Eintak

Tölublað

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 25

Eintak - 03.03.1994, Blaðsíða 25
sendar á Vog. Hvað er eiginlega að gerast í Litlu Skerjó? Ég bara spyr. SELJAHVERFI Eiríkur Jenson Bensín- sprengjur á Breiðholts- braut ÓSKAR JÓNASSON „Seinna kom síki íkringum skól- ann (með krókódílum, held ég) og annar virkismúr utan um það. Meira að segja leiktækin hefðu nýst til pyntinga. “ ur, sem búum í Seljahverfinu, er annt um að þvo þennan stimpil af hverfinu, enda lítum við svo á að þessi hluti sé fínni en aðrir hlutar Breiðholtsins. Það má þó ekki skilj- ast þannig að hér búi einungis snobbaðir hrokagikkir. Hér er öll flóra samfélags- ins í sátt og sam- lyndi, allt frá rusla- korlum til ráðherra en af kunnum íslendingum koma helst upp í hugann Halldór Ás- grímsson og Steingrímur J. Sig- fússon. Mér fmnst Seljahverfið svolítið út úr fyrir minn smekk og erfítt að búa hér ef maður hefur ekki bíl. Ég er ennþá í föðurhúsum en á síður von á að ég búi í hverfinu þegar ég fer að heiman." HOLTIN Friðrik Þór Friðriksson Bestu sögurnarí Bíódögum Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður bjó í Holtun- um til níu ára aldurs. „Ég lék mér á Framvellinum og á Háteigsholtinu. Þar var verið að reisa Háteigskirkjuna. Holtin voru barnmargt hvejft og það var gott að alast þar upp. I CÍag gætí ég aftur á móti ekki hugsað mér að búa þar. Mér finnst það hálfdautt. Þarna voru menn eins og Gunnar Hálfdánarson forstjóri Landsbréfa, Sigurbjörn Ásgeirsson lögreglumaður, Krist- ín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi og Ómar Ragnarsson bjó beint á móti mér. Hafsteinn miðill bjó líka í hverfinu. Bestu sögurnar mínar úr Holt- unum eru í Bíódögum.“ Atriði 23. Inni. Nótt. Þvottaherbergi. Börn standa með heimatilbúna bíó- tniða í biðröð fyrir framan þvotta- herbergið. Tómas stendur í dyrunum með tollvarðarhúfu föður síns á höfðinu og rífur af miðunum. Þegar allir hafa keypt sig inn, slekkur hann Ijósin og strengir hvítt lakfyrir dyrn- ar. Tómas gefur Bigga tnerki og Biggi setur skuggamyndavélina í gang. Skuggamyndir afRauðhettu og móð- ur hennarfalla á iakið. Tómas: Einu sintii var lítil stúlka. Hún bjó hjá tnömtnu sinni í húsi og átti rauða kápu. Þess vegna var hún kölluð Rauðhetta. Einngóðan veður- dag kom matntna hennar til hennar og bað hatta utn að fara út í skóg til öttitnu hennar, af því að amtna hennar varveik... Gríðarleg stemmning ríkir í sainutn JÓN Birgir Pétursson „Gamla hverfið er að verða staðlað góðborgarahverfi og gamlar kellingar sem hrella litla krakka eru sendar á hæli. Fyllibytturnar sem fóru með Ijóð fyrir köttinn sinn eru sendará Vog. Hvar er eigin- lega að gerast í Litlu Skerjó? Ég bara spyr. “ unum í frjálsum íþróttum, sjálfs Torfa Bryngeirssonar! Hún var sögð skapstór með afbriðgðum, gamla konan, en hefði leitað til sála síns í dag. í húsinu Laug við Reykjavíkur- veg minnist ég bjartleits Vestfirð- ings sem baslaði í námi eftir stríð. Þar var kominn Sverrir Her- mannsson sem nú stjórnar fjár- málum þjóðarinnar á sinn hátt. Áreiðanlega nam hann fjármála- visku sína mestan part í Litla Skerjó og hlýtur þjóðin því að standa í ævarandi þakkarskuld við hverfið á eftir. Neðar við þessa götu og nær flugbrautinni bjó heiðursmaðurinn Einar Sæmundsson, formaður K.R. hvorki meira né minna. Ekki hafði hann frammi neitt trúboð fyrir sitt félag eða Sjálfstæðisflokk- inn. Ég held að íbúarnir hafi verið hvort tveggja í senn, Þróttarar og Kratar, flestir hverjir í það minnsta. Að sjálfsögðu var sérstakur borg- arstjóri í Litla Skerjó, sjálfskipaður öldungur, Hjálmar Þorsteinsson, húsgagnasmíðameistari, sem átti vel innangegnt hjá íhaldinu, og fékk ýmsu áorkað í hagsmunagæslu hverfisins. Strákastóðið í hverfinu hafði nóg að sýsla alla daga og langt fram á nætur og hugmyndaflugið var ótæmandi. í hverfinu var byggt fyrsta og eina Tívolí landsins, skömmu eftir stríð, og færði mikið líf í hverfið. Þá kom sér vel að hafa aðgang að vírklippum enda borg- uðu menn sig nánast aldrei inn í dýrðina, en áttu sín eigin „hlið“ á afskekktum stöðum í girðingunni. Að loknu stríðinu voru Litlu Skerfirðingar vitni að uppbyggingu flugsins á Islandi. Flugfélag Islands tók sér bólfestu við flugvöllinn í mýrinni á næstu grösum og er þar enn og heitir í dag Flugleiðir. En það voru fleiri merk fyrirtæki í Litla Skerjó. Þar var Sápó, Sápugerðin Mjöll, sem Einar KR-ingur stjórn- aði. Þar óx upp þjóðþrifafyrirtækið Sölunefnd varnarliðseigna. Þar var líka einn alræmdasti skemmtistað- ur landsins, Vetrargarðurinn. Og þar var Sjóklæðagerðin þar til hún brann. Og þar var prentsmiðja sem prentaði meðal annars Tígulásinn. I öskutunnum gátu sveinar hverfis- ins komist í feitt og kynnst kynlífs- málum af próförkum þessa merka menningarrits. I þessari prent- smiðju framleiddi ungur Skerfirð- ingur síðar tékkhefti á Selvogs- banka, sem gagnaðist honum von- um framar á viðskiptabrautinni. Nokkrar ættbálkaerjur áttu sér stað um árabil á þessum slóðum. íbúar Grímsstaðaholts, margfalt fleiri og öflugri en samanlagðir Skerfirðingar, sóttu oft að með ófriði. Þá kom sér vel að í Litla Skerjó hafði aðsetur það ágæta fyr- irtæki Samlag eggjaframleiðenda. I öskutunnum þess fyrirtækis mátti finna þau vopn sem gátu hrakið af höndum okkar stríðsmennina af Holtinu, - nefnilega fúlegg! Þegar eitt slíkt hafði hafnað á Holtara, brast yfirleitt flótti í liðið og orrusta var unnin með tilstyrk þessa kröft- uga efnavopns. Það var fisksali sem leysti stríðs- átökin upp með snjöllu bragði. Dóri fisk, sem kom á morgnana og þeytti lúður sinn til að láta hús- mæður vita af ýsunni á bílpallinum sínum, stofnaði Þrótt, það merka félag, ásamt Eyjólfi sundkappa á Holtinu, þeim mikla öðlingi. Þrótt- ur sameinaði Holtara og Skerfirð- inga á svipstundu í byrjun ágúst 1949. Síðan hefur ekki farið styggð- aryrði milli ungra íbúa bæjarhlut- anna. En ekkert má vera í friði fyrir yf- irvöldúm Reykjavíkur. Á píla- grímsferðum um hverfið um helgar má sjá eyðilegginguna. Þarna er komið fyrir öllum aflóga húsum borgarinnar. Svo eru risin raðhús úr steinsteypu, og íbúðir háskóla- stúdenta eru að nálgast hverfið og menntamenn þjóðarinnar að verða Litlu Skerfirðingar. Gamla hverfið er að verða staðl- að góðborgarahverfi og gamlar kellingar sem hrella litla krakka eru sendar á hæli. Fyllibytturnar sem fóru með ljóð fyrir köttinn sinn eru Seljahverfið stendur sunnan Breiðholtsbrautar gegnt Fella- hverfi. Eiríkur Jensson háskóla- nemi, býr í Seijahverfi og kann því nokkuð vel. „Ég flutti í Seljahverfið þegar ég var Qögurra að verða fimm ára gamall,“ segir Eiríkur. „Hverfið var mikið til í byggingu á þeim tíma og á hugann leita minningar um ópússaða steinsteypu, rifið plast í gluggum, og mold og drullupollar út um allt. Á þeim fimmtán árum sem eru liðin síðan, hefur hverfið orðið rótgróið og fallegir og vel hirtir garðar eru hér víða í dag. Húsin eru flest í hinum hefð- bundna íslenska steinsteypustíl en það er eins og sumir arkitektarnir hafi ekki verið með fæturna á jörð- inni þegar þeir hönnuðu bygging- arnar eftir hugmyndum sínum. Til dæmis þá áttu raðhúsin og blokk- irnar með skáþökunum, sem setja . mikinn svip á hverfið, að mynda rósamunstur ef horft væri á hverfið úr lofti. Ég á erfitt með að átta mig á tilganginum með þessu teppa- munstri og mér hefur ekki tekist að greina rósirnar þegar ég hef flogið yfir Breiðholtið. Það var mikið af börnum í hverf- inu sem hópuðust saman til leikja langt fram eftir á björtum sumar- kvöldum. Stundum sló í brýnu okkar á milli, sem endaði með stríði eins og það var kallað, en bar- ist var með kústsköftum, vatni og pottlokum. Þessar erjur voru oftast lítilsháttar og í mesta lagi hljóp ein- hver grenjandi heim með kúlu á hausnum. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar óeirðir brutust út á milli Seljahverfis og Fellahverfis fyrir um það bil tíu árum. Seljaskóli hafði sigrað í JC keppninnni í innanhúss- fótbolta og Fellavillingarnir brugð- ust hinir verstu við. Áður en langt var um liðið hafði planið fyrir framan verslunina Kjöt og Fisk breyst í nasablóðugan vígvöll. Bensínsprengjur flugu á víxl yfir Breiðholtsbrautina og áttu saklaus- ir vegfarendur fótum sínum fjör að launa. Löggan mætti á svæðið og hneppti hina atkvæðamestu af óeirðarseggjunum í varðhald. Ekki varð um frekari stórorrustur á milli hverfanna næstu árin en ekki var óhætt fýrir mig að hætta mér einn á báti um Fellahverfi næstu misserin. Það hefur færst ró yfir Breiðholt- ið frá þessum tíma þó að margir haldi að það sé hálfgert slömm og gömlum konum sé ekki hætt út á götu því þá verði þær rændar. Okk- SMÁÍBÚÐAHVERFIÐ Óskar Jónasson Bardagalist í Smáíbúða- hverfínu Einn daginn kvisaðist út orð- rómur um að borgarastyrjöld væri í aðsigi.- við Fossvdginn! Furðulegt,Kommi og fleiri bjuggu þar... Sumir jafnvel í sama bekk og maður sjálfur í Breiðó. Hvers vegna...? I stríði spyr maður engra spurninga. Maður hafði heyrt af þessum hverfastríðum og vissi að þau brutust út með engum fyrir- vara. Með kvöldinu varð veðrið til að auka á spennuna, þoka læddist yf- ir hverfið. Ég gramsaði í draslinu úti í skúr, vantaði vopn, en gat ekki ákveðið mig. Helst vildi ég hafa svipu en átti ekkert leður. Ég veit ekki, kannski var það hallær- islegt, en ég mætti í stríðið með gamla skátaprikið mitt. Það vakti talsvert neikvæða athygli, en sum- ir voru bara með spýtusverð. Skátaprik er lengra. Við söfnuðumst saman á fót- boltavellinum fyrir framan Breiðagerðisskóla - og biðum. Það dimmdi óðum, þokan þéttist og spennan jókst. Sagðar voru sögur af strákum sem höfðu verið klæddir úr öllum fötunum, bundnir við ljósastaur og síðan klipnir og kitlaðir... Svo komu þeir, við sáum þá týnast yfir hita- veitustokkinn, inn á völl þar sem þeir byrjuðu að tvístíga. Þannig var þetta læst heillengi, loftið titr- aði. Þeir voru þó ekki fleiri en við. Ég sá ekki Komma á meðal þeirra. Hann er líka rola. Til að auka á dramatíkina fór rafmagnið af Ijósastaurunum. Allt var í grárri stríðsmóðu. Loksins heyrðist til tveggja stráka að rífast úti í kanti. Hóparnir sópuðust þangað og stríðið braust út. Hérumbil strax var ég umkringdur af fjórum eða fimm. Þeir voru með trésverð og einn var með svipu eins og ég vildi hafa. Hann náði að slá mig fast í lærið sem var hræðilega sárt. Ég sá rautt. Ég sveiflaði skátaprikinu mínu í hringi og öskraði. Það þurfti ekki meira. Þeir flúðu. Ég lamdi ekki einu sinni neinn. Stríðið þróaðist út í skæruhernað sem táknar að allir flúðu í allar áttir, gengu síðan í smáhópum um göturnar í þokunni og rökkr- inu og vonuðust til að rekast ekki á andstæðing. Sem gekk eftir. Stríðið varði í tíu mínútur. Eftir að maður var búinn að meiða sig, nennti maður þessu ekki lengur. Við bjuggum í Bakkagerði 3 sem er annað hús frá Grensásvegi. Grensásvegur er járntjaldið í mín- um huga. Hinurn megin við hann er hið óhugnanlega Hvassaleitis- hverfi! Það versta við það var að ég þekkti engan þar. Það hefði mátt fara í stríð við Hvassaleitis- hverfið mín vegna. Ég bar út Moggann á Háaleitisbraut, seinna skúraði ég barnaheimilið og þurfti þess vegna alltaf að fara þarna um. Verst þótti mér að fara framhjá sjálfum skólanum. Rammgert svart virki með löngum mjóum gluggum sem nýtast vel í hernaði. Seinna kom síki í kringum skól- ann (með krókódílum, held ég) og annar virkismúr utan um það. Meira að segja leiktækin hefðu nýst til pyntinga. Einn sunnudag- inn þegar ég va’r að klára að skúra tók ég eftir því að tveir úr Hvassó voru að sniglast á róluvellinum fýrir utan barnaheimilið. Ég þorði ekki út heldur fylgdist með þeim út um gluggann. Þeir pukruðust heillengi inni í litla dúkkuhúsinu - svo fóru þeir loksins. Ég beið að- eins en læddist svo út í dúkkuhús. Ég sá að þeir höfðu rótað í sandin- um í einu horninu. Ég gróf þar niður og fann poka fullan af pen- ingum, skiptimynt. Kannski ekki mikið en sæluvíman, að hafa séð við Hvassaleitingum, hún var dýr- mæt. Ég gekk heim í Enid Blyton- skapi. En fyrir austan Grensásveginn var alltaf logn og blíða. Við pönk- ararnir fengum að stunda glæpa- starfsemi okkar óáreittir. Eg veit ekki hvort við vorum villingar, ég held að við höfum verið of vel skipulagðir til að geta verið vill- ingar. Eða altsvo, við keyrðum um hverfið, 6-7 stykki saman í litlum rauðum Fiat, með græjurn- ar fáránlega hátt stilltar. Við héngum í sjoppunni í Grímsbæ. Besti vinur okkar „afgreiddi" (maður keypti eitthvað eitt, síðan mátti maður stela það sem eftir var kvölds. Þess vegna var hann „- besti vinur“ okkar). I sjoppunni urðum við fljótt fölir, slappir og bólugrafnir pönkarar. Þannig eiga pönkarar að vera. Við vorum í alltof stuttum buxum, hermanna- skóm og svörtum jökkum með Sex Pistols-merkjum. Við duttum út úr öðrum klíkum í hverfinu og urðum lokuð klíka. Vorum ekki æskilegir í venjulegum vamm- lausum partíum. Ég held að við höfum verið eina fólkið sem þurfti að þrífa upp sína eigin ælu í svoleiðis partíum. Eða vorum það bara við sem ældurn? Nei... en sennilega aðeins meira en aðrir af því að við vorum að prufa okkur áfram með að eima brennslu- spritt. Við reyndum að gera allt af okkur sem við mögulega gátum, nema við brutumst aldrei inn í hannyrðaverslanir og stunduðum ekki vændi. Allt annað var leyfi- legt. Ég er of klár til að fara að telja það upp hér. Eiríkur Jenson „Áður en langt var um liðið hafði planið fyrir framan verslunina Kjöt og Fisk breyst í nasa- blóðugan vígvöll. Bens- \mngjur flugu á víxl yfir Breiðholtsbrautina áttu sáklausir veg- 'ótum sinum §mmna.“ Hverfið mitt... FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 25

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.