Eintak

Tölublað

Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 30

Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 30
Alda Möller 1947 +• i Ég stóð alltaf í þeirri trú að Fjall- konan væri eitthvert hið rammís- lenskasta sem til væri í tilverunni. Uppruna hennar væri að leita í rót- um pan-germanskrar menningar og að hún sem táknmynd hefði flust til landsins með fyrstu land- námsmönnunum. En þetta er ekki rétt. Fjallkonan er uppfinning Vestur-fslendinga og rætur hennar liggja einhvers staðar í Winnipeg í Kanada og þar kom hún fyrst fram árið 1924. Sem íslenskt fyrirbrigði verður Fjallkonan ekki til fyrr en árið 1944 og er saga hennar því jafngömul lýðveldinu. Það er töluverður munur á því hvernig íslendingar og Vestur- ís- lendingar velja sér Fjallkonu. Fyrir vestan haf eru þetta yfirleitt virðu- legar frúr, komnar nokkuð til ára sinna en á íslandi veljast yfirleitt ungar leikkonur í hlutverkið. Fjallkonan er alltaf klædd í þjóð- búningi þá stuttu stund sem hún kemur fram 17. júní á hverju ári. I raun lifir hlutverkið ekki nema í 15 mínútur eða svo, það er, þann tíma sem tekur viðkomandi stúlku að lesa hátíðarljóð dagsins. Eftir dag- inn man enginn hver Fjallkonan var, ef frá er talin nánasta fjöl- skylda og ekki man ég eftir því að getið hafi verið um í áramótaann- álum ljósvakamiðla hver var Fjall- kona ársins. Sá siður að láta kon- una alltaf koma fram í skautbún- ingi er sennilega sökum þess að þetta eru nær einu opinberu notin sem hægt er að hafa af skautbún- ingnum en gaman væri að sjá einu sinni stíga í pontu á Austurvelli, Fjallkonu í smart diskóbomsum, þunnum svörtum sokkabuxum, þröngu mínipilsi, hlýralausu...tja, við erum komin aðeins út fyrir efnið hér, en hins vegar er athyglis- vert að velta fyrir sér af hverju leik- konur er ávallt valdar í þetta hlut- verk þegar ljóst er að nær hvaða skynsöm stúlka ætti ekki í neinum erfiðleikum með að valda þessu hlutverki. Leikkonur hafa ávallt verið áber- andi sem Fjallkonur en fýrir um 30 árum varð það reglan að velja ung- ar og upprennandi leikkonur í hlutverkið. Ffugmyndir Winnipeg- búa 1924 um að eldri virðulegar frúr ættu að vera í þessu hlutverki má kannski rekja til áhrifa frá Vikt- oríu Englandsdrottningu þegar hún var upp á sitt besta nokkrum áratugum fyrr. Sá sem annast hefur valið á Fjall- konunni í Reykjavík um nokkurt skeið er Klemenz Jónsson leik- ari. Hann segir að framan af, eða á fyrstu árunum eftir lýðveldisstofn- unina, hafi þetta yfirleitt verið eldri og virðulegri frúr í leikarastétt sem völdust í hlutverk Fjallkonunnar. Á seinni árum hefur þetta breyst á þann hátt að yngri og efnilegar íeikkonur fá starfið. Aðspurður um af hverju leik- konur hafi ætíð orðið fyrir valinu segir Klemenz að það sé sennilega sökum þess að þær hafa reynslu af því að flytja texta á sviði. „Þetta þykir nokkur virðingarstaða fyrir viðkomandi leikkonu að veljast í þetta hlutverk og ég veit ekki betur en vel hafi tekist til um valið á síð- ustu árum,“ segir Klemenz. Það ku vera hefð fyrir því að til- kynna ekki fyrirfram um nafn Fjallkonunnar og segir Klemenz að Þjóðhátíðarnefnd hafi ákveðið að svo yrði einnig á þessu afmælisári. Sú breyting hefur og orðið að nú munu alls 12 Fjallkonur vera til staðar á Þingvöllum, auk þeirra sem valin er í Reykjavík. Eldgamla ísafold Sjálft orðið, Fjallkona, kemur fyrst fram á íslandi í kvæði Bjarna Thorarensen, Eldgamla ísafold, sem ort er á fyrsta áratug síðustu aldar og hefur verið algengt tákn í íslenskum kveðskap síðan. Elsta prentaða mynd af Fjallkonunni er að finna í enskri þýðingu íslenskra þjóðsagna 1864 og þekkt er mynd Benedikts Gröndal á minningar- spjaldi um þjóðhátíðina 1874. En kona í gervi Fjallkonunnar kom fyrst fram á íslendingadeginum í Winnipeg 1924 og ákveðið var að taka þann sið upp á lýðveldishátíð- inni 1944 að kona í skautbúningi kæmi fram og læsi Fjallkonuljóð við hátíðarhöldin. Hefur sá siður haldist síðan á hátíðarhöldum 17. júní. Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur segir í samtali við EINTAK að Vestur-Islendingar hafi tekið upp þann sið að láta Fjallkonu korna fram í samkvæmum hjá sér, nokkru fyrir 1924 en opinberlega hafi Fjallkonan fyrst komið fram á Islendingadeginum það ár. „Það má því segja að þeir hafi verið ein- um tuttugu árum á undan okkur í að koma þessum sið á,“ segir Árni. „En af hverju Vestur-Islendingar tóku upp þennan sið má kannski rekja til þess að mynd Benedikts Gröndal af Fjallkonunni hékk víða uppi á heimilum þeirra, ekki síður en hér heima. Þessi mynd er upp- haflega gerð af þýskum málara að nafni J.B. Zwecker og segir sagan að hann hafi notað Viktoríu Eng- landsdrottingu sem fyrirmynd Imynd landsins Þegar sú hugmynd fæddist að taka þennan sið upp eítir Vestur- íslendingum komu fram þær radd- ir sem sögðu að það væri óþarft. Fjallkonan væri til hér í mynd móður náttúru og það væri eðlilegt að Vestur-íslendingar hefðu þenn- an sið til að minna sig á heima- slóðir. Síðan var afráðið að láta Fjallkonu koma fram á lýðveldis- hátíðinni 1944 en þá setti veðrið strik í reikninginn og það varð síð- an ekki fyrr en 1947 sem Fjallkona kom fram á 17. júní en það var Alda Möller leikkona. Síðan hefur þetta verið árlegur siður á þjóðhá- tíðardeginum. Veðríð setti strík í reikninginn Fyrsta íslenska Fjallkonan var Kristjana Milla Thorsteinsson en hún náði þó ekki að koma fram og flytja ljóð sitt á hátíðardaginn 17. júní 1944. Mjög slæmt veður var á hátíðinni þennan dag, rok og rigning, og af þeim sökum var Kristjana ekki kölluð fram á hátíð- arpallinn. Kristjana segir í samtali við EIN- TAK að hún hafi verið 18 ára gömul er hún valdist í þetta hlutverk. Að- spurð um af hverju hún hafi orðið fyrir valinu segir Kristjana að hún viti það ekki nákvæmlega en verið geti að það hafi verið fyrir tilstilli Jakobs Hafstein sem sæti átti í þjóðhátíðarnefnd þá en Kristjana er dótturdóttir Hannesar Haf- stein ráðherra. „Ég fór með vinkonu minni austur á Þingvöll daginn fyrir há- tíðina og við fengum ágætt her- bergi á Valhöll," segir Kristjana. „Þarna á hótelinu var rnikið af fyr- irfólki en ég sá lítið til þess. Daginn eftir fór ég fyrst upp í Almannagjá til að svipast um eftir foreldrum mínum en þar var svo mikið öng- þveiti af fólki og bílum að ég fann þau ekki.“ I máli Kristjönu kemur fram að áður en hún átti að flytja ljóð sitt hafi frú Kristólína Kragh skautað sig en Kristólína hafði unnið sem hárgreiðsludama við dönsku hirð- ina. „Síðan var okkur ekið að há- tíðarpallinum og gekk sú ferð seint sökum umferðar á veginum,“ segir Kristjana. „Ég beið svo í bílnum eftir að vera kölluð fram á hátíðar- pallinn en kallið kom aldrei. Veðr- ið var víst þannig að þeir sem stjórnuðu hátíðarhöldunum ákváðu að sleppa þætti Fjallkon- unnar á hátíðinni.“ Ljóðið sem Kristjana ætlaði að flytja á hátíðinni var „I tilefni dags- ins“ eftir Guðmund Böðvarsson. Ekki áhríf á ferílinn Meðal þeirra sem valist hafa sem Fjallkonur á síðustu árum er María Sigurðardóttir sem var Fjallkona Reykvíkinga árið 1989. María segir í samtali við EINTAK að þessi upp- hefð hefði ekki haft nein áhrif á leikferil hennar. „I þetta hlutverk eru yfirleitt valdar ungar leikkonur sem þykja hafa skarað fram úr á sviði veturinn áður,“ segir María. „Ég hrópaði ekki upp af gleði þegar ég varð fyrir valinu en eftir á að hyggja var þetta skemmtileg reynsla.“ María segir að hún telji alveg til- heyra þjóðhátíðardegi að Fjallkona stígi í pontu og lesi hátíðarljóðið. „Þótt ég sé ekki þjóðrembukona fmnst mér að þetta sé hefð sem er þess virði að halda í,“ segir María. „Mér þótti þetta kannski hallæris- legt á mínum yngri árum en í dag er ég annarrar skoðunar. Þar spilar ekki hvað síst inn í að Fjallkonan klæðist þjóðbúningnum. Þetta er fallegur búningur og þess virði að hann sé sýndur við þetta tækifæri svo komandi kynslóðir viti hvernig hann lítur út. Ég man eitt sinn að yngri sonur minn, þá fjögurra ára, sá forsetann í þjóðhúningi í sjón- varpinu og spurði mig hvort þetta væri strumpur. Þá ákvað ég að tími væri til kominn að fara með snáð- ann á Þjóðminjasafnið." I máli Maríu kemur fram að lestur hátíðarljóðsins er ekki hið eina sem Fjallkonan gerir á þjóðhá- tíð. Hún gengur einnig til kirkju, með herra með sér og blómvönd í hönd. „Minn herra var einhver starfsmaður hjá íþrótta- og tóm- stundaráði borgarinnar og ég man að mér fannst blómvöndurinn einna líkastur brúðarvendi.“ Gefin hefur verið út bók um Fjallkonuna en í henni hefur Guð- rún Þóra Magnúsdóttir tekið saman myndir af öllum Fjallkon- unum frá upphafi og birtir auk þeirra ljóðin sem þær fluttu. Guð- rún Þóra segir að hún sjái Fjallkon- una fyrir sér á svipaðan hátt og skáldin sem yrkja um hana og landið. „Fjallkonan er táknmynd landsins eins og fram kemur í ljóð- unum og hún lýsir fegurð lands- ins,“ segir Guðrún. Hvað varðar muninn á þeim konum sem veljast sem Fjallkonur hérlendis og í byggðum Vestur-Is- lendinga segir Arni Björnsson að kannski megi skýra muninn á því að eldri og virðulegri konur vestan hafs séu ímynd gamla landsins en ungar leikkonur hérlendis séu ímynd hins unga lýðveldis. „I byggðum Vestur-Islendinga þykir það mikil virðingarstaða að vera valin Fjallkona," segir Árni. „Yfir- leitt veljast til starfans konur sem þekktar eru fyrir störf sín að félags- málum og eru að fá umbun fyrir störf sín.“ Þjóðbúningurínn frá 1860 Búningur sá sem Fjallkonurnar skrýðast 17. júní er hannaður af Sigurði Guðmundssyni málara í kringum 1860. Árni Björnsson seg- ir að það hafi verið ætlun Sigurðar að einfalda þann þjóðbúning sem fyrir var og gera þannig fleiri kon- um kleiff að eignast hann og klæð- ast honum. Sá eldri hafi verið enn flóknari og dýrari en sá sem nú er notaður. Hins vegar varð þessi búningur aldrei almenningseign frekar en fyrirrennari hans. 0 30

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.