Eintak

Árgangur
Tölublað

Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 16

Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 16
Tvær þjóði i íslendingar eru ein stór fjölskylda. einstaklingar sem geta af sér fjölskyldi Annars vegar Reykjavík, hins vega þarna á milli og ást. SveitaJúðar og lopasokkar Allir, eða í það minnsta flestir, hafa einhvem tímann verið í sveit. Og allir elska sveitina sína. EINTAK ræddi við nokkra Reykvíkinga sem lofuðu og prísuðu sveitina sína, en sendu nokkrar eitraðar pillur í leiðinni... Menningarvitar „Þeir hafa vit á því að fíla Rúnar Júlíusson í botn. Það er nóg,“ segir Óttarr Proppé. Menningaróvitar „Ég er lítið fynr landsbyggðina. Mér leiðist íslensk sveit. Það er ekkert að gerast þar nema ein- hverjar kindur og svoleiðis. Það er helst að maður sjái muninn á Reykvíkingum og landsbyggðarbú- um þegar það eru einhverjir menn- ingarviðburðir í sveitinni. Ég get til dæmis aldrei gleymt kvöldvöku sem ég sótti á Kirkjubæjarklaustri. Hún var ótrúleg. Það átti að setja upp einhvern leikþátt um verbúðir. Þetta byrjaði á því að tjaldið var dregið frá og á sviðinu var lítill drengur sem spil- aði á skemmtara. Hann spilaði í svonaiimm mínútur. Svo kemur kona og byrjar að tala um verbúðir og fer út aftur. Þá kemur maður inn á sviðið og byrjar að tala um verbúðir og fer svo út aftur og tjaldið fer fyrir. Þegar tjaldið er dregið frá aftur stendur á sviðinu einhver kór sem byrjar að syngja Ríðum ríðum rekum yfir sandinn. Síðan fer tjaldið fyrir á ný. Þegar dregið er frá byrjar leikþáttur þar sem karlar kveðja konurnar sínar vegna þess að þeir eru að fara í ver- búðir. Þegar það er búið fer tjaldið fyrir og kórinn kemur aftur á svið- ið og fer að syngja Hafið bláa hafið. Svona gengur þetta fram og aftur þangað til að allt í einu stekkur kórinn fram í salinn og rífur áhorf- endur í dans. Ég endaði því kvöld- ið með því að dansa við verbúðar- - konu. Þessi kvöldskemmtun finnst mér lýsandi fyrir mentalítetið upp í sveit. Fólk er ekkert meðvitað um hvað er hallærislegt og hvað er ekki hallærislegt. Þess vegna eru menn meira blátt áfram en í borginni. En það er kannski ágætt,“ segir Jónas Sen tónlistarmaður. „Þeir hafa ekki nógu mikinn áhuga á að éta exótísk dýr eins og til dæmis geirfugla og pöndur," segir Óttarr Proppé. Þunnt kaffi „Það er svo þunnt kaffið úti á landi. Ég vil ekki vera að móðga neinn en það er miklu sterkara og betra kaffi í Reykjavík. Annars finnst mér áberandi hvað fólkið er miklu frjálsmannlegra úti á landi en í Reykjavík. Þetta birtist manni strax á tíu sekúndunt. Til dæmis má nefna að sjoppustúlkur norðan heiða eru miklu skörulegri, val- kyrjulegri og frjálslegri í framkomu en stallsystur þeirra hérna í Reykja- vík,“ segir Stefán Jón Hafstein. Hrepparígurinn „Stundum sjást þeir ekki fyrir í hrepparíg. Ég varð til dæmis var við þetta í handboltadeilu við Vest- mannaeyinga þar sem jafnvel þing- maðurinn þeirra gerðist siðferðis- blindur af heimabyggðarást," segir Ólafur B. Schram, formaður Handknattleikssambands íslands. „Ég varð var við dálítinn ríg í Akureyringum þegar ég fór þangað um daginn. Mest var minnimáttar- kenndin áberandi þegar þeir urðu fullir. Það var reyndar ekki meira særandi en það að ég man ekki neitt af því sem þeir sögðu,“ segir Jónas Sen. Kunna ekki að afqreiða pulsu „Ég verð að nefna Akureyri sem dæmi þegar talað er um lands- byggðina. Þeir segja pylsa í staðinn fyrir pulsa og afgreiða í þokkabót eina með öllu með rauðkáli og kokkteilsósu. Þannig að til öryggis fyrir Reykvíkinga er best að biðja um eina með öllu án grindverks,“ segir Fjalar Sigurðsson Dags- ljóssmaður. faldlega tímaskekkt. Fjarlægðin frá siðmenningunni gerir það svona. Hluti eins og almenna kurteisi skortir algerlega. Ég lít til dæmis á það sem skort á almennri kurteisi þegar það lætur eins og það eigi eitthvað inni hjá Guði og mönnum bara vegna þess að það býr úti á iandi, lætur eins og það beri ekki ábyrgð á eigin örlögum. Ef ég hef ekki lengur efni á að búa þar sem ég bý, þá flyt ég. Ef landsbyggðar- menn hafa ekki lengur efni á að búa þar sem þeir eru hringja þeir í Byggðarstofnun eða Egil á Seljavöllum. Ég held að vandamálið liggi í því að þetta fólk trúir ennþá bullinu í honum Jónasi frá Hriflu, trúir því að menn verði eitthvað betri á því að búa úti í sveit. Það finnst mér ógeðfelldast af þessu öllu. Þó þetta séu hlutir sem enginn hefur þorað að anda út úr sér síðan þriðja ríkið leið undir lok, trúa margir sveitamenn þessu ennþá. Auðvitað er þetta ekkert annað en angi af nazismanum, — þjóðernis- sósíalismanum. Ég held að Fram- sóknarflokkurinn hafi gert út á þetta og í mínum huga er hann holdtekja hins illa. Verst er að ég held að bændur og búalið geri sér ekki þeim óvinsældum, sem það hefur bakað sér í þéttbýli og endur- speglast í slagorðum eins og Útá- landipakk — nei takk,“ segir Andrés Magnússon, blaðamaður. „Á mörgum stöðum úti á lands- byggðinni hefur þróast sá hugsun- arháttur að allir eigi að taka áhættu og ábyrgð í atvinnurekstri nema þeir sem í honum standa. Þetta er bein afleiðing misbeitingar á pólit- ísku valdi á grunni einhvers sem kallast byggðarstefna. Engin stefna hefur verið skaðlegri landsbyggð- inni en einmitt þessi byggðar- stefna. Byggðarstefnan í þessu dvergríki á að ganga út á að halda fólkinu inni í landinu en ekki inn- an einstakra hreppa," segir Jón Magnússon lögmaður. Gestrisnir Heilt á tekið hafa Reykvíkingar tapað þjóðareinkennum sínum sem eru gestrisni og vinátta. Þetta stafar af því frumskógarlögmáli sem gildir á götum og skemmti- stöðum Reykjavíkur,“ segir Ólafur B. Schram. Afslappaðir „Það er mjög áberandi þegar maður kemur út fyrir Stór- Reykjavíkursvæðið að lífið gengur á allt öðru tempói. Menn eru mikiu rólegri og afslappaðri," segir Jón Magnússon lögmaður. „Það er eins og það slái hægar í þeim hjartað. Þegar maður fer út á land hreyfist allt hægar. Alltaf nóg- ur tími,“ segir húsmóðir í mið- bænum. - \ V tl O STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ Tramleiðendurnir „Landsbyggðarmenn er ná- tengdari frumframleiðslunni en Reykvíkingar og gera sér betur grein fyrir hvernig verðmætasköp- unin fer fram í landinu. Þetta er já- kvætt því þannig hafa þeir meiri möguleika á að lifa áfram í land- inu. Á hinn bóginn hafa þeir ekki jafn góðan skilning á gildi verslun- ar og þjónustustarfsemi og gera sér ekki jafn góða grein fyrir mikilvægi þess að koma vörunum í verð,“ segir Gísli Gunnarsson, dósent. i'\cjiy11uii ci| rjtxafji icmi „Ég þekki marga Vestmannaey- inga. Þeir eru flestir rólyndismenn en mjög skapheitir. Ég hef spilað á móti nokkrum og með einum, Jakobi Sigurðssyni," segir Dag- ur Sigurðsson handboltakappi. 16 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað: 26. Tölublað (16.06.1994)
https://timarit.is/issue/259434

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

26. Tölublað (16.06.1994)

Aðgerðir: