Eintak

Issue

Eintak - 23.06.1994, Page 9

Eintak - 23.06.1994, Page 9
„Mér er orðið sama um líkama minn. Hatm er einungis dauð- legt hylki sem lieftir sál mína. Ég reyni að einbeita mér að andlegum tilgangi lífsins og lít til baka yftr líf mitt og verður mest hugsað til sonar míns og sambands okkar." Daabók hungur- verxfallsmanns 16. júní Þritugasti & sjötti dagur Dagurinn í dag var svipaður undanförnum dögum. Ég skipti um íverustað og dvel nú í húsi vin- ar míns. Húsið er í fallegum garði með trjárn og plöntum og gróður- inn hefur góð áhrif á mig andlega. Það minnir mig á húsið mitt frá því í æsku og nokkrir vinir komu í heimsókn. Við töluðum um stöðu barna í velferðarþjóðfélaginu og hvernig þjóðfélagið tekur á þeim. Fundur alþingis urn mannréttindi sem verður á morgun á Þingvöllum kom einnig til tals en ég hlakka til að vera viðstaddur hann. Félagar mínir ætla að bera mig á börum því ég get ekki gengið sjálfur. 17. júní þrítugasti & sjöundi dagur Þetta var stórkostlegur dagur í sögu íslands við að halda upp á 50 ára afmæli lýðveldisins. Við lögð- um af stað til Þingvalla klukkann níu urn morguninn og fengum bílastæði við Almannagjá. Ég lá og hlustaði í friðsæld náttúrunnar á ræður Vigdísar forseta og kónga- fólksins. Það er íronískt að vera að berjast fyrir mannréttindum sín- um, eins og ég er að gera, og sitja undir ræðum urn frelsi og mann- réttindabaráttu undanfarinna kyn- slóða. Fólk sem stendur í sönru baráttu og ég og var á staðnum þorði ekki að láta skoðanir stnar í ljós við þetta tækifæri. Viðvera mín var þess í stað þögul mótmæli við meðferð mannréttinda hér á landi. Eftir að hátíðarhöldunum lauk var ekkert grín að komast aftur í bæinn en það hófst þó að lokum. 18. júní þritugasti & áttundi dagur Ég tók inn vítamín og þrúgusyk- ur í gær til að halda meðvitund minni vakandi en ætla að hætta því hér með. Tvær ungar konur sem hafa fylgst með baráttu minni komu í heimsókn og reyndu að fá mig ofan af hungurverkfallinu á þeim forsendum að sonur ntinn þarfnaðist mín. Mér fannst mikil mótsögn í þeirri beiðni því ég er akkúrat að reyna að fá að eiga eðli- lega samvist við hann með þessu hungurverkfalli. Allur sá tími sem ég hef barist með aðstoð lögfræð- inga við réttarkerfið hefur ekki ver- ið til neins. Þær sögðu: „þú hlýtur að hafa gert eitthvað af þér fýrst þú færð ekki að hitta son þinn.“ Ég svaraði að ástæðan fyrir að ég krefðist þess að mál mitt yrði tekið upp fyrir dómi, og mannréttindi mín virt, væri einmitt sú að ég hefði ekkert að óttast því ég hef ekkert gert af mér. Mér er ekki kunnugt um að ég hafi gert syni mínum neitt og ef svo væri vildi ég gjarnan fá tækifæri fyrir dómstól- um til að vita hvað það er. 19. júní þrítugasti & níundi dagur Líkamsstarfsemi mín verður hægari með hverjum deginum. Með því að liggja sem mest fyrir get ég safnað kröftum til að þvo mér og tala eðlilega. Eftir stutt samtal verð ég mjög þreyttur. Mér er orðið sama um líkama rninn. Hann er einungis dauðlegt hylki sem heftir sál mína. Ég reyni að einbeita mér að andlegum tilgangi lífsins og lit til baka yfir líf mitt og verður mest hugsað til sonar míns og sambands okkar. Þeirra stunda sem við nut- unt saman, á þeim tíma sem móðir hans hefti ekki umgengni okkar. Ég kaus að vera með honum frekar en að fara út með vinum mínum og þeim hefur sjálfsagt fundist það vera skrýtið. Allar helgar sem við vorum saman gerðum við eitthvað nýtt og skemmtilegt. Hann hafði gaman af að fara með mér niður á tjörn og gefa öndunum brauð. Hann er svo fullur orku. Ég fylltist ætíð stolti þegar við gengum saman um bæinn. Mér fannst hann ótrú- lega þroskaður því um leið og hann henti brauði til andanna benti hann þeim á mig og sagði að ég væri pabbi sinn. Þetta eru falleg- ustu augnablik lífs míns og ég ætla að taka þessar yndislegu minningar með mér. 20. júní Fertugasti dagur Enn einn dagurinn er liðinn. Ég er með mikinn svima. I dag kom bréf frá dómsmálaráðuneytinu heim og tilkynning um ábyrgðar- bréf frá sama aðila á pósthúsinu. í bréfinu sem kom heim óskar ráðu- neytið eftir skattaskýrslum mínum undanfarin tvö ár og það kom mér á óvart. Á þessu krítíska augnabliki í lífi mínu biðja þeir um þær, í stað þess að ansa bréfunum sem ég hef skrifað þeirn og verða við kröfum mínum. Ég vona að í hinu bréfinu sem verður sótt fyrir mig á morgun verði eitthvað svar. Það hafði að geyma Ijósrit af því sem Drífa Pálsdóttir plataði ntig til að und- irrita, Ijósrit af málflutningi Hönnu Ragnarsdóttur í skiln- aðarmálinu, og ljósrit af því sem Þórhildur Árnadóttir starfsmað- ur sýslumannsins í Reykjavík bað mig að undirrita á skrifstofu sinni „til hagsbóta syni mínum“ 5. apríl 1993. Eg neitaði að sjálfsögðu að undirrita það því ég var ekki með lögfræðing eða vitni með mér. 21. júní Fertugasti og fyrsti dagur Vinur minn sótti ábyrgðarbréfið frá dómsmálaráðuneytinu í póst- húsið. Það hafð að geyma úrslita- úrskurð ráðuneytisins sem var út í hött. 12 blaðsíður með tómri vit- leysu byggðri á gjörsamlega röng- um forsendum tveggja embættis- manna sem neituðu að rannsaka málefni móðurinnar. Þeir rannsök- uðu ekki málið af alvöru né skoð- uðu barnið c.t ég tel það geta skað- að sálarheill sonar míns að hann deilir svefnherbergi með móður sinni og sambýlismanni hennar. Þetta hef ég ítrekað bent á í bréfúm mínum til ráðuneytisins og það sýnir hve lítinn gaum þetta fólk gefur að barnasálfræði. Með þessu er sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um ntálefni barna sem Island er aðili að, brotinn. Það er ekkert sem segir að móðirin sé betur hæf til að ala upp afkvæmi sitt þrátt fyrir að líffræðilega séð beri þær börnin og fæði þau. Móðirin segir mig geð- veikan af því að hún gerði líf mitt að martröð. Því til staðfestingar leggur hún fram skýrslur lögreglu um að ég hafi reynt að fara inn í íbúðina rnína, sem hún býr í með sambýlismanni sínum og var höfð af mér með fölskum skilnaðar- pappírum, til að reyna að ná sam- bandi við son minn. Það er alveg litið fram hjá 23 undirskriftum sem staðfesta að ég er heiðarlegur og heilbrigður maður. 22. júní Fertugasti & annar dagur Mér er ennþá ofboðið vegna bréfs dómsmálaráðuneytisins. Þetta sýnir hvernig íslenska réttar- kerfið virkar en ráðuneytið er mið- punktur þess. Málflutningur þeirra er í raun byggður á hvernig um- gengnisréttur minn var brotinn og þeir kalla niðurstöðu sína rnála- miðlun. Það er sama hvernig er lit- ið á málsferðina, hún hefur ekkert með lög og réttlæti að gera. Þeir gæta engan veginn hlutleysis í af- stöðu sinni. Raunveruleikinn í málinu var sá að það var búið að taka afstöðu til þess áður en það var tekið fyrir. Afstaða með móður er gegnumgangandi í forræðismál- um, og hagsmunum hundruðum barna hefur •verið fórnað á altari þessarar afstöðu. Sannleikurinn er sár en hann er sá að börnin skipta kerfið ekki máli. Ég vona að þetta mál virki sem prófsteinn og verði öðrum sem hafa orðið fórnarlömb sömu baráttu og ég til hjálpar. © Dían Valur Dentchev á síðustu blóðdropunum Ráðuneytið stað festir úrskurð sýslumanns Vafasöm skýrsla lögð til grundvallar lögskilnaðinum. „Ég er ákveðinn í að halda bar- áttu minni áffam fýrir rétti sonar míns og að við fáum að njóta eðli- legra samskipta,“ sagði íslenski búlgarinn, Dían Valur Dentchev í samtali við EINTAK í gær en hann hefur nú verið í 42 daga í hungur- verkfalli. Ekki eru nokkur dæmi þess að maður hafi svelt sig í mót- mælaskyni í þetta langan tíma á ís- Iandi áður og einungis örfá dæmi til um sambærilegt hungurverkfall í heiminum áður. íslenskir fjölmiðl- ar hafa engu að síður að mestu látið málið afskiptalaust að undanskildu eintaki sem hefur fjallað ítarlega um það frá upphafi. Til saman- burðar má geta þess að fjölmiðlar í Tyrklandi, sem er ekki hátt skrifað fýrir mannréttindi, fjölluðu ítarlega um hungurverkfall Sophiu Han- sen sem einungis stóð í þrjá daga. Flestum ætti að vera orðið ljóst að Dían Valur mun svelta sig til dauða, eins og hann hefur itrekað sagt sjálfur, ef dómsmálaráðuneyt- ið mun ekki endurskoða meðferð- ina í máli hans. Það er einungis dagaspursmál samkvæmt upplýs- ingum lækna hvenær orðið er of seint fyrir íslenska búlgarann að hætta sveltinu án þess að hljóta af varanlegan líkamsskaða eða dauða. Dían Valur hafði fram þögul mótmæli þar sem hann lá á börum og hlýddi á forseta lslands og kóngafólkið halda ræður á afmælis- hátíð lýðveldisins 17. júní, en um frekari opinberar mótmæalaað- gerðir hefur ekki verið að ræða af hans hálfu. Hann hefur ítrekað skrifað dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem hann fer fram á að lög- skilnaður, sem hann segist hafa verið blekktur til að undirrita, verði gerður ógildur. Upphaflega hugðist Dían afsala forsjá sonar síns í hend- ur móður hans og einungis njóta hefðbundins umgengnisréttar við hann, en eftir að hún hafði ítrekað brotið gegn eðlilegum umgengnis- rétti hefur hann ákveðið að berjast til þrautar fyrir forsjá barnsins. Grundvöllur þeirrar baráttu er að dómsmálaráðuneytið gangist við því að ekki hafi verið rétt staðið að undirritun „skýrslu“ í skrifstofu ráðuneytisins þar sem Dían Valur samþykkti alla skilnaðarskilmála fyrrum eiginkonu sinnar. Aðdraganda þess að Dían Valur skrifaði undir hið afdrifaríka skjal segir hann vera að hann hafi mætt í ráðuneytið þann 10. ágúst 1992, samkvæmt boðun þess, þegar taka átti fýrir hjónaskilnaðarmál hans og fýrrum eiginkonu hans. Atburð- arrásinni í ráðuneytinu lýsir hann þannig: „Þegar Drífa Pálsdóttir hafði fært inn í bókina eitthvað sem hún handskrifaði á íslensku 'sagði hún mér að skrifa undir. Ég óskaði eftir að lögfræðingur minn yrði viðstaddur til að ganga frá skilmál- um hjónaskilnaðarins, sérstaklega hvað barnið varðaði, en hún sagði það óþarfa eyðslu á tíma og pening- um. Hún sagði við mig brosandi „vinsamlegast skrifaðu undir hér til að votta viðurvist þína“. Ég gat ekki ímyndað mér að þetta væri vísvit- andi blekking af hendi opinbers embættismanns til að fá mig til að samþykkja lögskilnaðinn og hélt mig einungis vera að votta að ég hefði mætt í ráðuneytið. Ég áttaði mig ekki á hvert ástand réttarkerfis- ins er á íslandi." Dían Valur hafði fram að undir- skriftinni ítrekað hafnað skilnaðar- skilmálum eiginkonu sinnar og hefúr EINTAK gögn undir höndum sem staðfesta það. Hann hefur bar- ist fýrir að fá ljósrit af uppákom- unni í ráðuneytinu í meira en ár og í fýrradag barst loks svar við beiðni hans þar að lútandi frá 9. maí síð- astliðnum. Með svarinu fylgja end- urrit án undirskrifta úr hjónaskiln- aðabók Reykjavíkur og sifjamála- bók Reykjavíkur en ráðuneytið kveður það starfsreglu að ljósrita ekki beint úr bókunum. Éinnig fylgdi bréfi ráðuneytisins „Skýrsla yðar gefna í dómsmálaráðuneytinu Dían Valur Dentchev „Hún sagði við mig brosandi „vinsamlegast skrifaðu undir hér til að votta viðurvist þina". Ég gat ekki ímyndað mér að þetta væri visvítandi blekking af hendi opinbers embættismanns til að fá mig til að samþykkja lögskilnaðinn og hélt mig ein- ungis vera að votta að ég hefði mætt í ráðuneytið. “ dags. 10. ágúst 1992“ eins og ráðu- neytið kallar „rétt ljósrit“ staðfest og undiritað af Bjarneyju Frið- riksdóttur 14. júní 1994. „Skýrslan" er ekki gerð á blað með bréfhaus ráðuneytisins en er undirrituð með upphafsstöfum Drífu Pálsdóttur. Nafú Díans V. Dentchev er einung- is vélritað á „skýrsluna" sem er stimpluð með stimpli ráðuneytisins til staðfestingar ljósrituninni. Ekk- ert gefur til kynna að hér sé urn að ræða ljósrit af upphaflegu skýrsl- unni frá 10. ágúst 1992, en Dían Valur segir hana hafa verið færða í bók eins og fram kemur hér á und- an. 1 „skýrslunni" segir orðrétt „kveðst hann (Dían, innsk. blnt.) samþykkja kröfur konunnar um skilnaðarsáttmála. Gefið verður út leyfi til lögskilnaðar.“ Bréfinu fylgir einnig staðfesting ráðuneytisins á úrskurði Sýslu- mannsins í Reykjavík frá 25. mars 1994 varðandi umgengni Díans Vals við son sinn og fýrrum eigin- konu sinnar sem lögmaður Díans Vals kærði til ráðuneytisins 13. apríl síðastliðinn. Þar var kveðið á um að þrátt fyrir að fyrrum eiginkona Dí- ans hafi brotið samning þeirra um umgengnisrétt skuli faðirinn ein- ungis njóta samvista við son sinn í alls 32 klukkustundir næstu fjóra mánuði í Reykjavík og þá undir eft- irliti starfsmanns barnaverndar- nefndar í húsnæði félagsmálayfir- valda í Breiðholti, frá 9. apríl 1994. Þessum úrskurði hefur Dían ekki unað og telur það geta skaðað enn frekar samband þeirra feðga efson- urinn finnur að fylgst er með þeim þegar þeir njóta samvista. Ekkert hefur heldur komið fram í málinu sem bendir til að Dían Valur geti verið syni sínum skaðlegur, heldur er hann þvert á móti „rnjög hug- leikinn og sonurinn er glaður og ánægður þegar þeir hafa hist“, eins og Hanna Ragnarsdóttir, fýrrum eiginkona Díans Vals, sagði þegar hún lýsti sambandi þeirra feðga lyr- ir barnaverndarnefnd. Kæru lögmanns Díans fylgdu einnig undirskriftir 23 einstaklinga sem þekkja Dían Val persónulega, þar sem þeir votta að hann sé heið- arlegur og reglusamur maður og að þeir þekki ekkert í fari hans sem mælt geti á móti því að hann um- gangist son sinn. EINTAK hefur ítrekað boðið Hönnu Ragnarsdóttur að tjá sig um málið í blaðinu en hún hefur ekki séð ástæðu til að verða við því boði. Að lokum skal þess getið að Dían Valur Dentchev óskaði eftir við EINTAK að koma á framfæri áskorun sinni til Drífu Pálsdóttur í dómsmálaráðuneytinu að gangast undir lygamælispróf til staðfesting- ar á „skýrslu ráðuneytisins frá 10. ágúst 1992“ og er tilbúinn til hins sama sjálfur. © FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1994 9

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.