Eintak

Útgáva

Eintak - 23.06.1994, Síða 24

Eintak - 23.06.1994, Síða 24
M Y N D L I S T Sýning Evu G. Sigurðardóttur stendur yfir í Gallerf Greip. Eva notar olíu og blandaöa tækni á striga og krossvið. Einnig gerir hún innísetn- íngar. Nokkuö skemmtileg sýning. Porsteinn Björnsson sýnir vatnslitamyndir í Gallerí Úmbru. Jóhanna Sveinsdóttir hefur opnaö sýningu ( galleríinu Hjá þeim, sem nefnist „Brot af jörðu". Verkin eru unnin á pappír með ýmsum efnum svo sem eins og ryði, prentsvertu og vatnslit- um. í Gerðarsafni ersýning á myndum ís- lendinga sem Oanmörk hefur fjárfest í. Hvílíkur heiöur! Kristján Guðmundsson sýnir innísetningar í Galleríi Sævars Karls (Bankastrætinu. í útstill- ingarglugga eru jafnframt sýndir búningarnir, sem sendir voru í samkeppnina um hönnun á þjóðhátíðarbúningi fyrir islenska karlmenn. Það má hlæja að þeim. í deigiunni heitir sýningin í Listasafni íslands. Þar eru sýnd verk frá árunum 1930-1944 og er reynt að varpa Ijósi á þau umbrot sem urðu þegar gamalgróið bændasamfélagið mætti vax- andi borgarmenningu einkum í myndlist, list- iðn, hönnun og byggingarlist. Þetta er mjög at- hyglisverð sýning og greinilega mikil vinna á bak við heimildasöfnunina. Sjáið þessa sýn- ingu. Verk Leifs Kaldal verða til sýnis í Stöðlakoti út mánuðinn en hann átti til dæmis verk á heimssýningunni í New York árið 1939. Leifur nam bæði gullsmíði og höggmyndalist. íslandsmerki og súlnaverk Sigurjóns Ól- afssonar er yfirskrift sýningar f Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar. Norræna húsið og FÍM-salurinn sýna verk eftir Jón Engilberts [ Norræna húsinu verða olíumálverk, vatnslitamyndir, teikningar og myndir unnar meö blandaðri tækni. Mörg verkanna hafa ekki verið sýnd áður. Myndirnar hafa verið fengnar að láni út um hvippinn og hvappinn og það er býsna skemmtilegt að fá tækifæri til að sjá þær. Þá er hægt að bregða sér í FÍM-salinn og virða fyrir sér graííkmyndir Jóns. í anddyri Norræna hússins hetst sýning á skartgripum sex ungra guilsmiða, þeirra Erlings Jóhannssonar, Torfa Rafns Hjálmarssonar, Sigríðar Önnu Sigurðar- dóttur, Timo Salsola Þorbergs Halldórs- sonar og Kristínar Petru Guðmundsdótt- ur. Þelta er síðasta sýningarvika, en sýningunni lýkur á sunnudag. Sýningunni Landslag - mannvirki - rými f Ásmundarsal lýkur á laugardaginn. Gott hús- næði og fín partý sem þar hafa verið haldin. Ílíja Kabakov er listamaður frá Úkraínu, sem FYRIR VONGLAÐA Fyllist kátínu og fögnuðl yfir að þeir Paul, George og Ringo séu að taka upp nokkur lög saman. Gangið um bæinn og rjúkið að hverjum manni sem þið þekktuð á velmektarárum Bítlanna og fáið hann til að fagna með ykkur að Bítlarnir séu byrjaðir aftur. Farið til rakarans og biðjið um bítla- klippingu. Klippið kragann af jökkunum ykkar. Verið tilbúin i slaginn þegar æðið byrjar á nýjan leik. „Syngjum ekki bara um fýllerí og bús“ segir Bjarki Kaikumo, söngvari í Lipstick Lovers. Nú þegar sumarið er komið æða flestar hljómsveitir landsins syngj- andi og trallandi um þjóðvegina. Ein er þó sú hljómsveit, sem hefur verið að í allan vetur og spilað á tónleikum og sveitaböllum um hverja einustu helgi frá því í janúar. Þetta er hljómsveitin Lipstick Lo- vers. Hún er ekki að senda frá sér breiðskífu eins og flestar aðrar hjómsveitir, en á þó sinn sumar- smell. Það er lagið On my Way to Paradise sem kemur út 1. júlí á safndisknum Ýkt böst sem SPOR gefur út. Seinna í sumar er svo von á öðru lagi sem heitir Næturdætur. Það verður fróðlegt að heyra hljómsveitina syngja á íslensku, svona til tilbreytingar. En af hverju eru lögin þeirra yfirleitt á ensku? Bjarki Kaikumo söngvari hljóm- sveitarinnar verður fyrir svörum. „Ég bjó í Bandaríkjunum um tíma og lærði þar góða ensku og málnýt- ingu, þannig að fyrir mig er alveg jafn eðlilegt að semja á ensku eins og íslensku. Þegar við vorum að byrja prófuðum við að taka nokkur lög upp á íslensku, en það var alveg glatað. Þetta voru bara verstu text- ar, sem ég hef heyrt, ég kunni ekki að semja á íslensku. Ég hef þó verið að leika mér dálítið við það og það gekk upp í laginu Næturdætur. Það kom í ljós að það hljómaði betur á íslensku en ensku og því var það látið fara þannig. Hljómsveitin Lipstick Lovers hefur í raun verið til í fjögur til fimm ár þó hún hafi ekki komið fram í þeirri mynd, sem hún er í í dag, fyrr en fyrir tveimur árum. I dag eru það Bjarki, Anton Már, Sævar Þór og Ragnar Ingi sem skipa hljómsveitina. „Við höfum spilað miklu meira úti á landi síðustu tvö ár en í bæn- um og erum miklu vinsælli þar. Það er eins og fólk hér í Reykjavík haldi að við séum einhver þunga- rokkhljómsveit, en við erum það alls ekki. Þegar við vorum að byrja líktu margir okkur við Rolling Stones en ég held að tónlistin okkar sé orðin miklu persónulegri núna. Auðvitað reynum við að spila öðru hvoru í Reykjavík og við vorum t.d. með frábæra tónleika á Gauknum um daginn. Það var geðveikt stuð, fólk dansandi út um allt og öllu rústað.“ Hvernig er að spila á sveitaböllutn helgi eftir helgi? „Það getur verið svakalega þreyt- andi. Það er gífurleg orka sem fer í þetta. Yfirleitt þurfum við að þvæl- ast í rútu í fjóra til fimm tíma, svo þegar komið er á staðinn fara rótar- arnir að koma öllum tækjunum upp og við röltum um bæinn. Ef við erum fleiri en einn dag á sama staðnum förum við venjulega eitt- hvað að skemmta okkur eftir tón- leikana og komum svo dauðþreytt- ir heim á sunnudegi. ÆSKAN 0 G LANDIÐ EFTIR ÞORVALD ÞORSTEINSSON vanþekking þöif óvissa spenna eðlisávísun blóðþrýstingshækkun iöngun hræðsla skilaboð löngun stutt kynni ótti spenna sektarkennd líkamleg einkenni löngun sektarkenni ongun Ég er samt aldrei drukkinn á tón- leikum,“ bætir Bjarki við. „Aldrei. Ef ég legði það í vana minn væri ég líklegast dauður núna.“ Lifið þið ágætlega af tónlistinni? „Það tók rnjög langan tíma að koma þessu af stað en það er líka farið að skila sér núna. Þegar vel gengur borgum við sjálfum okkur ekki himinhá laun, heldur fer pen- ingurinn í upptökur, plaköt, ferðir, alls kyns kynningar og annað sem viðkemur því að reka hljómsveit. Það að vera i hljómsveit er nefni- lega svo miklu meira en að spila bara á tónleikum. Fólk gerir sér ekki grein fyrir hvað þetta er mikil vinna og heldur bara að við séum á fylleríi úti á landi um hverja helgi og sofurn fram yfir hádegi á hverj- um degi.“ Um hvað syngið þið? „Við syngjum um allt mögulegt. Það eru margir sem halda að við syngjum bara um fyllerí og bús en þannig er það ekki. Annars er mér mjög illa við að segja um hvað ég hugsa þegar ég er að semja því fólk túlkar texta á svo mismunandi hátt. Það má hver túlka textana á sinn hátt. Ég vil ekki fara að skemma neitt fyrir áhorfendum með því að segja að textarnir séu um einhvern ákveðinn hlut og ekki megi skilja þá á annan hátt.“ Lipstick Lovers eru ekki á leið í hljóðver alveg á næstunni en Bjarki segir þó að þeir eigi alveg nóg efni í eina plötu. Enn um sinn verða að- dáendur að láta sér nægja að hlusta á gömlu plöturnar og nýja lagið On my Way to Paradise sem þegar er farið að hljóma á útvarpsstöðvun- um. Lipstick Lovers verða svo i Kántríbæ á Skagaströnd á morgun og í Dynheimum á Akureyri á laug- ardag og má búast við miklu fjöl- menni þar ef marka má tónleika hljómsveitarinnar um síðustu helgi. O hefur vakið nokkra athygli á Vesturlöndum. Hann er allra þekktastur fyrir innísetningar sínar og nú gefst íslendingum kostur skoöa undrin í sýningarsalnum Önnur hæð. Sýning Siguröar Guðmundssonar hefur veriö opnuð á kaffihúsinu Sólon íslandus viö Bankastræti. Sýningin er hluti af Listahátíö f Reykjavík. Siguröur er þekktastur fyrir Ijós- myndagjörninga sína en sjálfur kallar hann þá sviösetningar. Verk Kristbjargar Guömundsdóttur eru til sýnis í Gallerí List viö Skipholt. Galleríið veitti henni peningaverölaun fyrir aö skara fram úr f hönnun og gerö lokaverkefnis úr Myndlista- og handföaskóla íslands. Stofnun Árna Magnússonar gengst fyrir sýningu á fornum bókmenntum, sem þýska tón- skáldið Richard Wagner leitaöi í viö smfði tón- verka sinna. Vilhjálmur G. Vilhjálmsson sýnir myndverk sín í Perlunni undir yfirskriftinni Áhrif. Hann sýnir bæði olíuverk og vatnslitamyndir. Ingibjörg Styrgeröur Haraldsdóttir heldur sýningu í Gallerí Fold. íslensk samtímalist heitir sýningin á Kjar- valsstöðum og eru það skúlptúrar, sem eru í brennidepli. Sýningunni lýkur á föstudag svo ekki er seinna vænna en að fara aö drlfa sig í bænaklefann hans Steingríms Eyfjörð. FYRIR SVEKKTA Ef þið misstuð af þjóðhátíð skulið þið ekki naga ykkur i handarbök- in heldur halda ykkar eigin hátið. Keyrið á fimm kílómetra hraða eitthvert upp i sveit og stöðvið þá bilinn. Bíðið í sjö klukkutíma. Snúið þá við og akið i bæinn á ei- lítið meiri hraða. Gætið þess að fara ekki á salerni á meðan á há- tíðinni stendur. Lögregluþjúnninn Sveinn Björnsson sýnir Bandaríkjamaðurinn John Greer sýnir verk málverk í Hafnarborg. Sýning hefur fengið góöa sín i Gallerí 11. Sýningunni lýkur á sunnudag- dóma, enda vanur maður á ferö. inn. 24 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1994

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.