Eintak

Eksemplar

Eintak - 23.06.1994, Side 27

Eintak - 23.06.1994, Side 27
Chicago-Beau ÁSAMT BJÖRK „Ég verð auðveldlega þreyttur á stórborgar- lífinu og þess vegna finnst mér mjög afslappandi að koma til íslands. “ þessum málum? „Það má segja að ég hafi hlotið mjög góða menntun af lífinu sjálfu. Ætli ég sé ekki bara ágætlega menntaður á þeim sviðum sem mig langaði að fræðast um. Þegar ég var ungur voru engir sérstakir skólar fyrir svarta þannig að eina leiðin var að læra sjálfur með og af sínu fólki. Jafnvel þótt að hvíti maður- inn haldi að hann viti allt þá veit hann andskotans ekki neitt um okkur og okkar vandamál í þessu þjóðfélagi. Svartir í Bandaríkjunum eiga við mikla erfiðleika að stríða og hvarvetna sjáurn við ímyndir sem þeir hvítu hafa skapað, það eru þeir sem eru alltaf að segja okkur hverjir við erurn og hverjir við er- um ekki.“ Er fólk ekki farið að sjá að það skiptir ekki máli hvernigfólk er hör- undslitt, það er ekkkert betra eða verrafyrir það? „Mér finnst þessi mál hafa tekið afskaplega litlum breytingum á undanförnum árum. Það er svo skrýtið að blökkumenn eru í raun ósýnilegir í bandarísku þjóðfélagi. Það er ekki hlustað á okkur. Hvítir skilja okkur ekki, en þeir ætlast til að við skiljum þá og auðvitað erurn við farin að læra inn á þá því við höfum umgengist þá í fjögur- hundruð ár. Veistu hvað, afi minn og amma eru fædd í þrældómi. Það er ekki lengra síðan að við vorum þrælar lrvíta mannsins." Hvíti maðurinn hefur ekki enn náð að slá ykkur við í djass- og blús- bransanum? „Nei, þeim hefur ekki enn tekist það þrátt fyrir að þeir hafi reynt stíft. Hvíti maðurinn heldur að hann eigi tilkall til alls. En blúsinn er okkar menning, við fáurn hann í arfleifð frá Afríku. Við höfum miklu meiri takt í okkur en hvíti maðurinn og ég held að það sé vegna þess að á meðan við dönsuð- um í takt við tónlist í Afríku var hvíti maðurinn fastur í alls kyns boðum og bönnum sem kirkjan setti honum í Evrópu. Ef hvíti mað- urinn hefði ekki alltaf verið að velta sér upp úr vandamálum og skyggn- ast inn í sálarlíf mannsins stæði hann kannski framar í soul-tónlist- inni. Að iokum Beau, hvað œtlarðu að gera í framtíðinni? „Draumurinn er að kaupa vín- ekru á Suður-Spáni eða í Portúgal og koma þar upp gistihúsi og veit- ingastað. Þar væri spiluð lifandi djasstónlist og seinna rneir myndi ég kannski koma upp litlu hljóðveri þar. ímyndaðu þér, að sitja á ve- röndinni með fjöllin á bakvið sig og sjóinn fyrir framan, góða lifandi blústónlist, gott vín og góðan mat.“ 0 H0M ■ Nafn: Sigmar Guðmundsson Hæð: 183 cm Þyngd: 74 kg Háralitur: brúnn Augnlitur: margbreytilegur Sérkenni: Madonnu-fæðingarblettur fyrir ofan efri vörina og ómannglöggur með afbrigðum. Hv ER? Sigmar Guðmundsson er dagskrárstjóri á Aðalstöð- inni og X-inuog sérum stefnumótun og mannahald á báðum stöðvum. Hann er einnig með reglulega þætti á báðum stöðvum og hefur verið dagskrárgerðarmaður síðastliðin tvö ár. HvAÐAN? „Baldvin Jónsson hefur gert rnikið af því í gegnum tíðina að taka sénsa og ráða fólk sem honum líst vel á. Þannig var það með mig, Baldvin þekkti mig og ákvað að það væri þess virði að gefa mér tækifæri. Til að byrja með var ég með dæg- urmálaþátt eftir hádegi á virkum dögum ásamt Jóni Atla Jónassyni. Nokkrum mánuðum síðar var ég gerð- ur að dagskrárstjóra á Aðal- stöðinni og fýrir þremur mánuðum tók ég einnig við X-inu." Hv ERNIG? „Munurinn á stöðvunum tveimur felst aðallega í því að Aðalstöðin er á Ijúfu og rólegu nótunum og þar er spiluð tónlist sem höfðar meira til fólks sem er orðið aðeins ráðsettar en áheyr- endur X-ins. Á X-inu ræður greddan ríkjum og þar er spiluð ný tónlist sem heyrist ekki á öðrum stöðvum. Það má segja að Aðalstöðin og X-ið séu sitthvoru megin við Bylgjuna og FM.“ HvAÐ? „Meðal þess sem ég geri er að ráða fólk til starfa. Það sækja um þrjátíu manns um vinnu á Aðalstöðinni og X- inu í hverjum mánuði. Ekki er nauðsynlegt að viðkom- andi hafi reynslu sem dag- skrárgerðarmaður. Ef okkur líst vel á viðkomandi próf- um við hann og ef það geng- ur vel hleypum við honum í loftið. Ég sé einnig um stefnu- mótun á báðum stöðvum ásamt Þormóði Jónssyni, framkvæmdastjóra. Svo er það meira mitt að fylgja stefnunni eftir og sjá til þess að fólk sinni sínu starfi eins og til er ætlast." HvERS VEGNA? „Ég var að vinna hjá garð- yrkjudeild Garðabæjar og með fullri virðingu fyrir því göfuga starfi er þetta starf snöggtum skemmtilegra. Þetta er mjög lifandi starf, ég kynnist mörgu fólki og hlut- irnir gerast yfirleitt mjög hratt. Það á mun betur við mig en að húka úti í blóma- beði og reita arfa. Draumurinn í framtíðinni er að fara í fjölmiðlanám er- lendis, helst í Bandaríkjun- um. Það væri gaman að læra inn á aðra fjölmiðla en út- varp.“ Hvekt? I næstu viku standa X-ið og Rokkferðir KB fyrir ferð á Hróarskelduhátíðina í Dan- mörku. Sigmar fer þangað fyrir hönd X-ins. „Eg hef aldrei komið þarna áður en mér skiist á þeirn sem hafa verið þarna að þegar maður hefur komið einu sinni fari maður aftur og aftur." Með- al þeirra sem spila á Hróar- skelduhátíðinni eru Boo Radleys, St. Etienne, Ero- smith, Peter Gabriel, Und- erworld og aðalstjarnan, Björk. 0 EINAR MED OLLUM FIMMTUDAGUR 23; JÚNÍ1994 27

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.