Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 47
Leikur Belgíu og Mar-
okkó hefst í Orlando
klukkan 12.30 að stað-
artíma, þegar sólin er hæst á
lofti, hitinn er hvað mestur, ra-
kinn hræðilegur og flestir ÍFIór-
ída reyna að halda sig inni við.
Hagsmunir sjónvarpsáhorfenda
í Evrópu ráða þessari timasetn-
ingu, því svo mikið er víst að
engum heilvita manni dytti íhug
að fara sjálfviljugur að djöflast í
fótbolta á þessum tíma dags á
þessum breiddarbaug.
Stjörnu belgíska liðsins, Enzo
Scifo, hefur ekki gengið mjög
vel með þeim félagsliðum sem
hann hefur leikið með undan-
farin ár. Þetta sést best á þvíað
síðan hann yfirgaf herbúðir
Anderlecht 1987 hefurhann
leikið með fimm liðum: Inter
Milan, Bordeaux, Auxerre, Tor-
ino og núna síðast Monaco þar
sem hann átti frekar dapurt
tímabil. Scifo hefur hins vegar
ávallt gengið vel með landslið-
inu þar sem hann hefur verið f
lykilhlutverki.
Stanford Stadium leikvangurinn
í San Francisco er aðalleikvang-
ur hins geysisterka B-riðils sem
hefur að geyma Svíþjóð, Brasil-
íu, Rússland og Kamerún. Völl-
urinn hefur áður verið brúkaður
undir kanttspyrnu, á Ólympíu-
leikunum 1984 fóru þar fram
nokkrir leikir og í fyrra mættust
þar heimamenn og Þjóðverjar.
Þá komu 52 þúsund áhorfendur
á völlinn og horfðu upp á sína
menn tapa 0-3. Völlurinn rúmar
hins vegar töluvert fleiri en létu
þá sjá sig eða rúmlega 80 þús-
und manns í sæti.
Kamerúnmenn náðu þeimm
vafasama heiðri i HM á Ítalíu að
brjóta oftast allra liða afsér.
Þeir gerðu einhvern óskunda af
sér að meðaltali á 3,4 mínútna
fresti og hlutu fyrir vikið flest
spjöld allra liða, eða tólfgul og
tvö rauð.
Mittlið
Hörður Hetgason, þjálfari ÍA
Kólumbíumenn eru mínir
menn á HM í sumar. Þeir spila
einfaldlega léttan og skemmti-
legan fótbolta og leika með
hjartanu. Það er hins vegar al-
veg Ijóst að Þjóðverjar verða
erfiðir.
FIMMTUDAGUR 16. JÚNl' 1994
Rallýkeppni á Hellu á laugardaginn
Mikið að gerast
á Hellisheiðinni
Annað rallýmót sumarsins hefst á Hellu á
laugardaginn kl. 8. Þetta er annað mót sum-
arsins sem gefur stig til íslandsmeistaratitils
og verður því hart barist um verðlaunasæt-
in. Besta aðstaðan fyrir áhorfendur til að
fylgjast með allri spennunni er líklega á
Hellisheiðinni. Upp úr hádeginu verður hlé
við Skíðaskálann í Hveradölum og þar gefst
áhorfendum kostur á að skoða bílana og
spjalla við keppendur.
Síðan færist keppnin yfir í sérleiðirnar og
kl. 14:00 verður ræst á fyrstu sérleið í Jóseps-
dal. Lokaleiðin verður síðan á Kolviðarhól,
við Litlu kaffistofuna, um kl. 16:00 og þar er
áhorfendum sérstaklega bent á skemmtilegt
útsýni yfir keppnisleiðina.
EINTAKS-bíllinn tekur að sjálfsögðu þátt
og keppir hann í svokölluðum Norðdekk-
flokki sem helst er ætlaður þeim sem vilja
kynna sér rallíþróttina nánar. O
Árni Óli Friðriksson
Við hinn glæsilega bíl EINTAKS
sem hann mun aka 1 rallýkeppn-
1^00«-^fgeymar;
Þessir leikmenn verða allir í sviðsljósinu í kvöld. Valsmennirnir Guðmundur Gíslason, Steinar Adolfsson, Arnaldur Loftsson og Eiður
Smári Guðjohnsen halda til Akureyrar en Skagamennirnir Bjarki Pétursson og Ólafur Adolfsson fá Blika íheimsókn.
Fjórir spennandi leikir í kvöld
Stórieikur í Kaplakrikanum
ÍEftir stórleik Fram og KR í
Laugardalnum í gærkvöldi
lýkur sjöttu umferð íslands-
mótsins í kvöld með fjórum
leikjum.
Stórleikur kvöldsins er án efa
leikur FH og Keflvíkinga á Kapla-
krikavellinum í Hafnarfirði. Bæði
lið hafa byrjað deildina ágætlega,
FH-ingar þó sýnu betur og eru sem
stendur í öðru sæti deildarinnar
með 10 stig. FH-ingum hefur þó
gengið illa að skora, hafa aðeins
skorað þrjú mörk í fimm leikjum,
en nýtnin er góð og tíu stig eru
þeirra. Keflvíkingar eru með sterkt
lið en gera mörg jafntefli og hafa sjö
stig. Leikir liðanna í fyrra fóru illa
fyrir Keflvíkinga, FH unnu þá 5:1 í
Krikanum og 1:0 í Keflavík.
I Garðabænum taka Stjörnu-
menn á móti Vestmannaeyingum.
Stjörnumenn hafa byrjað deildina
illa, þykja leika skemmtilega en hef-
ur gengið bölvanlega að koma bolt-
anum í netið. Goran Micic, aftasti
maður þeirra, er nú laus úr banni
en meiðsli hrjá liðið og svo getur
farið að nokkrir fastamenn verði
frá í kvöld. Vestmannaeyingar eru á
fullri siglingu þessa dagana en eiga,
eins og mörg önnur lið, í miklum
erfiðleikum með að skora og tvö
mörk í fimm leikjum segja sína
sögu. Það er því ljóst að bæði lið
hafa hug á að bæta markaskorið,
samanlögð þrjú mörk í tíu leikjum
liðanna er ótrúlega lítið og vonandi
batnar þetta í kvöld.
Á Skipaskaga taka núverandi Is-
lands- og bikarmeistarar Akraness
og efsta lið deildarinnar á móti
Blikum sem eru í þriðja neðsta sæti.
Skagamenn hafa byrjað mótið frá-
bærlega í ár, stigalega séð, en eiga
enn eftir að finna töfrataktinn sem
heillaði alla landsmenn í fyrra, jafnt
stuðningsmenn þeirra og andstæð-
inga. Þeir verða líklega án Sigurð-
ar Jónssonar sem er kviðslitinn,
en Ólafur Þórðarson er mættur
aftur og er líklega í vígahug. Blik-
Skagamenn eru þekktir á íslandi
fyrir mikinn knattspyrnuáhuga og
eru öðrum duglegri við að hvetja
sína menn áfram. Skagamenn eru
sem stendur efstir í 1. deildinni og
þess vegna telja stuðningsmenn
liðsins sig hafa tíma aflögu til að
fylgjast með því sem er að gerast
fyrir utan landssteinana.
Félagsskapurinn Aksjón og Bíó-
höllin á Akranesi hafa tekið sig
saman og ætla að gera heims-
meistarakeppninni góð skil næsta
arnir eiga enn eftir að sýna sitt rétta
andlit, tveir hroðalegir byrjunar-
Ieikir eru vonandi að baki og stefn-
an hefur verið sett upp á við.
Lokaleikurinn fer síðan fram á
Akureyri þar sem Þórsarar taka á
móti Valsmönnum. Bæði lið hafa
valdið miklum vonbrigðum það
sem af er og ætla örugglega að
hrökkva í gang með leiknum í
kvöld. Þórsarar hafa þótt leika
ágætlega inn á milli en eiga jafnan á
hættu að hrasa niður í meðal-
mennskuna þess á milli. Þeir voru
óheppnir að tapa fyrir Skagamönn-
um á Akranesi um daginn en
markalaust jafntefli gegn ÍBV og
mánuðinn. Leigður hefur verið
svokallaður „vídeómyndvarpi“ og
af honum verður leikjunum varp-
að á sýningartjald Bíóhallarinnar
úr sýningarklefa hússins. Stærð
myndflatarins er um sextán fer-
metrar og segja Skagamenn í létt-
um tón að á meðan aðrir lands-
menn mæla stærð sjónvarpsskjáa í
tommum mæli Skagamenn þá í
fermetrum.
Allt hljóð verður síðan keyrt í
gegnum fullkomið 5300 vatta
Stjörnunni á heimavelli bendir til
þess að ekki sé allt í góðu lagi. Vals-
menn hafa ekki náð enn að finna
leiðina að markinu, liðið hefur að-
eins skorað þrjú mörk í fimm leikj-
um og þar af skoraði hinn fimmtán
ára gamli Eiður Smári Guðjohn-
sen tvö þeirra og lagði hitt upp.
Eftir að önnur lið fóru að taka fast á
Eiði hefur hvorki gengið né rekið
hjá Valsmönnum sem verða að
taka sig á í kvöld eigi fallbaráttan
ekki að verða hlutskipti þeirra í
sumar. Leikir liðanna í fyrra end-
uðu með 2:1 sigri Valsmanna í
Reykjavík en 1:1 jafntefli fyrir norð-
an. O
hljóðkerfi hússins, svo ljóst er að
mikið nær kemst íslenskur áhorf-
andi ekki að leiknum.
Allir fá frítt inn á opnunarleik-
inn, Þýskaland - Bólivía, en eftir
það verður aðgangseyrir fyrir alla
200 krónur. Spurningin er síðan
sú hvort áhorfendur í Reykjavík
fái tækifæri til að sjá leikina á sama
hátt og Skagamenn, eða hvort um-
ferðin í Hvalfirðinum eigi eftir að
aukast næstu daga. ©
Heimsmeistarakeppnin á bíótjaldi
Ellert
spair
Ellert B. Schram, ritstjóri og
forseti ISÍ er forspár maður og
hefur oft sýnt mikla snilld við
spádóma sína um óorðna atburði.
Ellert mundar hér kristalskúluna
uni leiki kvöldsins en spáði einnig
fýrirfram um leika sinna manna í
gær og taldi að sorgin myndi svífa
yfir vötnum í Safamýrinni að leik
loknum.
Stiarnan - ÍBV..1:1
Vestmannaeyingar eru með sterka
vörn og hafa verið að sækja í sig
veðrið.
Akranes - Breiðablik—2:0
Skagamenn eru með sterkt lið og
fara nú varla að tapa á heimavelli.
Þór - Valur...1 :Q
Þórsarar hljóta nú aðfara að vinna
sína leiki og nú gerist það á þeirra
heimavelli. Valsararnir hafa verið
daprir.
FH - ÍBK...1:1
/ þessum leik verður ekki skorað
mikið fremur en í öðrum leikjutn
deildarinnar. Bœði lið eru með
sterkar varnir cn vantar meiri sókn.
SlGURÐUR ÖRN JÓNSSON hefUÍ til-
kynnt félagaskipti úr KR ÍHK.
Sigurður lék ekkert með KR-lið-
inu í fyrra og var jafnvel talið að
hann hefði iagt skóna á hilluna.
Hann spilaði nokkra leiki undir
stjórn Guðna Kjartanssonar fyrir
þremur árum og var þá talinn
einn efnilegasti varnarmaður
landsins og lék meðal annars í
u-21 landsliðinu.
Síðan kastaðist eitthvað íkekki
milli Sigurðar og Ivan Sochor,
Tékkans sem þjálfaði KR síðast-
liðin tvö ár
en nú hefur
Atla Eð-
VALDSSYNI,
þjálfara HK,
greinilega
tekist að
vekja Sig-
urð aftur til
lífsins,
knatt-
spyrnulega
séð, enda
Atli fyrrum
leikmaður og aðstoðarþjálfari
Vesturbæjarliðsins...
Félagaskipti Bergsveins Berg-
sveinssonar landsliðsmarkvárðar
úr FH í Ungmennafélagið Aftur-
eldingu, hafa eðlilega vakið
mikla athygli. Menn hafa strax
rokið upp og sagt að hér hafi
gífurlegar fjárfúlgur verið í boði,
en Bergsveinn hlær að þessum
sögum og segir þær vera fjar-
stæðu. Aðspurður um hvort
vinirnir tali ekki ennþá við hann
sagði hann: „Jú, þeir gera það
enn, nú sér maður kannski fyrst
hverjir eru vinir manns og hverjir
ekki. “
Ljóst er að Afturelding, styrkt af
kjúklingabændum og undir
Stjórn Guðmundar Guðmundsson-
ar, mæta sterkir til leiks á
næsta tímabili með sama
mannskap og ifyrra að við-
bættum Bergsveini, Jóhanni
Samúelssyni stórskyttu úr Þór
og Gunnari Andréssyni sem mik-
ið var meiddur í fyrra en er nú
óðum að ná sér...
T?
47
>port