Eintak - 23.06.1994, Qupperneq 17
„Skoðanaágreiningi
hefur ekki verið leyft
að skyggja á vinskap
systkina... Við höfum
staðið saman íflestum
málum. Hin gömlu
œttartengsl okkar eru
traust. Þannig mun
það verða áfram. “
Haraldur V. Noregskonungur
„Atorka íslensku þjóð-
arinnar til að afla sér
lífsviðurvceris úr haf-
inu ogjörðinni og
leggja grundvöll að
nútímavelferðarsam-
félagi er allrar aðdá-
unarverð.“
Martti Ahtisaari forseti Finnlands
„Á Þingvöllum skyldi
þjóð eiga stað. Svo hef-
ur verið síðan. Hingað
er litið ogfylgja sterk
hughrif... Hér voru
dómar upp kveðnir.
Hingað gengu bestu
hugsuðir og mildustu
ráðgjafar og í hvívetna
skyldi að lögumfarið.“
Ólafur Skúlason biskup íslands
„Hin haga hönd iðn-
aðarmannsins, hag-
sýni og iðjusemi bú-
stýrunnar og uppal-
andans, já sérhvert
verk, sem hreifþjóðina
áfram, varjafn þýð-
ingarmikið sjálfstœðis-
baráttu okkar, og
vopnaburður her-
manna í öðrum frelsis-
stríðum.“
Davið Oddsson forsœlisráðherra
„í lýðrœðislandi hljóta
ávallt að vera skiptar
skoðanir um leiðir,
jafnvel um grundvall-
aratriði. Til þess að
tryggjafrið og sjálf-
stœði ber okkur að
leita þeirra leiða sem
sameina okkurfremur
en sundra, minnug
þess hvað sundurlynd-
ið var þjóðinni dýr-
keypt. “
MatthíasÁ. Matliiesen formaðurpjóð-
hátíðamefndar
Guðmundur Andri
Thorsson
Ræðan hans Davtðs var „lax-
nesk" í upphafi, en dó síðan
út. “
Stefán Pálsson
, Einsleitar ræður, fullar af hátíð-
iegum orðum sem fyrir löngu
hafa tapað merkingu sinni. “
Ellert B. Schram
,Ég held að ræðumenn hafi al-
mennt misskilið hlutverk sitt á
lýðveldishátíðinni. “
mikið af stuðlum og samstæðum,
eins og „með brandi og byssust-
ingjum" og „kraft og kjark“. Hann
beitir einnig þeirri tækni að um-
orða hlutina á tvo til þrjá vegu, og
það er mjög algengt í hátíðarræð-
um.“
„Ég hafði mjög gaman af ræð-
unni hans Davíðs," segir Soffía.
„Hann sýndi að hann býr yfir
ákveðinni mælskulist og stíllinn hjá
honurn var stuðlaður. Hann var
mjög herskár í ræðu sinni; talaði
um stríð og vörn, vopnaburð og
hermennsku og mér telst til að í
fyrri hluta ræðunnar hafi orðið
barátta komið fyrir einum tíu sinn-
um, í margvíslegu sambandi; frels-
isbarátta, sjálfstæðisbarátta, þjóð-
frelsisbarátta og þar fram eftir göt-
unum. Davíð notar mikið and-
stæður eins og „blessun og bölvun“
og „fjarlægð og nágrenni". Hann
byrjar eins og margir aðrir ræðu-
menn gerðu við þetta tækifæri á því
að vísa í fortíð og enda síðan ræð-
una á því að líta til framtíðar. Ann-
ars leitaði ég með logandi ljósi að
frumlegheitum í ræðum þessa dags,
en það kom lítið út úr þeirri leit.“
„Það sem mér fannst skína í
gegnum ræðu Davíðs var sú hug-
myndafræði sjálfstæðisstefnunnar
að í rauninni ættu allir landsmenn
að sameinast í Sjálfstæðisflokkn-
um,“ segir Guðmundur Andri.
„Þessi litla þjóð hafi í raun og veru
ekki efni á því að rífast og allir
komist fyrir í Flokknum. Þeir sem
ekki hafi áhuga á því, séu einfald-
lega eitthvað óeðlilegir."
í draumaheimi
„Mér fannst afskaplega merkilegt
hvernig ræðumönnunum tókst við
þetta tækifæri að sneiða hjá öllu því
sem skiptir einhverju máli,“ segir
Stefán. „Það var einna helst Ragnar
Arnalds sem var í einhverjunt
tengslunt við raunveruleikann,
þegar hann fór að tala um bóka-
skattinn og áhrif hans á íslenska
tungu.“
Illugi er hjartanlega sammála
þessu. „Á þessum þingfundi er
mælt fyrir einhverjum sjóði sem á
að vera til styrktar íslenskri tungu.
Það má hins vegar spyrja hvort það
hefði ekki verið affarasælla að fella
niður skatt á útgáfustarfsemi. Það
væri sennilega það besta sem væri
hægt að gera fyrir íslenska tungu.
Það virðist vera einhver árátta hjá
íslenskum stjórnmálamönnum að
stofna einhverja sjóði til að redda
málum sem þeirn hefur tekist að
klúðra.“
Forsetinn bestur
„Mér fannst hátíðarræða Vigdís-
ar bera af öðrum ræðum,“ segir
Margrét Pálsdóttir íslenskufræð-
ingur, sem kennt hefur framsögn
og ræðumennsku við Hl. „Vigdís
kom í ræðustólinn og það var
greinilegt að hún var ekki að Iesa
ræðuna sína; hún talaði beint til
fólksins. Þetta er einkenni góðra
ræðumanna; þeir lesa ekki ræðurn-
ar sínar heldur flytja þær. Vigdís
hefur einnig þann hæfileika að hún
getur brosað með röddinni. Áhersl-
ur hjá henni eru eðlilegar og í sam-
ræmi við efnið, og hún horfir fram
eins oft og hún getur,“ segir Mar-
grét. „Maður finnur fyrir hlýju og
eðlilegum blæbrigðum í rödd
hennar og það er sterk útgeislun frá
henni.“
Soffía er á sömu skoðun. „Ræða
forsetans var á vönduðu og góðu
máii. Hún er að vísu gjörsamlega
laus við frumlega hugsun, eins og
allar hinar ræðurnar, en það sem
gefur henni sérstöðu er að hún er
laus við klisjurnar, sem hinar ræð-
urnar eru uppfullar af, segir Soffía.
„Sem dæmi um þetta má nefna að
Vigdís vitnar í kvæðið fræga eftir
Huldu, sem byrjar á setningunni
Hver ú sér fegra... Allir þekkja
fyrsta erindið, en Vigdís tekur hins
vegar tilvitnunina upp úr öðru er-
indinu, sem er ekki nærri því eins
þekkt.“
Heimískar setningar
„Ræða biskupsins var ein sú leið-
inlegasta," segir Stefán. „Hann tap-
ar þræðinum nokkuð fljótt og ræð-
an hans verður svolítið þoku-
kennd.“ Guðmundur Andri tekur
undir þetta. „Ólafur gerir tilraun til
þess að rekja sögu Þingvalla með
áherslu á kristnitökuna, en ræðan
hans verður nokkuð óskiljanleg. Ég
tók sérstaklega eftir endurtekning-
urn hjá honum og orðskrúð og þar
mátti einnig finna tyrfið orðalag,
eins og hjá fleirum. En það var hins
vegar þessi málsgrein sem vakti at-
hygli mína,“ segir Guðmundur
Andri.
Maður lagði upp í ferð og fann
stað. Það eru Þingvellir. Og hafa ver-
ið í hugum þjóðar alla tíð síðan
merkur staður, fagur og helgur. Því
veldur sagan. Ástœður í örlögum
þjóðar skráðar vegna vona manna,
sem rcettust, eða vonhrigða, setn
þeim örlögum ollu, að skaðifylgdi.
„Þetta er svona „Heimísk“ setn-
ing. Gjörsamlega óskiljanleg, en ef-
laust mjög flott.“
„Að mínu mati á Geir Haarde
metið í tyrfnu orðalagi," segir Stef-
án. „Hann notar langar og torskild-
ar setningar og í ræðu hans er allt
fullt af þreyttum klisjum. Annars er
það áberandi í öllum ræðunum að
reynt er að troða inn gáfulegum til-
vitnunum og það tekst áberandi
verst hjá Rannveigu Guðmunds-
Illugi Jökulsson
„Einhver árátta hjá íslenskum
stjórnmálamönnum að stofna
sjóði til að redda málum sem
þeir hafa klúðrað. “
dóttur, þar sem hún vitnar í
Bjarna Sæmundsson."
Soffía er hins vegar hrifnari af
ræðu Rannveigar. „Ræða Rann-
veigar var á vissan hátt öðruvísi en
aðrar ræður þingfundarins,“ segir
Soffía. „Hún er nefnilega eini þing-
maðurinn sem gerir tilraun til að
rökstyðja stuðninginn við íslenska
tungu. Hún segir, sem rétt er, að
flókið nútímasamfélag þurfi ný-
sköpun tungunnar og finnur þar
með svolítið nýjan vinkil á umræð-
una. Hins vegar gerir hún sig seka
um rökvillu þegar hún segir að við
eigum tunguna og það sem hún
geymi, bókmenntir og sögu. Ég
hefði nú haldið að því væri öfugt
farið,“ segir Soffía.
Sparifatastíllinn
„Það er ósköp skiljanlegt að mál-
farið sé hátíðlegt við svona tæki-
færi,“ segir Margrét. „Þessu má
líkja við að fara í sparifötin. Maður
gerir það ekki á hverjum degi, og
þau eru fínni en fötin sem maður
gengur í dags daglega. Á sama hátt
er málfarið fínna, fólk reynir að
fmna fallegar líkingar og orð sem
ekki eru notuð í daglegu ntáli.
Margrét segir að tilefnið til
ræðuhalda hafi oft haft áhrif á
framsögn þeirra sem á stokkinn
stíga. „Vandamálið, sem oft kemur
upp þegar fólk ætlar að vanda sitt
mál og tala skýrt og greinilega, er að
þá fara áherslur oft að verða skrýtn-
ar. Löng orð fá stundum tvær
áherslur og hljóma skringilega og
menn fara að slíta í sundur orð og
stoppa í miðjum setningum. Þá
verður mál þeirra slitrótt og maður
finnur að þeir eru að lesa, en ekki
tala. Þetta mátti til dæmis heyra hjá
Davíð í hátíðarræðunni hans. Hjá
honum mátti greina lestrartóninn
og hann hægði stundum of mikið á
sér og sleit of mikið í sundur setn-
ingar. Samt skildist allt sem hann
sagði og það var greinilegt að hann
gaf sér meiri tíma þarna en oft áð-
ur. Mér fannst hins vegar sá galli á
ræðunni hans að hann vísaði ekki
til skáldanna, sem hann vitnaði í, á
meðan flestir hinir gerðu það. En
Soffía Auður Birgisdóttir
„Davið var mjög herskár íræðu
sinni og talaði mikið um bar-
áttu, stríð og vörn. “
byrjunin hjá honum fannst mér
góð,“ segir Margrét.
Kóngaræður
„Ég las ræður kóngafólksins með
mikilli athygli og fékk einhvern
veginn tilfinningu fyrir því að
þarna stæði í púltinu fólk, sem vissi
ekki hvað það var að gera á þessurn
stað,“ segir Guðmundur Andri.
„Þessir þjóðarleiðtogar töluðu ekki
eins og sá sem valdið hefur, enda
hafa þeir í rauninni engin völd. Þeir
geta hins vegar ekki talað eins og
venjulegt fólk, því í þeirri stöðu eru
þau ekki. Megineinkenni á ræðum
þeirra var því einhvers konar leit að
veginum þarna á milli, og sú leit
tókst greinilega ekki og því urðu
ræður þeirra flatar og vandræðaleg-
ar. Eina undantekningin frá þessu
var Martti Ahtisaari forseti Finn-
lands, enda er hann lýðræðislega
kjörinn. Svíakonungur flutti ein-
faldlega vonda ræðu og það var
greinilegt að þar fór maður sem
vissi ekki alveg hvað hann var að
gera á Þingvöllum,“ segir Guð-
mundur Andri.
„Ræður kóngafólksins voru
ósköp ómerkilegar í sjálfu sér,“ seg-
ir Stefán. „Eina sem var markvert í
þeim var að Norðmenn og Svíar
lofuðu að gefa okkur pening. Þar
með var það upptalið.“
„Það var viss kaldhæðni fólgin í
því að hlusta á Noregskonung,"
segir Indriði. „Nú þegar samband
ríkjanna minnir einna helst á
ástandið á Sturlungaöld, þá kemur
hann hingað og talar um að íslend-
ingar og Norðmenn séu bræðra-
þjóðir.“
Margrét er ekki sammála þessu.
„Þegar ég horfði á kóngafólkið
halda ræður sínar, fannst mér ég
verða vör við mikla hrifningu og
aðdáun þeirra á íslensku þjóðinni.
Flest þeirra töluðu um gagnkvæmt
traust og friðarvilja, en einnig um
nauðsyn þess að standa fast á sínu.
Raunar fannst mér áhugavert að
Margrét Danadrotting og Haraid-
ur Noregskonungur sneiddu ekki
fram hjá gömlum og nýjum ágrein-
ingsmálum milli þjóða þeirra og ís-
lendinga, heldur minntust óhikað á
þau. Annars voru þjóðhöfðingjarn-
ir á vissan hátt látlausari í ræðum
sínum en sumir íslendingarnir, sér-
staklega hvað varðaði ávörpin í
byrjun þeirra. Þetta fólk er auðvitað
allt mjög vant að koma fram, en
mér fannst Margrét standa sig
einna best. Hún gaf sér góðan tíma
í byrjun og maður fann að ræðan
hennar kom frá hjartanu. Það var
hlýja í rödd hennar og ég tók til
þess, þegar hún sagði Þingvellir
með íslenskum framburði. Karl
Gústaf Svíakonungur reyndi þetta
líka, þegar hann bar fram íslenska
málsháttinn Maður er nianns gatn-
an. Karl var kannski ekki eins kraft-
mikill og Margrét í ræðu sinni, en
það stafaði einhverjum myndugleik
frá honum.“ ©
Indriði G. Þorsteinsson
„Kjarkmiklar og hvetjandi ræð-
ur, en án allra tengsla við raun-
veruleikann. “
„Við vitum að allar
kynslóðir hafa cevin-
lega verið reiðubúnar
að leggja lífsitt að veði
til þess að búa til betri
heimfyrir kynslóð
morgundagsins. “
Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands
„Hitt hygg ég að sé
óumdeilanlegt að nú,
á þessu afmcelisári, eru
allar forsendur til þess
að þjóðin geti horft
meira sameinuð fram
á veg en oft áður.
Tcekifcerin sem við
blasa tilframfara-
sóknar er víða að
finna. Gcefa þjóðar-
innarfelst í því að
standa saman um að
hagnýta þau.“
GeirH. Haarde formaðurþingflokks
sjálfstœðismanna
„Þann vilja [til að
stjóma eigin málum]
eigum við íslendingar,
ekki sístfyrir þá sök að
baráttuþrekið getum
við endumýjað við
ncegtabmnn sögu okk-
ar, tungu, lands og
hafs.“
Salóme Þorkelsdóttir forseti Alþingis
„Sjómenn okkar hafa
um aldirstundað sjó-
sókn á einhver gjöful-
ustufiskimið í heimi.
Nýting þessarar auð-
lindar, sem er sameign
íslensku þjóðarinnar,
hefur lagtgmnn að því
velferðarþjóðfélagi
sem við búum við og
viljum viðhalda.“
Rantiveig Guðmundsdóttir fonnaður
þittgflokks Alþýðuflokksins
„Saga liðinna alda er
sagan afbaráttu
mannanna við náttúr-
una ogsjálfa sig. Oft
höfum við lotið í lcegra
haldi, en þó aldrei lát-
ið bugast, heldur tekist
á við erfiðleikana.
Þannig vil ég sjá ís-
lenska þjóð ogþannig
vil ég að ceskan mót-
ist.“
Jóna Valgerður Kristjánsdóttirfortnad-
ur þingflokks Kvennalistans.
17
FIMMTUDAGUR 23. JÚNl' 1994