Eintak

Tölublað

Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 19

Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 19
Vex íslenska kvikmynda- samsteypan ekki útlend- ineum í aueum með þetta glæsilega nafn? fsienska kvikmyndasamsteypan - Friðrik Þór Friðriksson Þegar Islenska kvikmyndasamsteypan, fyrirtæki Friðriks Þórs Frið- rikssonar, hét Hugrenningur átti hann mjög erfitt með að útskýra fyr- ir útlendingum hvað nafnið þýddi en það var hugsað sem renningur eða filma sem kæmi út úr huganum. Það er hins vegar hægðarleikur að þýða íslenska kvikmyndasamsteypan á ensku í The Icelandic Film Cor- poration. „Síðan við breyttum nafninu hafa okkur borist svör frá hverju einasta fyrirtæki sem við höfum þurft að senda bréf en okkur var hins vegar sjaldnast svarað þegar Hugrenningur sendi bréfin. Viðmótið breyttist sem sagt með nafninu,“ segir Friðrik Þór. Hann segir Islensku kvikmyndasamsteypuna langstærsta framleiðslu- fyrirtækið í kvikmyndaiðnaðinum hér á landi og því hafi spaugið snúist upp í raunveruleika. Hvað er íslensk fegurð? Urrgfrú Island - Unn- ur Steinsson „Það er þessi sakleysis- lega fegurð sem gerir ís- lenska fegurð frábrugðna erlendri," segir Unnur Steinsson, Ungfrú Island 1983. „Við erum ekki eins veraldarvön og aðrar þjóð- ir. Yfir íslenskri fegurð ríkir einfaldleiki. Okkur vantar allan glamúr og glys eins og oft vill verða hjá öðrum. Það er oft á tíðum það sem útlendingar taka eftir.“ Unnur segir Islendinga jafnframt vera hlédrægna og ekki bera mikið á þeim. „Við erum því að mörgu leyti lík landinu okkar sem mörgum finnst ljótt og hrjóstrugt í byrjun en þegar fóík hefur kynnst því finnst því það aldrei hafa séð neitt fallegra." O Eru íslensk fjöll „lásí“ til klifurs? Islenski alpaklúbburinn - Magnús Tumi Guðmunds- son Þegar formaður íslenska alpa- klúbbsins er spurður hvort íslensk íjöll séu lásí til klifurs vill hann alls ekki kannast við að svo sé. „Þau eru býsna skemmtileg að vetrarlagi og jafnast þá á við flesta aðra staði,“ segir hann. „Jöklaferðir er einnig hægt að stunda betur hér en víðast hvar annars staðar. Margir klúbbar í Bretlandi heita alpaklúbbar en það er út frá sögulegum forsendum því íþróttin kallast „alpinism" á alþjóð- legu máli. Umræða um breytingu á nafninu er eitt af þessum málum sem alltaf vakir en menn eru tregir tii að breyta því.“ Magnús viður- kennir að nafn klúbbsins sé villandi því helsta starfssemin eru ferðir hér- lendis en sumir meðlima hans hafa þó klifið fjöll á meginlandi Evrópu, Suður-Ameríku og Asíu. Ertu stoltur af því að vera Tslendingur? j Island i daa - Jón Arsæll Þ / Island i dag - Jón „Eg er stoltur yfir að vera Islend- ingur,“ segir Jón Ársæll Þórðar- son, fréttamaður á Stöð 2. „Mað- ur drekkur nánast í sig þjóðern- isstoltið með móðurmjólkinni og það hefur eflst upp frá því. Maður þarf ekki endi- lega að vera ánægður með alla skapaða hluti þó maður sé stoltur yfir ís- landi og að vera íslendingur. Ég held að þjóðernisstoltið sé blanda af svo ansi mörgu, meðal annars dulúðinni yfir okkur og hvaðan við erum Jw- komin. Þetta er sjálfsagt f *“ blanda af þúsund og ein- 2 um hlut og það er erfitt að nefna eitthvað eitt °9 skilja þúsund eftir. Eg hef áhyggjur af ^'ClÉSÍL hvað við erum sífellt Bl að agnúast út í sjálf ■k okkur og þjóðina. Ég held að það sé B engin klisja að við B verðum að passa kvæðninni eins PPI og forsetinn og hafa bent á. Sjálfsgagnýni er góð en við verðum að samt að stilla henni í hóf eins og mörgu öðru.“ Hvað gerir lag ís- lenskt, annaoen þjóð- erni höfundarins? íslandslag - Valgeir Skagfjörð Valgeír Skagfjörð sem sigraði keppni Þjóðhátíðarnefndar með lagi sínu fslandslag, í tilefni af lýðveldisafmælinu, segir að efni og tunga textans geri lag íslenskt. „I þessu lagi eru ekki nein séríslensk einkenni tónlistarlega séð,“ segir hann. „ Þetta er ekki fimmundasöngur eins og í íslenskum rímum. Lagið við Islandslag er bara venjulegt alþjóðlegt lag með ákveðnu klassísku yfirbragði. Ég reyndi að liggja utan í ákveðnum ætt- jarðarstíl og hafði hið klassíska íslenska einsöngslag til við- miðunar. Valgeir segir að honum finnist þjóðerniskennd sín koma vel fram í þessu lagi. „Ég var að reyna að nálgast þessa tilfinningu sem Islendingar bera með sér hvert sem þeir fara. Það er, hvað það þýðir að vera sjálfstæð þjóð í eigin landi. Ég reyndi að pakka þessu öllu inn í einn pakka.“ Er eitthvað ísleijskara við Is- lensku aug- lýsingastof- una en aðr- ar auglýs- ingastofur? /s/pnsRa auglýsingastofan - Olafur Ingi Olafsson „Já, nafnið,“ svarar Ólafur Ingi Ólafsson, annar eigandi íslensku auglýsingastofunnar að bragði. Svo bætir hann því við að það sé lýsandi fyrir fyrirtæki í fremstu röð í sinni grein. „Það var bæði ákveðin ögrun að gefa stofunni þetta nafn og svo þótti okkur það stefnumark- andi,“ segir Ólaftir. „Henni er ætlað að vera í fremstu röð. Við vonum alla vega að hún sé það. Það er algengt að auglýsingastof- ur heiti einhverjum poppnöfn- um.“ Ólafúr segir viðskiptavinina vera orðna vana nafninu þótt þeim hafi eflaust þótt það stórt í upphafi. „Islensku auglýsingastofunni var aldrei ætlað að vera neitt stundarfyrirbrigði og hefur verið stærst undanfarin 3-4 ár,“ segir hann. Getur Is- land staðið eitt og verið óháð óðr- um? Samstaða um óháð Is- land - Gunnlaugur Július- son „ísland getur staðið eitt en við verðum aldrei óháð öðrum,“ segir Gunnlaugur Júliusson, talsmaður Samstöðu um óháð ísland. „Samtökin urðu til þegar EES-samningurinn var í undir- búningi og margir töldu að með honum myndum við afsala okk- ur hluta af fúllveldi þjóðarinnar. Nafnið á félaginu vísar í þessa umræðu en við verðum aldrei óháðir öðrum ef við horfum á málin frá víðara sjónarhorni eins og til dæmis til Sameinuðu þjóð- anna, hafréttarsáttmálans, utan- ríkisverslunar og fleira. Okkar mat er að hagsmunum Islands sé betur borgið utan Evrópusam- bandsins en innan þess. Fiimupftsu.fm.' 1%

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.