Eintak - 23.06.1994, Qupperneq 25
Sumarið í híóhúsum bomarinnar
, di .
attejckomedia
armonnum og
m
Mikil ládeyða er nú í kvikmynda-
húsum borgarinnar og fátt mark-
vert á boðstólum fyrir kvikmynda-
unnendur. Það er í raun lán í óláni
á meðan lýðveldisafmæli, listahátíð
og heimsmeistarakeppnin í knatt-
spyrnu keppa um athyglina að
ógleymdri náttúruskoðun í íslensku
sumarnóttinni. í Hollywood eru að
jafnaði vinsælustu myndirnar settar
á markað á sumrin, enda flýr fólk í
loífkæld kvikmyndahús í sumarhit-
unum sunnar á jarðarkringlunni.
Rigningin verkar svipað á íslandi.
Þær myndir, sem spáð er mestri
velgengni vestra í sumar eru The
Flintstones eða Steinaldarmennirn-
ir, True Lies með Arnold
Schwartzenegger og The Woif
þar sem Jack Nicholson og Mich-
elle Pfeiffer eru í aðalhlutverkum.
Búast má við að Bíódagar Friðriks
Þórs Friðrikssonar verði einnig í
hópi mest sóttu kvikmyndanna
sumarið 1994 hér heima.
Sambíóin frumsýna langflestar
myndirnar af kvik-
myndahúsum borg-
arinnar næstu mán-
uðina, en áætlað er
að 23 nýjar myndir
verði sýndar á þeirra
vegum fram í miðjan
september. Háskóla-
bíó er næst í röðinni
með rúmlega tíu
myndir, en önnur
kvikmyndahús mun
minna. Um helgina
hefjast sýningar á
gamanmyndinni
Veröld Waynes 2 í
Háskólabíói um
þungarokksidjótin
Wayne og Garth í
túlkun Mike Meyers og Dana
Carvey. Fyrri myndin var ein af
þeim myndum, sem kom hvað
mest á óvart á síðastliðnu ári, og að-
sóknin að henni fór langt fram úr
björtustu vonum aðstandenda
hennar. Þessi mynd hefur hinsvegar
ekki staðið undir þeim væntingum
sem við hana voru bundnar og
gagnrýnendur hökkuðu hana í sig í
Bandaríkjunum.
Gamanmyndir verða allsráðandi
fyrri hluta sumarsins og um helgina
sýna Sambíóin enn eina vitleysuna
um Lögregluskólann eða Police
Academy sem búast má við að sé
hvorki betri né verri en nokkrar
undanfarnar myndir úr sömu röð.
Reynt er að blása aftur lífi í Bleika
pardusinn í Sambíóunum í mynd-
inni Sonur bleika pardusins þar
sem óþekktur franskur leikari fer
með hlutverk Clouseau lögreglu-
foringja, en myndin verður aldrei
annað en ósannfærandi og ofleikin
farsi, enda ekki að heiglum hent að
feta í spor Peters Sellers.
Bíódagar
Fyrsti alvöru sumarsmellur kvik-
myndahúsana verður væntanlega
Bíódagar í leikstjórn Friðriks Þórs
Friðrikssonar, en myndin verður
frumsýnd í Stjörnubíói 30. júní.
Misjafnar sögur fara af gæðum
myndarinnar, en heimildarmenn
eintaks, sem séð hafa búta úr
myndinni voru ekkert allt of hrifn-
ir. Engu að síður hefur þegar verið
samið um dreifingu myndarinnar
erlendis, en hún verður umfangs-
meiri en nokkur íslensk kvikmynd
hefur fengið hingað til. 1 kynningu
framleiðandans segir að „Bíódagar
gerist sumarið 1964, fýrir daga ís-
lenska sjónvarpsins, þegar fjöl-
skyldur hlustuðu enn á útvarpið og
fóru saman í bíó. Þegar strákar
slógust enn á götum nýbyggðra
hverfa og kynferðisafbrotamenn
voru ennþá bara dónar. Bilið á milli
erlendrar popp- og bíómenningar
og íslenskrar sagnalistar virtist enn
óbrúanlegt á þessum tíma, en í Bíó-
dögum er farið bil beggja og ágæt
kynni takast með þessum tveimur
heimum.“ Aðalsögupersónan er 10
ára drengur sem heitir Tómas og
verður sumarið i sveit og borg hon-
um afdrifaríkara en hann hafði
grunað. Kvikmyndin kostaði 137
milljónir króna en stór hluti kostn-
aðarins fór í að endurskapa um-
hverfi sögusviðsins til þess horfs,
sem var á Islandi árið 1964. Hlut-
verk fjölskyldunnar, sem atburða-
Kvenkúrekar og
splatter-kómeaía
Laugarásbíó verður með nýjustu
mynd bandaríska furðufuglsins
John Waters upp úr næstu mán-
aðamótum, en hann gerði meðal
annars myndirnar Pink Flamingos
og Hairspray með klæðskiptingn-
um Divine eins og kunnugt er.
Myndin nefnist Serial Mom á
frummálinu en þar er Kathleen
Turner í hlutverki blóðþyrstrar
móður, sem gengur yfir öll velsæm-
ismörk. Hætt er við að myndin sé
ekki eins subbuleg og Waters er von
og vísa, vegna áhrifa kvikmynda-
borgarinnar, en engu að síður fær
þessi splatter-kómedía ágætis dóma
þar sem hún hefur verið sýnd.
Eddie Murphy er ennþá til og Be-
verly Hills Cop er ennþá til. Sam-
bíóin og Há-
skólabíó taka
þriðju mynd-
ina í röðinni
um lögguna i
Beverly Hills
H
að að hún er ein íi .
besta leikkona p
Bandaríkjanna og T'
Mel er svo sætur ;
og sniðugur að T;
þessi vestri getur \
varla klikkað. Síð- ■:
ari vestrinn er
vafasamari, en
hann nefnist Bad
Girls en þar sýna
þær stöllur Made-
leine Stowe,
Andie MacDo-
well, Mary Stuart
Masterson og
Drew Barrymore
hvers þær eru
megnugar þegar
þær munda byss-
fSliííB
rásin snýst að mestu leiti um, eru í
höndum Rúriks Haraldssonar,
Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Orra
Helgasonar og Örvars Jens Arn-
arsonar sem leikur Tómas.
Auk þeirra sem eru í stórum
hlutverkum koma á sjöunda
hundrað aukaleikarar fram í mynd-
inni. Handritið er eftir Friðrik Þór
og Einar Má Guðmundsson og
Ari Kristjánsson stjórnaði kvik-
myndatökunni. Forráðamenn
Stjörnubíós eru greinilega mjög
bjartsýnir á aðsóknina því myndin
verður sýnd í stærri sal kvikmynda-
hússins fram til 19. ágúst.
til sýninga aðra helgina í júlí en hún
kolféll í Bandaríkjunum þegar hún
var frumsýnd á dögunum. Myndin
kostaði fullt af peningum og það er
fullt af sprengingum, en söguþráð-
urinn er fúllur af innantómum kli-
sjum.
Kúrekamyndirnar halda áfram
að streyma frá Hollywood og munu
Sambíóin bjóða unnendum þeirra
upp á tvær slíkar í næsta mánuði.
Þeir sem muna eftir árdögum ís-
lenska sjónvarpsins muna eftir
þættinum Maverick með James
Garner en í samnefndri kvikmynd
fer hann með eitt aðalhlutverkanna
auk Jodie Foster og Mel Gibson.
Jodie Foster hefur fyrir löngu sann-
Islenskir
leikarar í Hollywooi
Búist er við að Júragarður sum-
arsins verði Steinaldarmennirnir
þeir verða teknir til sýninga 22. júlí í
Sambíóunum og Háskólabíói.
Myndin er byggð á teiknimynda-
seríunni margfrægu og í Jielstu
hlutverkum eru John Goodman
sem Fred, Rick Moranis sem Barn-
ey, Rosie O’Donnel sem Bettie og
Elisabeth Perkins sem Wilma. Is-
lensku tviburarnir Hlynur og Mar-
ínó Sigurðssynir ættu að gull-
tryggja góða aðsókn hér á landi en
þeir fara með hlutverk Bam Bam,
sonar Wilmu og Freds. Stærsta
smástirni okkar í Hollywood, Mar-
ía Ellingsen, kemur einnig við
sögu í sumarvertíð íslenskra kvik-
Friðriks Þórs Friðrikssonar i StjörnubíóI 30. júní ' með Jack Nicholson og Michelle
PFEIFFER í StJÖRNUBÍÓI 19. ÁGÚST V STsT>!5|LDA?.MHN>::wrí MEÐ tvíburunum Hlyni og Marínó Sigurðssonum
í Háskólabíói og Sambíóunum 22. júlí ?.ue '- =3 með Arnold Schwartzenegger í Sambíóunum og Háskólabíói 26.
ágúst ; Serial J'lov: í leikstjórn John Waters í Laugarásbíói í júlí
f myndahúsa, því hún fer með
fstórt hlutverk í myndinni D2
jsem frumsýnd verður um
®Verslunarmannahelgina í
; Sambíóunum. Myndin ersjálf-
fstætt framhald íshokkímyndar-
innar The Mighty Ducks sem
sýnd var í fyrra, en Emilio Este-
vez fer með hlutverk þjálfara
Tiðsins, sem er samnefnt fyrri
myndinni. María leikur hinsvegar
þjálfara hins illræmda íslenska liðs
Víkinganna sem eru hin verstu fúl-
menni. Island hlýtur töluverða um-
fjöllun í myndinni, sem fékk góða
dóma og aðsókn í Bandaríkjunum.
Hryllingsmyndaunnendur fá líka
eitthvað við sitt hæfi í sumar, en um
miðjan júlí sýnir Laugarásbíó
myndina The Crow eða Krákuna
með Brandon Lee í aðalhlutverki.
Lee lést við tökur myndarinnar af
voðaskoti og það hefur ekki verið
síst til að vekja á henni athygli, en
hann var sonur Bruce Lee, sem
einnig fórnaði lífi sínu á altari kvik-
myndamúsunnar. Þetta er vel stílis-
eruð splatterpönk mynd en sögu-
þráðurinn er ósannfærandi og fell-
ur hún við það.
Gamansöm rómantík
Julia Roberts gerir tilraun til að
endurheimta forna frægð með að-
stoð Nick Nolte í myndinni I Love
Trouble sem er rómantísk mynd
með gamansömu ívafi er Sambíóin
taka til sýninga um miðjan ágúst.
Þar segir frá blaðamönnum, sem
fella hugi saman eftir að hafa verið
hvoru öðru fráhverf við fyrstu
kynni. Búast má við að þessi mynd
geri það sem Svefnlaus í Seattle
gerði á síðastliðnu ári. Háskólabíó
verður einnig með sterka mynd í
ágúst mánuði en það er Four
Weddings and a Funeral með Hugh
Grant og Andie MacDowell.
Myndin hefur hvarvetna hlotið lof
gagnrýnenda sem og annarra kvik-
myndahúsagesta, en hún er í senn
rómantísk og fyndin. Leikurinn er
fyrsta flokks og handritið kemur
verulega á óvart.
Eins og áður sagði er það ekki
fyrr en 19. ágúst, sem Stjörnubíó
áætlar að aðsókn að Bíódögum
linni og The Wolf eða Úlfurinn
með stórstirnunum Jack Nicholson
og Michelle Pfeiffer kemur í hennar
stað. Þetta er von Columbia kvik-
myndaversins í sumar eftir andlát
Síðustu hasarmyndahetjunnar í
fýrra. Úlfurinn er varúlfamynd eins
og nafnið gefur til kynna, en í stað
þess að æða um víðan völl og éta
alla, sem fyrir honum verða, nýtir
varúlfurinn nýfundna eiginleika
sína til að leysa vandamál lífs síns.
Nicholson er í titilhlutverkinu, en
Pfeiffér leikur dýralækni, athyglis-
vert — ekki satt?
Sumarveislu kvikmyndahúsanna
lýkur síðan í Sambíóunum og Há-
skólabíói 26. ágúst með spennu-
myndinni True Lies með Arnold
Schwartzenegger og Jamie Lee
Curtis sem leikstýrt er af James
Cameron en hann gerði Tortím-
andann 2. Myndin er með gaman-
sömu ívafi og lítið af tölvutækni-
brellum en engu að síður er reiknað
með að hún kosti meira en 100
milljónir dollara og verði jafnvel
dýrasta kvikmynd sögunnar.
Sýningaráætlun Regnbogans lá
ekki fýrir þegar þessi samantekt yfir
helstu myndir sumarsins var gerð,
en hugmyndin er að halda áfram að
reka kvikmyndahúsið á svipuðum
nótum og undanfarið með áhersl-
um á vandaðar myndir frá öðrum
löndum en Bandaríkjunum, auk
einstaka myndar ffá Draumaverk-
smiðjunni í Hollywood. Eina
myndin sem aðstandendur kvik-
myndahússins nefndu sem væntan-
lega í samtali við EINTAK er Rapa
Nui með Kevin Costner og Jason
Scott Lee í aðalhlutverkum en þar
segir frá eyjaskeggjum á Suðurhafs-
eyju sem er svo einangruð að þeir
halda að þeir séu einir í heimin-
um. ©
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1994
25