verið drepnar fyrir augunum á mér, ef gera má ráð fyrir að afföllin í myndinni í Laug- arásbíói séu einhvers staðar í með- altali. Ég keyrði hins vegar einu sinni á hrút í Kjósinni og get enn rifjað upp fyrir mér hljóðið þegar hann skall á hægra framljósinu — hvort sem það er af tilfmningasemi gagnvart bílnum mínum eða hel- vítis vegalambinu. En það er einhvern veginn svo að eftir að maður hefur séð Fay Dunaway skotna í tætlur á barnsaldri þá kippir maður sér ekki upp við það þótt einhverjir aukaleikarar, sem maður veit varla hvað heita, fái sömu útreið. Og það sama má segja um alla þá menn sem ég . hef séð skotna og Dýrin reyndu að éta hann, að stinga hann og guðirnir vildu að honum yrði kastað í þeim til blessunar. á reiðhjól sat á næsta bekk fyrir aft- an og leið eins og ég sæti fýrir aftan einhvern mótorhjólakappann og tæki hringveginn á tuttugu mínút- um. Þegar ég kom út angaði ég af leðri og smurolíu og hárið lá þétt- greitt aftur eftir mótvindinn. Tveir leiðinlegir bíó- gestir En ég man líka eftir leiðinlegum bíógestum. Til dæmis manninum sem sat fyrir aftan mig í fullsetnu Austurbæjarbíói, hafði fengið sér fullmikið neðan í því og varð veik- ur þegar myndin var rétt byrjuð. Ég reyndi að einbeita mér að myndinni en heyrði bara í mann- inum sem kúgaðist fyrir aftan mig. Ég beið eftir því að hann gubbaði í hnakkann á mér. Loks gat hann ekki haldið ælunni niðri. En þar sem þetta var vel upp alinn maður gubbaði hann á gólfið. Það sem eftir lifði myndarinnar sat ég með lappirnar glenntar og rétt drap tánum á gólfið til að forða því að stíga í æluna sem rann niður hallann á salargólfinu. Ég veit ekki hvers vegna ég fór ekki bara heim. Myndin hefur kannski verið svona góð, en það er sama hvað ég reyni ég get ekki munað eftir henni. En ég man eftir helvítis manninum. Annar leiðinlegur bíógestur er bróðir minn. Þegar við fórum einu sinni í Stjörnubíó, fýrir brunann, lenti hann á númeruðu sæti sem hafði bak, en sætið sjálft hafði brotnað frá og var horfið. Við færðum okkur til um einn rass en vorum reknir þaðan af fólki sem sannanlega hafði keypt sér miða á þau sæti. Þannig gekk þetta koll af kolli þar til ljóst var að bróðir minn varð að láta sér duga þetta sæti, sem þó var ekkert sæti. Ef tilvill hefði einhver gefist Upp og sest í stigann en bróðir minn var ekki á því. Hann stóð teinrétt- ur í stæðinu sínu jafnvel þótt allur salurinn skip- aði honum að setjast svo hægt væri að sjá myndina fýrir honum. Hann sneri sér við og benti fólkinu á hvers vegna hann gæti ekki sest. Þegar langt var liðið á myndina heyrðu starfsmenn bíósins lætin fram á gang, komu til að gæta hverju sætti og hlupu eftir stól handa bróður mínum. En þá voru allir í salnum orðnir svo æstir að myndin fór fyrir ofan garð og neð- an hjá flestum. Þótt Linda Blair hefði birst á tjaldinu og tekið til við að saurga kristslíkneski hefði það Ég beið eftir því að hann gubbaði íhnakkann á mér. ekki yfirunnið óvild fólksins gagn- vart bróður mínum. Eða skömm mína að mæta með slíkan mann í bíó. Vond sæti í bíó En þótt það sé vont að hafa ekk- ert sæti í bíó getur verið verra að hafa vont sæti. Ég sá til dæmis Ben Húr í Gamla bíó frá ysta sæti á fýrsta bekk og efast um að ræðar- arnir á galeiðunum hafi haft það eins skítt á myndinni og ég. Bíó- stjórinn í gamla félagsheimilinu í Ólafsvík beygði sig aldrei undir það ástand sem aðrir bióstjórar kalla „uppselt" og bætti bara við bekkjum. Ég sat einu sinni á bekk sem hét -1 og þurfti nánast að horfa aftur til að sjá tjaldið. Þessi bíóstjóri í Ólafsvík ruglaði einu sinni spólunum á Conversati- on með Gene Hackman svo að endirinn kom í miðri mynd og miðjan síðust og síðan hefur mér FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.