Eintak

Tölublað

Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 6

Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 6
Utanríkisráðherra um þorskastríð við Norðmenn: TeQum aðgerðir Norðmanna ólöglegar en viljum leysa deiluna með samningum. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra segir að ríkisstjórn- in hafi „þungar áhyggjur" af að- gerðum Norðmanna á Svalbarða- svæðinu, en á þriðjudagskvöld voru veiðarfæri þriggja fiskiskipa á vegum íslendinga klippt aftan úr þeim af norskum varðbátum. í gærkvöldi höfðu íslensku skipin siglt út af svæðinu umdeilda. Mótmælum ekki Aðspurður sagði Jón Baldvin að ríkisstjórnin hafi ekki lýst yfir formlegum mótmælum, heldur áhyggjum sínum. „Við notuðum ekki orðið „mótmæli" því við vilj- um stilla orðum okkar í hóf. Kon- ungur Norðmanna, Haraldur V. er væntanlegur hingað til lands á rnorgun vegna þjóðhátíðarinnar og ég vil leggja áherslu á að það ríkir engin óvild milli íslensku og norsku þjóðarinnar,“ sagði Jón Baldvin. Umdeild réttarstaða Ráðherrann sagði að íslensk yfir- völd litu á aðgerðir Norðmanna á Svalbarðasvæðinu sem ólöglegar og viðurkenndu ekki lögsögu þeirra á fiskverndarsvæðinu, sem reyndar eigi sér enga stoð í lögum. „Við er- um aðilar að Svalbarðasamkomu- laginu en höfum alla tíð slegið fyr- irvara við þann einhliða rétt sem Norðmenn tóku sér á þessu svæði. Hugtakið „fiskverndunarsvæði" á sér ekki stoð í alþjóðlegum lögum og er umdeild meðal þjóðréttar- fræðinga. Ég bendi einnig á að eng- in aðildarþjóð Svalbarðasamkomu- lagsins hefur samþykkt yfirráð „Noregur varðað bregðast við“ segir Björn Tore Godal, utanríkis- ráðherra Noregs „Aukin rányrkja erlendra skipa á Svalbarðasvæðinu er mjög óheppi- leg með hliðsjón af eðlilegri fisk- veiðistjórnun. Þetta mál var í raun prófsteinn á það hvort hefjast ættu frjálsar veiðar á svæðinu. Afleiðing- ar þess hefðu verið að fleiri erlendar þjóðir myndu grípa tækfærið og hefja veiðar," sagði Björn Tore Godal í samtali við blaðamann Af- tenposten í gærkvöld, í viðtali sem birtist í dag. Björn segist engar áhyggjur hafa af því að íslendingar fari með málið fyrir alþjóðadóm- stólinn í Haag. Noregur standi sterkt. Að sögn Björns er munurinn á afstöðu landanna mun minni en hann hafði óttast og segir hann að Eiður Guðnason hafi fullvissað sig um að Islendingar hafi ekki hvatt fiskiskip út á miðin heldur þvert á móti beðið útgerðarmenn um að veiða ekki með hliðsjón af lang- tímahagsmunum íslands. Að lokum var utanríkisráðherra Noregs spurður hvort honum fyndist ekki þessar aðgerðir óheppileg „50-ára afmælisgjöf‘ til íslendinga. „Við hefðum gjarnan viljað að þetta hefði farið á annan veg. Per- sónulega held ég að atburðirnir í Barentshafi muni ekki hafa áhrif á andrúmsloftið þegar Haraldur konungur og Silvía drottning fara á morgun til Islands til að taka þátt í hátíðarhöldunum á Þingvöllum," svaraði Björn. 0 Norðmanna, utan Finna, sem ekki eru þekktir sem mikil fiskveiðiþjóð. Aðildarþjóðir samkomulagsins hafa áður hafnað afstöðu Norð- manna gagnvart þessu svæði og veitt þar. Þær deilur hafa endað með samningum um veiðiréttindi. íslendingar eru hins vegar fyrsta aðildarþjóðin sem verður fyrir þessum aðgerðum Norðmanna, „ sagði Jón Baldvin. Klippur og skot Það var um áttaleytið á þriðju- „Stórþingið styður aðgerðirnar heilshugar,“ segir í fyrirsögn í Verd- ens Gang í fyrradag. Undir henni má lesa: „Lauslega eftir miðnætti komu fréttirnar til Stórþingsins: Noregur á í þorskastríði við Island! Þeir átta flokkar sem á Stórþinginu eru höfðu rifist um tímasetningar í sambandi við ESB-málið í einn klukkutíma. Enginn var ósammála um þorskastríöið." Verdens Gang fékk viðbrögð frá forystumönnum allra stjórnmála- flokka í Noregi við aðgerðunum: Jan Petersen úr Hægriflokkn- um (Hoyre) segir: dagskvöldið að norsk strandgæslu- skip klipptu veiðarfærin aftan úr þremur íslenskum fiskiskipum sem voru að veiðum á Svalbarðasvæð- inu. Þetta voru skipin Bliki, Hegra- nesið og Hágangur II, en Hágangur er skráður undir hentifána í Belize, en gerður út af íslenskum aðilum. Skipstjórnarmenn á Má, sem einn- ig er staddur á þessu svæði skýrðu síðan frá því að annað norsku skip- anna hefði skotið á þá. Eítir fund forsætis- og utanríkis- ráðherra í morgun, og fund utan- „Það er rétt að bregðast við sam- stundis og af krafti þegar reglurnar eru brotnar. Ekki bendir annað til þess en að aðgerðir okkar hafi heppnast vel.“ Erling Folkvort úr Rauða kosn- ingabandalaginu (RV) segir: „Við erum sammála um að Nor- egur noti fljótvirkar aðferðir gegn ólöglegum veiðum. Ég vona þó að litla Island sé ekki eina ríkið sem Noregur þorir að hefja harðar að- gerðir gegn. Það á að meðhöndla alla sem brjóta lög eins, líka ef þeir eru frá Rússlandi eða einhverju ESB-landanna.“ Kjell Magne Bondevik úr ríkismálanefndar Alþingis, var sendiherra Isla'nds í Noregi sendur á fund norskra yfirvalda, þar sem hann lýsti afstöðu íslendinga. Enn hefur ekkert svar borist frá Norð- mönnum, en í gær sagði norski ut- anríkisráðherrann, Bjorn Tore Godal, að munurinn á afstöðu ís- lenskra og norskra stjórnvalda væri minni en margir héldu. Engin íslensk varðskip Jón Baldvin segir að íslensk stjórnvöld muni ekki senda varð- Kristilega þjóðarflokknum (KrF) segir: „Við styðjum aðgerðirnar. Island hefur fengið ítrekaðar viðvaranir. Það er því nauðsynlegt að gera það skýrt fyrir íslendingum hvað sé rétt og hvað sé rangt.“ Erik Solheim úr Sósíalíska vinstriflokknum (SV) segir: „Við höfum ekkert út á þessar aðgerðir að setja. Það er nauðsyn- legt að stöðva ólöglegar veiðar og koma á reglu á verndarsvæðinu.“ Carl I. Hagen úr Framfara- flokknum (Frp) segir: „Þetta er stórkostlegt. Nú er Landhelgisgæslan farin að vernda skip inn á svæðið. „Við teljum að þessa deilu eigi að leysa með samn- ingum, eins og hefð er fyrir í sam- skiptum þessara þjóða. Ef samn- ingaviðræður skila ekki árangri þá er eina leiðin sú að leggja deiluna fyrir alþjóðadómstól, því þetta mál snýst um þjóðarrétt. Við viljum alls ekki stigmagna þessa deilu, og leggjum áherslu á að hún verði leyst með friðsamlegum hætti,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra. O lög og reglur. Á þessu svæði verður að hafa örugga yfirsýn og stjórn. Þetta svæði þolir ekki frekari veið- ar. Við verðum að halda uppi lög- um og reglu.“ Oscar D. Hillgaar, leiðtogi klofningsflokks úr Frp, segir: „Styðjum aðgerðirnar fullkom- lega. Noregur hefur teygt sig langt og eftirlátið Islendingum þýðinga- mikil hafsvæði. Við verðum að koma á aga á verndarsvæðinu. Við erum loksins farin að tala tungumál sem íslendingar skilja.“ Lars Spansheim úr Vinstri- flokknum (Venstre) segir: Útgerðarmenn tog- aranna Hegraness og Blika sem klippt var hjá: Ætlaímála- reksturgegn norska ríkinu „Látum reyna á rétt- arstöðu okkar fyrir norskum dómstólum segir Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar. Útgerðarmenn togaranna Hegraness og Blika hafa ákveðið að höfða mál gegn norska ríkinu sökum þess að norska strand- gæslan klippti á togvíra togar- anna eins og kunnugt er af frétt- um. Einar Svansson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings, sem gerir út Hegranesið, og Ottó Jakobs- son sem gerir út Blika, funduðu um málið í gærdag og tóku þessa ákvörðun. „Við viljum láta reyna á réttarstöðu okkar í þessu máli fyrir norskum dómstól- um,“ segir Einar Svansson í sam- tali við EINTAK. „Það ræðst svo af framhaldi málsins hvort við vísum því til alþjóðlegs dóm- stóls.“ I máli Einars kemur fram að þeir hafi sent ríkisstjórninni greinargerð um málið af sinni hálfu þar sem greint var frá þess- um áformum. Einar telur þau ' samræmi við stefnu ríkisstjórn- arinnar um að vísa deilunni til alþjóðlegs dómstóls ef ekki náist samningar við Norðmenn. Stuðningur frá LÍÚ Einar segir að sönnunargögn- in í málinu liggi ljós fyrir því klippingar norsku strandgæsl- unnar á togvírunum séu til á myndbandsspólum. Á þeim sé einnig að finna það er skotið var á togarann Má frá Ólafsfirði en norska strandgæslan neitar nú að slíkt hafi verið gert. LÍÚ mun styðja við bakið á útgerðarmönnunum í mála- rekstri þeirra gegn norska rík- inu, enda segir Einar að hags- munir allra íslenskra útgerðar- manna séu í húfi í þessu máli. „Við erum orðnir aðilar að Sval- barðasamkonrulaginu og það er eins og Norðmenn hafi ekki átt- að sig á því,“ segir Einar. „Staða okkar í málarekstrinum hlýtur því að vera sterk.“ Að sögn Einars verða næstu skref þau að útvega lögfræðinga í Noregi sem eru tilbúnir að taka að sér málið. „Við munum síðan bíða niðurstöðu dómstólsins hvað varðar framhaldið, en ég vona að sú niðurstaða liggi fljót- lega fýrir.“0 „Ég trúi því ekki að allar leiðir hafi verið reyndar áður en gripið var til þessara aðgerða. Það getur ekki verið nauðsynlegt að beita of- beidisaðgerðum gegn vinsamlegum nágranna.“ Jan Henry T. Olesen, sjávarút- vegsráðhcrra Noregs, sem er úr Verkamannaflokknum (Arbeit- spartyet) segir: „Þessar aðgerðir sýna að Noreg- ur mun sýna styrk sinn til að vernda þetta svæði. Þetta sýnir að við erum ákveðnir í að nota þær aðferðir sem þarf til að stöðva ólög- legar veiðar.“ 0 Viðbrögð norskra stjórnmálamanna við þorskastríðinu: Breið samstaða á norska Stórþinginu um aðgerðimar á Svalbarða „Noreaur svnir styrK,“ seqir Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs. 6 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.