Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 23.06.1994, Qupperneq 10

Eintak - 23.06.1994, Qupperneq 10
Undanfarið hefur staðið yfir grimmilegt stríð milli tveggja fylkinga um völdin yfir Stöð 2 þar sem ásakanir um lygar, lögbrot, siðleysi, svik og blekkingar hafa gengið á víxl. Þetta er aðeins einn kafli í skrautlegri sögu Stöðvar 2 sem minnir um margt á skrautlegustu sápuóperur. Jón Kaldal rekur hér sögu Stöðvarinnar írá u Sápuópera sem sér ekki fýrir endann á. í október í haust verða liðin átta ár frá því Jón Óttar Ragnarsson birtist á sjónvarsskjám landsmanna og hélt ávarp í tilefni þess að fyrsta einkarekna sjónvarpsstöð Islands var að hefja starfsemi sína. Að vísu heyrðist ekki hvað Jón sagði því hljóðið vantaði á útsendinguna, en það skipti engu máli, Stöð 2 var komin í loftið og það var eitthvað sem fáir höfðu haft trú á að gæti orðið að veruleika þegar Jón Óttar og félagi hans, Hans Kristján Árnason, hófu undirbúning stofn- unar frjálsrar sjónvarpsstöðvar. En það tókst, Stöð 2 sló í gegn og varð á ótrúlega skömmum tíma risavax- ið batterí með yfir fjörutíu þúsund áskrifendur, á annað hundrað starfsmanna og síðast en ekki síst skuldir upp á tæplega 1.500 miilj- ónir króna. Og þetta gerðist allt á aðeins þremur árum, en það gerðist líka mikiu meira. Yfírbragð rekstrar Stöðvarinnar og lífsstíll stjórnenda hennar var með þvílíkum hætti að ómögulegt var annað en að eftir því yrði tekið. Skrautleg kvennamál sjónvarps- stjórans Jóns Óttars voru á hvers manns vörum, sögur um ótrúleg laun og hlunnindi toppa stöðvar- innar flugu um bæinn og ekki síður frásagnir af mikilli eyðslu og bruðli við dagskrárgerðina. Þetta gat bara endað á einn veg, sem og það gerði, frumkvöðlarnir, Jón Óttar og félag- ar, misstu Stöð 2 úr höndunum á sér eftir mikla baráttu, í krumlurn- ar á harðsnúnum kaupsýslumönn- um sem sáu þvílík gróðalind Stöðin gæti verið ef rétt væri haldi á spöð- unum. En það var langt frá því að þar með lyki hasarnum í kringum Stöð 2. Aldeilis ekki, hún var rétt að byrja. Undanfarið hefur staðið yfír grimmilegt stríð milli tveggja fylk- inga um völdin yfir Stöð 2 þar sem ásakanir um lygar, lögbrot, siðleysi, svik og blekkingar hafa gengið á víxl. Saga þessarar baráttu á sér langa forsögu og hefur meðal ann- ars að geyma vinslit aldakunningja, viðskiptaþvinganir, og afskipti háttsettra stjórnmálamanna. Það má því með sanni kalla baráttuna um Stöð 2 sápuóperu sem ekki sér fyrir endann á. Byrjuöu með tvær hendur tómar Þegar Jón Óttar og Hans Kristján lögðu upp með Stöð 2 fengu þeir Ólaf H. Jónsson í lið með sér. I upphafi var hlutafé í fyrirtækinu fimm milljónir og þar af höfðu að- eins þrjár verið borgaðar. Þegar þessi staðreynd er höfð í huga sést þvílíkt þrekvirki það hefur verið að koma Stöðinni á laggirnar. Menn sem þekkja til fæðingar Stöðvar 2 eru allir sammála um að hana megi fyrst og síðast þakka Jóni Óttari, frumkvæði hans og krafti, og þeim hæfileika að geta sannfært aðila heima og erlendis um að þetta væri mögulegt. En þó Jóni og Hans hafi tekist að láta drauminn verða að veruleika var það dýrkeypt. Árið 1989 tóku fjárhagserfiðleikar að hrjá fyrirtækið fyrir alvöru og varð ljóst að grípa varð til róttækra björgunaraðgerða. Um haustið þegar tilraunir í þá veru voru í full- um gangi voru skuldir Stöðvar 2 orðnar tæplega einn og hálfur milljarður sem þýðir að Stöðin hafði safnað skuldum upp á 1,2 milljónir á dag, að meðaltali, þau þrjú ár sem hún hafði starfað. Lang stærstur hluti þessara skulda var til kominn vegna kostnaðarsamra tækjakaupa og annars stofnkostn- aðar en mönnum þótti einnig aug- ljóst að betur hefði mátt halda um fjármál Stöðvarinnar en gert hafði verið. Forráðamenn Stöðvar 2 voru ákaflega duglegir að laða til sín hæfileikafólk af öðrum fjölmiðlum, auglýsingastofum og kvikmynda- gerðarfyrirtækjum. Topplaun voru í boði og fólki þótti spennandi að taka þátt í ævintýrinu. Fréttastjóri nýstofnaðrar fréttastofu varð til dæmis Páll Magnússon sem áður hafði verið varafréttastjóri frétta- stofu Ríkissjónvarpsins. Hann hafði verið um nokkurt skeið vin- sælasti fréttamaður Sjónvarpsins svo það var sterkur leikur hjá Jóni Óttari og félögum að fá hann til liðs við sig. Mannaráðningar eins og þessar var frekar auðvelt að verja þó þær kostuðu mikið og má fulíyrða að þeim megi að stórum hluta þakka hve vel Stöð 2 gekk að ná fót- festu. Erfiðara er aftur á móti að réttlæta há laun og mikil fríðindi æðstu manna Stöðvarinnar, og umfram allt að einkaneysla þeirra var lítt aðskilin almennum útgjöld- um fyrirtækisins. Topparnir höfðu undir höndum greiðslukort frá Stöðinni og bárust mikið á, bæði heima og erlendis. Ýmsir frarnmá- menn þjóðarinnar voru tíðir gestir í samkvæmum Jóns Óttars og fé- laga, og sjálfir létu þeir sig ekki vanta þegar eitthvað var um að vera í skemmtanalífinu, frumsýningar eða annað viðlíka. Vafasamir viðskipta- hættir Það sem veikti þó mest álit Stöðvar 2 voru alls kyns kostunar- og auglýsingasamningar sem fyrir- tækið stóð í. Þessir samningar voru oft á þá leið að greitt var fýrir ýmis- legt, til dæmis fatnað og bíla, með auglýsingabirtingum á Stöð 2. Við- skipti þessi fóru öll gersamlega úr böndunum og á sama tíma voru uppi mörg verð á auglýsingabirt- ingum á Stöð 2 sem varð til þess að skapa mikla óánægju meðal auglýs- enda og auglýsingastofa. Grunur vaknaði um að hluta þessara aug- lýsinga væri velt á svörtum markaði og ríkisskattstjóri tók viðskiptin til rannsóknar og hafa þau mál ekki verið til lykta leidd. Þegar nýjasta ársskýrsla Islenska útvarpsfélagsins er skoðuð sést að þessar syndir for- tíðarinnar lifa enn góðu lífi. Þar kemur fram að rannsóknardeild ríkisskattstjóra hefur haft bókhald félagsins fyrir árin 1986, 1987 og 1988 til rannsóknar, að rannsóknin beinist að söluskattsskilum og þá fyrst og fremst kostun fýrirtækja á dagskrárefni. I síðustu skýrslu rannsóknardeildarinnar sem barst íslenska útvarpsfélaginu í febrúar 1994 kemur fram að söluskattsskyld velta er talin vanfærð á þessum ár- um um 125 miiljónir króna og van- greiddur söluskattur um 25 millj- ónir. íslenska útvarpsfélagið hefur mótmælt þessari niðurstöðu og kært til yfirskattanefndar. En það er athyglisverð staðreynd, sérstaklega út frá síðustu átökum um Sýn, að það voru þessi auglýs- ingaviðskipti Stöðvar 2 á sínum tíma, ásamt undirboðum dóttur- fýrirtækisins Islenska myndversins á gerð auglýsinga, sem var kveikjan að því að menn fóru að huga að stofnun annarrar einkarekinnar sjónvarpsstöðvar sem síðar hlaut nafnið Sýn. Ýrnsir kenna Jóni Óttari um bruðlið sem viðgekkst á Stöð 2 og sögðu hann á góðri leið með að kafsigla fyrirtækið i skuldafen. Menn hafa hins vegar haft á orði þegar upphafsár Stöðvarinnar eru metin, að engum blöðum sé um það að fletta að Stöð 2 hefði aldrei orðið að veruleika án Jóns Óttars, en því er ávallt hnýtt aftan við þau ummæli að hann var síðasti mað- urinn sem átti að reka dæmið. Hvað sem því líður þá fékk Versl- unarbankinn, sem var viðskipta- banki Stöðvar 2, því framgengt árið 1988 að Jón Sigurðsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Mikla- garðs, var ráðinn fjármálastjóri að fyrirtækinu. Og fljótlega eftir það upphófust miklar aðhaldsaðgerðir. Skuldirnar illviðráðanlegar Einn þáttur aðhaldsaðgerðanna var að Jón Sigurðsson gaf út tilskip- un um að ekki mætti ákveða nein útgjöld án þess að hann legði bless- un sína yfir þau, hversu smávægileg sem þau væru. í viðtali við þá Jóna, Óttar og Sigurðsson, í Morgunblað- inu í ágúst 1989 er til dæmis mikið gert úr því að skrifstofustúika Stöðvar 2 kom á meðan viðtalinu stóð til að fá heimild fjármálastjór- ans fyrir kaupum á rissblöðum fyr- ir skrifstofuna. Lætur Jón Sigurðs- son þau orð falla við blaðamanninn eftir að hafa veitt heimildina að „öll reglusemi skipti máli“. En allt kom fyrir ekki, sama hversu aðhaldið var smásugulegt, skuldirnar héldu áfram að vaxa. Og þó fjárrrtálastjór- inn skæri niður ýmis fríðindi topp- anna gekk honum illa að hafa taumhald á ákafa frumkvöðlanna við dýra dagskrárgerð. Jafnframt því að vera sjónvarps- stjóri stóð Jón Óttar í umfangsmik- ilíi dagskrárgerð og á stundum þóttu dillur hans keyra gjörsamlega úr öfgum fram. Fræg er til dæmis sagan þegar hann fór með heljar- innar tökulið upp í Breiðafjörð. Leigðar voru umfangsmiklar græj- ur til að taka upp neðansjávar og flóabáturinn Baldur undir mann- skapinn. Þegar að tökum kom dressaði Jón sig upp í kafarabúning og skellti sér í sjóinn. Leið svo dag- urinn þannig að Jón svamlaði um í vatnsyfirborðinu, rak hausinn við og við upp úr kafinu og öskraði til bátsverja hvað þetta væri rosalegt. Ævintýrið kostaði fúlgur og þótti afraksturinn heldur rýr niiðað við það. Forráðamenn Stöðvar 2 höfðu allt frá upphafi glímt við fjármögn- unarerfiðleika og hugmyndir um að gera fyrirtækið að almennings- hlutafélagi kviknuðu snemma. Að- almennirnir þrír, Jón Óttar, Hans Kristján og Ólafur H. töldu þó frá- leitt að selja fýrirtækjum verulegan hlut í stöðinni og höfðu frekar í huga að selja áskrifendum litla hluta. Það fór samt svo að um mitt árið 1988 keypti Páll Jónsson í Pólaris hlutafé í Stöð 2 fyrir 70 milljónir króna. Þetta dugði þó skammt og Jón Óttar og félagar héldu áfram að leita fjármögnunar- leiða. Meðal annars var áhugi er- Iendra aðila kannaður með það í huga að selja þeim allt að 10 prósent í fýrirtækinu en samkvæmt útvarp- slögum máttu útlendingar ekki eiga stærri hlut í fyrirtækinu. Kapphlaup við tímann Vorið 1989 náðu forráðamenn Stöðvar 2 samkomulagi við banda- ríska sjónvarpsrisann NBC um að koma með verulegt fjármagn inn í fyrirtækið, með því að kaupa hluta- fé og einnig með því að veita Stöð- inni hátt langtímalán á þægilegum kjörum. I október virtist allt klapp- að og klárt nema hvað það átti eftir að undirrita samningana. Þá hætti NBC allt í einu við kaupin en bauð þess í stað lán á okurvöxtum og Jón Óttar og félagar stóðu eftir með sárt ennið. Þeir kenndu fyrirspurnum Arnars Páls Haukssonar um sinnaskipti sjónvarpsrisans, en hann hafði meðal annars spurt samningamenn NBC hvort þeir teldu vænlegt að kaupa hlut í fyrir- tæki sem væri undir smásjá skatta- yfirvalda vegna gruns um sölu- skattssvik. Það var ekki til að bæta stöðuna að til stóð að einkabankarnir fjórir, þar með talinn viðskiptabanki Stöðvar 2, Verslunarbankinn, sam- einuðust undir nafninu íslands- banki. Átti nýi bankinn að taka til starfa 1. janúar 1990. Versiunar- bankinn hafði gefið Jóni Óttari og féiögum frest fram á haust til að finna viðunandi lausn á fjárhags- málunum Stöðvarinnar. Þegar sal- an til NBC rann síðan út í sandinn var ljóst að naumur tími var til stefnu að koma skuldastöðunni við Verslunarbankann í viðunandi horf. Forráðamenn Stöðvarinnar hófu því af fullum krafti að leita að fjár- mögnun innanlands. Meðal þeirra sem þeir ræddu við var Ingimund- ur Sigfússon, þáverandi forstjóri og einn af aðaleigendum Heklu. Ingimundi mun hafa litist ágætlega á að koma þarna inn og safnaði saman hópi þekktra manna úr við- skiptalífinu með það í huga að standa saman að kaupum á hlut í fýrirtækinu. Þessi hópur fékk síðar nafnið Hekluhópurinn en þeir sem voru þar innanborðs voru: Þorgeir Baldursson í Odda, Sigurður Gísli Pálmason í Hagkaup, Árni Samúelsson í Bióhöllinni og Lýð- ur Friðjónsson í Vífilfelli. A sama tíma voru uppi einhverjar þreifing- ar um að Árvakur hf., útgáfufélag Morgunblaðsins, kæmi inn í Stöð 2. Þær hugmyndir munu þó frekar hafa verið í orði en á borði en nægðu þó, ásamt áhuga Heklu- hópsins, til þess að Stöðvar 2 mönnum tókst að vekja ótta ráð- herra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar um að menn af hægri vængnum væru í þann mund að læsa klónum í Stöðina. Jón Ótt- ar var í ágætis samböndum innan Alþýðuflokksins og mun Jón Sig- urðsson, sem þá var viðskiptaráð- herra, hafa beitt sér sérstaklega í þessu máli. Var von forráðamanna Stöðvar 2 að ríkið kæmi inn með ábyrgð á lánum og þar með gætu þeir losnað við að selja stórfýrir- tækjum hlut í fyrirtækinu. Ýmsir ráðherrar í ríkisstjórninni voru allir af vilja gerðir til að koma til móts við Stöðvarmennina og meðal ann- ars var reynt að fá Þróunarfélag Is- lands með inn í pakkann. Þetta gekk þó ekki upp vegna þess að stjórnendur Verslunarbankans, með Gísla V. Einarsson formann bankaráðsins í fararbroddi, létu sér 10 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1994

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.