Eintak

Útgáva

Eintak - 23.06.1994, Síða 30

Eintak - 23.06.1994, Síða 30
Brassarnir mæta Kamerúnum á föstudagskvöld Hvað gerir Romario næst? Kamerúnar koma enn á óvart Svíar heppn- iraðnástigi Þeirlýsa leikjun- um a HM íSjón- varpinu * Brasilíumenn léku á hálfum hraða gegn Rússum sem voru Engin fýrirstaða Romario var allt í öllu hjá Brasilíu- mönnum gegn Rúss- um. Sam- vinna hans og fyrirliðans Rai, sem leikur á miðjunni, var með miklum ágætum og Romario skor- aði eitt mark og fiskaði síð- an vftið sem Rai skoraði örugglega úr. Bnasilía - Rússland.. .20 Romario, Rai « Leikur Brasilíumanna, sem 'c‘<sp* marg>r sPa heimsmeistara- titlinum í sumar, og Rússa var aldrei spennandi. Brasilíumenn höfðu tögl og hagldir allan leikinn og léku af miklli skynsemi. Athygli vakti hve sterkur og yfir- vegaður varnarleikur Brassanna var. Claudio Tafarel markvörður var fastur fyrir og einhvern veginn virtist aldrei vera nein hætta á ferð- um. Rússarnir virtust aldrei hafa nokkra trú á sér í þessum leik, voru greinilega búnir að tapa honum andlega. Romario kom sínum mönnum á blað eftir um tæplega hálftíma leik eftir sendingu frá Bebeto hinum framherja Brasilíumanna. Hann var öryggið uppmálað í markinu, lagði boltann út við stöngina laust en örugglega. Brasilíumenn sóttu mun meira í leiknum og seint í fyrri hálfleik áttu þeir að fá vítaspyrnu er Romario var skellt harkalega en dómari leiksins lét leikinn halda áfram. Um ntiðjan seinni hálfleikinn var rétt- lætinu hins vegar fullnægt þegar Romario var felldur innan vítateigs Rússanna og Rai skoraði örugg- lega. Lokatölurnar urðu því 2:0 fyrir Brasilíumönnum og verða það að teljast í meira lagi sanngjörn úrslit, sigurinn hefði allt eins getað orðið miklu stærri. 0 Mittlið Marteinn Geirsson, þjálfari Fram. Brassarnir eru mínir menn. Þeir spila létta og skemmtilega sóknar- knattspyrnu sem virkilega gaman er að horfa á. Þeir eiga án efa eftir að ná langt í keppninni. Það verður spennandi að sjá hvort hið firnasterka lið Brasilíumanna nái að fylgja eftir frábærum leik sínum á móti Rússum þegar þeir mæta Kame- rúnmönnum á föstudagskvöld. Leikurinn verður reyndar ekki sýnd- ur í beinni útsendingu Sjónvarpsins vegna íslandsmótsins í knattspyrnu en hægt verður að sjá hann í Fjölvarpinu, bæði á BBC og Eurosport, auk þess sem allmargir barir hafa til reiðu stóra sjónvarpsskjái og góða aðstöðu. Brasilíumenn sýndu það og sönn- uðu gegn Rússum á mánudag að þeir eru með mjög gott lið. Yfirburðir þeirra í leiknum voru miklir og þeir yf- irspiluðu andstæðingana án þess að vera nokkurn tíma á fullri ferð. Romario, framherjinn stórkostlegi, sagði fyrir keppnina að hann ætlaði sér að verða maður hennar. Til að standa við þau orð verður hann að leika vel í þessum leik, þar sem fyrir verða ljónin frá Afríku, Kamerúnmenn sem njóta mikillar hylli ekki síður en lið Brasilíu- manna. Hvort öldungurinn Roger Milla kemur eitthvað við sögu í leiknum verður spennandi að sjá. Það er einnig ljóst að líkurnar á því að framherjinn Bebeto sýni slakan leik eru hverfandi, því hann var næstmarkahæsti ieikmað- urinn á Spáni í vetur á eftir Romario. Keppni þeirra tveggja er einnig sálræn og sú keppni er hvað hörðust í brasil- íska liðinu. Það hefur ofit verið sagt að versti óvinur brasilíska liðsins sé það sjálft. Óþolandi sjálfstraust og eigingirni leikmanna drepi niður samkenndina í liðinu, sem er bráðnauðsynleg. Kame- rúnmenn eru andstæðan við þetta. Þar berjast menn fyrir hvern annan og móðurjörðina, ekkert annað kemur til mála. Omam Biyk og Tataw hafa sýnt að þegar kemur að markaskorun eru þeir réttir menn og með menn eins og David Embe, sem jafnaði gegn Svíum, er liðið til alls líklegt. O Barátta „litlu“ liðanna í F-riðli Saudar mæta Mamkkó Fyrirfram hefði maður getað sagt að leikur Marokkómanna og Saudí-Araba væri lítið spennandi. En eftir að hafa séð Sauda spila gegn Hollendingum og Marokkó- menn gegn Belgum er annað uppi á teningnum. Liðin leika hraðan og skemmtilegan fótbolta og eina sem vantar er reynsla til að spila í svo stórri keppni sem heimsmeist- arakeppnin er. Bæði lið ætla sér sigur í þessum leik og ljóst er að ekkert verður gefið eftir. Sigur í þessum leik gef- ur ágæta möguleika á áframhald- andi keppni þar sem gefin eru þrjú stig fyrir sigur.0 Sviþjóð - Kamerún.. .2:2 Roger Ljung, Martin Dahlin - David Em- be, Omam Biyk. “ Enn á ný náði hið spræka jl'vSS; °g skemmtilega lið Kame- rúna að koma á óvart í keppninni um heimsmeistaratitil- inn. Að þessu sinni voru það Svíar sem voru mótherjarnir og má með sanni segja að gæfan hafi verið þeim hliðholl í leiknum. Svíarnir byrjuðu reyndar mun betur í leiknum og var sem Kame- rúnar væru búnir að tapa töfra- mættinum frá því á Ítalíu fjórum árum áður. Bell, markvörður Kamerúna, var þá fáránlega stað- settur í fyrirgjöf fyrir ntarkið og Roger Ljung stökk manna hæst og skallaði boltann örugglega i mark- ið. Eftir þetta var sem Kamerúnar vöknuðu af dvala og þeir fóru að leika mun betur og hraðar en áður. Eftir um hálftíma leik jöfnuðu þeir síðan metin með marki David Embe og á upphafsmínútum síðari hálfleiks kom Francois Omam Biyk þeim yfir með afar glæsilegu marki. Eftir þetta fóru Svíarnir að sækja í sig veðrið og sóknirnar dundu á Kamerúnum sem sýndu þó ágætar skyndisóknir af og til. Það var síðan framherjinn Martin Dahlin sent jafnaði leikinn eftir að þrumuskot Henrik Larsons hafði lent á þverslánni. Skömmu áður hafði Dahlin reyndar brugðið fyrir sig hendinni í vítateignum og voru Fyrirliði Brasiliumanna, Rai, er yngri bróðir barnalæknisins Só- kratesar sem lék með Brasiliu- mönnum hér á árum áður. Bræð- urnir báðir hafa verið valdir fyrirlið- ar liða sinna, Sókrates í keppnun- um 1982 og 1986 en Rai nú i ár. Terry Venables landsliðsþjálfari er einlægur aðdáandi Brasiliumanna og segir að þeir séu liklegir til að verða sigurvegarar keppninnar þegar upp er staðið. Venables segir að i leiknum gegn Rússum hafi þeir aðeins leikið á hálfum hraða og eigi mikið inni. Venables sagði reyndar einnig að rúmenska liðið hafi komið sér stórkostlega á óvart og ekki fari á milli mála að þeir komist langt. „Georgi Hagi lék alveg eins og engill af himnum of- Martin Dahlin jafnaði leikinn eftir að þrumu- skot Henrik Larsons hafði lent á þverslánni. rnenn á því að spjaldið hefði átt að vera rautt en ekki gult fyrir það. Svíar geta í heildina verið sáttir við annað stigið úr þessari viður- eign. Varnarmaðurinn Patrick Anderson var hins vegar alveg úti á þekju í leiknum og komu bæði mörk Kamerúna eftir furðuleg mis- tök hans. 0 an og allt liðið lika. Ef þeir hefðu verið i brasiliska búningnum hefðu menn farið að tala um að liðið frá 1970 væri komið aftur," sagði Venables í samtali við BBC. >port\ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1994

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.