Eintak

Tölublað

Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 40

Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 40
ÉQ VEIT PAÐ EKKI HALLGRÍMUR HELGASON Sumarkvöld á Champs Élysées Ég veit það ekki. Jú, hvað er þetta? Svona: Halló allir Islendingar! Til hamingju með daginn! Hugsa ég þegar ég geng niður vatnshallandi gangstéttina á Champs Élysées á 17. júní sumarkvöldi í tveggja stafa hita og alþjóðlegum blæ, einn buxnaður íslendingur, eins og friðaður hvalur í mannhafmu, með McDonalds í maganum og hausinn fullan af frönskum, ættaður út úr harðgeru bændafólki ofan af Héraði og utan- verðum Eyjafirði en fyrir tilstilli Flugleiða og almennra framfara á fimmtíu lýðveldisárum nú staddur hér, á lulli. Ódáinsvellir, Þingvellir Frakka með Sigurboga og Concorde-torgi. Og þó bjórinn kosti hér sama og heima eru hér engin ummerki Lýð- veldishátíðarnefndar sýnileg, engin flugbjörgunarsveit að bjarga flugi, engin Doddson Ovid að kikja í glas, engin Almannagjá önnur en sú til nautna, enginn Mattur Matt að reyna að glansa. Bara lítil forseta- fransós í sinni höllu nýsofnaður eins og hann gerir á hverju kvöldi klukk- an átta. Mittis-Randur á beinni leið í sína næturlegu martröð. Helmut Kohl stendur hlæjandi kátur af þýsk- um bjór og heldur á honum í fang- inu. Þar kemur að eitt íslenskt hirð- skáld og þá hlær þingheimur allur. Mittis Randur að virðing vandur vœtir ból Hugsar bara um Helmut Kohl (Honum nœr í beltisól.) Mannlífið á Champs Élysées er snoppufítt og frekar snjólétt, engin þyngsli, fólk er ekki að fara neitt heldur hangsast um í róleg-heitum sumarblænum eftir 50 metra breiðri stéttinni sem aðallega er hástétt. Hér eru allir herrar og dömur. Hundrað milljón prósent menn með nisti og nýja skó, og dömur upp á arm- bandsúrvalinn arminn, ekta eða esc- ort, og þó ekki á neinum Ford Esc- ort, þeir sveifla lyklunum í sigur- bognu sólarlaginu. „Ég á Bens.“ Og þess vegna eru þeir á séns. Konan er á svarthvítri köflóttri dragt og á köfl- um er mjög teygt á efninu, til dæmis yfir rassinn sem hún tyggur eins og tyggjó til beggja hliða með háum hælum. Þau eru á leið heim í drátt- inn. Út úr kvikmyndahúsi kemur sal- arfylli af svöngum karlmönnum. Þeir eru allir frekar mjóir og Jóa-leg- ir í framan, bera þess einhvern veg- inn allir merki að hafa setið í þrjá tíma læstir inni í „La Cittá delle Donne“, kvennabænum eftir Fellini sem um þessar mundir er líklega eini maðurinn sem stigið hefur út úr móðurskauti hér á jörðu sem maður væri til í að skríða inn í það aftur fyr- ir, til þess að reyna að ná í hann og láta hann gera fleiri myndir. En þama gleymi ég því reyndar að í líf- inu fer maður annars staðar út en maður kom inn, rétt eins og í bíó. Við innganginn bíða hundrað þurf- andi dömur eftir því að fá að sjá Casanova. Dónadildóið Suther- land í aðalhlutverki. Meistaraverk. Þeir háu herrar heima á „Listahátíð“ hefðu betur sett upp, þó ekki væri nema, litla fingurinn á „II Maestro" heldur en að vera að baukast við að troða þessum alltof stóra Níðþunga- hring eftir Wagner upp á smágerð- an baugfingur Fjallkonunnar. En fyrst ekki verður af því væri kannski frekar fýrir íslendinga að fara þess á leit við Itali að Federico Fellini verði fluttur heim og grafinn í Þjóðargraf- reitnum á Þingvöllum. Það væri sannarlega ekki óverð afmælisgjöf á lýðveldisári frá þessum skemmtilegu vinum okkar í suðri. En Wagner ljóti var púaður niður í París á sínum tíma og þeir púa hér ennþá, en nú meira upp og út í loftið á Champs Élysées, sínar Marlboro Lights, í því bili sem ljósin kvikna og allt verður einhvem veginn enn al- þjóðlegra. Finsku ljóskurnar verða meira áberandi sjö saman, svona skemmtilega ófríðar og þó bara fimmtán ára en þar kemur á móti að Finnar fegrast með aldrinum einir þjóða og eru bestir þegar drykkju- baugarnir eru komnir allan hringinn og 6000 sauna-böð hafa alveg sléttað úr gæsahúðinni sem er svo algeng á þessum norðlægu slóðum hvar drykkjumenn eru kallaðir bar-tré sökum þagnar sinnar. Þá er röðin komin að Ameríkön- um, þjóðinni sem á svo erfitt með gang, og sker sig því talsvert úr hér á stéttinni. Hálf Mc-Dóna- lds-legir rassarnir núa saman kinnum fyrir framan mann og rafknúið talið breytir þar litlu um. Kentucky-fried- lærin nuddast saman og snúa upp á litlu krummafæturna í sínum L.A.- Gír. Þeir ganga hér einir þjóða með svokölluðu „i8o-gráðu“-göngulagi. Tilbúnir að taka allan heiminn utan- fótar, enda HM ‘94 á næsta leiti, í fyrsta sinn leikin á golfvöllum, vest- anhafs. Það eru sem sagt allir þessir sem eru þátttakendur á „17. júní á Champs Élysées'ý á að giska 80.000 manns og svo ég, sá eini sem er með eitthvað prógramm: Það eru reyndar fáir er hlýða á hátíðarræðu mína sem ég flyt í tilefni dagsins af litlum stétt- arpolla fyrir framan „La Maison de Danemark". Hún endar á orðunum „Áffarn Island!" sem ég endurtek síðan hrópandi nokkrum sinnum. O r formúlan í fyrírrúmi „ Ég væri svikinn ef þessi plata verður ekki rosavinsæl en það væri líka gaman að heyra hvort Stebbi eigi ekki eitthvað nýtt i horninu. Þá fyrst væri reglulega gan reglulega gaman. íi ÓTTARR Sameign allra lands- manna: Pláhnetan vafin í plast Pláhnetan Plast ★* Stefán Hilmarsson og félagar hans í Pláhnetunni voru iðnir við að endurnýta líkið af Sálinni hans Jóns míns í fyrra. Þeir eru enn að á fullu og ef eitthvað er að marka tónlistina á Plasti ætla þeir að dunda sér við þá iðju langleiðina fram á næstu öld. Plast er vel áheyrileg skífa. Hljómsveitin er vel spilandi og nokkuð grófari en í fyrrasumar. Kannski veldur því koma Jakobs „pönkara" Magn- ússonar úr SSSól. Fyrir vikið er platan frískari en Speis frá því í fyrra. Þó Plast sé ein topplagasúpa frá upphafi til enda er galli að manni finnst maður hafa heyrt hana alla áður. Sálin hans Jóns míns leystist upp þegar hún reyndi að víkja af vel markaðri Stebba Hilmarslínunni, Pláhnetan er ekki í þeirri hættu. Hér er formúlan í fyr- irrúmi og útfærslan góð. Ég væri svikinn ef þessi plata verður ekki rosavinsæl en það væri líka gaman að heyra hvort Stebbi eigi ekki eitt- hvað nýtt í pokahorninu. Þá fyrst væri reglulega gaman. © Svörtustu hvítingjar í heimi... í góðu geimi Beastie Boys III communications Sjór sjór sjór Beastie Boys slógu í gegn, glöt- uðu vinsældunum og slógu svo aft- ur í gegn á síðustu plötu sinni, Check your head. Framan af voru þessir bólugröfnu aular frá Brook- lyn fyrst og fremst frægir fyrir brjál- uð partý og eyðileggingu á hótelum og starfsfólki þeirra en eftir að fyrsti frægðarljóminn fór af þeim drengj- um fóru þeir að spá aðeins í tónlist- ina. Eftir að þeir byggðu sér eigið stúdíó komplett með körfubolta- velli og öllum græjum hafa þeir sent frá sér eitthvað gáskafyllsta hreðjafönk sem heyrst hefur lengi. 111 Communications er dálítið þess leg að þeir hafi kveikt á græjunum, djammað svo í viku og týnt það besta úr. Þetta er ekki heilsteyptasta plata í heimi en unglingsstúlkur sem setja hana í botn taka ekki mikið til í herbergjunum sínum á meðan. © SöNGFLOKKURINN RjÚKANDI FRA Ólafsvík ★ ★★★ Helgi E. Kristjánsson, skóla- stjóri Tónlistarskólans á Ólafsvík, er augljóslega einhver kraftmesti tónlistarmaður landsins. Á þesari plötu hefur hann safnað saman sjó- mönnum úr bænum og fengið þá til að syngja 15 slagara inn á plötu við undirleik sinn. Svo vitnað sé í bækling sem fylgir disknum var „markmiðið það eitt að halda, eins og kostur var í söngnum, þessari svellandi lífsnautn, sem einkennir íslenska sjómenn sama hverjar ytri aðstæður eru“. Þetta hefur heldur betur tekist. Maður er hrifinn á haf út um leið og fyrsta lagið hljómar úr hátölurunum. Þvílíkt sjómanna- stuð hefur ekki heyrst síðan Gylfi Ægisson var upp á sitt besta. Ship- pohoj! Gaman gaman! 0 Verrí svít œsland sánd for foreyn Ýrs ÍSLANDSKLUKKUR ★★ íslensk þjóðlög hafa hingað til aðallega verið gefin út fyrir útlend- inga en nú er komin plata með nýj- Brúðkaupsveislan HAskólabIói ★★★★ Það er orðið nokkuð langt síðan kvikmynd um daglegt líf homma hefúr verið sýnd hérlendis. Brúð- kaupsveislan sem sýnd er í Há- skólabíói er ein slík sem fjallar um tvo vel stæða uppa, Simon, sem er Kani, og Wai-Tung sem er frá Tai- wan. Þessir tveir ungu menn búa á Manhattan í hamingjusömu sam- bandi þangað til foreldrar annars þeirra ákveða að það sé kominn tími til að festa ráð sitt og gifting er ákveðin. Brúðkaupsveislan er saga tveggja heima, árekstra sem koma upp í sambandi tveggja manna frá ólík- um uppruna. Myndin er allan tím- ann mjög fyndin og þó að efnið bjóði upp á týpískan „slapstick farsa“ verður hún aldrei þannig. Sem betur fer. Leikstjóranum tekst mjög vel að halda utan um efnið þannig að bæði karakterar og leikur verða aldrei annað en mjög trú- verðug lýsing á stóru vandamáli sem þeir komu sér sjálfir í með því að reyna að leyna tilfinningum sín- um. Brúðkaupsveislan er ein af þessum ódýru myndum sem skjóta upp kollinum með reglulegu milli- bili og eru flokkaðar sem listræn framleiðsla þó svo að sagan sjálf sé meira „commercial“ en flestar myndir sem koma frá Hollywood. Ástæðan fyrir því er auðvitað sú að myndin er gerð af sjálfstæðum framleiðendum í New York fyrir lítinn pening. Brúðkaupsveislan er ein af þessum heiðarlegu myndum sem grípa mann á fýrstu mínútu og halda manni við efnið þar til yfir lýkur. Ég mæli með henni fyrir alla, bæði konur og kalla. 0 um útgáfum af helstu þjóðernis- slögurunum fyrir okkur sjálf. Það er Magnús Pór sem á veg og vanda að íslandsklukkum og hefur hann fengið til liðs við sig hóp af bestu söngvurum landsins. Hér er fag- mennska í fýrirrúmi og útsetningar með ágætum. Það er samt svo að það er erfitt að útsetja þessi lög á nýstárlegan hátt. Til þess kunna hlustendur lögin helst til vel. Hér er komin singalong-plata fyrir 17. júní. Tilvalin plata til að troða lýð- veldisafmælinu ofan í útlenska vini og ættingja. © Hornmamynd BÍÓBORGIW Angie ★★★ Mannlegmynd, indælogþó nokkuð lyndin. Af lífi og sál Heart and Souls ★ Sjaldan lynd- in en alllal væmin mynd um lólk sem dinglar milli llls og dauða vegna óuppgerðra hluta úr jarðvislinni. Sem sagt eitt þreytlasta elni kvik- myndasúgunnar. Krossgötur Intersection ★★ Þokkaleg spenna lyrir þá sem nenna ekki heim eflir vinnu (kl. 7) eða eiga edill með sveln (kl. 11). Ace Ventura ★★★★ Úgeðslega, ógeðslega fyndin í tyrsla sinn en tólísinnum leiðinlegri í næsta skipti, - segir Davíð Atexander, niu ára gagnrýnandi barnaefnis /eintakl Hús andanna Ttie House of the Spirits ★★★★ Frábær leikur. Myndin verðuraldrei leiðinleg þrátl lyrir þriggja tíma selu. BÍÓHÖLLiN Þrumu-Jack ★ Astralir elska Paul Hogan og þreytast ellaust ekki á að sjá hann í þessari mynd. Ace Ventura ★★★★ Jim Carrey færalla nema þá sem eru langl leiddir alþunglyndi til að hlæja næstum allan tímann. Fúll á móti Grumpy Old Man ★★ Bessiog Árni þeirra Ameríkana, Jack Lemmon og Walt- her Matthau, I tiltölulega saklausu og góðlát- legu grini sem gengur ekki mjög nærri hlátur- taugunum. En það má stundum brosa. Leynigarðurinn The Secret Garden ★★ Hug- Ijúl Ijölskyldumynd sem er lalleg frekar en skemmtileg. Pelikanaskalið The Pelican Brief ★★ Þrátt lyrir ágætt eíni kemst þessi mynd aldrei á llug. Bókin er betri. íþað minnsta lyrir þá sem hafa þokkalegt Imyndunarall. Beethoven 2 ★ Börnum finnstgaman og for- eldrar eiga bágt með að solna. Rokna Túli ★★★ Talsettteiknimyndsem börnum finnst bara nokkuð gaman al. HÁSKÓLABÍÓ Brúðkaupsveislan The Wedding Banquet ★ ★ ★ ★ Gamanmynd um homma í felum. Blue Chips ★ Myndumþjáltara sem spillist alsigurlöngun og þrýlur lögmál áhugamennsk- unnar. Eins konár áskorun til KR- inga að halda þolinmæðinni. Þrátt íyrir góða meiningu , drukknar boðskapurinn I eigin væmni. Þeir sem ekki hala gaman at körlubolla þjást. Beint á ská 331/3 Naked Gun 331/3 The Final Insult ★ Frekar döþur tilraun tilað halda líli I þessari serlu. Með góðum hug má þó hlæja héroghvar. Backbeat ★★ MyndumIrekaróspennandi samband Stu Sutcliffe og Astrid Kirchherr. Það bjargar myndinni að það er skilið við sögu Bítl- anna á þröskuldi trægðarinnar og við dyrnar heíma hjá Bingó. Stjarna myndarinnar er lan Hart—Kannski ekki lurða þar sem hann leikur stjörnu Bítlanna, Lennon. Nakinn Naked ★★★ Hin ágæstasta skoðun- arterð um lægstu lendur Englands, neðan mittis og hungurmarka. Blár Blue ★★ Kieslowski-myndirnar verða þynnri og þynnri eltir því sem þær verða lleiri. Listi Schindler’s Schindlers List ★★★★ Verðskulduð Óskarsverðlaunamynd Spielbergs. Allir skila sínu besla og úr verður heljarinnar mynd. Meira að segja Polanski braut odd al ol- læti sínu og lór á ameríska mynd (en hann er nú reyndar gyðingur og missti mömmu slna I hel- lörinni). LAUGARÁSBÍÓ Síðasti útlaginn The Lasl Outlaw ★ Vondur vestri með sukkboltanum Mickey Rourke. Myndirnar hans eru á hraðari niðurleið en hann sjálfur. Effitiörin The Chase ★★ Dágóður þriller el veðrið væri verra. Ögrun Sirens ★★ Innihaldslaus ogsnubbótt saga sem helði mátt klára lyrir hlé. Þótt sumar konurnar séu lull jussutegar geta karlar skemml sér við að horta á prestslrúna. Og konurnar á Hugh Grant. Þessi tvö eiga stjörnurnar. REGNBOGINN Sugar Hill ★ Sýrópið ogsykurinn drýpura/ tjatdinu I einn og hál/an tíma áður en myndin byrjar lyrir alvöru. Stuttu síðar er hún búin. Nytsamir sakleysingjar Needlul Things ★★ Djötullinn stigur upp til jarðar og breytir Irið- sömu þorpi I hállgert helviti. Venjubundinn Stephen King. Trylltar nætur Les Nuits Fauves ★★★ Hrá mynd sem fjallar el til vill irekar um ástsýki en alnæmi. Ung leikkona, Romane Bohringer, stel- ur senunni I sjállsævisögulegu hlutverki leik- stjórans. Píanó ★★★ Óskarsverðlaunaður leikur Iað- al- og aukahlutverkum. Þykk og góð saga. Kryddlegin hjörtu Como Aqua Para Chocol- ate ★ ★ ★ Ástir undir mexlkóskum mána. STJÖRNUBÍÓ Tess í pössun Guarding Tess ★★★ Hæg, Ijúl og líklega indæl gamanmynd með smá spennu i lokin. Söguþráðurinn skiþlir I sjálíu sér ekki miklu eins og I mörgum svipuðum myndum heldurandinn sem svllurylir völnun- um. Fíladelfía Philadelphia ★★★★ Frábærlega leikin. Það hala allir gottataðsjá þessa mynd og ekki kæmi á óvart þótt hún yrði notuð sem kennsluelni I alnæmisvörnum þar til annað betra býðst. Dreggjar dagsins Remains ol the Day ★★★★ Magnað verk. S ð G U B í Ó Beint á ská 331/3 Naked Gun 331/3 The Final Insult ★ Teygð og útþynnt úrgáfa af fyrri myndum. Hvað pirrar Gilbert Grape? Whats Eating Gilbert Grape ★★★ Ein al þessum myndum sem maður gleymir sér ylir. Aladdin ★★★★ Meistaraverk Irá Disney. 40 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.