Eintak - 23.06.1994, Síða 34
WorldCup\ r;A94| Ifl 3 E □
Campos
vinsæll
Þessi litríki markvörður er
stjama Mexikómanna
Jorge Campos, markvörður
Mexíkómanna, hefur aldeilis
slegið í gegn á HM. Þessi 27 ára
sókndjarfi markvörður er þekkt-
ur fyrir afar skrautlegan Úæðn-
að, skæran neongrænan mark-
mannsbúning, en FIFA hélt
marga fundi til að fjalla um
hvort Campos mætti klæðast
honum.
En Campos er einnig vinsæll
meðal andstæðinganna. Erik
Thorsvedt markvörður var
himinlifandi eftir leik Norð-
manna við Mexíkó. Ekki aðeins
út af úrslitunum heldur einnig
því að þeir Campos skiptust á
búningum og Thorsvedt telur
sig hafa fundið ný gluggatjöld í
eldhúsið heima á Englandi! ©
Romario de Sousa, framherjinn
stórkostlegi hjá Brasiiíumönnum er
með töframátt i tánum. Samúel
Örn Erlingsson, sem lýsti leik
Brasiiiu og Rússa, sagði hins vegar
að eitt hefði Guð ekki gefið honum
og það væri lítillæti.
Suður-Kórea - Bólivía
Heldur
Suður-Kór-
eaáfram
að koma á
óvart?
Suður-Kórea kom skemmtilega á
óvart í leiknum við Spán. Liðið lék
skemmtilegan fótbolta, barðist
fram á síðustu mínútu og uppskar
fyrir vikið verðskuldað jafntefli.
Suður-Kóreumenn leika áferðarfal-
lega knattspyrnu, halda boltanum á
jörðinni og beita óspart stuttu þrí-
hyrningarspili en það var einmitt
eftir slíkt samspil sem þeir skoruðu
jöfnunarmarkið á móti Spáni.
Lið Bólivíu lék einnig mun betri
knattspyrnu en almennt var búist
við afþví í opnunarleiknum á móti
þýsku heimsmeisturunum. Eins og
Suður-Ameríkumönnum sæmir
eru Bólivíumenn mjög leiknir og
voru óbangnir við að senda knött-
inn með hælnum og sýna aðra
stæla þegar þannig lá á þeim í leikn-
um við Þjóðverja. Fremstur í flokki
þeirra fór miðvallarleikmaðurinn
Erwin Sanchez en auk þess að
sýna skemmtileg tilþrif úti á velli
sýndi hann það ótvírætt að hann er
stórhættuleg langskytta.
Fyrirfram var búist við því að
það yrðu Suður-Kórea og Spánn
sem mundu berjast um þriðja sætið
í C-riðli en þriðja sæti í riðlakeppn-
inni mun duga einhverjum fjórum
liðum til að komast áfram í milli-
riðlana. Þannig að leikurinn í Bost-
on í kvöld er geysilega mikilvægur
fýrir bæði liðin og má líta á hann
sem kláran úrslitaleik um það hvort
liðið heldur áffam keppni því mjög
líklegt er að það lið sem tapar í
kvöld þurfi að halda heim á leið
þegar riðlakeppninni lýkur. ©
34^253
Chartton
aðhætta?
Eríendir fjölmiðlar hafa veit því fyrir sér und-
anfarið hvort Chariton muni láta þessa
heimsmeistarakeppni marka lokapunkt á
feriisínum sem þjátfari írska landsliðsins.
Jack Charlton þjálfari írska
landsliðsins var allt að því tekinn í
dýrlingatölu á eyjunni grænu þegar
hann skilaði liði sínu í átta liða úr-
slit á HM 1990. írland hafði aldrei
áður spilað í úrslitakeppni HM og
árangurinn þótti gífurlega góður.
Svo góður að 300.000 manns tóku
á móti landsliðinu gólandi af hrifn-
ingu er þeir lentu í Dyflinni að
keppni lokinni.
Núna fjórum árum seinna eru
írar í úrslitum í annað sinn og bún-
ir að spila sinn fýrsta leik. Hann var
gegn engum öðrum en erkifjend-
unum ítölum sem slógu þá út síð-
ast. 1 þetta sinn náðu þeir hefndum.
Maðurinn bak við sigurinn eins og
svo oft áður var Jack Charlton.
'„Það eina sem ég er hræddur við er
sú staðreynd að ég er einfaldlega
ekkert hræddur,“ sagði hann fyrir
leikinn og bætti svo við að hann
hefði „sterklega á tilfinningunni að
þeir myndu vinna.“ Það gekk eftir.
Það er greinilegt á öllum viðtöl-
um í erlendum blöðum að Charl-
ton hefur tekið ástfóstri við írsku
þjóðina og hún við hann. „Þegar
maður hefur kynnst því hversu hlý-
legir Irar eru, þegar þeir hafa tekið
mann á annað borð í hópinn og er
farið að þykja vænt um mann, þá
gerir maður allt til þess að þetta
samband haldist óbreytt," sagði
hann í viðtali fyrir keppnina. „Ég
myndi aldrei þola að mæta fúkyrð-
um þegar ég kæmi á krá á írlandi.
Ef það gerðist myndi ég líklega
hætta og drepa aldrei fæti mínum
aftur á landið. Ég vil allra síst falla í
ónáð á írlandi.“
Það er algengt að menn tali um
að þeir séu tilbúnir til að gera flest
til að halda í ákveðinn vin eða vina-
hóp. En þegar um heila þjóð er að
ræða er augljóslega eitthvað sér-
stakt á ferðinni. Þessi árátta Charl-
tons að hafa ótrúlegan áhuga á því
hvað írskum almenningi finnst um
starf hans hefur komið af stað
miklum getgátum. Margir íþrótta-
fréttamenn á Irlandi hallast á það
að effir þessa heimsmeistarakeppni
muni Charlton hætta. Hann vilji
einfaldlega ekki taka áhættuna á því
að mistakast og eyða ævinni í ónáð.
Miklu nær sé að hætta á toppnum
og lifa velsældarlífi við eilífar vin-
sældir írsks almennings. Þær eru
vissulega ærnar nú þegar. Sem
dæmi má nefna að þegar maður
ársins var valinn á Irlandi 1993 voru
það ekki Sinead O'Connor, Bono
í U2 eða hinn nýkjörni kvenforseti
írlands sem börðustu um toppsæt-
ið. Charlton sigraði með yfirburð-
um.
Hvernig sem fer alls óvíst að
hann haldi áfram og búi liðið undir
Evrópukeppninni 1996. Benda t.d.
yfirlýsingar hans í fjölmörgum við-
tölum við írsku og ensku pressuna
eindregið í þá átt. Irskir blaðamenn
telja að hann hafi það efst í huga að
hætta um leið og hann skynjar
minnstu hættu á að dálæti þjóðar-
innar á honum sé að dvína. I síð-
ustu viku sagði hann: „Þegar úrslit-
in liggja fyrir mun ég setjast niður
og skoða hvaða áhrif þau hafa á
mína stöðu... Eitt get ég sagt hér og
nú. Hvernig sem fer getur enginn
kvartað yfir því að þeir hafi ekki
lagt sig fram. Strax í undirbúningn-
um hafa þeir staðið sig það vel að
þjóðin má vel við una. Enginn
þeirra hefur hlíft sér við þessar
vægðarlausu æfingar sem við höf-
um á þá lagt.“
STORI DOMUR
(Ó)beint mark
Ljóst er að dómararnir í heims-
meistarakeppninni í Bandaríkjun-
um koma nú betur undirbúnir til
leiks en nokkurn tímann áður.
Stórauknar kröfur eru nú gerðar til
líkamlegs atgervis þeirra og fyrir-
mælin sem FIFA gaf þeim í vegar-
nesti fyrir keppnina voru í senn
ströng og metnaðarfull, en í
hnotskurn voru þau á þessa leið:
Stuðlið með öllum ráðum að
sóknarleik og refsið þeim leik-
mönnum harðlega sem brjóta gegn
anda leiksins um drengilega leikna
knattspyrnu. Verndið snillingana
fyrir tæknilega slakari andstæðing-
um sem freista þess að beita öllum
brögðum til að stöðva þá.
Frammistaða dómaranna í leikj-
unum til þessa hefur í heildina litið
verið mjög góð og óhætt er að segja
að þeir hafi átt sinn hlut í að gera
leiki keppninnar mun skemmti-
legri en í þeirri síðustu á Italíu. Að
sjálfsögðu koma ávallt upp atriði í
hverjum leik þar sem menn greinir
á um hvort dómarinn hafi haft rétt
fýrir sér en samræmingin í dóm-
gæslu þeirra virðist mun betri en
nokkru sinni fyrr. Sérstaka athygli
mína hefur vakið frábær frammi-
staða línuvarðanna, en þeir hafa
varla stigið feilspor þrátt fyrir að
fjölmargar sjónvarpstökuvélar
fýlgist grannt með hverri þeirra
hreyfingu. Frammistaða þeirra
sýnir að FIFA gerði rétt í því að
velja sérþjálfaða línuverði til þess
að starfa á leikjum keppninnar í
stað þes að láta dómarana dæma
og vera línuverði til skiptis eins og
jafnan áður.
Effir 13 fyrstu leikina höfðu ein-
ungis tvö rauð spjöld litið dagsins
ljós, hvorugt þeirra fýrir hina al-
ræmdu tæklingu aftan frá. Hin
ströngu fyrirmæli sem FIFA gaf
dómurunum fyrir keppnina um að
senda leikmenn rakleiðis af leik-
velli sem gerðust sekir um slíkar
tæklingar virðast sem betur fer
hafa haft þau áhrif að leikmenn
hafa hingað til veigrað sér við að
beita þeim. Dómararnir virðast
hins vegar ekki hafa fylgt fyrirmæl-
um FIFA út í ystu æsar og því eru
leikmennirnir þegar farnir að færa
sig upp á skaftið og aukaspyrnun-
um hefur farið fjölgandi, eða úr
um það bil 10-15 í fyrstu leikjunum
upp í 40 í leik Spánverja og Þjóð-
verja, sem er allt of mikið. Ég er því
sannfærður um að FIFA muni í
framhaldinu skerpa á þessum fyr-
„Ég held að við höfum alla
möguleika á að standa okkur vel.
En menn verða að sjálfsögðu að
vera viðbúnir því versta. 1 keppni
sem þessari sitja margir eftir með
sárt ennið.“
Þá er að vona að Irar, sem lengi
hafa verið taldir til okkar helstu
frændþjóða, verði ekki í þeirra
hópi. ©
Jack Charlton
„Það eina sem ég er hræddur
við er sú staðreynd að ég er
einfaldlega ekkert hræddur. “
„Badilla dómari frá Kosta
Rica, sem verður líklega
ekki boðið í afmælið til Sto-
ichkovs, dæmdi réttilega
óbeina aukaspyrnu fyrir
hindrun oggafþað skýrt og
greinilega til kynna með því
að halda annarri hendinni
uppi til merkis um að svo
væri. “
irmælum og fyrirskipa dómurun-
um að stöðva þessa þróun með öll-
um ráðum. Eftir því sem baráttan
harðnar þegar á keppnina líður
megum við því líklegast búast við
því að dómararnir freisti þess að
grípa fyrr inn í þegar um grófan
leik er að ræða og beiti spjöldun-
um af meiri staðfestu.
Ein af nýjungum í fyrirmælun-
um til dómaranna, sem ég tel að
hafi skilað mjög góðum árangri, er
sú að heimila ekki meðhöndlun
meiðsla inn á leikvellinum nema
að um höfúðmeiðsli sé að ræða eða
meiðsli markvarðar. Leikmenn
vita nú að ef dómarinn þarf að
stöðva leikinn til þess að hleypa
sjúkraþjálfurum inn á þá munu
þeir þurfa að yfirgefa leikvöllinn
um tíma. Þetta hefur fækkað stór-
lega hinum hvimleiðu uppgerðar-
meiðslum sem plagað hafa knatt-
spyrnuunnendur um allan heim
undanfarin ár.
Það kæmi mér ekki á óvart ef Al-
þjóðanefndin (The International
Board), sem hefur alræðisvald
varðandi breytingar á knatt-
spyrnulögunum og túlkunum
þeirra, legði til að lokinni yfir-
standandi heimsmeistarakeppni,
að óbeinar aukaspyrnur verði af-
lagðar. Hugmynd þess eðlis hefur
lengi verið í umræðunni, en glæsi-
legt „ó“mark Búlgarans Hristo
Stoichkov í leiknum gegn Níger-
íumönnum gæti orðið korninn
sem fyllir mælinn. Badilla dómari
frá Kosta Rica, sem verður líklega
ekki boðið í afmælið til Stoichkovs,
dæmdi réttilega óbeina auka-
spyrnu fýrir hindrun og gaf það
skýrt og greinilega til kynna með
því að halda annarri hendinni uppi
til merkis um að svo væri. Hann
varð því að dæma markspyrnu
þrátt fyrir að knötturinn hefði
þanið netmöskvana með svo eftir-
minnilegum hætti. Til glöggvunar
fyrir lesendur skulu nú upptalin
þau fimm leikbrot sem leiða til
óbeinnar aukaspyrnu:
1 Háskaleikur
2 Hrinding á réttan hátt
þegar knötturinn er
utan leikfæris
3 Mótherji hindraður
4 Markverði hrint á
eigin markteig
5 Of mörg skref (fleiri
en fjögur) markvarðar
GylfiÞór Orrason
milliríkjadómari
skrifar um dómgæslu
áHM 94
Þá er óbein aukaspyrna einnig
dæmd í nokkrum tilfellum þar sem
ekki er um bein brot á andstæðingi
að ræða, svo sem við rangstöðu.
Ef ég ætti að lokum að nefna
einn dómara sem mér finnst hafa
skarað fram úr í hópi margra
góðra, þá myndi ég vilja nefna Sýr-
lendinginn Jamal Al-Sharif sem
dæmdi hinn frábæra leik Kólumb-
íu og Rúmeníu. Hann hafði gífur-
lega yfirferð og var nánast ávallt á
staðnum þegar eitthvað var að ger-
ast. Hann beitti hagnaðarreglunni
af mikilli kunnáttusemi og mín
skoðun er sú að knattspyrnuunn-
endur um allan heim muni hagn-
ast vel af því verði honum falið það
erfiða hlutskipti að dæma sjálfan
úrslitaleikinn. ©
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1994