Eintak

Eksemplar

Eintak - 23.06.1994, Side 4

Eintak - 23.06.1994, Side 4
ÓQEÐFELLDASTA FRÉTT VIKUNNAR Kynferðis- glæpir hunda © Gamlar deilur milli löggunnar í Reykjavík og í Árnessýslu © Örtröð á Mosfellsheiði 1974 © Bílaleigan neitaði að limósíurnar yrðu subhaðar út Æk Þi( A19 þjóðhátíðinni k 1974 stjórn- aði Lögreglan í Reykjavík umferð- armálunum alger- lega. Margir hafa furðað sig á því af hverju þessu var breytt og Selfoss- lögreglan látin taka að sér Þing- vallasvæðið. Sérstaklega í Ijósi þess að lögreglan á Selfossi hefur litla sem enga reynslu af svo mikilli skipulagningu og á nánast engin mótorhjól. Astæðu þess, að lög- reglan í Reykjavík sá ekki um alla skiþulagningu nú, má rekja allt til 1974. Á þjóðhátíðinni 1974 þegar Lögreglan í Reykjavík var við stjórn- völinn varð sýslumaður Árnesinga svo móðgaður að hann mætti ekki á þjóðhátíðina í mótmælaskyni. Lögum var síðan breytt 1975 til þess að koma í veg fyrir að þetta „slys“ gerðist aftur... Fjarlægðin gerir fjöllin blá. Margir tala um að umferðin á þingvelli 1974 hafi gengið eins og í ævintýri. Ef blöðunum frá þeim tíma er hins vegar flett þarf ekki mikinn speking til að komast að öðru. Fyrirsagnirnar eins og „Mesta umferðarteppa í 1100 ár,“ æpir til dæmis á lesendur í Vísi. Þar er einnig fyrisögnin „Erlendu gestirnir of seinir í kvöldverðinn" og „Fjöldi manns var 3 tíma eða meira frá Þingvöllum til Reykjavíkur.11 Morg- unblaðið hefur svipaða sögu að segja og á baksíðu er fyrirsögnin: „Samfelld bílaröð milli Reykjavíkur og Þingvalla." Hljómar einhvern megin kunnuglega. Síðast en ekki síst er að geta Þjóðviljans þar sem fyrirsögnin „Mesti umferðarhnútur sögunnar," prýðir baksíðu blaðsins. Það verður gaman að heyra hversu umferðin gekk vel 1994 þegar lög- reglan klúðrar umferðarstjórnuninni á 75 ára lýðveldishátíðinni 2019... w Ymsar skýringar hafa komið á því af hverju Lögreglan í Reykjavík ákvað á síðustu stundu að hætta við að fara Nesja- vallaleiðina og fara þess í stað Mosfellsheiðina og loka þar fyrir alla umferð. Opinberlega er því haldið fram að ástæðan sé að sú leið hafi þótt fljótfarnari og það hafi engu máli skipt hvort eð er þótt hún hafi verið valin. Því mótmælir reyndar Þjóðhátíðarnefnd og segir lokunina hafa skipt höfuðmáli. Sumir telja sig þó hafa fundið skýr- inguna. Sú saga gengur fjöllunum hærra að bílaumboðið sem fékk limónsínurnar að láni, sem áttu að flytja höfðingjana austur, hafi neitað að lána þá ef Nesjavallaleiðin yrði valin. Miklar rigningar höfðu verið dagana á undan og myndast mikill aur á veginum. Ekki mátti subba út fínu, fínu limósínurnar... Smjörlíki hf. seít kröfuhöfum á mánudag Slærsti hluthafinn tapar níu miiyón Davíð Scheving Thorsteinsson FYRRVERANDI FORSTJÓRI SmJÖRLÍKIS HF. „Er að bregðast trausti þess fólks sem trúði mér fyrir fjármunum sinum. “ Ógeðfelldasta frétt vikunnar er tvímælaust úr héraðsfréttablaðinu Feyki, sem gefið er út á Sauðár- króki. Þar segir af einu sérstæðasta nauðgunarmáli ársins, sem vafa- laust á eftir að verða meira úr. „Ég hef hótað því að ef hundurinn birt- ist hérna einu sinni enn verður hann fjarlægður fyrir fullt og allt. Þetta var í fjórða skiptið, sem þetta gerðist, og hann er búinn að koma einu sinni síðan,“ hefur Feykir eftir Þorbjörgu Snorradóttur á Sauð- árkróki. Glæpur hundsins fólst í því að koma inn á lóð Þorbjargar og hvelpa labradortík, sem hún á. „Jú, hundurinn nauðgaði vita- skuld tíkinni, sem var í bandi á lóð- inni,“ bætir Þorbjörg við. Þessi frétt er einkar ógeðfelld vegna þess að nú hefur mannskepnunni tekist að gera mállausum fjórfætlingum upp glæpahneigð og kynferðisbrengl, þegar þeir eru einungis að sinna frumhvötum sínum. Fréttin er líka ógeðfelfd fyrir þær sakir að Þor- björg kemst upp með að saka hundræksnið um nauðgun, þrátt fyrir að ekkert komi fram um að tíkin hafi ekki látið sér vel líka. Reyndar felst vísbending um hið gagnstæða í frásögn Þorbjargar þegar hún greinir frá því að þessi ást í meinum hafi náð klímaxi fimm sinnum svo hún viti, en ljóst er að á lóð Þorbjargar má eigi sköp- um renna fái hún nokkru um ráð- ið. Það sem gerir frétt þessa þó al- veg sérstaklega ógeðfellda er sú staðreynd að í kjölfar þessara heim- sókna fékk Þorbjörg dýralækni til þess að framkvæma fóstureyðingu á tíkinni. Afstaða fólks til fóstur- eyðinga er mjög misjöfn en fylgj- endur þeirra hamra yfirleitt á um- ráðarétti móður yfir eigin líkama. Hvenær var tíkin spurð? © Næstkomandi mánudag munu lánadrottnar Smjörlíkis/Sólar hf. að öllum líkindum eignast hluta- bréf núverandi hluthafa í fyrirtæk- inu, eftir að hlutafé þess hefur ver- ið fært niður um 95 prósent, úr 70 milljónum króna í 3,5 milljónir. Þetta er gert að kröfu þeirra aðila sem fyrirtækið skuldar nú rúmar 630 milljónir króna, en eftir nauðasamninga í vetur hefur ekki tekist að útvega nýtt hlutafé, sem var skilyrði fyrir áframhaldandi starfsemi. Lánadrottnar Smjörlík- is/ Sólar hf. eru Glitnir, íslands- banki, tðnþróunarsjóður og Iðn- Iánasjóður. Stefna þeirra er að selja fyrirtækið sem fyrst og samkvæmt heimildum EINTAKS gæti sölu- verðið numið tæplega 100 milljón- um króna ásamt skuldum. Niður- færsla hlutafjár þýðir að núverandi hluthafar fá 1/20 hluta þeirrar eignar sem þeir eru skráðir fyrir. Allar líkur eru á því að núver- andi hluthafar samþykki að taka kauptilboði lánadrottnanna, en 85 prósent hluthafa þarf að sam- þykkja tilboðið. Davíð Scheving Thorsteinsson segir að allar líkur séu á að tilboði kröfuhafa verði tekið, en hann hefur undanfarna daga verið að safna umboðum þeirra fyrir fund sem haldinn verður með lánadrottnum eftir helgi. Mikið tap hluthafa Fjölmargir aðilar munu tapa gífurlegum fjárhæðum við þessi umskipti, enda er verið að selja hlutabréfin á 1/20 hlut þess sem þau kostuðu fýrir aðeins þremur árum. Sem dæmi má nefna að einn stærsti hluthafinn í Smjörlíki hf., Björg Ellingsen, mun tapa um níu og hálfri milljón á þessari sölu. Hún á nú 13.5 prósenta hlut í fýrirtækinu, að andvirði tæpra tíu milljóna, en hlutur hennar verður seldur á tæp 500 þúsund krónur. Davíð Scheving á rúman sjö millj- óna króna hlut í fyrirtækinu og hans hlutur verður seldur á rúmar 350 þúsund krónur. 38 aðilar eiga hlut í Smjörlíki hf. „Bregst trausti nluthafa11 „Þessi ganga milli hluthafa í dag hefur ekki verið þrautalaus," segir Davíð. „Þessi aðstaða er auðvitað hræðileg fyrir mig persónulega, því ég er í rauninni að bregðast trausti þess fólks sem trúði mér fyrir fjármunum sínum.“ Davíð segir að áform Smjörlíkis hf. um að tappa vatni á flöskur til útflutnings hafi orðið fýrirtækinu endanlega að falli. „Við fjárfestum í vélum og tækjum út á sölusamn- inga sem samstarfsmaður okkar í Kanada, Gunnar Helgason, hafði gert. Hann tók þátt í þessum kaupum og við byrjuðum að framleiða upp í sölu sem átti að vera trygg. En það kom hins vegar á daginn að Gunnar seldi aldrei neitt af því sem ætlað var. Á þessu ævintýri töpuðum við rúmum 430 milljónum og það var meira en fyrirtækið gat þolað.“ Gróið fyrirtæki Smjörlíki hf. var stofnað við samruna þriggja fyrirtækja árið 1946. Þessi fýrirtæki voru Smári hf., Ljómi hf, og Ásgarður hf. Rekstur Smjörlíkis gekk mjög vel fram á níunda áratuginn, eða þar til fyrirtækið, undir stjórn Davíðs, hóf framleiðslu gosdrykkja og síð- ar vatnsframleiðslu til útflutnings. Stór lán voru tekin til þessarar framleiðslu og ráðist var í fjárfest- ingar sem skiptu hundruðum milljóna. Á þessum tíma var Davíð formaður bankaráðs Iðnaðar- bankans, sem síðar rann inn í Is- landsbanka, ásamt því að vera í stjórn Glitnis hf., en þessar stofn- anir veittu stór lán til Smjörlík- is/Sólar hf, þar sem Davíð sat sem forstjóri. Hann segir hins vegar sjálfur að hann hafi aldrei fjallað um þessar lánveitingar. „Sem for- maður bankaráðs Iðnaðarbankans fjallaði ég aldrei um lán til Smjör- líkis hf., enda er það ekki hlutverk bankaráðsmanna," segir Davíð. Dýrkeypt mistök En gosdrykkjaframleiðslan skil- aði ekki því sem til var ætlast og eftir að útflutningur á vatni mis- tókst algjörlega og fýrirtækið tap- aði rúmum 400 milljónum, var ljóst að Smjörlíki/Sól hf. ætti í al- varlegum erfiðleikum. f fýrrasum- ar var gerður samningur við þá lánadrottna sem eiga veðtryggðar kröfur, Iðnþróunarsjóð, Iðnlána- sjóð, íslandsbanka og Glitni, um að stofnað yrði félag sem annaðist rekstur Smjörlíkis hf. á meðan fýr- irtækið ætti í þessum erfiðleikum. Síðan þá hefur reksturinn verið í höndum Árna Gunnarssonar framkvæmdastjóra og hann segir að reksturinn gangi afar vel. „Nú fáumst við eingöngu við fram- leiðslu á ávaxtasafa og smjör- líki og sá rekstur gengur mjög vel eins og hann hefúr reynd- ar alltaf gert,“ segir Arni. Rekstrarfélagið mun annast reksturinn þar til fúndist hef- ur kaupandi að fýrirtækinu. Samningarnir síðasta sum- ar fólu í sér að samið yrði við ótryggða kröfúhafa um 70 prósenta niðurfellingu á skuldum; að eftirlaunasamn- ingur við Davíð Scheving yrði lækkaður um 80 prósent og að hlutafé yrði aukið um 120 milljónir, auk þess sem rekstrarfélagið yrði stofnað. Ekki tókst að uppfýlla kröf- una um hlutafjáraukningu og því voru ekki öll skilyrði lána- stofnana fýrir lækkun skulda uppfyllt. Þá blöstu við tveir kostir; niðurfærsluleiðin og kaup lánadrottna á hlutum fyrirtækisins, eða gjaldþrot. Fyrirtækið meira virði í rekstri Ástæðan fýrir því að kröfuhafar fara þessa leið er auðvitað sú að fýrirtækið er meira virði í rekstri heldur en gjaldþrota. Með niður- færslu á hlutafénu erum við í rauninni að kaupa fyrirtækið á því verði sem það raunverulega er,“ segir Bragi Hannesson, forstjóri Iðnlánasjóðs. „Þetta hefur einnig í för með sér minnsta röskun fyrir fólkið sem þarna vinnur. Eti það er stefna ykkar að selja fyrirtœkið? „Að sjálfsögðu er það ætlun okkar. Við ætlum okkur ekki að standa í fýrirtækjarekstri, og strax eftir helgi munum við kanna möguleikana á sölu þess. Ég hef mikla trú á því að okkur takist að selja fyrirtækið og nú þegar hafa nokkrir innlendir aðilar sýnt áhuga á kaupum,“ segir Bragi. „En það er ljóst að við munum aldrei fá til baka allt það fé sem lána- stofnanir hafa lagt í fyrirtækið. Bragi segir að á sínum tíma hafi Smjörlíki/Sól hf. þótt vera eitt af blómlegustu fýrirtækjunum í ís- lenskum iðnaði. „Þetta var mjög lánshæft fyrirtæki og var raunar búið að vera það í langan tíma. Þess vegna var ekki hikað við að lána þeim fé út á nýja framleiðslu. En hún mistekst svona hrapallega og það sýnir í rauninni styrk þessa fýrirtækis hvað því var lengi að blæða út,“ segir Bragi. Á næstunni ætti að skýrast hvort lánastofnunum takist að selja fýr- irtækið á þær 750 milljónir króna, sem Davíð Scheving var ætlað að selja það á. © Fimmtudagurinn 16. júní Sat heima og dundaði mér við að búa til ávarp til þjóðarinnar í tilefni af fimmtíu ára afmæli lýðveldisins. Ég gerði þettafyrir mig sjálfan. Þaö hefur enginn beðið mig að halda ræðu. En minn tími mun koma. Það hef ég verið viss um síðan Jóhanna sagði það. Föstudagurinn Y/. júní Ætlaði á Þingvöll, hætti við en hætti svo við að hætta við og lagði af stað fljótlega eftir hádegið. Eftir að hafa verið í bílnum í fimm tíma var ég kominn upp á miðja Mosfells- heiði. Sá þá að ég var að missa af ræöunni hans Davíös, keyrði bílinn út í kant og hljóp af stað. Ég þurfti að stoppa nokkrum sinn- um á leiðinni en fann samt hvað eróbikkið haföi gert mér gott. Ég fór fram úr þremur kerlingum og einum karli með ferðatösku og einhvern leikbúning undir hendinni. Þegar ég kom á sprettinum niður Almannagjá heyrði ég Gunnar Eyjólfsson þakka Davíð fyrir ræðuna. Og þarna stóð ég - við Drekk- ingarhyl,- og hafði hlaupið erindisleysu á Þingvöll. Ég ráfaði eitthvað um, borðaði eina pulsu og reyndi að tala við einhvern. Þekkti engan nema Kjarval og Snæfríði fslands- sól. Þurfti á salernið en komst ekki. Labbaði til baka að bílnum í hálfgeröum spreng. Þeg- ar ég lokst gafst upp og labbaði út í móa heyrði ég bílalestina með Davíö og fyrirfólk- inu keyra framhjá. Og ég fann hvernig Davíð horfði í bakið á mér þar sem ég var á leið út í móa að gera þarfir mínar eins og sauð- svartur almúginn. Ég fann að ég vildi aldrei snúa til baka. Laugardagurinn l8. júní Ég skammaðist mín svo mikið að ég fór aldrei heim til Reykjavíkur i gær. Ég gisti á Valhöll. Um daginn vafraði ég um en fann ekkert að gera nema henda smáaurum í Flosagjá. Um eftirmiðdaginn leigði ég mér bát og fann sterkt fyrir einsemd minni þar sem ég sat illur ræðari í lekum bát á þeim hálfgerða polli sem Öxará er þar sem hún rennur ofan í Þingvallavatn. Sunnudagurinn 1Q. júní Ég er enn á Þingvöllum. Ég er að hugsa um að vera hér. Verða að eins konar vitringi í sveitinni. Bíða eftir því að Ómar Ragnarsson finni mig eftir þrjátíu ár og taka þjóöina á löpp með skarplegri greiningu á vanda nú- tímamannsins. Ég gekk út í Þjóðargrafreit og lagðist við hliðina á Einari Ben. Ég hef aldrei kunnað við Jónas. Það var alltaf í honum einhver vælin taug vinstra megin í hjartanu. Mánudagurinn 20. júnf Ég er orðinn hálfgerður stekkur hér á Þing- völlum. Ég ætla í bæinn. Ef til var Davíð ekk- ert í þessari bílalest. Og ef hann var þar þá er ekkert víst að hann hafi verið að horfa út í móa. Hann er ekki þannig maöur. Ég gæti trúað Frikka Sóf til þess. Davíð er hins veg- ar þannig maður að hann horfir beint fram á veginn. Þriðjudagurinn 21. júní Ég kom í bæinn í morgun og þegar ég var að keyra Lækjargötuna sé ég hvar Jóhanna Sigurðardóttir gengur út úr Stjórnarráðinu beint í flasið á fréttamönnum. Og þegar ég kveiki á útvarpinu heyri ég að hún er hætt í stjórninni. Kerlingarfíflið. Hvað verður nú um hann Davíð? hugsaði ég. Alþýðuflokkur- inn flosnar upp og Davíð stendur frammi fyrir því aö hans eigin ríkisstjórn gerir það sama. Davíð má ekki mistakast. Hann má ekki verða eins og Þorsteinn. Miðvikudagurinn 22. júní Ég mætti á Rás 2 til að tala um Jóhönnu. Ég held ég hafi sloppið ágætlega frá því en á meðan var ég að hugsa hvað maður lætur hafa sig út í. Aö tala um Jóhönnu Sigurðar- dóttur! Ókeypis! Ef Davíð vissi um allt sem ég heföi gert fyrir hann mundi hann taka mig aftur að sér. En þettu eru laun þeirra sem starfa bak við tjöldin, í kjallaragreinun- um, útvarpsþáttunum og á öörum leyndum stöðum. NAFNSPJALD VIKWNNAR Nafnsþjald þessarar viku á enginn einn maður heldur heil hljómsveit - Lipstick Lovers. Samhent hljómsveit þarf slíkt kort á sama hátt og fyrirtæki. Hjá fyrirtækjunum er reyndar venjan að hver starfsmaður - og þá einkum þeir sem hafa unnið sig upp úr einkaritarastólnum - fái nafnið sitt prentað á sinn bunka af nafnspjöldunum. Þeir í Lipstick Lovers hafa ekki faliið fyrir slíku snobbi. Og þó. Ef til vill er nafnspjaldið hér til hliðar komið úr veski einkaritara popparanna, það er rótaranna. Þeir eru hinir andlitslausu stuðningsmenn popparanna á sama hátt og einkaritaramir forstjóranna. Þeir fá því aðeins nafn fyrirtækisins og ekkert meir. Ekki einu sinni „Með kveðju“ einsog einkaritaramir. P.O. BOX 408 121 REYKJAVÍK SÍMBOÐI: 984-59185 SÍMI: 91-611582 FAX: 91-628999 4 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.