Eintak

Tölublað

Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 42

Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 42
 ETEEE Kólumbía hefur á skömmum tíma komist í fremstu röð fótboltaþjóða heims og skortir ekki þá leikgleði, sem margar aðrar þjóðir virðast hafa glatað. Maðurinn á bak við velgengnina er þjálfarinn Francisco Maturana, en í skugga hans er minning kókaínbarónsins Pablo Escobar, sem lagði grunninn að uppbyggingu fótboltans heima fyrir. FótboHiojg fíkniefni Francisco Maturana vill sýna heiminum að Kólumbía hafi fleira að bjóða en eiturlyf og morðöld. Á undanförnum árum hefur gagnrýni aukist á þá knattspyrnu, sem leikin er í heimsmeistara- keppni. Menn hafa rætt um hvern- ig evrópskur maskínufótbolti hefur komið í stað þeirrar leikgleði, sem áður ríkti, og keppnin orðið ólíkt bragðdaufari. Einhverjir kynnu að halda að hér sé einungis um fortíð- arfíkn einhverra gamlingja að ræða, en það þarf ekki annað en að líta á markatölur undanfarinna áratuga til þess að sjá það svart á hvítu, að heimsmeistarakeppnin er í raun og veru að verða leiðinlegri. Helstu bjargvættirnar frá leiðindunum virðast vera í Suður-Ameríku og þar í álfu virðast engir sprækari en Kólumbíumenn, enda nálgast fót- boltinn það að vera trúarbrögð í Óútreiknanlegur snillingur Einn athyglisverðasti leikmað- ur Kólumbíu er Faustino As- prilla en hann er ekki síður sér- kennilegur karakter. Framkom- an líkist helst því, sem vænta mætti af einhverri söguhetju landa hans, Gabriels Garcia Marquez. Hann lagði eitt sinn BMWinum sínum við hliðina á umferðarljósum í Parma í tvo daga og enginn dirfðist að gera athugasemdir. Á sama tíma stóð hann í vægast sagt stormasömu sambandi við ítölsku klám- drottninguna Petra Scarbach. Hann stórskaddaði á sér fótinn þegar hann sparkaði í gegnum rúðu á rútu heima í Kólumbíu og þegar hann var hjá Parma fagnaði hann öðru hverju mörk- um sínum með því að fara á fjóra fætur og gelta hástöfum. Margir hafa orðið til þess að lýsa Faustino sem galdramanni, en engum hefur dottið í hug að kalla hann raunsæismann. Hann er gífurlega hraður leikmaður, árvökull og með boltaleikni á borð við mestu snillinga íþrótt- arinnar. Að auki býr hann yfir reisn, sem er alltof sjaldgæf í boltanum, og sumir hafa orðið til þess að lýsa honum sem arf- taka Maradona. Eini vandi hans gæti verið orðsporið, því í Evrópukeppni bikarhafa var for- inginn algerlega tekinn úr um- ferð af Arsenal. Maturana þjálf- ari hefur hins vegar engar áhyggjur af því. „Andstæðing- arnir geta alveg tekið Maturana úr umferð ef þeir vilja, en þeir verða þá líka að taka úr umferð Valderama, Rincon, Valenc- ia...“ © Kólumbíu. „Við höfum tækifæri til þess að sýna það, að land okkar hefur margt gott að bjóða, ekki einungis það sem miður er,“ segir Franc- isco Maturana, þjálfari Kólumb- íu. Maturana, sem er 45 ára gamall, hefur á aðeins sjö árum komið liði Kólumbíu í fremstu röð. Það hefur hann þó ekki gert einn og óstudd- ur, því þrátt fyrir að enginn efist um þrekvirki hans, þá hefur kól- umbískur fótbolti notið bakhjarla úr eiturlyfjamyrkviðum landsins. „Við viljum sýna það í fótboltan- um, að Kólumbía snýst ekki ein- ungis um kókaín, ofbeldi, hryðju- verk og dauða,“ segir Luis Carlos Perea miðvallarleikmaður, sem er einn verðlaunaðasti leikmaður landsins. „Ég vil ekki að heimurinn hugsi aðeins um eiturlyf og dauða þegar Bogota og Medellin berast í tal,“ segir Faustino Asprilla, hinn 24 ára gamli framherji, sem er helsti markaskorari liðsins og án efa sá leikmanna þess, sem hefur mesta hæfileika af náttúrunnar hendi. Það er langur tími þar til næstu heimsmeistarar hampa bikarnum í Rose Bowl í Pasadena að mánuði liðnum. Á þeim tíma munu vafa- laust margir dásama leikni Kól- umbiumanna með fótboltann. Samt sem áður mun talið um eitur- lyfm og morðin ekki hljóðna. Auð- vitað er það alveg rétt, sem haft var eftir mönnunum þremur að ofan, Kólumbía snýst um fleira en glæpi, en málið er flóknara. Árið 1987 var Francesco Matur- ana ráðinn sem þjálfari síns gamla félags í Medellin, Nacional, og um leið fenginn til þess að þjálfa lands- liðið. Maturana var á árum áður miðvarnarleikmaður, sem þótti ekki nema miðlungi góður, en þeg- ar hann tók að þjálfa kom nýr mað- ur í ljós. Maturana var ósáttur við leikstíl liðsins, sem honum þótti lítt spennandi og ólíklegur til þess að skila árangri. Kólumbísk lið höfðu um árabil sótt þjálfara sína til Arg- entínu og Uruguay, en þeir höfðu jafnframt keypt inn stjörnuleik- menn að heiman. Þetta hafði vita- skuld mikil áhrif á allan leikstíl og endurspeglaðist um leið í landslið- inu, sem lék jafnvarlega og af sams konar þunga og tíðkaðist sunnar í álfunni. „Þegar við fórum til Argentínu að spila vorum við argentískari en Argentínumennirnir," segir Matur- ana. „Þetta var eins og að spila við spegil.“ Maturana einsetti sér að brjóta þetta upp og hafði nýja kól- umbíska útfærslu á 4-4-2 í huga, með agaðri vörn, hröðu og ákveðnu samspili á miðjunni og framherjum, sem hefðu lausar hendur til þess að sýna hvað í þeim byggi í skyndisóknum á sama tíma og miðherjarnir færu fram með þeim og bakverðirnir styddu við þá. Ef Maturana hefði ekki haft leik- mennina til þess að hrinda þessari áætlun í framkvæmd hefði hann vafalaust brátt verið afskrifaður sem enn einn rómanskur draum- óramaður. Hann var hins vegar svo heppinn að fremstur í flokki beggja liða hans — Nacional og landslið- inu — var hann með snillinginn Carlos Valderama, sem gerði drauminn að veruleika með þeim árangri að hann var valinn leik- maður Suður-Ameríku tvö ár í röð. Þegar Nacional vann Libertador- es-bikarinn (eins konar Evrópubik- ar þeirra Suður-Ameríkumanna) árið 1989 var ljóst að Kólumbíu- rnenn ætluðu að láta til sín taka á alþjóðlegum vettvangi. Árið eftir komst Kólumbía í heimsmeistara- keppnina en féll úr keppni eftir stundarbrjálæði Rene Higuita, sem er ekki kallaður „E1 Loco“ fyrir ekki neitt. Þrátt fýrir það er ljóst að lið Kólumbíu mun láta til sín taka í Bandaríkjunum, enda hefur núver- andi lið Maturana aðeins tapað ein- um leik á síðastliðnum þremur ár- um. Kólumbía er víðfemt land og fólk þykir hafa mismunandi skapgerð- areinkenni eftir búsetu. Bakherj- arnir Wilson Alvarez og Gabriel Gomez eru úr sveitinni, nánar til- tekið frá Antioquia, en þar þykja menn vinnusamir og agaðir, en frumleikinn fremst á vellinum er eftirlátinn drengjum á borð við Valderama, Asprilla og Fredy Rin- con, sem allir eru frá ströndinni. „Fólkið á ströndinni er alltaf í gleð- skap,“ segir Maturana. „Fyrir vikið er erfiðara að hafa stjórn á því.“ Gabriel Garcia Marquez, kól- umbíski Nóbelsverðlaunahafmn í bókmenntum, telur að fótboltinn hafi sett sitt mark á kólumbíska menningu. „Við vorum alltaf með einstaklega gott lið,“ segir rithöf- undurinn. „Við lærðum af Argent- ínumönnum, en við kunnum ekki að skora. Nú höfum við lært þá list.“ Kólumbíumennirnir hafa líka eignast aðdáendur erlendis. Pelé, sem er ekki öldungis ókunnugur heimsmeistarakeppninni, telur að lið Maturana fari að minnsta kosti í undanúrslitin og segir að það sé besta lið rómönsku Ameríku. Og ítalski gulldrengurinn, Roberto Baggio lét hafa það eftir sér að Kólumbíumenn léku „fallegasta fótbolta í heimi" og að þeir ættu mikla möguleika á að vinna bikar- inn. Þeir sem helst efast um gengi Kólumbíu eru nágrannar þeirra. „Kólumbíustrákarnir lifa fyrir að sýna sig, en í heimsmeistarakeppn- inni verða menn að leika af al- vöru,“ segir Tele Santana, fyrr- verandi þjálfari Brasilíu. Alfio Ba- sile, þjálfari Argentínu, hefur sams konar efasemdir og afskrifaði jafn- vel Kólumbíuliðið eftir að það burstaði Argentínu 5-0 í Buenos Aires á dögunum. „Við skulum sjá hvernig þeir standast pressuna í HM. Þeir eru með 30 milljónir stuðningsmanna og það er mikil ábyrgð.“ En þrátt fyrir að Maturana hafí notið nær takmarkalausrar aðdá- unar heima fyrir væri ósanngjarnt að segja hann hafa staðið einn og óstuddur að baki þessarar breyting- ar á kólumbískum fótbolta. Hann var.vissulega hugmyndafræðingur- inn og hann fann leikmennina sem dugðu. En hann og kólumbískur fótbolti heíðu aldrei komist úr sporunum ef ekki hefði notið við annars sonar Medellin, kókaínbar- ónsins Pablo Escobar. Á áttunda og níunda áratugnum var kólumbískur fótbolti í fjárhags- kröggum. Heimsmeistarakeppnin 1986 átti að vera haldin í Kólumbíu, en þegar knattspyrnusambandið varð gjaldþrota var keppnin látin fara fram í Mexíkó. Á sama tíma var gífurlegur uppgangur í eitur- lyfjaiðnaði Kólumbíu. Ofbeldi var gífurlegt, mútur, hótanir og morð voru helstu tæki eiturlyfjabarón- anna til þess að tryggja vöru sinni greiðan aðgang til neytenda á Bandaríkjamarkaði. Þau dugðu og til baka komu milljónir Bandaríkja- dala á milljónir ofan. Enginn veit fyrr víst hversu stórt neðanjarðar- hagkerfíð er, en menn hafa slegið á tölur frá 700 milljónum dala til fjögurra milljarða. Hvort heldur er, má ljóst vera að þar voru gífurlegir fjármunir í spilinu, kókaínbarón- arnir vissu ekki aura sinna tal og enn síður hvað þeir áttu að nota peningana í. Mikill hluti pening- anna fór í byggingarframkvæmdir, á innlendan lánamarkað og inn- flutning á alls kyns lúxusvarningi. En miklir fjármunir runnu einn- ig í fótboltann. Nýir og glæsilegir leikvangar voru byggðir og kókaín- barónarnir komu skikki á fjármál fótboltafélaga um alla Kólumbíu. Þeir keyptu inn nýja leikmenn og styrktu stöðu íþróttarinnar með ýmsu móti. 1 Medellin studdi Pablo Escobar liðið sitt með ráðum og dáð auk peninganna. En ólíkt flestum öðr- um setti hann ýmis skilyrði fyrir stuðningi sínum við Nacional. Escobar hafði Hróa hattar orð á sér þar sem hann gaf ævinlega verulega fjármuni til fátæklinga og kostaði ýmsa þjónustu í fátækrahverfun- um. Nú jók hann enn á vinsældir sínar og liðsins með því að kreljast þess að einungis Kólumbíumenn væru keyptir til liðsins. „Þetta voru ekki bara eiturlyfja- peningar, sem Nacional fékk,“ segir Juan Carlos Pastrana ritstjóri blaðsins La Prensa í Bogota nýlega í viðtali við Sports lllustrated. „Liðið fékk nefnilega líka hugmyndir úr eiturlyfjaheiminum. Escobar hafði á tilfinningunni að Maturana væri besti þjálfarinn, sem völ væri á. Hann kom fyrstur manna á auga á hæfileika Maturana.“ Það væri óneitanlega nokkur kaldhæðni örlaganna ef sigur Kól- umbíu í heimsmeistarakeppninni yrði hinsta arfleifð Escobars — mannsins sem bar ábyrgð á morð- um hundruða lögregluþjóna, stjórnmálamanna, dómara og blaðamanna áður en hann féll í blóðugum byssubardaga í desemb- er síðastliðnum. Yfirvöld í Kólumbíu láta sem tengsl eiturlyfjabarónanna við fót- boltann hafí slitnað við dauða Escobars. Aðrir eru efins og telja að eiturlyfjasamvinnufélag Cali, sem cr stýrt af Miguel Rodriguez Orejuela, hafi tekið við fyrri iðju glæpagengisins í Medellin. Maturana neitar því ekki að kókaínbarónarnir hafi nokkur áhrif á fótboltann, en hann hamrar á því að hann hafi sjálfur aldrei látið kaupa sig. Hann segir að 1989 hafi ónafngreindur fíkniefnafursti boð- ið sér 10 milljónir pesosa ef Nacion- al ynni Libertadores-bikarinn, en hann hafi hafnað boðinu. Reyndar eru þess ýmis teikn að jafnvel eiturlyfjasamvinnufélögin virði Maturana og telji hann yfir átökin í landinu hafinn. Kólurnb- ískur uppljóstrari bandarísku eit- urlyfjalögreglunnar (DEA), sem Sports Illustrated ræddi við, segir að velgengni Maturana hafi gert hann friðhelgan. „Maturana er svo verð- mætur þjálfari að þeir þora ekki að snerta hann.“ Þegar Maturana sneri heim frá tveggja ára þjálfunarstarfi á Spáni árið 1992 og tók öllum að óvörum við þjálfarastöðunni hjá liðinu America í Cali, þar sem fýrr- nefndur Miguel Rodriguez ræður ríkjum, fremur en að fara aftur til Nacional, sagði Escobar að það væri „ekkert vandamál“, aðalatrið- ið væri að Maturana væri kominn heim. Maturana getur þó ekki leyft sér hvað sem er, en þegar fýlgst er með kólumbíska liðinu á velli sést greinilega hvílíka virðingu leik- mennirnir bera fyrir þjálfara sín- um. „Það er ekki hægt að mæta á völlinn og setja sig í einræðisherra- stellingar,“ segir Maturana. „Mað- ur verður að ávinna sér valdið. Maður ávinnur sér það með þekk- ingu, sannfæringu á því að maður viti hvað maður er að gera og með því að sýna leikmönnunum hvað maður hefur til málanna að leggja. Eftir það þarf maður að sýna gott fordæmi um hegðun og reyna að fá alla aðra til þess að fylgja því.“ Þrátt fyrir að Maturana líki illa tal um spillingu í fótboltanum verður hann sarnt sem áður að sætta sig við ýmsar rniður skemmtilegar staðreyndir. Þegar sóknarmarkmanninum Higuita mistókst að sóla á Roger Milla á Ítalíu sagði Maturana að það hefðu verið „mistök á stærð við hús“. Higuita gerði hins vegar mistök á stærð við fjall í fýrra þegar hann að- stoðaði fjölskyldu fyrrum við- skiptafélaga Escobars í samninga- viðræðum við mannræningja, sem höfðu heimasætuna undir hönd- um. Það var kannski óheppilegt eitt og sér, en hann gerði þau mistök að þiggja 50.000 dala þóknun fyrir vikið. Fyrir það fékk hann hálfs árs fangelsisdóm. Maturana vill sem minnst ræða þetta, en segir að burt- séð frá þessu sé „E1 Loco“ ekki einu sinni þriðji besti markmaður Kól- umbíu og komi þess vegna liði sínu ekkert við. Kannski menn eigi að taka mark á Maturana og horfa fyrst og fremst til hinnar jákvæðu hliðar Kólumb- íu og þess sem landið hefur að bjóða áhorfendum heimsmeistara- keppninnar. Bjartsýni þjálfarans er að minnsta kosti mikil og metnað- urinn ekki minni. „Við höfum sömu væntingar í hjörtum okkar og aðdáendurnir. Við viljum vinna keppnina, en við viljum vinna með faflegri spilamennsku. Það er eina pressan. Við getum kannski upp- fyllt óskir annarra, en fýrst þurfum við að uppfylla óskalista okkar sjálfra.“ © í augum margra fátæklinga Medellin tók Pablo Escobar meira eftir Hróa hetti en Al Capone og þeir vottuðu honum virðingu sína eftir að lögreglan felldi hann í desember síðastliðnum. 42 Sport FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.