Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 9
Eftir atburði síðustu vikna kemur ekki mörgum á óvart að Páll Magnússon skuli vera á förum frá íslenska
útvarpsfélaginu. Meiri athygli vekur hins vegar sérstaklega rausnarlegur starfslokasamningur sem
Ingimundur Sigfússon hefur gert við hann fyrir hönd fráfarandi meirihluta félagsins. Sá samningur kostar
(slenska útvarpsfélagið um tíu milljónir króna sem er tæplega sjö milljónum meira en starfslok Páls ættu
að kosta samkvæmt ráðningarsamningi hans. Jón Kaldal bar þessa tvo samninga saman.
Páll kvaddur með
fimm milQónum
umfram samninaa
Eins og fram hefur komið í frétt-
um hefur Páll Magnússon sjón-
varpsstjóri gengið frá starfsloka-
samningi við Ingimund Sigfús-
son, stjórnarformann fráfarandi
stjórnar íslenska útvarpsfélagsins.
Þessi samningur hefur vakið upp
hörð viðbrögð hins nýja meirihluta
en einn af stærstu aðilunum innan
hans segir að það séu varla önnur
ráð í stöðunni en að „fara í skaða-
bótamál við þá aðila sem stóðu að
þessum samningi og láta þá bæta
það tjón sem hann veldur félag-
inu“. Eins eru menn innan hins
nýja meirihluta illir í garð Páls þar
sem þeim þykir hann hafa brotið
freklega þau ákvæði sem ráðning-
arsamningurinn kvað á um starfs-
lok hans og þykir hann hafa nýtt sér
mjög þann glundroða sem er ríkj-
andi innan stjórnar félagsins.
Samkvæmt samningnum er
áætlað að Páll láti af störfum eigi
síðar en 8. júlí næstkomandi. Þann
dag verður haldinn hluthafafundur
í félaginu og nýr meirihluti mun
taka við stjórn þess.
Það kemur ekki á óvart að Páll
Magnússon hættir senn störfum
hjá íslenska útvarpsfélaginu. Und-
anfarið hafa vangaveltur manna
helst snúist um það hvort hann
myndi sjálfur segja upp störfum
eða hvort ný stjórn félagsins myndi
segja honum upp. En vitað er að
stórir hluthafar hafa verið mjög
óánægðir með stjórnunarhætti
hans og vinnubrögð í ýmsum mál-
um. Það sem vekur hins vegar at-
hygli við brottför Páls er fyrrnefnd-
ur starfslokasamningur sem Ingi-
mundur Sigfússon gerði við hann
og var undirritaður á mánudaginn
var, 13. júní. Sá samningur kostar
Islenska útvarpsfélagið hátt í tíu
milljónir króna og er í engu sam-
ræmi við hvernig starfslok Páls áttu
að vera samkvæmt ráðningarsamn-
ingi sem var gerður við hann þegar
hann var ráðinn sjónvarpsstjóri Is-
lenska útvarpsfélagsins í lok ágúst
1992.
Misræmi í samningum
I ráðningarsamningi Islenska út-
varpsfélagsins við Pál Magnússon,
sem var undirritaður 27. ágúst 1992,
segir:
„Islenska útvarpsfélagið leggur
Páli til bifreið af gerðinni BMW
520Í, eða sambærilega, og greiðir
allan rekstrarkostnað bílsins. Páll
getur óskað endurnýjunar á bif-
reiðinni á fimm ára fresti“.
Eins og menn muna sjálfsagt eft-
ir var Páll kominn á töluvert dýrari
bíl síðasta haust, Toyota Landcruis-
er jeppa, sem kostaði á fimmtu
milljón. Þegar aðhaldsaðgerðir
voru ákveðnar í fyrirtækinu
skömmu eftir áramót ákvað Páll að
taka þátt í þeim með því að selja
þennan jeppa og kaupa nýjan, Toy-
ota Fourrunner sem metinn er á
um það bil þrjár milljónir króna.
Samkvæmt starfslokasamningi Páls
eignast hann þennan jeppa sem
hann hefur haít til umráða en þegar
ráðningarsamningur hans er skoð-
aður fmnst hins vegar engin stoð
fyrir því að hann hafi átt að fá bíl-
inn til eignar. I sjöunda tölulið
ráðningarsamningsins segir:
„Gagnkvæmur uppsagnarfrestur
samningsins er sex mánuðir miðað
við mánaðamót. Segi íslenska út-
varpsfélagið hf. samningnum upp
fellur bíllinn, skv. tölulið 5, til Páls
án endurgjalds. Segi Páll samn-
ingnum upp á hann rétt á að kaupa
bílinn af félaginu á bókfærðu
verði.“
I lokamálsgreininni kemur skýrt
fram að Páll eigi ekki að eignast bíl-
inn nema honum sé sagt upp störf-
um en hann megi aftur á móti
kaupa hann á réttu verði ef hann
vilji, ef hann kýs sjálfur að hætta.
Og það var einmitt það sem Páll
kaus eins og kemur greinilega fram
í bréfi sem hann ritaði til stjórnar-
manna og varamanna íslenska út-
varpsfélagsins og dagsett er 14. júní
1994: „Ég hef nú bundið endi á
ráðningarsamning minn við Is-
lenska útvarpsfélagið...“ og enn
fremur: „Ástæður þess að ég óskaði
eftir lokum fyrrgreinds ráðningar-
samnings..." Því má í raun skoða
jeppann sem hreina gjöf ffáfarandi
meirihluta til Páls. Og jeppinn er
ekki það eina sem Páll fær aukreitis.
Starfslok Páls tæplega
sjö milljónum of dýr
Þrátt fyrir að það standi skýrum
stöfum í ráðningarsamningnum að
uppsagnarfrestur Páls séu sex mán-
uðir fær hann samkvæmt starfs-
lokasamningnum greidd laun fyrir
mun lengri tíma, eða tæplega tólf
mánuði. Sá tími er fenginn þannig
að til viðbótar sex mánaða upp-
sagnarfrestinum fær Páll greidd full
mánaðarlaun, 550 þúsund, fýrir
júlímánuð, en starfslok hans sam-
kvæmt samningnum verða ekki
síðar en 8. júlí eins og áður hefur
komið fram, hann fær greidda tvo
mánuði í áunnið en ótekið sumar-
leyfi og aðra tvo mánuði sem hann
ávann sér á árunum 1986 til 1990,
þegar ráðningarsamningur hans
tók mið af kjarasamningi Blaða-
mannafélags Islands. Að auki fær
Páll greidda risnu sem nemur 8/12
af mánaðarlaunum, þar er þó ekki
látið staðar numið því hann fær
einnig greiddan allan símakostnað,
fyrir heimasíma og bílasíma, og
rekstrarkostnað bifreiðar átta mán-
uði frá og með 1. ágúst. Erfitt er að
meta þennan síðasttalda lið samn-
ingsins en varlega áætlað er hann
ekki undir 400 þúsund krónum. I
samningnum er kveðið á um að til
grundvallar greiðslunni fyrir þessa
Iiði verði lagður kostnaður Páls við
síma og bifreið síðustu átta mán-
uði.
Samkvæmt ráðningarsamningn-
um frá 1992, er ekki minnst einu
orði á neitt af framantöldu utan sex
mánaða uppsagnarfrestsins, og þá
var allt eins gert ráð fyrir að hann
myndi vinna hann en í þessum
samningi tekur uppsagnarfrestur-
inn ekki gildi fyrr en 1. ágúst. Sér-
staka furðu vekja líka greiðslur fýrir
tvo mánuði frá því að ráðningar-
samningur Páls tók mið af samn-
ingum Blaðamannafélagsins. Það
væri eðlilegt að greiða þessa mán-
uði ef Páll hefði verið rekinn en
tíðkast afur á móti ekki þegar menn
segja upp af fúsum og frjálsum
vilja. Eins er það mjög rausnarlegt
af fráfarandi meirihluta að greiða
Páli tveggja mánaða ótekið orlof
þegar á það er litið að hann fær sex
mánaða uppsagnarfrestinn greidd-
an með orlofsálagi. Það verður því
að ætla að venjulega hafi hann
fengið orlof sitt greitt með launum
sínum og hann því ekki átt sumar-
leyfisgreiðslur inni.
Enn eitt atriði sem vekur mikla
athygli í þessum samningi er að
samkvæmt honum á íslenska út-
varpsfélagið að greiða Páli þá upp-
hæð sem allir þessir liðir mynda,
strax við undirritun samningsins.
Heimildir EINTAKS herma að
þetta hafi verið gert og að gjaldkeri
Islenska útvarpsfélagsins hafi greitt
Páli 6,6 milljónir króna, mínus
skatta, í fyrradag. Það þýðir að Páll
hafi fengið rúmar 4 milljónir í
beinhörðum peningum auk þess
sem 3 milljóna jeppinn varð hans
eign við undirskrift starfsloka-
samningsins. Ef starfslokin hefðu
hins vegar verið samkvæmt ráðn-
ingarsamningnum hefði Páll átt að
fá 3,3 milljónir í laun fýrir sex mán-
aða uppsagnarfrestinn en sú upp-
hæð er rétt rúmar 2 milljónir þegar
skatturinn hefur verið dreginn frá.
Þess í stað hefur Páll fengið um
fjórar milljónir í vasann og 3 millj-
óna króna jeppa að auki. Mismun-
urinn er 5 milljónir og í stað þess að
starfslok hans kosti íslenska út-
varpsfélagið 3,3 milljónir króna,
kosta þau félagið um 10 milljónir.©
■ V-
PÁLL MagnÚSSON: Heimildir EINTAKS herma að gjaidkeri ístenska útvarpsfélagsins hafi
greitt Páti 6,6 milljónir króna, mínus skatta, í fyrradag. Það þýðir að Páii hafi fengið rúmar 4
milljónir i beinhörðum peningum auk þess sem 3 milljóna jeppinn varð hans eign við undir-
skríft starfslokasamningsins. Ef starfslokin hefðu hins vegar veríð samkvæmt raðningar-
samningnum hefði Páll átt að fá 3,3 milljónir í laun fyrir sex mánaða uppsagnarfrestinn en sú
upphæð er rétt rúmar tvær milljónir eftir skatt.
Ingimundur SigfOsson: Starfslokasamningurinn
sem hann gerði við Pál Magnússon hefur vakið upp
hörð viðbrögð hins nýja meirihluta, en einn af
stærstu aðilunum innan hans segir að það séu varía
önnur ráð en að „fara í skaðabótamál við þá aðila
sem stóðu að þessum samningi og láta þá bæta það
tjón sem hann veldur félaginu".
FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ1994
9