Eintak - 23.06.1994, Side 2
Ætiarðu að vera
með leikrít á
kristnitöku-
afmælinu árið O
2000, Hlín m
„Nei, ég hugsa að ég leyfi þjóðinni
að halda áfram að rugla. Þetta er bú-
ið að vera svo mikið rugl. Ætli það
verði nokkuð betra árið 2000. fíáða-
menn þjóðarinnar eru svo viðkvæmir
fyrir gríni um fortíðina. Maður vill nú
ekki vera ábyrgur fyrir gríni um Þor-
geir undir feldinum. Annars þótti mér
þjóðleikritið Þjóðhátíðin vera það
skemmtilegasta á hátíðinni. Hún er
ágætisefni i absúrdleikrit um þessa
skemmtilegu þjóð. “
En var nokkur ástæða til að trúa
þvi að umferðin myndi ganga vel á
Þingvöllum?
„Já, við hittum tvo lögregluþjóna á
flótta á leiðinni. Þeir sögðu að það
tæki okkur hálftima að komast inn á
svæðið en það tók okkur tvo og hálf-
an tima og hlupum við síðustu tiu
kílómetrana.
Ég veit heidur ekki til hvers hjálpar-
sveitirnar voru þarna. Þær vom lik-
lega lika á flótta. Þærsögðu við okk-
ur: „Þið verðið bara að bjarga ykkur
sjálf. “ Aðra eins mótsögn hef ég ekki
heyrt. Mér fannst ég vera komin inn í
mikið absúrdleikrit. “
Hvaða skýringu telurðu vera á því
að leikritið ykkar var fellt út úr
dagskránni?
„Þú ættirað spyrja Stein Lárusson,
framkvæmdastjóra Þjóðhátíðar-
nefndar og Kristínu Hauksdóttur, list-
fræðilegan ráðgjafa hans að þvi. Þau
tóku sér það bessaleyfi að fella leik-
ritið út úr fyrirhugaðri dagskrá.
Mér kemur helst í hug að sögusagnir
hafi komist á kreik um að leikritið hafi
verið svo hræðilega lélegt að ekki
væri forsvaranlegt að sýna það á
þjóðhátíð. Hins vegar sá enginn leik-
rítið i endanlegum búningi. Þetta var
eina fmmsamda efnið á þjóðhátíðinni
en sumir eru hræddir við satiruna.
Við gerum grin að Jóni Sigurðssyni
og Fjallkonunni íleikrítinu. Ekki mátti
koma með neinar skýringar til gesta
af hverju það var ekki sýnt og segja
að leikhópurínn kæmist ekki vegna
umferðaröngþveitisins. Þetta kom
þviút eins og við hefðum gugnað.
Það má aldrei segja sannleikann á Is-
landi. Hérríkirsvo mikilafneitun."
Hafið þið fengið 400 þúsund krón-
umar greiddar fyrir leikritið sem
samningar voru gerðir um?
„Ég hefekki ennþá fengið krónu. Það
á eftir að útvega sérstakan stimpil til
að geta stimplað á reikningana. Þetta
er svo mikil bírókratia. “
Hefurykkur borist afsökunar-
beiðni?
„Ekki ennþá. Ég er nú flúin upp á
Vatnajökul til að losna undan ruglinu.
Það er sto létt umferð uppi á jökli og
mikil kyrrð ríkjandi. Hér er fint að vera
á þjóðhátíð. “
Hlín Agnarsdóttir leikstjóri var fengin til
að leikstýra 20 mínútna leikþætti með
hinum vinsæla áhugaleikhópi Hugleik til
að sýna á lýðveldishátíðinni á Þingvöll-
um. Hópurinn varð að hlaupa síðustu 10
km vegna umferðaröngþveitisins sem
myndaðist á leiðinni til Þingvalla. Þegar
hópurinn komst svo loksins á staðinn
var honum tjáð að ekkert yrði af sýning-
unni því allri dagskrá hefði seinkað og
slíta yrði þjóðhátíðinni.
smásai
© Sveinn Einarsson vann til verðlauna © Kláruðust rafhlöðurnar hjá löggunni?
© Eftirmaður Helgu Guðrúnar fundinn © Lýðveldis-ljóð í Hafnarfirði
,VEINN ElNARS-
kSON fór með
’sigur af hólmi í
smásagnasam-
keppni Rikisútvarps-
ins sem haldin var í
tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins.
Sögurnar áttu að vera óbirtar og
geta staðið undirtitlinum „Klukka
Islands". Saga Sveins hét „Klukkan
á kirkjunni hans afa“. Stefanía
Þorgrímsdóttir hlaut önnur verð-
laun og Valdimar Stefánsson þau
þriðju. Níu aðrar sögur voru valdar
til flutnings í Ríkisútvarpinu. Meðal
þeirra höfunda sem áttu sögur í
þeim hópi voru kappar á
borð við Birgi Sig-
URÐSSON, ÁSGEIR
Hannes Eiríks-
SON, ÚLF HJÖRVAR
og Eyvind P. Ei-
RÍKSSON...
Þótt lokunin á
Mosfellsheiði, óburð-
ugt vegakerfi og ýmislegt
fleira hafi valdið mestu um umferð-
arkaosið á þjóðhátíð eru ýmsar litl-
ar ástæður sem einnig hjálpuðu til.
Sem dæmi má nefna að heilu bíla-
stæðin „gleymdust" á Þingvöllum
svo sem Öxarábíla-
‘ 5 stæöið og ekki síst
ií heill grasbali
sem átti að
taka hvorki
j meira né minna
W en 5000 bíla.
Þetta ýtti meðal
annars undir að
fjöldi bíla lagði upp á
vegkantinn og umferðin gekk mun
hægar. Fleiri kenningar hafa verið á
lofti eins og til dæmis sú að raf-
hlöðurnar hafi klárast í talstöðvum
lögreglunnar og þess vegna hafi
skipulagsleysið orðið algert...
Guðbrandur Árni Ísberg
hefur verið ráðinn kynningar-
fulltrúi Háskóla íslands en
Helga Guðrún Johnson, fyrrver-
andi fréttakona á Stöð 2 hætti að
gegna þeirri stöðu síðastliðinn vet-
ur. Guðbrandur Árni nam sálar-
fræði, íslensku og frönsku í Háskól-
anum og lauk svo mastersgráðu í
auglýsingafræðum frá Uni-
versity of lllinois at Ur-
bana-Champaign.
Hann hefur starfað á
Auglýsingastofunni
Yddu og Ess Emm
undanfarin ár. Guð-
brandur er þaulkunnugur Háskólan-
um og starfaði þar einhverju sinni
með námi í 4 sumur...
Æskulýðs- og tómstunda-
ráð Hafnarfjarðarbæjar
efndi til Ijóðasamkeppni i
tilefni af lýðveldisafmælinu. Ásgeir
Jón Jóhannsson átti bæði verð-
launaljóðið sem og það sem lenti í
þriðja sæti en hann er þekktur hag-
yrðingur í Firðinum. Var verðlauna-
Ijóðið flutt af Fjallkonu Hafnarfjarðar
hinn 17. júní. Ingólfur Þórarins-
son fékk önnur verðlaun. Alls bár-
ust 17 Ijóð í keppnina...
TÆKI
VIKUNNAR
Nýleg hóprannsókn á íslandi
LOF
morð en lög-
fræðingar
Hijóð- 60 prósenl
deyfir fleiri læknar
fremja sjáHs-
Tæki þessarar viku virðist
við fyrstu sýn vera sérstak-
lega hannað með tækjafíkla í
huga, en þegar grannt er
skoðað kemur í Ijós að það
svarar þörfum mun breiðari
hóps. Margir leita á náðir tón-
listar í flugferðum og taka
með sér vasadiskó og heyrn-
artól. Sá galli er þó á gjöf
Njarðar að i flestum flugvél-
um er hávaðinn svo mikill að
drunurnar ná í gegn nema
hlustað sé á Metalica með
græjurnar stilltar á 11. Með
undraapparati þessarar viku
er vandinn leystur. í litla
svarta hylkið er hægt að
tengja hvaða vasadiskó eða
útvarp sem er og úr hylkinu
ganga svo sérstök heyrnartól
sem menn setja á höfuðið. í
svarta hylkinu er nefnilega
hljóðnemi, sem nemur um-
hverfishljóð, en örtölva reikn-
ar jafnharðan út gagnstæðar
hljóðbylgjur sem drekkja
drununum. Þessar gagn-
stæðu hljóðbylgjur hljóma
einar og sér eins og lágvær
fossniður, en þegar þær
blandast vélarhljóðinu ber á
hvorugu og tónlistin berst i
gegn. Jafnvel þó si/o engin
tónlist sé leikin gerir tækið
talsvert gagn og auðveldar til
muna svefnnæði. Tækið virk-
ar vitaskuld jafnvel í bílum,
frystihúsum og við vinnuvél-
ar, þar sem langvarandi drun-
ur gera mönnum lífið leitt.
Tækið er framleitt af Noise
Cancellation Technologies i
Bandaríkjunum, en síminn
þar er 901 410 636 8700. Það
kostar 149 Bandaríkja-
dali eða um 10.728 krón-
ur.
Mikið vinnuálag,
erfiðleikar með að
skipta um starf
séu þeir vansælir
og greiður að-
gangur að lyfjum
eru hugsanlegar
skýringar, að sögn
Matthíasar Hall-
dórssonar aðstoð-
arlandlæknis.
Sjálfsmorð eru 60 prósent tíðari
meðal lækna á Islandi en lögfræð-
inga. Þetta er eitt þeirra atriða sem
kemur fram í niðurstöðum úr hóp-
rannsókn er birtist í síðasta tölu-
blaði Lœknablaðisins. Að rannsókn-
inni stóðu Vilhjálmur Rafnsson
og Hólmfríður Gunnardóttir sem
starfa í atvinnusjúkdómadeild
Vinnueftirlits ríkisins.
Rannsóknin var gerð á 862 lækn-
um og 678 lögfræðingum sem
skráðir voru í Lögfræðingatali og
Læknatali. Með tölvutengingu á
kennitölum var afdrifa hópanna
leitað í Dánarmeinaskrá og
Krabbameinsskrá. í ljós kom að
hlutfallslega færri læknar en lög-
fræðingar höfðu dáið og var dánar-
tíðni meðal læknanna einkum
lægri vegna minni tíðni krabba-
meina, magakrabbameina, heila-
blóðfalla og önduarfærasjúkdóma.
Á hinn bóginn voru sjálfsmorðin
STELLINQ VIKUNNAR
Stelling vikunnar að þessu sinni er frá Torgi hins himneska
friðar þar sem kínverski „alþýðuherinn“ framdi fjöldamorð á
kínverski alþýðu að skipan kommúnistastjórnarinnar i Pek-
ing hinn 4. júni 1989. Stellingin er þrungin stöðuorku. í
henni felast hér-stend-ég-og-get-ekki-annað skilaboðin, en
um leið er öldungis glögglega augljóst að manninum verður
ekki hnikað. Langar raðir af skriðdrekum „alþýðuhersins“
geta ekið yfir hann, en maðurinn mun samt sem áður
standa um alla eilífð. Ef ekki líkamlega, þá íanda. Þessa
stellingu er hægt að iðka af alls kyns fólki við fjölda tæki-
færa. Til dæmis af áskrifendum Stöðvar tvö þegar inn-
heimtustormsveitir Rikissjónvarpsins hyggjast innsigla hjá
þeim tækið eða af íbúum við Garðastræti þegar bílar á rúnt-
inum hafa haldið vöku fyrir þeim lengur en góðu hófi gegnir.
mun tíðari sem áður segir.
Matthías Halldórsson er að-
stoðarlandlæknir. „Mér er ekki
kunnugt um hversu mörg þessi
sjálfsmorðstilvik eru. Ég er viss um
að þau séu mjög fá. Það er því erfitt
að draga víðtækar ályktanir út frá
þessum niðurstöðum. Á hinn bóg-
inn koma þær heim og saman við
rannsóknir víða erlendis,“ sagði
hann í samtali við EINTAK í gær.
Að sögn Matthíasar hefur það jafn-
framt komið fram í mörgum rann-
sóknum erlendis að sjálfsmorð séu
algengari meðal kvenna í lækna-
stétt. „Það má finna margar skýr-
ingar á því af hverju sjálfsmorð
meðal lækna virðast vera algengari
en hjá öðrum stéttum. Sumir hafa
bent á að séu læknar vansælir í
starfi sé nær útilokað fyrir þá að
skipta um starf sökum þess að þeir
eru menntaðir á mjög þröngu sér-
fræðisviði. Það kann að vera ein
skýring. Aðrir hafa bent á að lækn-
ar vinni óvenju mikið og vinnu-
álagið sé oft úr öllu hófi. Svo er um-
hverfið náttúrlega mjög stressandi.
Þá má nefna að læknar hafa yfirleitt
mjög greiðan aðgang að lyfjum svo
þeir eiga ákaflega auðvelt með að
svipta sig lífi.“ ©
...fær Davíð
Oddsson fyrir
að hafa tekið af
skarið og sam-
þykkt harðorð
mótmæli ríkis-
stjórnarinnar
vegna aðfara
norsku strand-
gæslunnar á
Svalbarðasvæðinu. Og þó
fyrr hefði verið. íslendingar
slíðruðu sverðin þegar Nor-
egskonungur kom hingað,
en hinir svonefndu frændur
okkar hafa ekki endurgoldið
þá kurteisi. Konungur talaði
um að þjóðirnar ættu að
komast að samkomulagi, en
norski sjávarútvegsráðherr-
ann neitar kategórískt að
ræða við íslendinga og vill
enn siður láta dómstóla fjalla
um málið. Annað hvort er
Noregskonungur ómerking-
ur eða sjávarútvegsráðherra
hans hefur gert sig sekan
um drottinsvik. En Davíð
Oddsson fær lof fyrir að hafa
tekið fyrsta skrefið. Hann á
að ganga lengra. Það á að
kalla islenska sendiherrann i
Ósló heim, ihuga slit stjórn-
málasambands og senda ís-
lensk varðskip á mið til
verndar íslenskum sjómönn-
um.
LAST
...fær Steinn
Lárusson fyrir
óendanlegt
klúður á óend-
anlega leiðin-
legri afmælis-
hátíð lýðveldis-
ins á Þingvöll-
um. Til þess að
bita höfuðið af sköminni vill
hann svo ekki kannast við að
neitt hafi farið úrskeiðis
nema salernismálin! Dag-
skráin var alltof löng og allt-
of leiðinleg. í raun leit hún út
eins og Jakob Magnússon
hefði samið hana með það i
huga að henda gaman að
þjóðinni. Framkvæmdin á
henni tókst heldur ekki sem
skyldi, þvi tafir alls kyns
settu svip sinn á hana. Að-
staðan var fráleit og er sama
hvort fjallað er um kamra
eða samgöngur íþví sam-
hengi. Hvaða rótari sem er
hefði getað séð þetta klúður
fyrir og gert betur en Steinn
og hans fólk. En lastið fær
Steinn fyrst og fremst fyrir
að geta ekki játað mistök sin
eins og maður.
ÞAÐ VÆRI TILQANQSLAL/ST...
2
FIMMTUDAGUR 23. JÚNl 1994