Eintak

Árgangur
Tölublað

Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 36

Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 36
\ - fjörinu eöa ekki? Bílskúrsbönd Reykjavíkur fá lækifæri fil aö koma sér á framfæri á tónleikum á Gervigrasinu í Laugardal frá klukkan 16.40 til 19.00. Útlagarnir alltaf viö sama heygaröshornið á Feita dvergnum í kvöld. Pláhnetan endasendist um landið og veröur í félagsheimilinu í Miðgarði í Varmahlíð. Hnetan mun að öllum likindum spila lög af nýju Plast- plötunni í bland við eldri og sfgildari lög sveit- arinnar. Sigtryggur dyravörður rúntar um landið og liggur leiðin austur á Langanes þar sem slegið verður upp rokkdansleik í Þórsveri í Þórshöfn. í Hrísey verður slegið upp utiskemmtun og gefst eyjaskeggjum kostur á að hlusta á rokkarana í Sniglabandinu BAKGRUNNSTÓNUST Tríó Ola Stephensen í Klúbbi Listahátíöar millikl. 11.00 og 02.00. K L A S S í K Oratórian Milska eftir Kjell Mörk Karlsen flutt í Hallgrímskirkju kl. 16:00. Þetta er framlag Nlorðmanna til lýðveldisafmælisins. PANSSTAÐIR Grétar plötusnúður spilar tónlist í Venus og einnig kemur hljómsveitin T-world fram. O P N U N Sýning Evu G. Sigurðardóttur hefst í Gallerí Greip. Eva notar olíu og blandaða tækni á striga og krossvið. Einnig gerir hún innísetningar. UPPÁKOMUR 13.00 -18.00 Götukarfa (þrfr á móti þremur) á bílastæðinu við gervigrasið í Laugardal. 14.00 Spaugstofumenn verða með leikþátt á gervigrasinu. 15.10 Stórsöngvarinn og leikarinn Valdimar Örn Flygenring syngur og stýrir fjöldasöng. 14.00 -14.30 Á Skautasvellinu (Laugardal sýna liðsmenn skautafélaga leikni sína á línu- skautum. 15.15 -16.00 Heljarmennip Magnús Ver Magnússon og Hjalti Úrsus Árnason sýna krafta sína á Víkingavöllum (hvar annars staöar?) í Fjöiskyldugarðinum. Víkingarnir fara í leiki með börnunum og draga þau í vögnum. Gaman, gaman. Eftir að Magnús og Hjalti hafa leikið sér, verður farið í leiki sem börnin stunduðu á þjóðhátiðarárinu, 1944. 17.00 Skautasvellið (án svellsins) breytist í dansgólf, þar sem haldið verður dansskólaball barna og unglinga. Allir eiga að mæta í balldr- essinu. Stjórnandi verður Hermann Ragnar. F E R Ð 1 R Ferðafélag Islands: Fimmvörðuháls Helg- arferð 18. -19. júní. Gengið yfir Fimmvörðuháls frá Skógum. Brottför frá BSÍ, austanmegin, kl. 08.00. Ferðafélag íslands: Þórsmörk Helgarferð. Þórsmörk - gönguferðir, góð gisting i Skag- fjörðsskála. Brottför laugardaginn 18. júní kl. 08:00 frá BSÍ austanmegin. Úfivist: Básar við Þérsmörk Helgarferð 18 - 19. júní. Fjölbreyttar gönguferðir, góð gistiað- staða í skála félagsins. Brottför laugardaginn 18. júní kl. 08:00. í P R Ó T T I R Fótbolti Heil umferð er i kvennaknattspyrnunni í dag og hefjast allir leikir kl. 14:00. Leikirnir eru: Haukar- Stjarnan, Breiðablik - ÍA, Valur - Höttur og Dalvík - KR. Sjónvarpsfótbolti Haldið ykkur heima. SJÓNVARP RIKISSJONVARPIÐ 09.00 Morgunsjónvarp barnanna Þór og Óbinn lenda í alvöru ævintýr- um og Valli reynir ad leysa gátu Hvítskeggs tötramanns. 10.25 Hlé 12.00 Staður og stund Endursýndur þáttur frá mánudegi um tugla landsins. 12.15 Eldhúsið Endursýndurþáttur frá miðvikudegi. 12.30 Mótorsport Endursýnt trá miðvikudegi. 13.00 Reykjavíkurleikarnir Bein útsending trá alþjóðlegu frjálstþróttamóti í Laugardat. 15.25 HM í knattspyrnu Bandaríkin -Sviss, bein útsending. 17.10lþróttaþátturinn Samantekt frá Reykjavtkurleikunum í frjátsum fyrrum daginn. 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Völundur Breskur teiknimyndaflokkur um hversdagshetju. 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Geimstöðin Nýr myndaflokkur sem geristí framtíðinni I útjaðri vetrarbrautarinnar20.00 Fréttir og veður 20.20 HM í knattspyrnu ítalfa - írtand. 21.50 Lottó 22.00 Konur og karlar Women & Men: In Love There Are No Rules. Missið ekki afþessu. Þrjár úrvals smásögur eft- ir Irwin Shaw, Henry Miller og Carson McCull- ers ieinni kvikmynd. Leikaralið skipað meðal annarra Andy McDowell, Matt Dillon, Juliette Binoche og Scott Glenn. Walter Bernstein, Kristi Zea og Mike Figgis leikstýra. Hetur allt upp á að bjóða tilað vera frábærskemmtun. 23.25 HM í knattspyrnu Kólombía - Rúmenla, bein útsend- ing. 01.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok STÖÐ 2 09.00 Morgunstund 10.00 Sögur úr Andabæ 10.30 Skot og mark 10.55 Jarðarvin- ir 11.15 Simmi og Sammi 11.35 Furðudýrið snýr aftur 12.00 NBA tilþrif 12.25 Skólalíf i Ölpunum 13.20 Geimfarinn Algjör þvæla um geimfara sem verður ástfanginn afgeim veru. 15.00 Brostin fjöiskyldubönd Crooked Hearts. Hjón leggja ofurásl á börn sfn sem þota ekkiálagið. 16.55 Marlin í nærmynd 17.55 Evrópski vinsældalistinn 18.45 Sjónvarps- markaðurinn 19.1919:19 20.00 Falin mynda- vél 20.25 Mæðgur 20.55 Laumuspil Snea- kers. Söguþráðurinn snýsl um innbrot ítölvu- kerfi og öryggiskerfi fyrirtækja. Ágætis spennu- mynd með Robert Bedíord, Mary McDonnel, Ben Kingsley, Sidney Poitier, DanAykroydog River Phoenix. Myndin er ekki eins góð og þella úrvals leikaralið gefur til kynna en þó vel þess virði að horta á, þó ekki væri nema til að fytgjast með Phoenix, sem dó alltot, alltof snemma. 22.55 Hrói höttur Robin Hood. Enn ein myndin um Hróa og vini hans í Skirisskógi. Patrick Bergin og Uma Thurman eru í aðalhlut- verkum. Þette ersvona meðalmynd. 01.25 Rauðu skórnir Red Shoe Diaries. Ferðalag um lendur lostans. Þokkatega erótiskir þættir Irá gæjanum sem gerði 9 1/2 viku. Kynlífgetur llka verið fallegt. Bönnuð innan tóli 01.55 Ref- Leikarar Götuleikhússins brugðu sér íbúningum niður í bae á þriðjudaginn og sprelluðu fyrir vegfarendur. FYRIR ÚRILLA Farið á Þingvöll með það í huga að fá lit á kroppinn og bölvið rigningunni. Farið á Þing- völl og sleppið ykkur yfir því að geta hvergi keypt Pepsi. Farið á Þingvöll og berið saman þá aðstöðu sem erlendu heiðursgestunum er búin og þá sem almenningur á að sætta sig við. Spyrjið hátt yfir hópinn hvort þetta sé hátíð þjóðarinnar eða einhvers erlends snobbliðs. Farið á Þingvöll og krefjist þess að fá að leggja fyrir framan Valhöll eins og þið eruð vön. Farið á Þingvöll. skák Paint it Black. Spennumynd sem gerist annarrí. Þetta er léleg mynd um brenglaðan Ví- meðallistakrfsunnar íSantaBarbara IKaliforn- etnamhermann eftirstríð. 05.05 Dagskrárlok fu. Strangiega bönnuð börnum. 03.40 Dreka- eldur Dragonfire Hver olbeldismyndin á fætur |—■* J Evjmy Islendingar eiga afmæli á morg- un. Leikfélagið Augnablik ætlar af því tilefni að efna til stærðarinnar afmælisveislu á Þingvöllum. Augnablik sérhæfir sig í barnaleik- ritum og því verður afmælið fyrst og fremst stílað inn á þá sem hafa ekki, af einhverjum ástæðum, glat- að sakleysi æskunnar. Afmælið stendur allan daginn og það helsta á dagskrá eru leikþættirnir Dimma- limm, Júlía og Mánafólkið og Blámasystur. Dimmalimm, sem Muggur málaði og skrifaði um á sínum tíma, er eitt þekktasta ís- lenska ævintýrið og jafnframt það eina sem gæti engan veginn átt sér stað hér á landi. Þrátt fyrir það ætl- ar Dimmalimm að skunda á Þing- völl, rétt eins og íjölmargar aðrar ímyndaðar persónur bókmennt- anna. Júlía og Mánafólkið er frá- bært Ieikrit eftir þá Friðrik Er- lingsson og Karl Aspelund sem hingað til hefúr verið þekktari fyrir að hanna leikmyndir og búninga en að skrifa sögur. Júlía og Mánafólkið var sýnt í Héðinshúsinu í vetur og vakti ósvikna kátínu hjá áhorfend- um. Ekki voru viðtökurnar síðri á leiklistarhátíðinni í Óðinsvéum þar sem Júlía og Mánafólkið komu fyr- ir sjónir fyrrum landa okkar í Dan- mörku. Rétt er að geta þess að Júlía og Mánafólkið verður ekki sýnt í heild sinni á Þingvöllum heldur er aðeins um stytta ferðaútgáfu á leik- ritinu að ræða. Blámasystur eru þær Anna Borg og Steinunn Ólafsdóttir og ef þær eru samar við sig ættu þær ekki að vera í vandræðum með að fá áhorf- endur til að hlæja. Á milli leikþáttanna kíkja góðir gestir í afmælið og fá börnin harm- onikkuleik, þjóðdansa, Fjallkonur og lúðrasveitaspil beint í æð í af- mælistjaldinu. Shakespeare-hópur úr Kramhúsinu sem samanstendur af þrettán til fimmtán ára krökkum sem hafa sérhæft sig i leikritum skáldsins sjá um að enginn fari villu vegar í afmælistjaldinu, rati á réttan stað og hafi gaman af. Eins og áður sagði mæðir mest á leikhópnum Augnabliki í barnaaf- mælinu. Auk Blámasystranna, Önnu og Steinunnar, eru það Harpa Arnardóttir, Kristín Guð- mundsdóttir, Björn Ingi Hilm- arsson, Erling Jóhannsson og Ásta Arnardóttir sem standa á bak við þetta allt saman. Þeir Björn Ingi og Erling, betur þekktir sem Skemmill uppfinningadvergur og Snigill njósnadvergur, verða vænt- anlega á ferð og flugi milli Reykja- víkur og Þingvalla því félagarnir úr Skilaboðaskjóðunni munu yfirgefa Þjóðleikhúsið á lýðveldisdaginn og bregða sér bæði í miðbæ Reykjavík- ur og á Þingvelli. © Gjósandi eldfjöll og fljúgandi menn „Það verður mikilfengleg skrautsýning í kringum Tjörnina um fimmleytið á föstudaginn. Menn fara þar í loftinu og eld- fjöll munu gjósa. Annars er réttara að segja ekki frá of miklu núna, en ég get lofað því að sýningin verður stórkostleg," segir Benóný Ægisson, sem unnið hefur síðustu mánuðina að undirbúningi götuleikhúss sem fara mun um stræti og torg Reykjavíkur á þjóðhátíðardaginn. Hann er einnig annar af leikstjórum sýningarinnar, en hinn er Rúnar Guðbrandsson. Kjarni þessa leikhóps er Sumarleikhús ungs fólks, sem stofnað var í vor, en fjölmargir aðrir hópar taka þátt í fjörinu, sem stendur á föstudag, laugardag og sunnudag. Sumarleikhús barna lætur sjá sig, hópur nýbúa verður á staðnum og ekki má gleyma sveiflusveitinni Stalla-hú sem sér um tónlistina. „Dagskráin verður þannig að um fjögurleytið verður farin mikil skrúðganga eftir Lækjargötunni. Þegar hún kemur að Tjörninni klofnar hún í tvær fylkingar, sem mætast síðan aftur fýrir neðan barnaheimilið Tjarnarborg. Þar verður síðan hald- in þessi líka svakalega sýning, sem ég spái að verði lengi í minnum höfð,“ segir Benóný. Götuleikhúsið hefur hins vegar aldeilis ekki lokið störfum þegar föstudagur líður að kveldi. Á laugardaginn verður keim- lík skrúðganga haldin í Laugardalnum og þar verða síðan óvæntar uppákomur úti um allan dal, í tengsium við önnur hátíðarhöld. „Og á sunnudeginum verðum við með aðra skrautsýningu í Laugardalnum og hún mun fara fram á láði, legi og í lofti, án þess að ég vilji ljóstra meiru upp um innihaldið,“ sagði Benóný leyndardómsfullur á svip, þegar EINTAK talaði við hann á þriðjudag. © 36 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað: 26. Tölublað (16.06.1994)
https://timarit.is/issue/259434

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

26. Tölublað (16.06.1994)

Aðgerðir: