Eintak

Tölublað

Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 20

Eintak - 16.06.1994, Blaðsíða 20
Er til eitthvað sem heitir íslensk heilsa? Islenska heilsufélagið hf. - Grímur Sæmundsen „Það er til íslensk heilsa. Hún mótast af því hvað hér eru hrein og ómenguð náttúrugæði og hvað við borðum holla fæðu,“ segir Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri íslenska heilsufélagsins hf. „Islendingar eru á margan hátt mjög vel á sig komnir. Þeir eru langlífari en aðrar þjóð- ir og sömuleiðis er minna um ungbarnadauða en annars staðar þekkist. Hvort tveggja ber merki um almenna hollustu og góða heilbrigðisþjón- ustu, en sú sem við búum við hér á landi er talin í hæsta gæðaflokki af al- þjóðlegum heilbrigðisstofnunum." vera íslenskur o ur bifreiðaeiean Félag íslenskra bifreiðaeigérrda - Runólfur „Ef við miðum við nágrannalöndin þá þurfa íslenskir bifreiðaeigend- ur gegnumsneitt að þola meiri álögur," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Vegna legu iandsins og vegakerfis eru sam- göngur hér erfiðari en víðast hvar annars staðar. Þó þeim hafi fleygt fram er vegakerfið ennþá mjög vanþróað. Við vildum gjarnan að félags- menn okkar væru fleiri því bifreiðaeigendur eru svo margir. í upphafi var félagið stofnað af þeim sem betur máttu sin því fáir áttu bíla. Þá var félagið í anda konunglegra bílakiúbba í Evrópu, en nú er það fyrst og ffemst hagsmunasamtök.“ Jivað er íslenskt við Islenska útvarpsfélaeið? Islenska útvarpsfélagið - Ingimundur Sigfússon „Vissulega höfum við sýnt mikið af am- erísku efni en við höfum unnið gott starf að öðru leyti. Til dæmis vorum við brautryðjendur í ís- lenskri talsetningu á barnaefni,“ segir Ingimundur Sig- fússon, stjórnarfor- maður hjá íslenska útvarpsfélaginu. „Svo er náttúrlega ffábær fréttastofa á Stöð 2. hennar höfum við verið með alls kyns íslenska þætti.“ Hvernig styrkir pú þjóðernis- kenndina? Landslið íslenskra pnat- reiðslumeistara - Ulfar Finnbjörnsson „Með því að segja „ísland, já takk“ og nota sem mest af íslensku hráefni. Mér fmnst fáránlegt þegar kokkarnir inni í eldhúsi eru að væla að ekki sé til neitt annað en steinselja. Á leiðinni í vinnuna eru þeir búnir að vera að traðka á hundasúrum, blóðbergi og fíflum. Ég fer svona annan hvern dag 40 kílómetra hring í kringum Reykja- víkursvæðið og tíni allan fjandann. Ég nota mikið af hundasúrum, blóðbergi, maríustakk, kerfli og skessujurt. Hundasúrur eru til dæmis mjög góðar í sorbet og fiski- sósur. Mér finnst fáránlegt að taka íslenskan fisk eða kjöt og fela bragðið með karrí eða einhverju þess háttar." Er ísland miðpunktur heimsins? Sterkasta kona á Islandi - Unnur Sigurðardóttir „Já, frá mínu sjónarhorni séð er Island miðpunktur alheimsins því ég er svo hátt uppi,“ segir Unnur Sigurðardóttir sterkasta kona á íslandi. „Mérfinnst bæði land og þjóð vera talsvert þekkt úti í heimi og bæði á neikvæðan og jákvæðan hátt. Það nei- kvæða er vegna hvalamálanna en það jákvæða á sviði sölumála. Eins og fram kom í grein í New York Times um daginn hefur okkur tekist að hafa það jákvæða ofan á. Við þurfum að koma því betur á framfæri hvað það er sálarhreinsandi að koma til ís- lands og hvað það er hreint og tært.“ Tekur þú með þer matarkex oe harðfisk til útlanda? Glímukóngur Islands - Skarphéðinn Orri Björnsson „Nei, ég man ekki eftir neinni ís- lenskri matvöru sem ég hef tekið með mér út. Ég reyni bara að drekka í mig erlenda menningu á ferðum mínum út fyrir landssteinana. Marg- ar ferða minna miðast að því að kynna land og þjóð og íslensku glím- una. Ég hef farið til Bandaríkjanna, Bretlands og Norðurlandanna á veg- um Glímusambandsins og viðtök- urnar verið mjög góðar. Islensk glíma þykir mjög áhugaverð og öðruvísi. í Svíþjóð og Danmörku er glíman komin vel á veg og fyrsta Norðurlandamótið verður haldið í lok júlí í Hróarskeldu." Hvað finnst þér það þjóð- iegasta sem Islendingar taka sér ryrir hendur? Islenska álfélagið - Ragnar Halldórsson Ragnar Halldórsson, stjórnarfor- maður Islenska álfélagsins og fyrrver- andi forstjóri þess, er ekki í vafa um það hvað er það þjóðlegasta sem Is- lendingar geta gert: „Að borða hákarl og drekka brennivín með.“ Ragnar segist þó ekki gera mikið af því. „Það er ekki hægt að vera Islending- ur í hástert alla daga vikunnar. Það er helst á þorrablótum, enda eru þau líka afskaplega íslensk," segir hann. 20 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.