Eintak - 23.06.1994, Blaðsíða 21
Clockwork Orange er mynd sem
margir kannast við. Hún vakti gíf-
urlega athygli og umræður þegar
hún var sýnd, bæði hér á íslandi og
erlendis, vegna hinnar dökku fram-
tíðarsýnar, sem upp var dregin. Síð-
an eru liðin tuttugu og þrjú ár og
hugsanlega á efni Clockwork Or-
ange meira erindi við Islendinga nú
en þá.
Aðstandendur Sumarleikhússins,
sem sett var upp til þess að sjá ungu
atvinnulausu fólki fyrir vinnu í
sumar, hafa komist yfir leikgerð af
Clockwork Orange sem höfundur
kvikmyndahandritisins, Anthony
Burgess, skrifaði. Clockwork Or-
ange hefur ekki enn hlotið nafn á
íslensku en Veturliði Guðna-
son, sá hinn sami og þýddi söng-
leikin Rocky Horror fyrir nokkrum
árum, þýddi leikritið. Þór Tulini-
us hefur verið fenginn til að Ieik-
stýra því en enn hefur ekki verið
valið í hlutverk. Þrjátíu krakkar
voru í vor ráðnir til að vinna við
leikhúsið og fá þau laun frá Reykja-
víkurborg fyrir. Aðeins átján þeirra
fá hlutverk í sýningunni en þau tólf
sem eftir eru verða að vinna að öðr-
um málum sem tengjast henni, eins
og leikmyndagerð, búningahönn-
un, tæknivinnu, og ffamkvæmda-
stjórn.
Clockwork Orange fjallar í stuttu
máli um Alex, Pétur og Dimma
sem ganga um og misþyrma fólki.
Að lokum eru þeir stöðvaðir og Al-
ex er settur í fangelsi. Þar eru gerðar
á honum ýmsar tilraunir með það
að leiðarljósi að gera hann að betri
manni. Notaðar eru á hann aðferð-
ir sem leiða til líkamlegrar vanlíð-
unar í hvert sinn sem hann hugsar
um eða sér ofbeldi. Eru það svipað-
ar aðferðir og eru notuð á dýr þegar
þau eru vanin af einhverju með því
að gefa þeim rafstraum í hvert sinn
sem þau framkvæma verknaðinn.
Þegar Alex er hleypt út í samfélagið
á ný hrýs honum hugur við tilhugs-
unina um ofbeldi og hann er engan
veginn fær um að beita því sjálfur.
Hugsunin á bakvið þetta er hvort
hægt sé að þvinga fólk til að gera
hluti sem það vill í eðli sínu ekki
gera. Hvort hægt sé að steypa alla í
sama form, gera alla góða og mein-
lausa. Svipar þessari hugsun nokk-
uð til hugmyndarinnar á bak við
bókina Veröld, hlý og góð (Brave
New World) eftir Aldous Huxley
sem fjallar um fólk sem er mótað af
vísindunum og hlustar ekki á til-
fmningar sínar, heldur gerir aðeins
það sem skynsemin segir því. Þetta
fólk hefúr, eins og Alex, misst allt
valfrelsi og þar með sjálfstæði sitt
og rétt eins og Clockwork Orange
gerist Veröld, hlý og góð í einhverri
óráðinni framtíð.
„Maður er ekki maður nema
hann hafi ákveðið valfrelsi," segir
Þór. „Valfrelsinu fylgja ákveðnar
sveiflur og hluti af því er ofbeldi.
Manneskjur cru aldrei algóðar og
það er vandi að verða góður. Börn
þurfa t.d. að læra að taka tillit til
annarra og gera ekki öðrum það
sem þau vilja ekki að aðrir geri
þeim. Manninum er eðlislægt að
vera árásargjarn undir vissum
kringumstæðum og þegar aðstæð-
urnar í samfélaginu hvetja til þess
að maðurinn losi sig við þá orku
sem býr í honum í gegnum ofbeldi
þá er voðinn vís. Kannski erum við
að setja þetta leikrit upp til þess að
kornast nær því hvað það sé sem
veldur þessari ofbeldisþörf hjá
manninum. Það er ekki allt gott og
fallegt í heiminum, ef það væri
þannig sætum við bara úti í horni
og segðum „ohm“.“
Oíbeldi er augljóslega stór þáttur
verksins, en Þór tekur fyrir að ætl-
unin með sýningunni sé að
hneyksla fólk og ganga fram af því.
„Ætlumn er ekki að fólk komi
niðurbrotið af sýningunni, segir
Breki Karlsson, frantkvæmda-
stjóri Sumarleikhússins. „Við vilj-
um fá fólk til að hugsa unr þessa
hluti. Ofbeldið í leikritinu er ekki
tilgangslaust ofbeldi og það beinist
ekki frekar að einum þjóðfélags-
hópi frekar en öðrum þannig að hér
er ekki um ofbeldi að ræða, sem má
rekja til fordóma í þjóðfélaginu.
Mér finnst eiga mjög vel við að sýna
þetta núna þegar ofbeldi er að fær-
ast í vöxt í þjóðfélaginu. Það líður
varla sú helgi að ekki sé framið of-
beldisverk í bænum. Það er síður en
svo verið að hvetja til ofbeldis í
Clockwork Orange, en samt telja
menn erlendis að ofbeldi hafi færst
í vöxt erlendis þegar myndin var
sýnd þar.“
Þeir Þór og Breki vilja taka það
fram að Clockwork Orange sé ekki
á allan hátt mjög niðurdrepandi og
þunglyndislegt. I.ífið er skoðað á
dálítið broslegan hátt off á köflum
og oft koma upp mjög skondnar
aðstæður. Undirrituð sá Clockwork
Orange í bíó þegar hún var níu ára
og minnist þess að hafa þótt mynd-
in mjög fyndin, enda er ofbeldið í
henni ckki síður andlegt og líkam-
legt og því ekki auðskiljanlegt fyrir
ungar og saklausar sálir. Breki og
Þór efast um að Clockwork Orange
verði fyrsta leikritið til að verða
bannað innan tólf eða sextán á Is-
landi, þrátt fýrir að myndin sé talin
með þeim óhugnanlegustu sem
gerðar hafa verið.
„Stefnan er að gera þetta af gleði
og jákvæðni,“ segir Þór, en ekki af
biturleik og reiði. Ef sýningin á eftir
að stuða fólk verður það bara til
þess að fá fólk til þess að hugsa en
ekki til að líða illa. Það er mjög
mikið vitnað til 9. sinfóníu Beet-
hovens í þessu verki en í þeirri
sinfóníu er einmitt ljóð eftir
Schiller sem kallast Óður til gleð-
innar og er í raun óður til gleðinnar
sem fylgir frelsinu. Þannig að ég
held að ég geti sagt að þessi sýning
verði óður til gleðinnar og frelsis-
ins.“
Mikil tónlist er í verkinu og
sömdu þeir félagar Bono og
Edge úr hljómsveitinni U2 tónlist
við eina uppfærsluna á verkinu sem
stefnt er á að nota í uppfærslu Sum-
arleikhússins. Ekki er langt síðan
farið var að sýna Clockwork
Orange í leikritaformi, en þær upp-
færslur sem settar hafa verið á svið
víða í Evrópu hafa notið mikilla
vinsælda. Krakkarnir í Sumarleik-
húsinu æfa nú og undirbúa sýning-
una átta tíma á dag. Hjá Sumarleik-
húsinu starfar rjóminn af því leik-
listarfólki, sem er í framhaldsskól-
um landsins og því má búast við
góðri sýningu. O
Unnur
Sigurðardóttir
sterkasta kona íslands
aiAili
AFENGU
KYNLÍF CX
TRtJAR-
BRÖGÐ
Kynlíf
Alveg einstök tilftnning
Trúarbrögð
Guð
Brennivín
Suðrœn sœla
tjaldgistingu eöa svetnpokapláss aö Arnarstapa.
Útivist: Helgarferð 24.-26 júlí. Jónsmessu-
næturganga yfir Fimmvörðuháls. Gengiö yfir
Fimmvörðuhálsinn aðfaranótt laugardags, um
8-9 klukkustunda löng ganga.
Útivist: Helgarferð 24.-26 júlf. Básar viö
Mrsmörk. Fjölbreyttar gönguferöir um Goða-
land og Þórsmörkina. Gist í tjöldum eöa skála.
í Þ R Ó T T I R
Fótbolti Loksins vöknuðu fslenskir knatt-
spyrnumenn aftur af dvalanum. í kvöld fara fram
fjórir leikir í Trópídeildinni. Þá mætasl KR og
Akranes í sannkölluðum stórmeistaraslag (
Frostaskjólinu, ÍBK og Fram I Keflavík, Blikar fá
Þórsara i heimsókn og loks fara FH-ingar til
Vestmannaeyja. Allir leikirnir hefjast kl. 8.
SJÓNVARP
RIKISSJONVARPIÐ 16.25 HM f knattspyrnu
Mexfkó - írland, bein útsending. 18.20 Tákn-
málsfréttir 18.25 Boltabullur 18.55 Frétta-
skeyti 19.00 Sandrine í París Heimildamynd
um Sóiveigu Anspack, unga slúlku sem heldur
tii Parísar í ævintýraleit en teiöist par út á stæma
braul. 20.00 Fréttir 20.35 Veður 20.40 Feðg-
ar 21.10 Skaðvænleg skapvonska Kanadísk
stutlmynd. 21.35 Óði Max. Riddari göt-
unnar Mad Max 2: The Road Warrior. Þrælgóö
áslrölsk spennumynd. Mel Gibson í toppformi
sem einmana en góðhjartaður harðjaxl. Nokkur
stórkostlegustu bilaatriði kvikmyndasögunnar
23.25 HM í knattspyrnu Svíþjóð - Rússland.
Bein úlsending. 01.25 HM í knattspyrnu Bras-
illa - Kamerún. Sýndir verða valdir kaflar úr
leiknum sem Iram fór fyrr um kvöldið. 02.10
Útvarpsfréttir í dagskrárlok
STÖÐ 217.05 Nágrannar 17.30 Myrktælnu
draugarnir 17.45 Með fiðring í tánum 18.10
NBA tilþrif 18.40 Sjónvarpsmarkaðurinn
19.1919:19 20.15 Saga McGregor fjölskyld-
unnar 21.05 Táningurá þrítugsaldri 14
Going on 30. Frekarslöpp myndþarsem Peggy
Sue got married plotið er kreist þar tit ekkert er
eltir. Ungur strákur verður ástfanginn al eldri
konu og breysl fyrir kraftaverk í fullorðinn
mann. 22.35 Skálmöld Crash and Burn. Öm-
urleg framtiðarmynd um hörmungarnar sem
eiga eftirað dynja á mannfólkinu. Slranglega
bönnuð börnum. 00.00 Hippinn Far Out Man.
Þessi mynd er gjörsamlega misheppnuð. Út-
brunninn hippi ler á stjá og leitar uppi fyrrver-
andi eiginkonu sína og son. 01.20 Parker
Kane Sæmileg mynd um einkaspæjara sem
leitar hefnda eftir að vinur hans er myrtur tyrir
Iramanneliðáhonum. 02.50 Dagskrárlok
Laugardagur
P O P P
A Tveimur vinum verður glæný hljómsveit sem
kallast Goodfellas og má búast við góðum
tónleikum enda engir aukavisar hér á ferð. Góð-
ir gæjar.
Á Gauk á stöng veröur án efa góð stemmning
því hljómsveitin Spoon sér um fjörið.
Pláhnetan er ient á Feita Dvergnum og spurn-
ingin er hvort hún kemst aftur al stað.
Sniglabandið og Borgardætur verða á Hótel
íslandi í kvöld og má segja að um nokkurs kon-
ar framhald á lýðveldisafmælinu sé að ræða því
fjallkvendi flytur ávarp og glænýtt lýðveldislag
veröur flutt.
Lipstick Lovers verða í Dynheimum á Akur-
eyri og ef marka má stemmninguna sem hljóm-
sveitin náði upp norðan heiða um siðustu helgi
verður geðveiki stuð í kvöld.
BAKGRUNNSTÓNLIST
Oli Steph enn og aftur í Klúbbi Listahátíðar á
Sólon íslandus.
Jói Baldurs er alltaf samur við sig og veröur á
Fógetanum í kvöld.
Dúetinn G.G. verður á Kringlukránni (kvöld.
SVEITABÖLL
SSSól spilar á Jónsmessutónleikum í Njálsbúð
í kvöld. Þar verða einnig plötusnúðarnir Marg-
eir og Himmi Loverboy sem hafa þeytt skítur
á skemmtistöðunum Venus og Rósenberg og
Svala Björgvinsdóttir mætir á svæöið með
hljómsveitinni Scope. Þetta ball verður án efa
eitt af merkilegri böllum sumarsins.
L E I K H Ú S
Theatre de complicite sýnir Krókódílaveginn í
Borgarleikhúsinu kl. 20:00. Leikritið er gert eftir
sögum pólska gyðingsins Bruno Schulz.
Gagnrýnendur halda ekki vatni yfir sýningum
Theatre de complicite.
F E R Ð I R
Ferðafélag Islands: Lýðveldisganga 7.
áfangi endurtekinn Irá Botndal að Skálabrekku
(12 km). Dagsferð. Brottför kl. 10.30 frá BSÍ,
austanmegin, og Mörkinni 6.
Ferðafélag íslands: Helgarferð 25.-26.
júní. Þingvellir. Gist f tjöldum. Brottför klukkan
10.00 frá BSÍ, austanmegin.
í Þ R Ó T T I R
Fótbolti Lokaleikur sjöundu umferðar Tróp-
ídeildarinnar fer fram (dag kl. 14. Þá mætast
Valur og Stjarnan á Hlíðarenda, en bæði liöin
hafa átt í miklum erfiðleikum með að skora
mörk og reyndar líka að næla sér i stig í síðustu
leikjum.
S J Ó N V A R P
RIKISSJONVARPIÐ 09.00 Morgunsjónvarp
barnanna Þór og Óðinn tenda í aivöru ævintýr-
um og vatnadísin heilsar upp á Múmínáltana.
10.25 Hlé 16.25 HM í knattspyrnu Belgia -
Holland, bein útsending. 18.20 Táknmálsfréttir
T ó n I
FIMMTUDAGUR 23. júní
1000 ANDLIT
i s t
FÖSTUDAGUR 24. júní
FARENHEIT
a u k
LAUGARDAGUR 25. júni
FARENHEIT
1 n s
SUNNUDAGUR 26. júni
SOULDE LUXE
n æ s t
MÁNUDAGUR 27. júní
SOULDE LUXE
u v 1
ÞRIÐJUDAGUR 28. júni
RASK
u
MIDVIKUDAGUR 29. júní
RASK
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994
21