Eintak

Tölublað

Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 2

Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 2
Ætfarðu ÉT Wrwöy Junus? „Nei. “ Afhverju ekki? „Ég er formaður Lýðveldishátíðar- nefndar Reykjavíkur og ég hef töluvert mikið að gera. Ég er bú- inn að sitja á fundum í allan dag vegna þessa. Hátiðarhöldin hefj- ast kl. 8:30 á föstudaginn og lýkur með tónleikum Bjarkará sunnu- dagskvöld. “ Myndirðu fara ef þú værir ekki i Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur? „Því er erfitt að svara. Ég held þó ekki. Það er hægt að sjá hátiðar- höldin í sjónvarpinu og svo er heimsmeistarakeppnin i fótbolta að byrja. “ Ætiarðu þá kannski bara að horfa á fótbolta um helgina? „Nei, nei, ég verð að sleppa því. Starfið gengur fyrir. “ Er ekki erfitt að vera í þessari nefnd í ár og keppa við Þing- velli? „Ég er ekki að keppa við Þingvelli. Samið var um að gæta þess að ekki væri nein samkeppni á milli staðanna og það tókst að lang- mestu leyti. Morgunstundin verð- ur mun fyrr og styttri í Reykjavík en jafnhátíðleg og falleg og venjulega. Svo byrjum við ekki aftur fyrr en kl. 15:00 um daginn þegar erlendir þjóðhöfðingjar eru búnir að ávarpa þingheim. Vandamálið á Þingvöllum er fyrst og fremst veðrið en við erum ekki eins háð því. “ Hvað ætlarðu að sjá af skemmtiatriðunum i höfuð- borginni? „Ég held að ég fylgist heldur með því hvernig gengur, en að horfa á skemmtiatriðin. Ég verð þviá sveimi milli staðanna. Svo tek ég á móti forsetanum í Laugardaln- um á laugardaginn. Hann hefur sýnt okkur mikla velvild þrátt fyrir að hafa mikið að gera þessa helgi. “ Júlíus Hafstein gegnir formanns- embætti í Lýðveldishátíðarnefnd Reykjavikur. © Allir veittust að Sigurði G. nema Bolli - hann komst ekki að © Nýplatafrá Curver © Oglíka Maus itjórnarfundur jíslenska út- 'varpsfélagsins síðasta föstudag var með fjörugasta móti. Þegar Sigurður G. Gudjónsson, lögfræðingur og varamaður Jóns Ólafssonar í stjórn félagsins, ætlaði að yfirgefa fundarherbergið og Ijósrita samning þann sem fráfarandi meirihluti lagði fram vegna sölunnar á hlutabréfun- um í Sýn, risu aðrir stjórnarmenn snarlega á fætur, gerðu aðsúg að Sigurði og vörnuðu honum út- göngu. Þeir sem stóðu í þessum stimpingum voru mennirnir úr gamla meirihlutanunrn Ingimundur Sigfússon, Jóhann Óli Guð- MUNDSSON, ÞóRGEIR BALDURSSON og Stefán Gunnarsson. Fimmti maður gamla meirihlutans, Ásgeir Bolli Kristinsson, tók hins vegar ekki þátt í aðförinni en hann sat fjærst dyrunum og náði því ekki til Sigurðar. Því miðurfyrirSigurð hafði félagi hans í minnihlutanum fyrrverandi, Haraldur Haraldsson í Andra, brugðið sér augnablik af fundi og gat því ekki komið honum til hjálpar en Haraldur er sterklega vaxinn og hefði eflaust reynst hon- um vel á raunastund... Curver er að fara að gefa út plötu í haust en bak við_ nafnið stendur Birgir Örn Thoroddsen sem stundar mynd- listarnám í Fjölbraut í Breiðholti á veturna en vinnur í Þerlunni í sum- ar. Birgir Örn spilar á gítar en hefur tölvur sér til fulltingis. 7-8 lög verða á nýju plötunni sem enn hefur ekki hlotið nafn. Birgir Örn fer í hljóðver í júlí en Smekkleysa ætlar að gefa plötuna út. Andrew McKenzy hljóðblandar gripinn... Hljómsveitin Maus sem vann Músíktilraunir Tónabæjar síð- astliðinn vetur gefur líka út plötu í haust. Hljómsveitin stendur i viðræðum við Smekkleysu en takist samningar ekki hyggjast Mausarar gefa plötuna ut sjálfir. Haustið er fýsilegur útgáfutími fyrir ung bönd því þá eiga þau ekki á hættu að drukkna í jólaplötuflóðinu, hljóm- sveitarmeðlimir eiga pening eftir sumarvinnuna til að gefa gripina út sjálfir og fara skólarnir þá í gang sem gefur möguleika á tónleika- haldi.. TÆKI VIKUNNAR Tölvu- mynda- vél AUt frá því að Kodak kynnti fyrstu kassamyndavél sína hefur mann- skepnan verið upptekin af því að taka myndir við alls kyns tækifæri. Myndavélar verða æ ódýrari, film- ur eru ódýrari og framköllun fæst nú á innan við klukkustund. En hvað ef menn vilja sjá myndirnar enn hraðar? Nenna kannski ekki í framköllun. Og hvað ef þeir vilja nota þær í eitthvað annað en myndaalbúm? Þá vandast málið. Nú hefur tölvufyrirtækið Apple hins vegar kynnt myndavélina Qu- ickTake, sem tekur tölvumyndir eins og ekkert sé. Með því að tengja myndavélina við Macintosh-tölvu er svo hægt að koma myndunum fyrir í ritvinnsluskjölum eða teikni- forritum og ráði menn yfir lita- prentara geta þeir prentað mynd- irnar út án frekari tafar. Myndavél- in kostar um tæpar 50.000 krónur vestur í Bandaríkjunum og ein- hverju meira hjá Apple-um boðinu hér á landi. © STELLINQ VIKONNAR Stellíng þessarar viku einkennist af varfærni eins og maður sé ekki alveg viss um að hafa fast land undir fótum. Það er hreyfing í stellingunni, en jafnframt er Ijóst að hún er ekki hröð. Stellingin er umfram allt þunglamaleg og til þess að hún gangi upp þurfa ákveðin svipbrigði að fylgja. Á þessari mynd sjást hin klassísku svipbrigði stellingarinnar reyndar ekki, en þau eru hvað-í-ósköpunum-er-ég-að-gera-hér svip- brigöin með örlitlum dreitli af hvernig-lét-ég-plata-mig-út-í- þessa-vitleysu svipnum. Það ber að undirstrika það að líkt og aðrar stellingar, á þessi stelling sér stað og stund. Hún er til dæmis handónýt i sundi þrátt fyrir að hún sé vissulega auðveldari í framkvæmd þar en til dæmis á Laugaveginum. Þessi stelling á fyrst og fremst heima á sporbraut um Jörðu, annað hvort á Tunglinu eða einhverjum af LaGrange-punkt- unum fimm. Norðmenn á veikum grunni segir Gunnar G. Schram prófessor í þjóðréttarfræði við Háskóla íslands. LOF „Við lítum svo á að Norðmenn hafi ekki fullríkisrétt á þessu svæði og um það snýst deilan. Við segjum að við eigum að vera jafn réttháir og Norðmenn sem aðilar að Sval- barðasamingnum og viljum fá kvóta eins og önnur ríki sem eru aðilar," segir Gunnar G. Schram prófessor í þjóðarréttarfræði við Háskóla Islands. Gunnar telur að Norðmenn hafi farið fram með miklu offorsi í þessu máli og séu að reyna að hefða sér rétt á gífurlega stóru svæði. Það sé byggt á harla veikum grunni. „Réttarstaðan varðandi Sval- barðasvæðið og Island er sú að um Svalbarða gildir alþjóðasamningur sem gerður var 1920. Að samningn- um eru um 40 ríki aðilar og Island gekk í þeirra hóp með samþykkt Alþingis í maí síðastliðnum. I Sval- barðasamningnum er öllum ríkjum gert jafn hátt undir höfði varðandi veiðar á landi og í sjó og má ekki beita þær neinu misrétti. Noðr- menn fara með framkvæmdavald á eyjunum samkvæmt samningnum. Það sem Norðmenn gerðu síðan 1977 er að þeir lýstu allt í einu yfir 200 mílna efnahagslögsögu í kring- um Svalbarða, sem er langt frá Noregi eins og menn vita. Þannig að þetta er í rauninni sjálfstætt gíf- urlega stórt hafsvæði, 200 mílur í kringum Svalbarða sem Norðmenn voru að reyna að eigna sér. Það gerðu Norðmenn einhliða án þess að ræða nokkuð við samningsþjóð- irnar 40. Síðan þá hafa þeir talið sig eiga einhliða rétt á því að setja allar reglur um veiðar og kvóta. Ekkert samningsríki nema Finnar sam- þykktu þessa gjörð Norðmanna, ýmis ríki mótmæltu en önnur virtu þetta einfaldlega að vettugi og veiddu eins og ekkert hafi í skorist, meðal þeirra voru Rússar, Spán- verjar, Færeyingar og Grænlend- ingar. Þannig að þessi einhliða gjörð Norðmanna 1977 er mjög umdeild. Þess vegna er réttarstaðan um Sval- barðasvæðið sem norskrar fisveiði- lögsögu mjög umdeild. Þeir kalla þetta reyndar verndarsvæði sem er hugtak sem er ekki til í rétti hafsins og finnst ekki í hafréttarsáttmálan- um. Norðmenn eru þarna á mjög veikum grunni,“ segir Gunnar. © ...fær Björk Guðmundsdóttir fyrir að bjarga Listahátíð frá dauða úr leiðindum. Auðvitað varþað þess virði að fá Ashk- enazíana hingað og níunda sinfónian er ekkert til þess að fýla grön út af, en það verður samt að segja eins og er að engin Listahátíð hefur verið jafn ömurleg og þessi. Þá kemur oss til bjargar Björk og bindur enda á hátíðina með þeim hætti að hún mun vafa- laust skyggja á allt lista- mannagallerí landsins, að Kristjáni Jóhannssyni undan- teknum. Kannski. Það eina sem gæti toppað þetta væri ef Björk yrði valin Fjallkona lýð- veldisafmælisins. ...fær Jóhanna Sigurðardóttir fyrir hótun sina til þjóðarinnar um að „hennar dagur muni koma“. Það getur vel verið að hennar dagur muni koma, en það er alger óþarfi að auka á svartsýni og bölmóð þjóðar- innar með því að hamra á því fyrirfram. Við verðum að láta hverjum degi nægja sína þján- ingu. En ekki síður verður að lasta Jóhönnu fyrir þessi orð vegna þess að með þeim kom Jóhanna algerlega úr skápn- um sem valdagráðugur mikil- mennskubrjálæðingur. Allt hjalið um að verið væri að velja milli áherslna og stefna innan Alþýðuflokksins datt niður dautt og ómerkt. Það eru fleiri valdasjúklingar íís- lenskri pólitik, en enginn hefur afhjúpað sig með þessum hætti. ÞAÐ VÆRI TILQANQSLAL/ST... að klóra í bakkann að sitja á strák sínum 2 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ1994 © JÖN ÓSKAR

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.