Eintak

Árgangur
Tölublað

Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 35

Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 35
Herra Pókus „Ég er búinn að vera í þessum bransa frá því ég var sjö ára gamall, en var hins vegar sextán þegar ég fór að koma fram,“ segir Pétur Finn- bjömsson, öðru nafni Pétur Pókus, sem skemmta mun Reykvíkingum með töfrabrögðum um helgina. Á föstudaginn ætlar hann að frumsýna töfrabragð sem hann segir vera það stærsta sem íslenskur töframaður hafi leikið. Hvað ætlarðu að gera á föstudag- inn? „Það er leyndó, komdu bara og sjáðu." En hvernig lærir maður töfra- brögðin? „Sko, ég hef nú aðallega lært af bók- um og sjálfum mér,“ segir Pótur. „En vinur minn Baldur Brjánsson hefur hjálpað mér að fínpússa töfrabrögðin mín, enda hefur hann langa reynslu af töfrum og sjónhverfingum. En þótt hann hafi hjálpað mér mikið, getur maður ekki sagt honum frá öllu, því maður verður jú að hafa einhverja leyndardóma, út á það gengur þetta starf!" Pétur töfrar í sumar með leikhópnum Sumargríni sem ferðast á milli skóla og barnaheimila. „Bömin hafa mest gam- an af atriðum þar sem hlutir eru látnir hverfa og birtast aftur. Lokaatriðið er hins vegar vinsælast, þegar töfra- sprotinn minn breytist i súkkulaðipill- ur." Og það er auðvitað leyndarmál, hvemig þú ferð að því? „Að sjálfsögðu." En þú töfrar væntanlega fyrir fleiri en börn og unglinga? „Já, ég skemmti fullorðnum líka, en þá eru töfrabrögðin kannski aðeins ann- ars eðlis." Hvers eðlis verða þau? „Þá fara þau að líta aðeins hættulegar út. Ég hef verið að fikra mig áfram með brögð þar sem eldur er notaður. Stundum sýni ég hvernig hægt er að stinga nálum í gegnum handlegginn á sér, og það vekur venjulega sterk við- brögð hjá áhorfendum.'1 Og hvernig í ósköpunum ferðu að þvíl? Nei, lof mér að geta — það er auðvitað leyndarmál? „Rétt," sagði Pétur Pókus og dreif sig upp í Fellahelli að æfa nýjasta bragðið. Frá Kramhúsinu. Fyrir miðju situr stjornandinn, Orville J. Pennant. „Markmiðið með þessari sýn- ingu er að þjóðhátíðin í Reykjavík endurspegli menningu allra land- nema á Islandi, hvort sem þeir komu frá Noregi fyrir löngu, eða frá Asíu fyrir nokkrum árum. Menninguna okkar ætlurn við að endurspegla í tónlist og dansi.“ Þetta segir Orville J. Pennant, sem er fæddur á Jamaíku, ólst upp í Bandaríkjunum og hefur búið hér á landi síðustu tvö árin. Hann er stjórnandi dansatriða sem íslenskir nýbúar sýna á morgun, laugardag og sunnudag. Orville hefur unnið mikið með danshópum í Kramhúsinu, en hef- ur einnig verið með danskennslu, meðal annars með unglingahópum og á barnaheimilum. „Islenskir krakkar eru ósköp svipaðir krökk- um annars staðar í heiminum. Þeir eru forvitnir og frakkir, og það er afskaplega gaman að vinna með þeiin. Ég tek hins vegar eftir því að þeir vita meira en jafnaldrar þeirra annars staðar, jafnvel um heims- málin!“ „Hóparnir sem sýna munu á þjóðhátíðinni eru skipaðir fólki frá Kína, Tælandi og Filippseyjum og þarna verður hægt að sjá þjóðlega dansa, meðal annars bambusdans frá Tælandi, sem er mjög merkileg- ur,“ segir Orville. „Ég er einnig að æfa íslenskan danshóp sem sýnir dansana frá mínu landi, Jamaíku, en það eru kalypsódansar með afr- ískum áhrifum. Ég sé um að sam- ræma öll atriðin, en get hins vegar lítið hjálpað asísku hópunum með þeirra dansa, þau kunna þá miklu betur en ég!“ Nýbúarnir munu taka þátt í mik- illi skrúðgöngu sem leggur af stað frá Hlemmi niður Laugaveginn, klukkan hálftvö á morgun. Þegar gangan kemur niður í bæ verður safnast saman í Kvosinni, þar sem stanslaus skemmtiatriði verða í boði frá þrjú til hálfsjö. Danssýningar nýbúanna verða á sviði í Lækjargötunni, og hefjast með kínverskri leikfimi, sem er nokkurs konar Tai-chi leikfimi og á rætur sínar að rekja í aldagamaili bardagalist. „Við sýnum ekki aðeins á þjóð- iiátíðardaginn," segir Orville, „því á laugardaginn verðum við með sýn- ingu í Fjölskyldugarðinum í Laug- ardal. Þar koma sömu hóparnir fram, en þeir verða með aðra dansa en áður.“ Þótt nýbúarnir séu af margvís- legu þjóðerni, segir Orville að sam- starfíð hafi gengið einkar vel. „Við erum í rauninni öll á sama báti. Þótt hver hópur eigi sín menning- arlegu séreinkenni þá eigum við það sameiginlegt að vera útlend- ingar í þessu landi. Við viljum öll læra að meta íslensku menninguna og fá íslendinga til að meta okkar, því við viljum verða Islendingar,1 sagði Orville J. Pennant. © Bambusdans og kínversk leikfim i 08.25 Allar kirkjuklukkur höfuðborgarinnar breytast í vekjaraklukkur (fimm mfnútur og gefa tóninn fyrir daginn. 15.00 - 18.00 Tóti Trúöur skemmtir ungum og öldnum f Hallargaröinum viö Fríkirkjuveg 11. Auk þess veröur Tjörnin full af róörarbátum og I Hljómskálagarðinum veröa skátar meö dag- skrá. 14.30 Skrúöganga frá Hlemmi niður Lauga- veginn. í fararbroddi veröa félagar úr Fornbfla- klúbbnum á bílum sfnum. Bílarnir veröa síöan til sýnis á bílastæðinu viö Vonarstræti milli 15.00 og 16.00 16.00 - 17.30 Götuleikhús ungs fólks með sýningu sem nefnist Landnám. Sýningin veröur á ferðinni eftir Lækjargötunni og endar við Tjörnina þar sem stórsýning fer fram. 16.40 -17.15 Kínverskir, tælenskir og fili- peyskir dansarar sýna þjóðlega dansa og leikfimiæfingar í Lækjargötunni. Þeir sem taka þátt eru nýbúarnir okkar, sem ætla að setja alþjóðlegan svip á þjóöhátíðina i Reykjavík. Góð hugmynd. 21:00 - 03:00 Þjóðhátíðarnefnd á Þingvöllum er búin að vera eftir daginn og dagskránni lokað en f Reykjavík er fjörið rétt aö byrja. Helstu rokkgoð landsins verða samankomin í Lækjar- götu og tónleikum sem hefjast klukkan 21.00 og standa til klukkan 03.00. KK stígur fyrstur á svið ásamt Bubba vini sfnum. Þar á eftir poppa plaststrákarnir í Pláhnetunni. Diskóboltinn Páll Óskar kemur f kjölfarið og upp úr mið- nætti er það Sigga Beinteins og hljómsveitin N1+ sem gaular á sviðinu. SSSól hristir upp í fólki með alvöru rokki eftir að Sigga hefur lokið sér af og spilar það sem eftir lifir tónleikana. SVEITABÖLL Klisjurokksveitin Lipstick Lovers heldur sig norðan heiða og spilar á Dropanum á Akureyri í kvöld. Sigtryggur dyravörður er f afmælisskapi og hefur gefið út opinbera yfirlýsingu um að hann muni gera allt vitlaust á Akureyri í kvöld. Þið finnið hann á skemmtistaðnum 1929. Á Hótel Selfossi verða miðnæturtónleikar í sum- arnóttinni og er það sveitaballabandið Plá- hnetan sem spilar ásamt hjómsveifinni Spo- on. Þetta eru tónleikar sem er vel þess virði að faraá. Poppaö fram eftir nóttu. Stórsveitirnar flykjast úr bænum á Þjóðhátfðar- daginn. Sniglabandið fylgir lestinni og verður á útiskemmtun á Djúpavogi sem hefst klukkan 15.00. Um kvöldið verður slegið upp dansleik og munu Sniglarnir þá láta í sér heyra svo um munar. Hornfiröingar ættu að halda upp á afmælið í Sindrabæ í kvöld þar sem Örkin hans Nóa heldur stórtónleika fyrir 18 ára og eldri. F E R Ð I R Ferðafélag Islands: Þingvellir Feröatélagið tekur að sér að skipuleggja gönguferðir á Þing- völlum 17. júnf og verða það stuttar gönguferðir frá stjórnstöð eins og hér segir: Kl. 10.00 Langistigur, kl. 13.00 Flosagjá, kl.14.00 Langi- stígur. í Þ R Ó T T I R Sjónvarpsfótbolti Hæ hó jibbf jei og jibbí jei, það er kominn Heimsmeistarakeppni. Gamanið er hafið og meirihluti jarðarbúa sestur fyrír framan tækið. Hvort sem þú ert á Fiji eyjum, ís- landi eða í landi hinnar rísandi sólar er þetta at- burður sem þú vilt ekki missa af. f kvöld eigast við í opnunarleik hátíðarinnar, heimsmeistarar Þjóðverja og Bólivíumenn. Seinna um kvöldið taka Spánverjar Suður-Kóreumenn líklega I nösina. SJÓNVARP RIKISSJONVARPIÐ 09.00 Þjóðhátið á Þing- völlum. Þeir sem ekki komast á lýðveldishátið- ina á Þingvöllum geta lylgst með þvisem þar er að gerast i beinni útsendingu. Sjónvarpað verð- ur trá ötlum helstu atburðunum og geslir teknir tali. Alls taka 70 manns þátt i þessari viðamestu útsendingu Sjónvarpsins til þessa. Dagsijóss- gengið, Aslaug Dóra, Fjalar, ÓlölFtún, Þorfinn- ur og Sigurðursjá um kynningar og viðtöl ásamt Boga Ágústssyni, Árna Þórði Jónssyni og Kristinu Þorsteinsdóttur. Dagsljósstjórnend- urnir Jón Egill Bergþórsson og Styrmir Sig- urðsson stjórna útsendingunni sem stendur til klukkan 18.00.18.10 Táknmálsfréttir 18.15 Setningarathöfn heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í beinni 19.00 HM í knattspyrnu Þýskatand - Bótivía. Bein útsending. 20.00 Fréttayfirlit 20.10 Veður 20.15 HM i knatt- spyrnu Þýskatand - Bólivla, Iramhald. 21.00 Jón Sigurösson, maður og foringi Heimilda- mynd með leiknum atriðum um líl og starí lyrsta forseta lýðveldisins. Egilt Ólalsson og Margrét Ákadóttireru íaðathlutverkum. 22.00 Fréttir 22.15 Frá þjóðhátíð Samantekt frá hátiðinniá Þingvöllum. 23.25 HM i knattspyrnu Spánn - Suður-Kórea. Bein útsending. 01.10 Útvarps- fréttir í dagskrárlok STÖÐ 213.30 Frami og fláræði True Col- ors 15.15 Alice Meistara Atten helur oft tekist betur upp en hér. Þessi mynd fjallar um undir- gelna eiginkonu i leitað sjállrisér. Leikaraliðið er pottþétt sem endranær. MiaFarrow, William Hurt, Atec Baldwin og Joe Mantega. 17.00 Fagri Blakkur Tatsett teiknimynd um hest. 17.45 Anthony Hopkins og konungur dýranna Hopkins erkominn íIjónagrylju.MAO NBA tilþrif 19.19 19:19 20.00 Saga McGregor fjöl- skyldunnar 20.50 Sódðma Reykjavík Besta íslenska gamanmyndin litþessa. Grátbroslegir karakterar og undirheimar Beykjavíkur skoðaðir á kaldhæðinn hátt. Óskar Jónasson teikstýriren með aðalhlutverk tara Bjórn Jörundur Frið- björnsson, Eggert Þorleilsson, Sóley Elíasdóttir og Heigi Björnsson. Sódóma Beykavík er bönn- uð börnum. 22.20 Siðleysi Indecency. Léleg mynd sem snýst um ágirnd, kúgun og morð. 23.45 Úlfahúsið Legend of Wolf Lodge. Ógeðsteg og óhugnanleg mynd sem gerist í óbyggðum Kanada þar semmorðingar og ill- gjarnirandar leika iausum hala. 01.10 Roboc- op II Fyrirþá sem eru gelnir lyrir spennandi vísindaskáldsögur er þessi lyrirtaks afþreying. 03.05 Dagskrárlok Laugardagur P O P P Black Out heldur rólinu áfram og syngur bæði lög eftir sjálfa sig og aðra á Tveimur vinum i kvöld. llndir Tunglinu, þriðja kvöldið í röð á Gauki á Stöng. Spurningin er: tekst þeim að halda uppi T ó n 1 i i s t G a u k s i n s ii i æ s t u i v i k u FIMMTUDAGUR 16. júní FÖSTUDAGUR 17. júní LAUGARDAGUR 18. júní SUNNUDAGUR 19. júní MÁNUDAGUR 20. júní ÞRIDJUDAGUR 21. júní MIÐVIKUDAGUR 22. júní UNDIR UNDIR UNDIR RICHIE SCOBIE & RICHIE SCOBIE & KINKÍ SOULDELUXE TUNGLINU TUNGLINU TUNGLINU SIGGI DAGBJARTS SIGGI DAGBJARTS FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ1994 35

x

Eintak

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-3371
Tungumál:
Árgangar:
2
Fjöldi tölublaða/hefta:
57
Gefið út:
1993-1994
Myndað til:
1994
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Egill Helgason (1993-1994)
Útgefandi:
Nokkrir Íslendingar (1993-1994)
Efnisorð:
Lýsing:
Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað: 26. Tölublað (16.06.1994)
https://timarit.is/issue/259434

Tengja á þessa síðu: 35
https://timarit.is/page/3636279

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

26. Tölublað (16.06.1994)

Aðgerðir: